Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Síða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 Var kvennaráðstefnan í Kína kjaftaklúbbsráðstefna? Hætta ekki að boxa eiginkonur „Ofbeldisfullir hlýranærbola- harðjaxlar úti um allan heim hætta ekki að boxa eiginkonur þó að kjaftaklúbbur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að slíkt af- hæfi nái bara ekki nokkurri átt.“ Sverrir Stormsker, í DV. Tvjskinninqur LÍU „Ég hef miklar áhyggjur af tví- skinnungi LÍÚ-forystunnar í þessu máli. Hún hefur farið fram meö rakalausa vitleysu." Snorri Snorrason, í DV. Ummæli Fjármunum kastað á glæ „Mér skilst að það eigi að fara að taka upp útflutningsbætur á nýjan leik og þeim fjármunum verður hent út um gluggann." Sighvatur Björgvinsson, f Alþýðublað- inu. Óánægja með eitthvað „Það er alltaf óánægja með eitthvað og þegar þetta eitthvað verður fyrirferðarminna þá bresta forsendur fyrir óánægju- flokk.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í Alþýðublaðinu. Margfalt brot „Ef við förum út í það þá er það margfalt brot á vinnulöggjöf- inni hvernig vinnutima hjúkrun- arfræðinga hefur verið háttað hér.“ Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í Tímanum. Hótel Rossiya í Moskvu er meðal stærstu hótela í heimi. í því eru 3200 herbergi. Stærstu hótelin Mjög erfitt er að dæma um hvert sé stærsta hótel í heimi þar sem svo margt kemur til við þá mælingu. Tvö hótel sem ör- ugglega eru meðal þeirra stærstu eru Hilton-hótelið i Las Vegas og Hótel Rossiya í Moskvu. í Hilton- hótelinu, sem byggt var 1974- 1981, eru 3174 herbergi, þrettán veitingasalir og þar vinna 3600 manns. í hótelinu er 4460 fer- metra danssalur án nokkurrar súlu og 11600 fermetra svæði fyr- ir fundi og ráðstefnur. Hótel Rossiya í Moskvu var opnað 1967. í því eru 3200 her- bergi. Izmailovo hótelsamtæðan, sem opnuð var í tilefni af ólymp- íuleikunum í Moskvu 1980, var hönnuð fyrir 9500 manns. Blessuð veröldin Hæsta hótelið Hæsta hótel í heimi er Westin Samford í Rafíles City í Singapo- ore. Það nær 226 metra uppí loft- ið, mælt frá götuhæð við aðalinn- ganginn, 73 hæðir alls. Stórhýsi þetta kostaði á sínum tíma 235 milljónir dollara. Sömu aðilar og eiga þetta hótel eiga einnig Detroit Plaza, sem er 227 metrar á hæð ef það er mælt frá gólfi við innganginn bakdyramegin. Hlýjast suðvestanlands Á landinu verður áfram norðaust- an- og austanátt, víðast kaldi en á stöku stað norðan- og vestanlands stinningskaldi. Á Suðurlandi verð- ur víða bjartviðri, vestanlands skýj- að en að mestu úrkomulaust en í öðrum landshlutum má gera ráð Veðrið í dag fyrir súld eða rigningu. Hiti verður 3 til 9 stig, hlýjast sunnan- og suð- vestanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan og norðaustan gola og bjartviðri í dag en norðaustan kaldi eða stinningskaldi og skýjað í nótt. Hiti 2 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.48 Sólarupprás á morgun: 6.