Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Iþróttir HagnaðurUnited tveirmilljarðar ásíðastaári Stjórn enska knattspyrnufé- lagsins Manchester United til- kynnti í gær að hagnaður þess á tíinabilinu 1994-95 hefði numið um2 miUjörðumíslenskrakróna. Það er nær helmings aukning frá árinu á undan. Það sem gerir útslagið í fjármál- um félagsins er gífurleg aukning á sölu á alls kyns varningi tengd- um því, búningum, merkjum og fleiru í þeim dúr. Félagið seldi slikt fyrir 2,3 milljarða á tímabil- inu, sem var 65 prósent aukning frá tímabilinu 1993-94. Félagið á nú 800 milijónir króna í varasjóði og Martin Edwards, stjórnarformaður, segir að þeim peningum verði varið til kaupa á nýjum leikmönnum ef liðinu gangi ekki nægilega vel þegar líð- ur á veturinn. Sætaferðír Stjörnumanna Srjörnumenn ætla að fjölmenna á leik smna manná gegn ViMngi í l. deildinni í handknattleik sem fram fer í Víkinni í kvöld. Stuðn- ingsklúbbur Stjörnunnar verður með sætaferðir frá Stjörnuheim- ilinu i Garðabæ og er brottför þaðan klukkan 19.15. SiggiSveins gegnGuömundi í 2. deildinni Tveir af þekktustu handbolta- mönnum landsins mætast í kvöld sem þjálfarar hða í 2. deildinni. HK, undir stjórn Sigurðar Sveinssonar, sem jafhframt leik- ur með liðinu, tekur á móti Fram, undir stjórn Guðmundar Guö- mundssonar, í Digranesí klukkan 20. Þessum liðum er spáð topp- baráttu i deíldinni í vetur og þvi verður eflaust um hörkuleik að ræða. Draumalíðá vetrarleikum Útht er fyrir að vetrarólympíu- leíkarnir eígnist sitt „draumal- ið", á svipaðan hátt og banda- risku NBA-leikmennirnir hafa lífgað upp á tvo síðustu sumar- leika. Atvinnumönnum í ishokkí hefur veriðheimilað að taka þátt í leikunum í Nagano í Japan áriö 1998 og gert verður hlé á amer- rísku atvinnudeildinni, NHL- deiidinni, sextán dögum áður en leikarnir hefjast til að gera leik- mönnunum kleift að æfa með landsliðum sínum. Tveiríslendingar hjánorska HðínuOppsal Tveir íslendingar eru nú hjá norska handknattleikshðinu Oppsal. Ingi Þór Guðmundsson, fyrrum leikmaður Víkings og Breiðabliks, spilar nú sitt annað íímabíl með félaginu og á dðgun- : um var Örn ðlafsson ráöinn þjálfari Uösins. Örn hefur starfað í Noregi í nokkur ár. Götukörfubolti íKolaportinu Kðrfuknattsleikssamband ís- lands hefur samið við Kolaportið ; að þar verði boðið upp á götu- körfubolta i allan vetur. Sam- starfið hófst í fyrra og gekk það rojðg veL Opnað verður í dag klukkan 16 og verður opið til :klukkan 22 frá mánudegi til; Ifimmtudags. Alls verða 20 körfu- boltavellir til staðar fyrir al- s menning til að spila körfuknatt- leik. • Þátttakendur, sem verðlaunaöir voru sérstaklega, saman komnir eftir verðlaunaafhendingu i húsakynnum Ung- mennafélags íslands í Reykjavík i gær. Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Samhygð, Anna Marin Kristjánsdóttir, Akureyri, ölvir Thorstensen, Reykjavík, Stefán Jasonarson. Fyrir framan eru þær Halldóra Markúsdóttir, Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Markúsdóttir. DV-mynd GS Landshreyfing '95: 10 þúsund Islendingar tóku þátt í verkef ninu Um 10 þúsund íslendingar tóku þátt í Landshreyfingu '95 á um 250 þátttökustöðum um land allt. í sam- vinnu við Ungmennafélag íslands tóku Sundsamband íslands og Frjáls- íþróttasamband íslands þátt í verk- efninu. Landshreyfing stóð í 95 daga, frá 28. maí til 30. ágúst. Til að taka þátt gat þátttakandi valið um að ganga, skokka eða hlaupa 3 kíló- metra eða synda 200 metra. Yfir 5 þúsund gull-, silfur- og brons- verðlaun voru veitt og á sjöunda hundrað manns tóku þátt oftar en 75 sinnum og komast þar með í svo- nefndan 75 hópinn. Ur þeim hópi veru dregin út fimm nöfn sem veitt voru verðlaun á blaðamannafundi sem Ungmennafélag íslands efndi til í gær. Fyrstu verðlaun, helgarferð á Hótel Eddu, hreppti Anna Marín Kristjáns- dóttir frá Akureyri. Önnur verðlaun, 10 þúsund króna vöruúttekt í Frí- sport hlaut Ölvir Thorstensen úr Reykjavík. Þriðju verðlaun, 10 þús- und króna vöruútekt í Frísport, hlaut Ósk Elín Jóhannesdóttir úr Reykja- vík. Fjórðu verðlaun, Speedotösku, fékk Erna Erhngsdóttir, Akureyri, og fimmtu verðlaun