Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Spurningin Hver vaskar upp á þínu heimili? Anný Dóra Hálfdánardóttir nemi: Ég geri það oftast, því miður. Björgvin Atlason, 13 ára: Upp- þvottavélin. Það setja allir inn í hana. Ásgerður Ásbjörnsdóttir nemi: Bróðir minn. Bjarki Kaikumo popparadjöfull: Ég. Guðrún Eyjólfsdóttir nemi: Það er verkaskipting. Hrafnhildur Maren verslunar- maður: Það fer eftir því hver er í stuði. Lesendur__________ Gagnslítil tölvusýning Þröng á þingi á tölvusýningu í Laugardalshöil. Ragnar skrifar: Ég fór á tölvusýninguna sem haldin var í Laugardalshöll um sl. helgi. Ekki vil ég segja að sýning þessi hafi verið mér vita gagnslaus en afar gagnslítil. Hafi þetta átt að vera sölusýning átti ekki að kosta neitt inn. Hafi þetta ekki verið sölu- sýning er fyllilega réttlátt að greiða 400 kr. fyrir innganginn. Ég er nefnilega ekkert viss um að þetta hafi átt að vera sölusýning því ég sá ekki tilburði hjá neinum sýningar- aðila til að bjóða manni eitt eða neitt til kaups. Það var þó erindi mitt á sýninguna að reyna að láta verða af því að festa kaup á nýrri tölvu í stað þeirrar gömlu sem ég hef notað sl. 7 ár. Þegar á sýningarsvæðið kom var varla þverfótað fyrir fólki. Mest var þarna fjölskyldufólk með börnin sín sem sum hver voru föst við tölvurn- ar og einokuðu þær fullkomlega. Foreldrarnir stóðu hróðugir hjá og reyndu að leiðbeina grislingunum. Gekk þetta svo langt að einn fullorð- inn sem vildi komast í tölvu upp- tekna af krakka einum sem vart stóð út úr hnefa ýtti honum beinlín- is frá tölvunni við lítinn fögnuð for- eldranna - Gummi litli væri svo áhugasamur á þessu sviði - og auk þess var hann ekki búinn að klára einhvern leik eða eitthvað annað sem hann hafði verið fastur við sl. 10 mínútumar a.m.k. En hvað um það. Ég leitaði að sæmilegri tölvu með sæmilegum prentara og hafði til viðmiðunar auglýsingu sem ég hafði klippt út úr dagblaði. Ég fór nú á viðkomandi bás til að fá viðbótarupplýsingar og að því loknu að ganga frá kaupum. En það var þá engin uppsetning fyr- ir hendi á staðnum, aðeins bækling- ar um prentarana ásamt verði. Fyr- ir meðalmanninn í tölvuvinnslunni hefði þetta verið upplagður staður til að skoða, velja og kaupa. En þar sem sýningaraðilar voru ekki með neitt bitastætt „set-up“ sem sýndi útlit og gæði á slíku i heilu lagi var þetta næstum gagnslaus sýning fyr- ir meðalmann á tölvusviðinu eins og mig. Það sem ég hefði viljað sjá þarna voru mismunandi „set-up“ eða upp- stillingar af tölvu og prentara og eins hvernig pappír/letri viðkom- andi prentari skilaði. Þarna hefði verið sýningar/sölumaður til að leiðbeina um val. Hefði nú einhver söluaðilinn verið virkilega sniðugur hefði hann haft inni í kaupverðinu boð um að sendá viðkomandi tölvu heim daginn eftir ásamt manni sem tengdi hana og gæfl um leið stutt yf- irlit yflr „log- in“, feril og helstu möguleika. En þetta var hvergi í boði. Ég er því enn í sömu sporum og verð lengi að leita að heppileg- ustu lausninni; tölvu til ritvinnslu og annarra heimaverkefna fyrir meðalnotandann. tillitsleysi ökumanna Reiðhjól - Pétur Magnússon skrifar: Ég er einn þeirra sem kýs að nota reiðhjól til að fara minna daglegu ferða. Á þessum daglegu ferðum hef ég stundum orðið ýmist reiður yfir tillitsleysi ökumanna í minn garð eða þá pirraður yfir því aðstöðu- leysi sem mætir hjólreiðafólki hér í borginni. En það sem rekur mig til að kveikja á tölvuskjá mínum í þetta sinn er þó hvorki reiði né pirr- ingur heldur jákvæðari kenndir. Ég vil hrósa borgaryfirvöldum fyrir þær góðu framkvæmdir sem þau hafa staðið fyrir í sumar. Þegar ég segi framkvæmdir þá á ég við t.d. alla kantana á gangstéttum sem lag- færðir hafa verið. Og nú virðist eiga að byggja brú yfir Kringlumýrar- brautina og þá getur maður hjólað alla leið vestan úr bæ og upp í Heið- mörk án þess að vera í hættu í bíla- umferðinni. Frábært. Þetta sumar lofar góðu og ég vil hvetja borgaryfirvöld til aö halda áfram á sömu braut. Einnig finnst mér ég hafa orðið var við aukna tU- litssemi ökumanna í garð hjólreiða- manna í umferðinni núna í sumar. Reiðhjól eru nefnUega vænlegur far- kostur innanbæjar sem utan, bæði hollur og umhverfisvænn. En tU þess að fólk noti þennan farkost þarf enn að bæta aðstöðu fyrir hann. Höldum áfram á þessari jákvæðu braut og gerum Reykjavík að mann- eskjulegri og lífrænni borg. íslensk