Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 33 Iþróttir íundsdóttir mjög ósátt við skýringar á öarveru sinni frá landsliðinu: luðveldlega kom- il Bandaríkjanna örðurinn í handknattleik ekki með af fjárhagsástæðum mjög ósátt við þær skýringar sem gefnar hafa verið á fjarveru hennar - að hún komist ekld með liðinu til Atlanta. Ég gat auðveldlega komisttil Bandaríkjanna „Ég er í fríi í skólanum eins og er og gat auðveldlega komist með til Banda- ríkjanna. Kristján þjálfari sagði við mig að það væru ekki til peningar hjá HSÍ til að sækja mig til Danmerkur, og ég sé fyrir slíkt gerast í karlahand- boltanum! Það sem mér fmnst hins vegar verst er að heima er sagt við fjölmiðla að ég komist ekki. Það er alrangt, landsliðið er númer eitt hjá mér,“ sagði Hjördís þegar DV hafði samband við hana í gær. „Menn eiga að koma hreint fram og segja frá ástæðum* Heiða Erlingsdóttir leikur einnig í Danmörku en hún fer með landsliðinu til Atlanta. „Það er ekkert við því að segja, þjálfarinn ræður ef hann þarf að velja á milh, en þá eiga menn að koma hreint fram og segja frá ástæð- unum,“ sagði Hjördis. „Hjördís er enn þá inni í myndinni" „Ég veit hvar ég hef Hjördísi. Hún hefur staðið sig vel með landsliðinu og nú síðast á mótinu í Kanada. Ég vil prófa Helgu í þessari ferð og hún varð því fyrir valinu í þetta skiptið. Hjördís er aö sjálfsögðu inni í mynd- inni hjá mér í Evrópukeppninniæftir áramótin. Ég lagði ríka áherslu að gefa ungu stelpum tækifæri," sagði Kristján Halldórsson, þjálfari kvenna- landsliðsins í handknattleik, í samtali við DV. • Gordoq Lee segir íslenska knattspyrnu álíka að styrkleika og írska knatt- spyrnu. Lee þjálfaði KR á árinum 1985-1987. ilegastir mnum frá KSÍ og VISA-ísland. Efri röð frá tingsmaður ársins, Leifur Geir Hafsteinsson, eikmaður ÍBV, Haraldur Ingólfsson, leikmað- ;smaður ÍBV, Jónína Víglundsdóttir, leikmað- naður Stjörnunnar, Ásta Jónsdóttir og Gunn- íufélags ÍA. Sitjandi frá vinstri; Eggert Magn- narsson, forstjóri VISA-ísiand. DV-mynd Brynjar Gauti Gordon Lee, fyrrum þjálfari Everton og KR: íslandsdvölin var ánægjuleg Handknattleikur: ^ Atítð leika í Dana- veldi Margir íslendingar leika með dönskum handknattleiksfélögum í vetur og eru þeir samtals átta í tveimur efstu deildum karla og kvenna. í þessum hópi eru tvær landsl- iðskonur, Hjördís Guðmunds- dóttir, markvörður, sem leikur með Rodovre i 1. deild, og Heiða Erlingsdóttir, sem spilar með Vorup í 2. deild. Þriðja hand- knattleikskonan er Vigdís Finns- dóttir, markvörður, sem leikur meö 2. deildar liðinu Brond- erslev. Einn íslendingur verður í 1. deild karla í vetur, Páll Beck, fyrrum leikmaður KR. Hann spil- ar með Nyborg, sem eru nýliöar í 1. deildinni. Þrír spila með Aal- borg KFUM í 2. deild, Axel Bjömsson og Gunnar Erhngsson, fyrrum leikmenn Stjörnunnar, og Ólafur Gylfason, fyrrum fyrir- hði ÍR. Loks sphar Akureyring- urinn Rúnar Sigtryggsson, sem lék með Víkingi í fyrra, með Bjærringbro 12. deild. Gordon Lee var í óvenjulegri aðstöðu þegar Everton og KR mættust í Evr- ópukeppni bikarhafa í knattspyrnu á dögunum. Hann hefur nefnhega þjálfað bæði félögin sem er einsdæmi í Evrópuleikjum íslenskra liða. Gordon Lee stýrði liði Everton á árunum 1977 til 1981 en þaðan fór hann til Preston. Síðan lá leiöin til íslands og Lee var við stjórnvöhnn í vesturbænum á árunum 1985 til 1987. í leikskrá Everton, sem gefin var út fyrir síðari leik hðanna á Goodison Park, var viötal