Friðþjófur Þor- steinsson frá ísafirði. Eins og í fyrra voru veitt verðlaun til íþrótta- og ungmennafélaga fyrir góða þátttöku. Annað árið í roð voru þeir kröftugir á Þingeyri en íþrótta- félagið Höfrungur hlaut verðlaun fyrir flestar þátttökur í hlaupinu, en samtals voru þær 11.136 í sumar sem telst ótrúlegur árangur hjá ekki stærra bæjarfélagi en Þingeyri. Ungmennafélagið Samhygð var með mesta þátttöku miðað við íbúa- fjölda en meöalíalið hjá þeim var 22,1 á íbúa. Samhygð og Höfrungi voru veittar 100 þúsund krónur fyrir afrekið. „Þurf um margt að laga í vörn og sókn" - öruggur sigur Stjörnustúlkna í Vikinni, 16-21 Helga Sigmundsdóttir skiifer: Víkingur tók á móti Stjörnunni úr Gárðabæ í 1. deild kvenna í hand- knattleik í gærkvöld í Víkinni og lauk leiknum með sigri Stjórnunnar, 16-21. Staöan í leikhléi var 9-11. „Ég er ekki ánægð með leikinn en sigur er sigur svo það þýðir litið að kvarta. Við byrjuðum vel og komust í 2-7 en þær náðu að minnka muninn í 7-8 og það sýnir að það þarf að laga margt hjá okkur bæði í sókn og vörn," sagði Herdís Sigurbergsdóttir, leikmaður Srjörnunnar. Hjá Víking stóðu Halla María Helgadóttir og Svava Sigurðardóttir sig vel ásamt Helgu Torfadóttur markverði sem varði 12 skot. Herdís Sigurbergsdóttir stóð sig með prýði fyrir Stjórnuna ásamt Guðnýu Gunnsteinsdóttur. • Mörk Víkings: Halla María 6/2, Svava 5,Helga 2, Hanna 2, Þórdís 1. • Mörk Stjörnunnar: Herdís 5/1, Ragnheiður 5/3, Guðný 4, Laufey 3, Sigrún 3, Inga Fríða 1. Laufey Sigvaldadóttir reynir markskot að marki Víkings í gærkvöldi. DV-mynd GS OlafurtillH Ólafur Thordarsen, 'fyrrum leikmaður Vikings og þjáífari 2. deOdar hðs Keöavíkur í hand- knattieik í fyrra, er genginn til hðs við 2. deildar hð IH. BohinentilBlack- burn Ensku meístararnir í knatt- spyrnu, Blackburn Rovers, hafa fest kaup á norska landshðs- manninum Lars Bohinen frá Nottingham Forest fyrir 70 mhlj- ónir króna. Royrannsakaður Ensk knattspyrnuyfirvöld eru að kanna ásakanir um að Bryan Roy, hoUenski landsliðsmaöur- inn hjá Nottingham Forest, hafi hrækt á áhorfanda í bikarleik í Bradford fyrir skömmu. Irwin meiddur Denis hwin, leikmaður Manc- hester United, getur ekki leikið með írum gegn Lettum í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í næstu viku, vegna meiösla. Terry Phel- an frá Manchester City hefur ver- ið valinn í hans stað. Mótískvassi Opið skvassmót á vegum Skvassfélgags Réykjavíkur verð- ur haldiö í Veggsporti við Gullin- brú um helgina, frá föstudegi til sunnudags, og verður keppt í öll- um flokkum karla og kvenna. Mótið gefur punkta til íslands- móts. Skráning og upplýsingar eru í síma 587-2111. Þjálfaranámskeið Fræðslunefnd HSÍ stendur fyrir tveimur námskeiðum dagana 6.-7. október. Bæði námskeiðin fara fram í Vikinni. Annars vegar er það seinni hluti B-stigs nám- skeiðs, en fyrri hluti þess var síðla sumars. Hins vegar er það barnastigsnámskeið þar sem far- ið er í alla þætti í þjálfun barna. Innritun fer fram á skrifstofu HSÍ, s. 568-5422. AðalfundurhjáHK Framhaldsaðalfundur knatt- spyrnudeildar HK verður hald- inn i Digranesi í kvöld og hefst klukkan 20^0. I kvöld Nissiuidcildiu í handbolta: FH-KA...................................20.00 Selfoss-ÍBV...........................20.00 ÍR-KR....................................20.00 Valur-Grótta........................20.00 Víkingur- Stjarnan..............20.00 1. deild kvenna í handbolta: Valur- FH..............................18.15 Fylkir-Fram.........................18.30 Haukar-KR...........................20.00 2. deild karla í handbolta: HK~ Fram..............................20.00 EM í kvennahandbolta: Allirleikir um sömu helgi íSvíþjóð ? Allar líkur eru á því að riðih íslands í Evrópukeppm' kvenna í handknattleik verði leikinn um eina helgi í Svíþjóð eftir áramót- in, í stað þess að spila heima og heíman einsoggert varráðfyrir. ísland er í riðh með Rússlandi, Sviþjóð og sigurvegaranum í við- ureign Hollands og Belgiu. Leik- irnir áttu að fara fram á tímabh- ínu febrúar-aprfl og mótið í Sví- þjóð veröur þá innan þeirra tíma- marka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.