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.15 Árdegisflóð á morgun: 3.47 Heimild: Almanak Háskólans Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 6 Akurnes alskýjaö 8 Bergsstaöir skýjaö 5 Bolungarvík alskýjaö 5 Egilsstaóir rigning 5 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 6 Kirkjubœjarklaustur skúr 6 Raufarhöfn rigning 6 Reykjavík léttskýjaó 3 Stórhöföi léttskýjaó 5 Bergen alskýjaö 12 Helsinki skýjaö 10 Kaupmannahöfn rigning 13 Ósló þokumóóa 12 Þórshöfn skýjað 9 Amsterdam léttskýjaö 14 Barcelona jpoka 17 Berlín skýjaö 14 Chicago heiöskírt 11 Feneyjar þokumóöa 16 Frankfurt skýjaö 15 Glasgow rigning 13 Hamborg skýjaó 14 London rigning 17 Los Angeles þokumóöa 19 Lúxemborg þokumóóa 14 Madrid léttskýjaö 12 Mallorca þokumóóa 14 Montreal heióskírt 11 New York þokumóöa 21 Nice rigning 17 Nuuk skýjaö 0 Orlando alskýjaö 26 París skýjað 16 Róm þokumóöa 14 Valencia þokumóóa 16 Vín þokumóóa 10 Winnipeg heiðskírt 1 ’J • f~ " •/ 6° \ 3V~ y A / Veðrið ki. 6 í morgun Baldur Helgason, formaður Skógræktarfélags Kópavogs: Málið byggt á misskilningi? Það vakti athygli í síðustu viku að Skógræktarfélag Kópavogs sendi bæjarstjóm Kópavogs harð- ort bréf þar sem mótmælt var lagn- ingu stofnæðar á vegum Hitaveitu Reykjavíkur og vegarlagningu á útivistarsvæði á skógræktarsvæði félagsins og lýst furðu á því virð- ingarleysi og siðleysi að ganga á gerðan samning um skógrækt. Formaður Skógræktarfélags Kópavogs er Baldur Helgason og var hann beðinn að skýra málið og hvernig það lægi fyrir frá þeirra bæjardyrum séð: „Árið 1990 var stofnað til átaks um landgræðslu skóga um allt land á vegum Skóg- Maður dagsins ræktarfélag ísland og komu tvær milljónir plantna til skiptanna á milli bæjarfélaga. Við í Kópavogi fengum úr þessari þjóðargjöf eins og aörir og fórum á leit við bæinn að fá land til gróðursetningar. Samkvæmt skipulagi var til land í Rjúpnahæð sem ætlað var til úti- vistar og var okkur boðið að gróð- ursetja þar. Tókum við boðinu feg- ins hendi. í kjölfarið var gerður Baldur Helgason. samningur um að sveitarfélagið gæti ekki tekið þetta land til ann- arra nota, nema almannaheill væri í veði og gilti samningurinn til fimmtíu ára. Við plöntuðum síðan í þetta landsvæði 186.500 plöntum og síðan eru liðin fimm ár og plönturnar hafa vaxið og eru orön- ar hálfur metri að hæð eða þar um bil.“ Baldur sagði að hann hefði verið alveg grunlaus þegar hann var kallaður á fund hjá bænum: „Þar var mér tilkynnt að nú þyrfti að rifa upp_tuttugu þúsund plöntur þar sem eigi að leggja hitaveitu um svæðið og er ég spurður beint hvað ég vilji fá í peningum fyrir svæðið. Ég spurði strax hvort væri búið að breyta skipulaginu og var svarað að það væri verið að gera það. Ég sagði að málið snerist ekki um peninga heldur siðleysi og brot á samningi. í kjölfarið sendum við bréfið og þannig standa málin í dag. Ég vona að þetta sé bara mis- skilningur sem eigi eftir að leið- rétta en úr því fæst vonandi skorið fljótlega. Baldur sagði aðspurður að starf- semi Skógræktarfélags Kópavogs væri öll byggð á sjálfboðavinnu fé- lagsmanna: „Við fengum land í Kópavogi á síðasta ári uppi við Vatnsenda og þar erum byrjaöir að planta. Þá eigum við hálfa jörðina Fossá í Kjós og höfúm við plantað þar alveg síðan 1972, að meðaltali 20.000 plötum á ári.