Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 13 I Fréttir _ Menntaskólinn og Iþróttakennaraskólinn á Laugarvatni: Mörgum sagt upp Menntaskólinn og íþróttakenna- raskólinn á Laugarvatni hafa sagt hátt í 20 lausráðnum starfsmönn- um við ræstingar, gæslu í sundlaug og íþróttahúsi og húsvörslu upp störfum frá næstu áramótum vegna skipulagsbreytinga á rekstri skólanna. Verið er að endurskoða rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni og er hugsanlegt að hún verði lögð niður. íþróttamið- stöðin hefur ekki verið nógu mikið nýtt yfir vetrurinn, sérstaklega í miðri viku. „Það er fullmikið sagt að það eigi að leggja íþróttamiðstöðina niður en það er verið að endurskoða starfsemi hennar. Eignaraðilar hennar, ÍSÍ, menntamálaráðuneyt- ið og Ungmennafélag íslands, vinna að því að yfirfara samstarfs- formið og hafa ákveðið að ekki verði bókað í miðstöðina frá miðj- um nóvember meðcm verið er aö fara yfir stöðuna,“ segir Kári Jóns- son, forstöðumaður íþróttamið- stöðvar íslands. Friörik Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sameignar skól- anna, vildi sem minnst um rekstr- arbreytingarnar og uppsagnimar í skólunum segja en gat þess þó að rekstrinum yrði breytt þannig að öll mannvirki á staönum yrðu á einni hendi. Alhr starfsmenn yrðu ráðnir aftur, hvort sem þeir væru í hlutastarfi eða fullu starfshlut- falli, til Sameignar skólanna. -GHS Ökuskóli MEIRAPRÓF Islands Aukin ökuréttindi S: 568 3841 Námskeið 6. Okt. \ (MJFtAM 1 | FRYSTIKISTUk f /^mnMTTrrrniiiiiNiiiii^ r\ 234 Itr. 2 körfur 44.990 stgr. 348 Itr. 3 körfur 51.950 stgr. 462 Itr. 4 körfur 59.830 stgr. 576 Itr. 5 körfur 64.980 stgr. Góðir greiðsluskilmálar. VISA og EURO raðgreiðslur án útb. r^onix HÁTÚN (>A - SÍMI 552 4420 i i Frá Laufskálarétt. Þar var fjöldi hrossa og manna. DV-mynd Örn Laufskálarétt í Hjaltadal: ' Kraftaverk að viðskyldum lifa slysið af - segja hjón er lentu í lífsháska upp á jökli nú um helgina I IÉg hatöi farið nokkrum sinnum á vélsleða upp jökulinn enkonan aldrei. Hún hafði lengi ætlað og áður ( en við fórum í þessa ferð sagðist ég ekki fara án hennar. Við getum þakk- að það frábærum björgunarmönnum Mannfjöldi í stóðréttum Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Mikill mannfjöldi var saman kom- inn við Laufskálarétt í Hjaltadal þeg- ar stóð úr Viðvíkur- og Hólahreppi var réttað þar laugardaginn 23. sept- ember. Tahð er að um 900 hross hafi verið réttuð þennan dag og kunnugir giska á að 1-2 þúsund manns hafi verið við réttina þegar mest var. Stærstur hluti stóðsins kom úr af- réttinni í Kolbeinsdal. Þar mátti reka 400 fullorðin hross í afrétt í sumar og er talið að þeim hafi fylgt 2-3 hundruð folöld. Einnig komu um 170 fullorðin hross og nokkuð af folöld- um úr Ásgarðshólfi sem er beitar- hólf í eigu Viðvíkurhrepps. Að sögn Brynleifs Sigurlaugssonar réttarstjóra gekk hrossasmölunin mjög vel að þessu sinni. Um 130 manns fóru ríðandi að sækja hrossin í Kolbeinsdalinn. Að sögn Brynleifs stækkar sá hópur sem sækir hrossin ár frá ári og er ljóst að þéttbýlisbúum þykir mikið sport að komast í hrossa- smölunina. Nokkuð af fólki kemur erlendis frá gagngert til að smala og fylgjast með sundurdrætti. Málaferli vegna endurbyggingar Þjóðminjasafnsins: Ríkinu var heimilt að rifta samningi - arkitektar leystir ffá störfum með nýrri byggingamefhd að leita samstarfs við aðra aðila en fyrri nefnd hafði gert. Vildu arkitektarnir fá þrjár og hálfa milljón króna í bætur fyrir það tjón sem þeir höíðu orðið fyrir við riftun samningsins. Byggðu þeir málflutning sinn á aö riftunin hefði verið tilefnislaus og því ólögmæt. í dómi héraösdóms kemur fram að ósannað mál sé að umræddir arki- tektar hafi borið tjón af riftun samn- ingsins. Því beri þeim engar þætur fyrir. Úrskurðað var að hvor málsað- ili bæri sinn kostnað af máhnu. Dóm- inn kvað upp Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari. -GK Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist aö þeirri niðurstöðu að I menntamálaráðherra hafi verið heimilt að rifta samningi við arki- tektana Grétar Markússon og Stefán | Örn Stefánsson vegna endurbygg- ingar á Þjóðminjasafninu. Arkitektarnir fóru í mál við i menntamálaráðuneytið fyrir hönd Þjóðminjasafnsins og fjármálaráðu- neytið fyrir hönd ríkissjóðs vegna ; þess að samningi við þá um hönnun endurbyggingarinnar var sagt upp í byrjun árs árið 1993. Hafði áður ver- ið skipuð ný byggingamefnd vegna endurbóta á safninu og ákvað hún Nýtt og enn betra Helgarblað fyrir þig • Viðtöl og greinar • Ferðalög og fararsnið • Bama-DV • Viðburðir í mannlífi • Fræðsluefni - og margt fleira Helgarblað DV er sniðið fyrir þig og alla fjölskylduna. Frjálst, óháð dagblað fyrir þig Munið nýtt símanúmer 550-5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.