stjórnmál á refilstigum Gunnar Guðjónsson skrifar: í hvers konar fen eru íslensk stjórnmál eiginlega sokkin? Það gengur ekki á öðru en spUlingu, ásökunum um þjófnað, gírugheitum og sjálftöku launa hjá þingmönnum og hærra settum ráðamönnum í stjórnsýslukerfinu. Vissum við nú vel að ekki var ætíð hreint mjöl í pokahorni sumra stjórnmálaflokk- anna, Alþýðuflokkurinn bitlinga- fiokkur, Framsóknarflokkurinn skaraði eld að sinni köku með hefð- bundnum hætti í landbúnaði, lax- veiði og loðdýraeldi og kommarnir landráðamenn að sumra mati. Helst að Sjálfstæðisflokkurinn stæði utan og ofan við ámæli um beina spill- ingu. Þar voru líka miklir heiðursmenn við stjórnvölinn. Við áttum hæfa foringja f þeim Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni, Jóhanni Hafstein og Geir Hallgrímssyni. Flokkarnir virðast nú samtíga í spillingunni, á þingi og utan. Nú síðast birtist sú frétt að eftir 10 daga setu á þingi ávinni þingmenn sér 40 þúsund króna makalífeyri! Og það fylgir að 210 þingmenn hafi í árslok 1992 „átt“ um 365 milljónir í makalífeyri. í sjóði (Lífeyrissjóði alþingismanna) I hvers konar fen eru íslensk stjórnmál sokkin? spyr bréfritari. sem í vantar yfir 2 milljarða króna!! Mér þykir verst að enginn stjórn- málaflokkur skuli vera hótinu betri í þessari spillingu allri. Ég vildi mega vænta þess að Sjálfstæðis- flokkurinn tæki sig nú til, segði spillingu og undirmálum stríð á hendur og skyti öðrum flokkum þar með ref fyrir rass. Forystu Sjálf- stæðisflokksins er ekki stætt á neinu öðru eins og komið er í stjórn- málum hér. Skattsvik I Kópavogi og annars staðar Magnús Jónsson hringdi: í síðasta Kópavogspósti var greint frá umfangsmiklum og stórfelldum skattsvikum sem upplýst hefðu verið í bæjarráði fyrir tilstilli borgara úr bæjarfé- laginu. Upplýsir bæjarstjóri Kópavogs að þarna sé um hrika- leg dæmi að ræða um skattsvik bæjarbúa og hefur nú sent skattrannsóknarstjóra bréf í framhaldinu. Ég get ekki varist undrun á því hve fljótt bæjar- stjórn Kópavogs bregst við upp- lýsingum hins almenna borgara í þessu sveitarfélagi. Er þetta framtíðin í skattrannsóknamál- um hér á landi eða eigum við að vænta annarra úrræða gegn skattsvikum? Úttekt á Bessa- staðakjallara Margrét Sigurðardóttir skrif- ar: Mér finnst ekki hafa verið fjallaö nógsamlega um hinn nýja Bessastaðakjallara, þótt að vísu hafi úttekt verið gerð á kostnað- inum í DV. Mér fyndist eðlilegt að eftir þá frétt í DV hefði t.d. Rikisendurskoðun eða viðlíka aðili tekið málið upp og krafiö byggingarnefnd Bessastaða um skýrslu sem birst hefði opinber- lega. Það á ekki að hvíla nein leynd yfir húsakynnum á for- setasetrinu eða hvernig einhver nefnd getur ráðskast með opin- bert fé í framkvæmdir á staðn- um. — Þjóöinni kemur þetta mál við eins. Nýtt nafn á landið Hjálmar skrifar: Það er nú loks farið að brydda á því hjá þeim sem selja útlend- ingum ferðalög til landsins að nafnið á okkar fagra landi er hæði fráhrindandi og óaðlað- andi. Nafnið laðar ekki að, það er kalt og segir ekkert annað en „ísklumpur". Hver vill búa á ísklumpi? Okkur myndi ganga mun betur á allan hátt gæfum við landinu nýtt, fallegt og hlý- legt nafn, sem það líka er. Öryggistæki ríkisins á ekki að selja Kristján S. Kjartansson skrif- ar: Ég tel fráleitt að menn selji ör- yggishagsmuni þjóðarinnar, Póst og síma, Landsbanka og Búnað- arbanka eða opinbera fjölmiðla. Standa á vörð um lýðræðið, ekki brjóta það niður. Við þurfum ekki niðurrifsaðferðir erlendra og innlendra frjálshyggjumanna, er vilja einkavæða allt og gera heiminn að samfelldu láglauna- svæöi. Þarfara væri að skipa sér- staka rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til að kanna tíðni vinnuslysa á sjó ásamt vélarbil- unum og árekstrartíðni og á öðr- um atriðum er viðkoma skipaút- gerð. Bátaútgerð þarf aðhald hvað varðar útgjöld tryggingafé- laga. Borgar með barnio á brjósti Elsa hringdi: Það sem bankamir geta aug- lýst. Nú er þaö t.d. svokallaður Heimabanki. Hver er útibús- stjóri á þínu heimili? Síðan birt- ist mynd af konu sem segist vera heimavinnandi. Hénni finnst gott að geta borgað reikningana heima í ró og næði, jafnvel með barnið á brjósti, segir hún. Og svo eru það greiðslukortareikn- ingarnir og millifærslunar af sjóðsreikningunum. — Já, þetta er aldeilis sniðið að þörfum þjóö- arinnar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.