Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 26
42 MIDVÍKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Afmæli Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson, húsa- smiður og verkstjóri hjá Granda hf., Holtsgötu 31, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann gekk í Melaskólann og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, hóf nám í húsasmíði 1963, lauk sveinsprófi 1968 og lauk slðan prófum frá Meistaraskólanum. Kristján starfaði hjá ýmsum byggingameisturum. Þá starfaði hann við virkjunarframkvæmdir að Búrfelli og í Sigöldu. Kristján var verktaki á árunum 1977-82 og stóð þá m.a. fyrir byggingafram- kvæmdum við Áningastöð SVR á Hlemmtorgi, við hús Fram- kvæmdastofnunar við Rauðarár- stíg og við Bláfjallaskála. Kristján hefur starfað mikið í Sjálfstæðisflokknum, sat í stjórn hverfaféiags Vestur- og Miðbæjar, sat í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík, er fráfarandi formaður Málfundafélagsins Óðins, situr í miðstjórn flokksins og flokksráði og er nú formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og einn af varaþingmönnum flokksins í Reykjavík. Fjölskylda Kristján kvæntist 24.5. 1969. Elsu Baldursdóttur, f. 27.10. 1949, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Baldurs Kristjánssonar píanóleik- ara, sem lést 1984, og Elísabetar Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Kristjáns og Elsu eru Til hamingju með afmælið 4. október 85áxa Guðný GuömundsclóUir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Stefán Asbjarnarson, Sundbúð 1, Vopnafirði. 70ára Gunnar Bjarnason, Urðarbraut 9, Kópavogi. Þuríður .Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Gunnlaugur Magnússon, Hornbrekkvegi 12, Ólafsfirði. Þóra GuðjónsdóUir, Melabraut 9, Seltjarnarnesi. 60ára Jón Pétursson, Höfðabraut 8, Akranesi. Bergur Hjartarson, Álfaskeiði 94, Hafnarfirði. Jón Albert Finnsson, Ásvegi 4, Dalvík. 50ára Sigrún Ingimarsdóttir, Austurbergi 20, Reykjavik. Aðalgeir Bjarkar, Kolbeinsgötu 55, Vopnafirði. 40 ára ________ Sófus A. Alexandersson, Tunguseli 3, Reykjavík. Gunnar Sævar Kjartansson, Ásholti 1, MosfeDsbæ. Hrafnhildur Stefánsdóttir, Hamragerði 11, Akureyri. Albert Guðmundur Águstsson, Laugavegi 22, Reykjavík. Ingi Gunnar Guðmundsson, Öldugötu 46, Hafnarfirði. Jón Baldvin Halldórsson, Hraunbæ 188, Reykjavík. Gunnþóra Hólmfrfður Önundar- dóttir, Reykjanesi, Súðavikurhreppi. Sigrún Jóna Daðadóttir, Reykjasíðu 15, Akureyri. Sigrún Jóna tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 7.10. frá kl. 20.00. Sigurðnr Hannesson, Vallarbarði 3, Hafnarfirði. Ólafur Gunnar R. Hauksson, Víðivöllum 20, Selfossi. Sesselja Margrét Jónasdóttir, Lambhaga 15, Selfossi. 9 0 4*1 700 Verð aðeins 39,90 mín. Q^pféýmg Dagskrá Sjónv. Dagskrá St. 2 Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 II Myndbandagagnrýni 23 ísl. listinn - topp 40 Q| Tónlistargagnrýni H Nýjustu myndböndin Gerfihnattadagskrá r SfffiA %jr 9 0 4 '17 0 0 Guðrún Lisa, f. 13.3. 1969, hús- móðir i Reykjavík, gift Sigurbirni Hanssyni verslunarmanni og eiga þau tvær dætur; Sólrún, f. 3.6. 1973, háskólanemi í Reykjavík, og á hún einn son; Kristján Heiðar, f. 8.3. 1979, nemi í húsasmíði. Systkini Kristjáns: Klemens, f. 10.11.1934, verslunarmaður í Nor- egi; Aðalheiður Margrét, dó ung; Aðalheiður, f. 11.5.1942, læknarit- ari í Reykjavík; Hrefna, f. 9.9. 1944, starfsmaður ríkisútvarpsins, búsett í Reykjavík; Margrét, f. 28.8. 1948, húsmóðir í Englandi. Hálfsystur Kristjáns, samfeðra: Ingibjörg, f. 9.8. 1927, nú látin, húsmóðir á Höfn í Hornafirði; Kristín, f. 16.4. 1929, d. 22.7. 1961, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns: Guðmund- ur Kristján Kristjánsson, f. 19.7. 1904, d. 27.1. 1958, vélstjóri í Reykjavík, og s.k.h., Aðalheiður Klemensdóttir, f. 21.10. 