við Lee af þessu th- efni og þar er að finna ýmsa forvitni- lega hluti um ísland og íslenska knattspyrnu. „Ég fór þangað og vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast en það var öðmvísi en flestir gera sér eflaust í hugarlund. íslendingar tóku mér virkilega vel og ég hafði mikla ánægju af dvöl minni í landinu," sagði Lee. Mættu á æfingar fullir tilhlökkunar „Alhr knattspyrnumenn eyjarinnar eru áhugamenn og þeir voru svo áhugasamir aö það hvatti mann verulega. Þeir mættu á æfingar að loknum vinnudegi, fuhir tilhlökkun- ar, og æfðu í tvo tíma á kvöldin. Þeir vom afar þakklátir og það er senni- lega ástæða þess að ég var þarna svona lengi. Þetta var veralega frábrugðiö því að þjálfa á Englandi. Velhrnir voru sérstakur kapítuli en einhverra hluta vegna spiluðu öll liðin með „sweeper" í vörninni, hvort sem það voru aðalliðin, varaliðin eða yngri flokkarnir, og þegar ég reyndi að stiha upp hefðbundinni fjögurra manna vöm lenti ég í vandræðum." Trúlrsínufélagi „Það er ekki mikið um félagaskipti, leikmenn eru frekar trúir sínu félagi og yfirleitt spila meölimir í sömu fjöl- skyldu ahtaf með sama liðinu. Betri leikmennirnir fóm yfirleitt th landa á borð við Noreg, Þýskaland og jafn- vel Skotland en þegar þeir komu aft- ur heim fóru þeir alltaf í sitt gamla félag. Ég man eftir einum strák sem sphaði með Arsenal, Siggi Jónsson." Enginn staður til að flýja á eftir bankarán „ísland er mjög indælt land og ég tel að það sé öraggasta land sem ég hef komið til. Þar þekkjast varla glæpir, sennilega vegna þess að þetta er eyja. Landið er fámennt og flestir búa í höfuðborginni, Reykjavík. Ef framið væri bankarán þar myndi alltaf ein- hver vita hver hefði gert það og það væri heldur enginn staður til að flýja á! Styrkleikinn á íslensku knatt- spymunni er svipaður og á þeirri írsku. Ég minnist þess að með Ever- ton mættum við einu sinni írsku liði, Finn Harps, í Evrópukeppni og það var mjög áþekkt íslensku liðunum." Pétur sló mig út úr Evrópukeppninni „Ég man hka vel eftir Evrópuleikjum sem við hjá Everton spiluðum gegn Feyenoord árið 1980. Miðherji hol- lenska hðsins hét Pétur Pétursson og hann sneri síðar heim th íslands, og lék með KR. Hann tók þátt í að slá mig út úr Evrópukeppninni og nokkrum árum síðar var ég að reyna að koma honum og KR í Evrópu- keppni!" »rir Inter? sins Inter Milan hafa enn mikinn áhuga á hjá Manchester United. og græna skóga í Cantona en hann hefur ðsins þrátt fyrir að háar fjárhæðir væru í í yfir að hann vhji leika undir stjórn Alex málinu að frétta að þeir hjá Inter hyggjast Cantona og Ferguson og hyggjast þannig i verður aö ósk sinni kemur væntanlega í þeir félagar fari frá United í bráö. Anna lést í bílslysi Anna Jónsdóttir, knattspyrnukona úr KR, lést í bhslysi skammt frá Neskaupstað á sunnudaginn. Anna var 21 árs gömul og lék alla leiki KR í 1. dehdinni í sumar og skoraði í þeim 4 mörk. Það var annað tímabil hennar með Vesturbæjar- liðinu en áður spilaði hún með Þrótti frá Neskaupstaö í 1. deildinni í þrjú ár. Anna varð annar markahæsti leikmaður 2. deildar með Þrótti árið 1990 og skoraði þá 19 mörk. Anna lék alls 64 leiki í 1. dehdinni og skoraði í þeim 18 mörk. Þjálfari óskast Knattspyrnufélagið Víðir, Garði, óskar eftir þjálf- ara fyrir meistaraflokk karla fyrir næsta keppnis- tímabil. Nánari upplýsingar veita Þorsteinn, s. 422-7161, og Eyjólfur, s. 422-7093, á kvöldin. U-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.