Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 Fréttir Stuttarfréttir Snorri Snorrason með eigin rannsókn á rækjunni á Flæmska hattinum: Þarna er verulegt magn af kvenrækju - þvert ofan í álit vísindamanna NAFO „Ég bað strákana aö taka prufur úr rækjunni, sem þeir gerðu. Það kom strax í ljós að þarna er um veru- legt magn af kvenrækju að ræða þvert ofan í það sem vísindanefndin heldur fram," segir. Snorri Snorra- son, útgerðarmaður á Dalvík, sem á eigin spýtur hefur tekið upp rann- sókn á rækjustofninum á Flæmska hattinum. Snorri bað sína menn á Dalborgu og öðrum skipum á Flæmska hattin- um að taka prufur og telja í sundur í hrognarækju og aðra rækju. Hann segist ekki hafa fengið endanlegar niðurstöður úr þessari könnun en þó hafi strax komið í ljós að ekki væri skortur á kvendýrum. „Það er engin spurning að niður- staða vísindanefndar NAFO um að það vanti kvendýrin er röng. Það hafa engar raunverulegar rannsókn- ir á rækju farið þarna fram. Þær nið- urstöður sem þessi nefnd byggir á er byggð á því að menn eru að rann- saka rækju meðfram öðrum rann- sóknum. Þeir hafa því nákvæmlega ekkert til að byggja á," segir Snorri. Rækjan er karlkyns framan af ævi en skiptir um kyn á lífsleiðinni og verður kvenkyns. Snorri segir aö kvenrækjan haldi sig iðulega á öðr- um slóðum en smærri rækjan, karl- inn. Það sé því ekki annað að sjá en nefndin hafi ekki róið á rétt mið. „Þeir segjast vita af mikilli smá- rækju á þessum slóðum. Það bendir til þess að nýliðun sé góð og stofninn í uppgangi. Hvað varðar skort á kvendýrum þá sýnist mér augljóst að þessir menn hafi ekki verið á rétt- um stað. Það sér hverttern að þegar mikið ungviði er í umferð þá þarf mæður til að geta það af sér," segir hann. Hann segir að til að stofninn teljist í jafnvægi þuríi að vera um 10 prósent hlutfall af kvendýrum. Þetta sé þó eingöngu byggt á ágiskunum. „Síðasti túr á Dalborgu gaf um 40 prósenta hlutfall af kvendýrum sam- kvæmt prufum. Þetta voru að vísu ekki stórar prufur en þó örugg vís- bending um að þarna er ekki skortur á kvendýrum. Þetta segir mér að kenningar vísindanefhdarinnar séu rangar og ekki byggðar á réttum for- sendum," segir Snorri. Hann segir máhð engan veginn snúast um vísindi heldur það að grannþjóðir íslendinga séu að tryggja úthafsveiðiflota sínum verk- efni. „Þarna er því um aö ræða pólí- tískar ákvaröanir sem byggjast ekki á neinum vísindum. Þessi ákvörðun er sem klæðskerasniðin fyrir Norð- menn, Dani og Færeyinga sem njóta fulltingis íslenska sjávarútvegsráðu- neytisins," segir Snorri. -rt Risnu- og ferðakostnaður ríkisins á síðasta ári: Tæplega 800 milljónir fóru í utanlandsferðir Kostnaður ríkissjóðs vegna utan- landsferða á vegum ráðuneyta óx um ríflega 7 prósent á síöasta ári. Sam- tals nam þessi kosfnaöur 794,3 millj- ónum króna samanborið við 741,9 miTJjónir árið áður. Sé ferðakostnað- urinn innanlands tekinn með kost- uðu ferðalög á vegum ríkisins sam- tals um 1,2 miUjarða. Þetta má meöal annars sjá í ríkisreikningi fyrir árið 1994 sem birtur var í gær. Mestur varð ferðakostnaðurinn erlendis hjá heUbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, eða 