Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 15
MIDVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1995 15 Fiskilögsaga við Jan Mayen uppdráttur Alþj óðadómstólsins Grein minni í DV 22.9. fylgdi uppdráttur sá sem Alþjóöadóm- stóllinn í Haag lét gera og lagði til grundvallar úrskurði sínum í deilumáli milli Danmerkur og Noregs um veiðiréttindi á haf- svæðinu milli NA-Grænlands og Jan Mayen. Uppdrátturinn var vel unninn og réttur, en heiti á nær- liggjandi hafsvæðum var ekki í samræmi við úrskurðinn. Bæði uppdrátturinn og nafngiftirnar eru byggð á erlendum sjókortum af svæðinu, og með úrskurði Alþjóða- dómstólsins fær þetta varanlegt gildi, þar til annað verður sannað. Augijósar villur Nafngiftirnar eru ekki í sam- ræmi við íslenska málvenju, en af íslands hálfu hefir ekki verið gerð gangskör að því að leiðrétta rang- Kjallarinn lögsaga er orðin að alþjóðalögum, er eðlilegt að Noregshaf nái aðeins til fiskilögsögunnar. Það sem utan er tilheyrir ekki fiskilögsögu Nor- egs. Sama regla ætti að gilda um önnur lónd. Fiskilögsögur Islands, Færeyja, Noregs og Rússlands um- lykja allt Norðurhafið, og þessi lönd eiga þannig að stjórna sam- eiginlega fiskveiðiréttindum þar. Hlutverk Alþjóðadómstólsins var að skipta loðnuveiðum milli Noregs og Danmerkur, sem er eina veiðin á svæðinu, og fmnst aðeins innan reitsins BDLJ á uppdrættin- um. Þessum reit var síðan skipt með línunni MN í tvo áþekkt stóra hluta milli landanna. Eg held að loðna hafi fundist þarna tvisvar sinnum, og aðeins í litlum mæli. Nú er svo komið að það er ekki leitað þar lengur svo nokkru nemi. Sérfræðilegur ad hoc dómari Al- þjóðadómstólsins sagði í séráliti sínu að úrskurður dómsins væri „tObúningur og án grundvöllunar i alþjóðalögum". Niðurstaða af at- hugun á þessu máli er sú að Nor- egur á engan rétt til aðstjórna veiðum í Norðurhafinu upp á sitt eindæmi, og að reglugerð þeirra þess efnis frá 1993 hefir ekkert gildi. Önundur Ásgeirsson Önundur Asgeirsson fyrrv. forstjóri Olís „Versta villan er þó að Noregshaf nái alla leið til Jan Mayen. Jan Mayen er . óbyggt sker, sem hefir enga fiskilögsögu, því að fiskilögsaga er aðeins sett til að vernda hagsmuni íbúa." • GREENLAND SEA sShannon Islanc hermi á erlendum sjókortum af svæðinu, sem þó hefði átt að gera fyrir löngu, því að þau eru mjög villandi. T.d. er ekkert Islandshaf til á uppdrætti Alþjóðadómstóls- ins. Væri eflaust rétt að ísland höfðaði mál fyrir Alþjóðadóm- stólnum til leiðréttingar á þessu. Uppdrátturinn birtist hér nú að- eins með þeim nöfnum, sem Al- þjóðadómstóllinn notaði og hefir þannig viðurkennt. Þar koma fram augljósar villur, svo sem að Græn- landshaf er sagt vera norðan 75. gr. N, þar sem við nefnum Norður- Ishaf eða Dumbshaf. Norska hafið er talið ná frá Jan Mayen til Nor- egs, ekkert tslandshaf ér tfl og Grænlandssund er nefnt Denmark Strait (Danmerkursund). Þetta gengur í verulegum atriðum gegn fiskveiðihagsmunum íslands, og því verður að fá leiðréttingu á þessum missögnum. Róbert Jensson, forstöðumaður Sjómælinga íslands, segir mér að heitið Denmark Strait hafi verið sett á sjókort fyrir síðustu aldamót af dönskum mælingamanni á varð- skipinu Danmark, þegar unnið var að dýptarmælingum á sundinu. Sundið er þannig kennt við þetta varðskip, en ekki Danmörku sem ríki, eins og flestir munu halda, ekki síst ókunnugir erlendir menn. Versta villan er þó að Noregshaf nái alla leið til Jan Mayen. Jan Mayen er óbyggt sker, sem hefir enga fiskilögsögu, því að fiskilög- saga er aðeins sett til að vernda hagsmuni íbúa Það er á grundvelli þessa upp- dráttar að Norðmenn settu fljót- lega