Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 25
MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 41 Menning Blásarakvintett Reykjavíkur. A dönskum nófum Afmælistónleikar voru haldnir í Norræna húsinu sl. sunnudag. Danska tónskáldiö Herman D. Koppel varö 87 ára þennan dag og var hann heiö- ursgestur tónleikanna. L.ék hann á píanó með Blásarakvintett Reykjavík- ur. Herman D. Koppel er af pólskum gyðingum kominn, en fæddur í Dan- mörku. Hann stundaði nám í Danmörku við Konunglega tónhstarháskól- ann í Kaupmannahöfn og síðar í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Eftir hann liggja fjölmargar tónsmíðar í stórum sem smáum formum, m.a. óperan Machbefh, sjö sinfóníur, fjórir píanókonsertar og konsertar m.a. fyrir óbö og klarínett, fiðlu og lágíiðlu. Auk þess sex strokkvartett- ar, söngtónlist, kammertónhst, píanótónlist og tónlist við kvikmyndir, m.a. við Ditte menneskebarn og Paw. Honum hefur verið sýndur margvís- legur heiður og nú nýlega voru honum veitt Tónskáldaverðlaun Wilhelms Hansens 1995. Efnisskráin hófst með Kvintett í Es-dúr, K. 452 fyrir píanó og blásara. Verk þetta er í þrem þáttum, indælt að yfirbragði, en býr þó yflr marg- slungnum tónvef oft á tíðum og hliómfærsla höfundarins er á stundum mjög sérstök og óvenjuleg. Verkið var leikið af þokka og þótt lipurðin væri kannski ekki söm og áður á píanóið var samt létt og einkar ryt- mískt leikið. Tónlist Askell Másson Hið mikla meistaraverk Carls Nielsens, Kvintett op. 43 fyrir blás- ara var næst leikið. Verk þetta býr yfir miklum túlkunarmöguleikum og var gaman að heyra aðrar áherslur í flutningnum nú en áður hjá Blásarakvintett Reykjavíkur. Nielsen samdi verkið fyrir ákveðinn kvintett og nánast skraddarasaum- aði fyrir hvern meðhm þess kvintetts. Heiðursgesturinn Herman Koppel þekkti Nielsen náið og gat miðlað sumu varðandi hugsun hans í verkinu til þeirra í B.R. en shkt er ætíð ómetanlegt fyrir flytjendur. Annaö verk eftir Nielsen, þema með tilbrigðum fyrir píanó, óp. 42, hljóm- aði síðan fyrst eftir hlé. Þetta er ákaflega sérkennilegt verk, einkum und- ir lokin. Það býr yfir margvíslegum stemningum og virkar nánast eins og einhver paródía undir lokin. Verkið er þannig gert að maður vildi helst heyra það leikið af miklum virtúós og vafalaust hefur Koppel verið slíkur píanisti áður, enda benti margt í leik hans til þess, þótt nú væri fariö að bera á stirðleika. Síðasta verkið var afmælisbarnsins sjálfs, Her- mans D. Koppels, Sextett op. 36 fyrir píanó og blásarakvintett, frá árinu 1943. Verkið hefst á þætti í marstakti, síðan taka við vorköíl í öðrum þættinum, en í þeim síðasta ríkir glaöværðin og vonin. Verkið er háryt- mískt og er oftlega teflt saman stakkatói og legatói. Þetta er bráðskemmti- legt verk, annar þátturinn er einkar fallegur og það er í heild mjög fag- lega skrifuð tónhst. Flutningurinn var og enda innblásinn og skal Nor- ræna húsinu þakkað sérstaklega fyrir að hafa staðið að hingaðkomu hins aldna tónskálds. Tapadfundiö Plastbakpoki tapaðist Svartur plastbakpoki tapaðist i miöbæn- um á föstudagskvöldið sl. í honum var seðlaveski, trefill og fleira. Finnandi vin- samlegast hringi í s. 555 4104. Fundar- laun. Tilkynningar Fjársöfnun handa börnum með krabbamein 26. september sl. var dregið úr potti þeim er myndaðist í fjársöfnun til handa börn- um með krabbamein sem tengdist Meist- arakeppni Körfuknattleikssambands Is- lands 23. september sl. Fulltrúi frá sýslu- mannsembættinu í Reykjavík var við- staddur er Jóhanna Valgeirsdóttir, skrif- stofustjóri SKB, dró nafn Sveins Magnús- sonar, Brekkústíg 35c í Njarðvík. Hlaut hann í vinning ferð til London og að- göngumiða á opna McDonaldsmótið í körfuknattleik þar í október. Safnaðarstarf Miðvikudagur 4. október Áskirkja: Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 13.30-15.30. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.00. Árbæjarkirkja: Opið hús í dag fvrir eldri borgara kl. 13.30-16.00. Handavinna og spil. Fyrirbænastund kl. 16.00. Bænarefn- um er hægt að koma til presta safnaðar- ins. Fundur fyrir drengi og stúlkur 11-12 ára kl. 17-18. Leikhús i 3i * ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 551 1200 Litlasviðiðkl. 20.30. SANNUR KARLMAÐUR eftir Tankred Dorst Frumsýnlng föstud. 6. okl. kl. 20.30, uppselt, 2. sýn. Id. 7/10,3. sýn. fld. 12/10,4. sýn. löd. 13/10,5. sýn.mvd. 18/10. Stórasviðiðkl.20. ÞREKOGTÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. löd. 6/10, uppselt, 7. sýn. Id. 14/10, uppselt, S. sýn. 15/10, uppselt, 9. sýn. fid. 19/10, uppselt, föd. 20/10, uppselt, Id. 28/10, uppselt. STAKKASKIPTI eftir Guómund Steinsson Ld. 7/10, föd. 13/10. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright í kvöld 4/10, sd. 8/10, uppselt, mvd. 11/10, nokkur sæti laus, Id. 14/10, uppselt, sud. 15/10, nokkur sæti laus, fid. 19/10, föd. 20/10. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga og 1 ram að sýnlngu sýnlngardaga. Elnntg simaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Simi miðasölu: 5511200 Simi skrifstofu: 5511204 VELKOMINÍÞJÓÐLEIKHÚSID! Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Starf fyrir 13-14 ára ungl- inga hefst kl. 20.00. Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra. Opið hús kl. 13.30-16.30. Fótsnyrting aldr- aðra miövikudag. Tímapantanir í síma 553 77801. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Lesmessakl. 18. Sr. JakobÁ. Hjálm- arsson. Fella og Hólakirkja: Helgistund í Gerðu- bergi flmmtudaga kl. 10.30. Grafarvogskirkja: Fundur KFUK, stúlk- ur 9-12 ára, í dag kl. 17.30-18.30 Grensáskirkja: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.00. Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Brjósta- gjöf. Erna Ingólfsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Hjallakirkja: Fundur fyrir 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17.00. Háteigskirkja: Foreldramorgnar kl. 10.00. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Kópavogskirkja: Kyrrðar-ogbænastund í dag kl. 17.30. Langholtskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Kirkjustarf aldraða: Samveru- stund kl. 13-17. Akstur fyrir þá sem þurfa. Föndur, spilað, léttar leikfimiæf- ingar. Dagblaðalestur, kórsöngur, ritn- ingarlestur, bæn. Kaffiveiiingar. Aftan- söngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Miðvikudagskvöld- stund á vegum mömmumorgna í Sund- laug Loftleiða kl. 20.30. Neskirkja: Fyrirbænaguðsþjönusta kl. 18.05. Kvenfélag Neskirkju hefur opið hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Kínversk leikfimi, kaffi og spjall. Fótsnyrting og hárgreiðsla á sama tima. Litli kórinn æfir kl. 16.15. Umsjón Inga Backman og Reynir Jónasson. Seljakirkja: Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18.00. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart- anlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæn- arefhum í kirkjunni, simi 5670110. Fund- ur Æskulýösfélagins Sela kl. 20.00. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstimd kl. 12.00. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimil- inu. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið Í0 LINA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sunnud. 8/10 kl. 14, uppselt, laud. 14/10 kl. 14, örfá sæti laus, sunnud. 15/10 kl. 14, örfá sæti laus. Stóra sviðið kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew LloydWebber Fimmtud. 5/10, föstud. 6/10, uppselt, fim. 12/10, laud. 14/10, miðnætursýning kl. 23.30, Ath: Aðeins átta sýningar eftir. Stórasviðiöki.20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson. Frumsýning laugard. 7/10. Litlasvlð20. HVAÐ DREYMDIÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju i kvöld 4/10, uppselt, sun. 8/10, uppselt, mvd. 11/10, föstud. 13/10, uppselt, laud. 14/10, uppselt. Tónleikaröð LR: hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þrióiud. 10/10,3-5 hópurinn Kvintettar og trió.Mlðav.800,- Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjaíakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. r~feLENSKA ÓPERAN I_______iiiii Sími 551-1475 Frumsýnlng laugard. 7. október. Sýningföstud. 13/10, laugard. 14/10. Sýningar hefjast kl. 21.00. Miðasalan er opln kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardagtilkl.21. STYRKTARFÉLAGARI Munið forkaupsréttinn frá 25. til 30. september. Almenn miðasala hefst 30. september. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Innilegar þakkir til þeirra sem heiðruðu mig með góðum gjöfum, kveðjum og skeytum í tilefni 80 ára afmœlis míns 29. sept. sl. Sérstakar þakkir til þeirra sem heiðruðu mig með nœrveru sinni í Perlunni að kvöldi afmœlisdagsins og þakklœti til starfsfólks Perlunnar fyrir sérstak- lega góða og hlýja þjónustu. Enn fremur sérstakar þakkir til smávaxna engilsins sem kom með óvænta uppákomu í lok hinnar full- komnu kvöldmáltíðar. Megi góðir vœttir fylgja ykkur öllum. Davíð Þórðarson ftinfln 9 0 4-1700 Verö aoeins 39,90 mín. lj Fótbolti 2 Handbolti 3 Körfubolti [13 Enski boltinn 5 ítalski boltinn 6 Þýski boltinn |7j Önnur úrslit _8| NBA-deildin i 6 * f • f m 1 Vikutilboö stórmarkaðanna 2 Uppskriftir 11 Læknavaktin j2j Apótek 3 Gengi 1 Dagskrá Sjónvarps 2 Dagskrá Stöðvar 2 3 Dagskrá rásar 1 4 [ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 Myndbandagagnrýni 6 ísi. listinn -topp 40 7; Tónlistargagnrýni ffl Nýjustu myndböndin 1] Krár III Dansstaðir ¦. 3 j Leikhús "4] Leikhúsgagnrýni 5j Bíó 6 j Kvikmyndagagnrýni 1 Lottó _2J Víkingalottó 3 Getraunir 0Ímn 9 0 4-1700 Verð aöeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.