1910, hús- móðir. Ætt Guðmundur Kristján var sonur Kristjáns, bílstjóra í Reykjavík, Jónassonar, sjómanns i Þórukoti á Álftanesi, Benediktssonar. Móð- ir Kristjáns bílstjóra var Margrét Sveinbjörnsdóttir. Móðir Guðmundar Kristjáns var Ingibjörg Guðmundsdóttir, dóttir Guömundar Gunnarssonar og Guðbjargar Marteinsdóttur. Aðalheiður er dóttir Klemensar Klemenssonar, sjómanns í Reykja- vík, og k.h., Margrétar Guð- brandsdóttur húsmóður. Kristján og Elsa taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Kristján Guömundsson. Vonarstræti í dag milli kl. 17.00 og 19.00. Hulda Magnúsdóttir Hulda Magnúsdóttir, Bröndu- kvísl 19, Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Hulda fæddist í Vík í Mýrdal, átti þar heima til 1964 og stundaði þar ýmis verkakvennastörf. Hún hóf störf í eldhúsi Samvinnu- banka íslands í Bankastræti 1964 og starfaði þar í tuttugu ár eða þar til hún lét af störfum 1984. Eftir að Hulda flutti til Reykja- víkur héldu þær saman heimili, hún og Kristín dóttir hennar en eftir að Kristín gifti sig og stofn- aði eigið heimili hefur Hulda búið hjá henni. Fjölskylda Hulda giftist 9.6. 1935 Eggert Einarssyni, f. 29.11. 1906, d. 14.10. 1957, verkamanni. Hann var son- ur Einars Einarssonar og Guð- laugar Hákonardóttur. Dóttir Huldu og Eggerts er Kristín Ingibjörg Eggertsdóttir, f. 14.7.1942, skrifstofumaður og hús- móðir í Reykjavík, gift Óskari Magnússyni verslunarstjóra. Barnabörn Huldu eru Eggert Skúlason en kona hans er Anna Guðmundsdóttir og sonur þeirra Hafþór Eggertsson; Anna Huld Óskarsdóttir; Magnús Óskarsson. Systkini Huldu eru öll látin. Þau voru Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 7.5.1905; Karólína Magnúsdótt- ir, f. 9.11.1906; Svanhvít Magnús- dóttir, f. 25.11.1908; Svala Magn- úsdóttir, f. 20.3. 1920. Poreldrar Huldu voru Magnús Einarsson, f. 28.9.1875, d. 11.2. 1946, skósmiður og póstur í Vík í Mýrdal, og k.h., Sigurbjörg Ein- arsdóttir, f. 25.11. 1878, d. 7.4. 1964, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Einars Run- ólfssonar í Steig og Kristínar Magnúsdóttur, b. á Brekkum, Jónssonar Lafranssonar. Móðir Magnúsar var Þóra Jónsdóttir. Móðir Kristínar var Ólöf Bjarna- dóttir, b. á Litlu- Hólum, Guð- mundssonar og Karitasar Ólafs- dóttur. Sigurbjörg var dóttir Einars, b. á Giljum, Hjaltasonar, b. á Suður- Götum, Einarssonar Jóhannsson- ar. Móðir Hjalta var Ragnhildur Hulda Magnúsdóttir Jónsdóttir. Móðir Einars var Tala Runólfsdóttir, b. á Skagnesi, Sig- urðssonar. Móðir Tölu var Ing- veldur Jónsdóttir. Móðir Sigurbjargar var Ingi- björg Sigurðardóttir, b. á Giljum, Árnasonar, og Önnu Gísladórtur. Hulda tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar I Bröndukvísl 19, Reykja- vík, í dag eftir kl. 17.00. Hörður Runólfsson Hörður Runólfsson vélvirki, Bröttugötu 14, Vestmannaeyjum, er sextugur í dag. Starfsferill Hörður ólst upp í Vestmanna- eyjum. Hann lærði vélvirkjun hjá bróður sínum, Jóni Runólfssyni, og lauk sveinsprófi í þeirri iðn- grein sem hann hefur starfað við. Hörður starfaði mikið í Sveina- félagi járniðnaðarmanna og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Hann starfar í Sjóstangafélagi Vest- mannaeyja og er ejnn af stofnend- um þess, starfar í Pélagi bjarg- veiðimanna, er mikill Elliðaeying- ur og sat í stjórn félagsins í nokk- ur ár. Þá er hann í Oddfellow- stúkunni Herjólfi nr. 4. Fjölskylda Kona Harðar er Kristín Bald- vinsdóttir, f. 19.8.1936, húsmóðir og bréfberi hjá Pósti og síma. Hún er dóttir Baldvins Skæringssonar og Þórunnar Eliasdóttur sem lést 1990. Börn Harðar og Kristínar eru Baldvin Þór, f. 26.3.1954, var kvæntur Sigríði Höllu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sólrún Unnur, f. í.10.1961, og á hún þrjú börn; Smári Kristinn, f. 19.8.1965, kvæntur Dagmar Önnu Guðbjarts- dóttur og á hann einn fósturson. Systkini Harðar eru Jón Run- ólfsson, f. 29.11. 1924, vélvirki í Reykjavík; Sigrún Runölfsdóttir, f. 31.1.1930, verslunarmaður á Sel- fossi; Þorsteinn Runólfsson, f. 5.4. 1932, húsasmiður í Garðabæ; Ragnar Runólfsson, f. 13.12. 1933, húsasmiður í Kópavogi; Ástþór Runólfsson, f. 16.10. 1936, húsa- smíðameistari í Reykjavík; Run- ólfur Runólfsson, f. 4.8. 1938, verk- stjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Harðar voru Runólf- ur Runólfsson, f. 12.12. 1899, d. 4.6. 1983, útgerðarmaður og síðar vél- stjóri í Vestmannaeyjum, og Unn- Hörður Runólfsson ur Þorsteinsdóttir, f. 19.10. 1904, d. 16.3.1947, húsmóðir. Hörður tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu í Vestmannaeyj- um í kvöld kl. 20.00-22.00. > í •• 903 • 5670 5X51 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.