með norskri reglugerð 200 mílna fiskilögsögu út frá Jan Mayen. Þetta á sér enga stoð í nú- verandi alþjóðarétti, og er byggt aðeins á þessum ranga uppdrætti á sjókortum. Allt frá landnámstíð hefir hafið umhverfis ísland verið nefht ís- landshaf, en einkum A og SA af landinu. Nú, þegar 200 mílna fiski- 20° V SKETCH MAP No.2 75c N Jan Mayen 70° NORWEGIAN SEA 65° N 10° V ^mT* Uppdrátturinn birtist hér nú aðeins með þeim nöfnun sem Alþjóðadóm- stóllinn notaði og hefur þannig viðurkennt, segir Önundur. Af öryrkjanna mörgu erindum Fjölmargir öryrkjar koma hing- að eða hringja með hin ýmsu mál til úrlausnar eða umkvartana. Erfitt er um að dæma hvað upp úr sténdur í þeim aragrúa einstakra mála, sem hingað berast með ein- um eða öðrum hætti. Eins og konan sagði... Nú um stundir eru það stað- greiðsluskilin af bensínpeningun- um og húsaleigubótunum sem hæst ber. En fyrst að samtali frá Akureyri, sem ágæt ogidögg kona átti við mig á dögunum. Hún kvaðst búa ein með syni sínum í skóla sem ylli því samkvæmt skýr- um skilningi tryggingalaga, að sakir þess að sonur hennar byggi heima, hefði hún af því slíkt fjár- hagslegt hagræði að hún fengi hvorki notið heimilisuppbótar né sérstakrar heimilisuppbótar, enda þær bætur háðar því að hún byggi alein. Ekki kannaðist konan þó við hið fjárhagslega hagræði af syni sem rért hefði fyrir klæðum og bókum af tæpri sumarvinnu sinni, en væri að sjálfsögðu með sitt fæði og húsnæði hjá mömmu — hótel mömmu — eins og hún sagði, sem ætti að framfæra þau bæði þannig af innan viö 40 þús. á mánuði. Eða eins og konan sagði: „Ég greiði alla mína reikninga, en ekki vildi ég ráðherrunum svo illt að hafa þá í fæði hjá mér." Kjallarinn Að þessu atriði þarf að hyggja, ef unnt reyndist að koma hér ein- hverri sanngirnisskipan á, en auð- velt er það ekki. Og svo eru það staðgreiðsluskil- in áðurnefndu. Ekki skal út í rétt- mætið farið hér, 'enda margt sem athuga mætti og vissulega vafa- samt fyrir alla að eiga von á skatt- ustu mánuðum ársins. Og það eru ærið margir snún- ingarnir hjá öryrkja við útvegun hins rétta skattkorts áður en yfir lýkur og skyldu skattayfirvöld ekki gera of lítið úr því. Ofan í kaupið spyrja svo afar margir ör- yrkjar hvað verði nú eiginlega eft- ir af blessuðum „Jóhönnu"bótun- Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ Þversögn í tryggingakerfi Hér er komið að ákveðinni brot- alöm eða þversögn í okkar trygg- ingakerfi, því þessar bætur — heimilisuppbót og sérstök heimil- isuppbót — sem eru raunar taídar bætur félagslegrar aðstoðar laga- lega, taka einungis gildi búi öryrk- inn einn og skiptir þá engu um að- stæður að öðru leyti. Og það mun- ar um þessa upphæð svo sannar- lega og von að konan segði það eitt sýnast til ráða að reka soninn af höndum sér og geta þannig haft betur til hnífs og skeiðar fyrir þau bæði. „Það sem kemur öryrkjum í hvað opn- asta skjöldu er að þessi skattheimta skuli ekki fylgja skattárinu og þegar bréf berst frá félagsmálastofnuu um skil skattkorta, þá hrynur himinninn yfir æði marga." arukkun á miðju ári í stað skatt- skila jafnharðan. Það sem kemur öryrkjum í hvað opnasta skjöldu er að þessi skart- taka skuli ekki fylgja skattárinu og þegar bréf berst frá félagsmála- stofnun um skil skattkorta, þá hrynur himinninn yfir æði marga og ætti enginn undrandi að verða. Inn í þetta spila blessaðar ein- greiðslurnar, sem valda því t.d. að í desember getur verið gott að eiga uppsafhaðan persónuafslátt, þegar desemberuppbótin birtist eins og líknandi engill í útgjaldamánuði, svo margt ber að skoða þegar ver- ið er að hringla með þetta á síð- um