169 miiljónir. Menntamálaráðuneytið fylgir fast á eftir í kostnaði með 150 mtiljónír. Lægstur varð ferðakostnaðurinn hjá Hagstofunni, eða rúmar 8 mtiljónir. Mestur varð kostnaöafaukinn í ut- anríkisráðuneytinu, en þar jókst ferðakostnaður erlendis úr 22,3 mtilj- ónum árið 1993 í 98,3 milljónir í fyrra. Risnukostnaður á vegum ráðu- neytanna á síðasta ári nam samtals 183,6 mtiijónum og óx um 18,9 pró- sent frá árinu áður. Mestur vafð risnukostnaðurinn í utanríkisráðu- neytinu, eða 40,7 milljónir. Hjá æðstu stjórn ríkisins nam kostnaðurinn 25,8 milljónum samanboriö við 15,6 miUjónir árið áður. Vegna aðkeypts aksturs á vegum ráðuneytanna greiddi ríkissjóður alls 864 miUjónir samanborið við 894 milljónir árið áður. Þá dró einnig úr kostnaði vegna ferðalaga innan- lands; var 385,2 milljónir í fyrra en 433,6 milljónir árið áður. Mestur varð ferðakostnaðurinn innanlands hjá samgönguráöuneytinu, eða 62,2 milljónir. -kaa Ferðakostnaður ríkissjóðs og ráðuneyta 1993-94 Níu togarar eftír í Smugunni Nú eru níu íslenskir togarar að veiðum í Smugunni og fækkar þeir jafnt og þétt enda afli afar tregur. Einn togaranna setti þó í fisk í gær en það stóð stutt. Eftir því sem Gæslan hefur heyrt á togaramönnum er lítil von um að afli glæðist úr þessu og varla von á að farnir verði fleiri túrar í Smuguna íhaust. -GK ííöt*jy. Álver áGrundartanga Bandarískt fyrirtæki kannar kosfiþess að reisa álver á Grutid- artanga er myndi framleiða 60 þúsund tonn á ári. Iðnaðarráð- herra er hófiega bjartsýnn. Stöð 2 greindi frá. Gegnheimaslátrun Samtök iðnaðarins ætla að krefjast breytinga á skoðun og meðferð á sláturafurðum til að koma í veg fyrir heimaslátrun og svaftamarkaösbrask, skv. frétt RÚV. Uppsögnkjarasamninga Forseti ASÍ segir að fjárlaga- frumvarpið muni auka þrýsting- inn á að kjarasamningum verði sagt upp. Miðstiórn ASÍ ræðir fjárlögin í næstu viku. RÚV greindifrá. Óskaeftirvíðræðum Starfsmannafélag Hafnarfjarð- ar ætiar að óska eftir viðræðum við bæjarráð vegna einhtiða breytinga á kjarasamningum. Formaður félagsins er farinn að líta á breytingarnar sem upp- sögn. Stöð 2 greindi frá. Aukinn útf lutningw Verðmæti útflutnings iðnaðar- vöru hefur áukist um rúmlega 20 prósent síðastiiðin tvö ár, skv. frétt RÚV. Útlit er fyrir að þetta áf verði einnig gott. Daguf iðnað- arins verður á sunnudagjnn. Flugfélbggreinirá Framkvæmdastiórí Arctic Air fullyrðír að rammasamkomulag hafi verið gert við Flugleiðir um flutning á farþegum. Flugieiðir neita því að hafa gert slikan samning, samkvæmt frétt Stöðv- ar2. Skuldar4milljarða Heildarskuldir Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nema nú á fimmta miUjarð króna. Rekstrar- halli flugstöðvarinnar er áæflað-t ur 144 mJUjónir á næsta ári að meötöldum 130 milljóna króna afskriftum. 