“ Baldur sagði að það væri um það bil fjögur hundruð manns í Skóg- ræktarfélaginu, sem væri mikið miðað við íbúafjöldann, en allt starf væri unnið í sjálfboðavinnu. „Þar sem við vinnum þetta af áhuga einum saman er okkur enn sárar um ef farið verður með verk okkar á þann hátt sem fyrirhugað er.“ Neyðarbrauö Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði DV Handbolti karla og kvenna Vegna landsleikja við Rúmen- íu var ekkert leikið í 1. deild karla, en nú er þriðja umferðin í kvöld og eru spennandi leikir á dagskrá. í Kaplakrika leika FH og KA, á Selfossi mæta heima- menn ÍBV, í Seljaskóla leika ÍR- ingar gegn KR-ingum, Valur tek- íþróttir ur á móti Gróttu í Valsheimilinu og í Víkinni leikur Víkingur gegn Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Einnig er leikið í 1. deild kvenna og eru þrír leikir á dag- skrá. Haukar leika gegn KR í Hafnarfirði kl. 20.00. Fylkir leik- Skák Kasparov jók enn forskot sitt í ein- víginu við Anand í gær, með sigri í 14. skákinni. Hann hefur þá hlotið 8,5 vinninga gegn 5,5 vinningum Anands og fátt virðist geta stöðvaö hann. Vendipunkturinn í 14. skákinni í gær var i þessari stöðu efir 26 leiki, þegar farið var að saxast á umhugsun- artímann. Kasparov, sem hafði hvítt og átti leik, ákvað nú að láta slag standa: 27. Re5!? Djörf ákvöröun, einkum í ljósi þess að eftir 27. - fxe5 28. Bxd8 Hxd8 29. fxe5 Re4 virðist svartur ná að bægja hættunni frá. Anand lék hins vegar aö bragði 27 - De6(?) og eftir 28. g4! hxg4 29. Rxg4 náði Kasparov smám saman að snúa taflinu sér í vil. Eftir 41 leik gafst Anand upp. Jón L. Árnason Bridge Lightnerdobl eru (oftast nær) ábend- ing til félaga um aö spila út lit sem ætl- unin er að trompa. Fjölmargir spilarar hafa farið flatt á misbeitingu þessarar sagnvenju með hroðalegum niðurstöð- um. í síðustu viku kom þetta spil fyrir i sveitakeppnisleik í Danmörku. I lok- uðum sal gengu sagnir þannig, norður gjafari og NS á hættu: 4 1076 4» ÁDG109764 4 K10 * — ♦ 53 M K8 4 ÁDG754 * D95 Norður Austur Suður Vestur pass 4*» 44 5» 5* Dobl p/h í lokuðum sal var það sá sem hindr- unaropnaði á fjórum hjörtum sem do- blaði og það hlaut að vera Lightner- dobl og skilaboð um trompunarmögu- leika. Vestur hefði átt að spila út tígulás en spilaöi þess í stað út hjarta- kóng og síðan tígulás og meiri tígli. Sagnhafi var ekki i vandræðum með að vinna spilið með því að svína fyrir laufdrottninguna. Á hinu borðinu voru sagnir enn fjörugri: Norður Austur Suður Vestur pass 4» 44 54 54 7pass pass Dobl p/h Unglingalandsliðsmaðurinn Jacob Ron sat í vestur og sagði 5 tígla til'að benda á hjartastuðning og tigulstyrk. Félagi hans, Mads Krojgaard, tók sögn- ina sem slemmutilraun, var sannfærð- ur um að vestur ætti eyðu í spaða og stökk í alslemmu!? Norður doblaði til refsingar og suður var sannfærður um að doblið væri Lightnerættað með beiðni um tígulútspil. Hann spilaði því út einspili sinu í tígli og nokkrum sek- úndum síðar skrifaði Krojgaard 1770 í sinn dálk. Sveiflan var 21 impi. fsak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.