þeirra, þegar Friðrik hefur komið í þær klónum og aftur kem- ur upp samanburður við þá sér- stöku uppbót trygginganna sem áður var greidd vegna húsnæðis- kostnaðar og er enn greidd þar sem húsaleigubætur gilda ekki. Ég tek undir heils hugar með ör- yrkjunum sem segja hvers vegna ekki megi gera alla framkvæmd skiljanlegri og einfaldari og ekki síður varðandi hitt, hvers vegna svona staðgreiðsluskil eru ekki látin fylgja skattárinu. En það er margt skrýtið í skatthausnum, eins og konan sagði á dögunum. Helgi Seljan Meðog á móti Sameining sveitarfélaga á ______Vestfjörðum______ Einangrun rofín „Með samein- uðum kröftum erum við betur í stakk búin til að takast á við vandamálm. Á næsta árí eru sveitarfélögin að taka við rekstri grunnskólanna , og fleiri mála- Siguröur Ha* flokkum. Það er berg, sveitar- borðleggjandí að stJÓi-narrnaður minni sveitarfé- aFI»eyn- lög ráða ekki viö þann rekstur með góðu móti. Þegar á sér stað nokkur sam- vinna meðal þessara sveitarfélaga og öll ákvarðanataka verður meö samruna raun skilvirkari og ekki eins handahófskennd eins og nú á sér stað þar sem hver reynir að skara eld að sinni köku. Ég nefni sem dæmi að í þeim sex sveitarfé- lögum sem hugmyndin er að sam- eina eru jafn margar sveitarstjórnir og yfir 30 sveitarstjórnarmenn. Þetta þýðir að rígur milli hreppa er viðvarandi og svæðíð ber allt merki þess sundurlyndis sem af því leiðir. Með því að fækka sveitarstjórnum og færa undir einn hatt þá breytist þetta væntanlega. Með tilkomu jarðganga sem opna í desember þá styttast vegalengdir milli staða og einangrun verður rof- in. Þar raeð er þetta orðiö að einu atvinnusvæði. Fólk á Flateyri, Þing- eyri og Suðureyri sækir vinnu til ísafjarðar og öfugt. Þar með eru hagsmunirnir orðnir þeir sömu á öllum þessum stööum. Með samneingu má samnýta alla hluti og fólk getur sótt þjónustuna í báðar áttir." Ekki sam- einingarhæft „Það er ekki hægt að sameina þessar byggðir á grundvelli þeirr- ar hugsunar sem er að baki hg- myndinni, ein- faldlega vegna þess að efnahags- staða og félagsleg staða svæðisins er slík. Það er mitt álit að þess vegna hafi legið svona mikiö á að sameina fyrir nokkrum árum. Jó- hanna Sigurðardðttir þáverandi fé- lagsmálaráðherra gerði sér grein fyrir því að litlu sveitarfélögin éru flest að fara í gjaldþrot og þegar þau fara í gjaldþrot þá lendir það á fé- lagsmálaráðuneytinu. Hinsvegar ef um sameiningu er að ræða þá lenda þessi vandamál á nýju sameiginlegu sveitarfélagi. Það þýðir i þessu til- yiki að vandamálin lenda á ísafirði. ísafjörður hefur ekki burði til að taka að sér þau miklu vandamál sem þarna eru. Ég bendi á það að það var frá því skýrt í DV fyrir nokkrum dögum að skuldastaða sveitarfélaganna er slík að þau eru um það bil að fara á framfæri félags- málaráðuneytis. Undir þessum kringumstæðum er ekki hægt að sameinast á þ'eim grundvelli að ísa- fjörður með 3500 íbúa af samanlegt 6500 íbúum fari með eitt atkvæði á móti hverju hinna sveitarfélaganna. ísafjörður verður að hafa yfir 50 prósent vægi í samningaviöræðum ef eitthvað vit á að vera í þeim. Ef við raunverulega ætlum að tryggja að byggö haldist hérna fyrir vestan þá verðum við að tryggja bestu hag- kvæmni í rekstri á einu sveitarfé- lagi. Ég held aö erfltt verði að gera það við samningaborðið þess vegna fmnst mér að þingmenn okkar, sem hafa verið ótrúlega gjöfulir við þessi litlu þorp, taki áhyrgð á gjörðum sínum og taki við þessu og leysi málin. Þá fyrst getum við tekið að okkur þessi byggðarlög á okkar eig- in forsendum". -rt Ulfar Agústson, kaupmaður á ísafirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.