30sagtuppstöríum .Kaupfélag Borgfirðinga sagöi þrjátíu manns upp störfum hjá Mjólkurfélagi Borgfirðinga um, síðustu mánaðamót. ÖUum sem sagtbefur veriö upp hefur verið boðið að ráða sig hjá nýju fyrir- íæM sem stofnað var sl. vor, skv. fréttMbl. Greidslaennekkiborist Fyrsta afhorgun af láni sem ffkvsti. Lífeyrissjóðs bænda veítti Eœerald Air hefur enn ekki bor- ist. Greiða átti 15. sept Mbl. gréindifrá. Stefhuræða forsætisráðherra og umræður um hana í gærkvöldi: Landf lótti er ýktur stórlega - sagði Davíð Oddsson - skjaldbökuríkisstjórn, sagði Guðmundur Árni Stefánsson „Kaupmáttur ráðstöfunartekna á hvern mann mun aukast um 3,5 pró- sent á þessu ári og tæp 6 prósent á tveimur árum. Er sú kaupmáttar- aukning nokkuð um fram aukningu þjóðartekna. Raungengi og verð- bólga eru í sögulegu lágmarki. Nið- urstaða fjárlagafrumvarps er í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. Einstakir fjölmiðlar, jafnvel þeir sem vilja láta taka sig alvarlega, byrjuðu skyndi- lega aö hamra á því hve lífskjör ís- lendinga væru bágborin í saman- burði við aðrar þjóöir. Meintur land- flótti er ýktur stórlega, af hvaða ástæðum sem það er nú gert," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra (D) meðal annars í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld. „Ríkissrjórnin hefur enga stefnu nema þegar kemur að niðurskurði. Framsóknarflokkurinn hefur horfið frá kosningastefnu sinni um fólk í fyrirrúmi. Fólkið er ekki i fyrirrúmi heldur sauðkindin. Siðferðiskennd þjóðarinnar hefur verið misboðið. Sáttmálinn sem gerður var við fólkið í landinu hefur verið rofinn. Það hefur orðið alvarlegur trúnaðar- brestur milli fólksins í landinu og ráðamanna," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, formaður Þjóðvaka. „Raunverulega póhtíska stefnu- mörkun vantar fuUkomlega. Það eru sterkar vísbendingar um það að rík- issrjórnin ætii á hraða skjaldbökunn- ar inn í nýja tíð. Hér er skjaldböku- stjórn við völd og óðurinn um kyrr- stöðuna sá söngur sem hæst hljóm- ar. Svikin kosningaloforð eða hvar eru störfin 12 þúsund, hæstvirtur utanríkisráðherra?" spurði Guð- mundur Árni Stefánsson, Alþýðu- flokki. „Stefnu ríkisstjórnarinnar sem endurspeglast í fjárlagafrumvarpinu verður best lýst með því að þar er gengið eins langt og hægt er í þjón- ustu við þegnana á sama tíma og tek- ið er fullt tiltit til framtíðarhags- muna. Það er rétt aö Framsóknar- flokkurinn sagði í kosningabarátt- unni að skapa ætti 12 þúsund störf fyrir aldamót. Aðgerðir ríkissrjórn- arinnar einar og sér verða til þess aö 9.200 ný störf verða til á almenn- um vinnumarkaði til aldamóta sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunnar. Sér- stakar aögerðir og erlend fjárfesting verða til þess að það getur slúlað ein- hverjum þúsundum starfa til viðbót- ar," sagði HaUdór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra (F). „Mikið af stefnuræðum og mikið af stefnum. Hvar er stefnan og úr- ræðin varðandi bág lífskjör og vanda heimUanna. Það er ekkert um hana. Enda er þessi stefnuræða meira og minna innantómt blaður," sagði Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður Alþýðubandalagsins. „Þögn forsætisráðherra um mann- réttindi kvenna í þessari stefnuræðu er vægast sagt æpandi. Formaður stærsta fiokks landsins heyrir ekki og hann sér eitthvað illa líka. Raunveru- legur árangur næst ekki fyrr en konur halda um stjórnvölinn," sagöi Kristín Halldórsdóttir, KvennaUsta. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.