Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Page 7
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 7 Fréttir Hörð átök og mannaskipti hjá Alþýðuflokknum: Deilt um peninga, völd og áhrif Harkalegar deilur hafa blossað upp innan Alþýðuflokksins um völd, peninga og áhrif. Sigurður Tómas Björgvinsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri flokksins, hefur vegna þessa ritað 180 flokksstjórnarmönn- um ítarlegt trúnaðarbréf þar sem hann sakar Sigurð Arnórsson, gjald- kera flokksins, og Guðmund Odds- son, formann framkvæmdastjómar, um bolabrögð og fjámálaóreiðu. Samkvæmt heimildum DV má einnig rekja skyndilegt brotthvarf Ámunda Ámundasonar, fram- kvæmdastjóra og auglýsingastjóra Alþýðublaðsins, til ágreinings við sömu menn. Bæði Ámundi og Sig- urður Tómas hafa um árabil gegnt trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokk- inn og Alþýðublaðiö og gagnrýni þeirra því htin alvarlegum augum innan flokksins. í bréfi Sigurðar Tómasar er meðal annars bent á að honum hafi verið meinaður aðgangur að bókhaldi og fjárreiðum flokksins og enn fremur neitað um að sitja fundi fram- kvæmdastjórnar til þess að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Sett- ar eru fram efasemdir um réttmæti þess að kjörinn gjaldkeri flokksins sé jafnframt ráðinn fjármálastjóri, auk þess sem hann færi bókhaldið heima hjá sér. Dæmi séu um að hann hafi skrifað ávísanir á sjálfan sig án þess að hafa til þess samþykki. „Er ekki kominn tími þess að for- ysta Alþýðuflokksins standi við stóru orðin varðandi siðvæðingu í stjórnmálum og opnun bókhalds stjórmálaflokka?“ spyr Sigurður Tómasílokbréfsins. -kaa Engar stóðréttir fyrir sunnan Hjónin Sigurvina Samúelsdóttir og Erlingur Guðmundsson í Laufskálarétt í Hjaltadal. Sækja í stóðréttir á Norðurlandi: DV-mynd Örn öm Þórarinsson, DV, Fljótum: „Það er orðinn fastur liður hjá okk- ur hjónunum að fara í Laufskálarétt. Við vöknuðum snemma í morgun og lögðum af stað klukkan sex til aö ná hingað áður en farið væri að reka stóðið í réttina," sagði Sigurvina Samúelsdóttir þegar fréttamaður tók hana tah í Laufskálarétt. Sigurvina býr á Hellu á Rangár- vöhum ásamt manni síum, Erlingi Guðmundssyni. Þau sögðust vera á kafi í hestamennsku og eiga m.a. tvo hesta úr Skagafirðinum en engan enn sem væri upprunninn austan vatna í Skagafirði. Um ástæðu þess að fjöldi Sunnlend- inga kæmi í Laufskálarétt árlega sögðu þau að fyrir sunnan væru hross ekki lengur rekin á afrétt og því væru engar stóðréttir. Fyrir marga væri því hreint ævintýri að komast í þetta, sjá stóðið rekið í rétt- ina og dregið í dilka með öllum þeim sviptingum sem því fylgdu ásamt þessum gríðarlega mannfjölda. „Hvað okkur varðar tökum við oft- ast 3 daga í þessa réttarferð og dvelj- um hér nyrðra hjá kunningjafólki. Okkur finnst stórkostlegt að sjá öll þessi fallegu hross. Auk þess hittum við mikið af skemmtilegu fólki og kunningjahópurinn stækkar ár frá ári.“ Bruggari tekinn í þriöja sinn á árinu: Flutti bruggið úr Mosfellsbæ í Kópavog - fann sér skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Atlanta: Bjóðaafturí pflagrímaflug Ægir Máx Karason, DV, Suðumesjum: Forráöamenn Atlanta flugfé- lagsins gera sér vonir um að fá pílagrímaflugiö áfram á næsta ári. Telja þeir ahar líkur á að svo verði því samstarfiö við Sádana hefur gengið mjög vel, Þegar mest var voru tæplega 400 manns í vinnu við flugið; þar af 300 ís- lendingar. Flestir starfsmann- anna eru komnir heim og fóru margir í önnur verkefni á vegum félagsins. Pflagrímaflugið verður líklega boðið út eins og gert hefur veriö en Atlanta hefur haft verkefnið síðan 1993. Það hefst 20. mars næsta vor og stendur til loka maí. Þá hefst kennaraflugið meö egypska leiðbeínendur sem þá fara í frí. Það stendur til 5. sept. Alls hafa 10 flugvélar verið í notk- un hjá félaginu í sumar. Ein er nú stödd á Keflavíkurflugvelli þar sem veriö.er að yfirfara hana og djúphreinsa. Síöan verður henni skilað til eiganda í Banda- ríkjunum. Einn þrautreyndasti bruggarinn á höfuðborgarsvæðinu var tekinn í Kópavogi um helgina og með honum 37 lítrar af fullbúnum landa. Hafði maður þessi fundið bruggverksmiðju sinni stað í auðu skrifstofuhúsnæði í bænum og eimað umtalsvert af gambra þegar árvökull bæjarbúi lét lögregluna vita um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Bruggarinn var áður tekinn um miðjan september vegna umfangs- mikillar framleiðslu í Mosfellsbæ. Þar var hald lagt á 20 lítra af landa og 400 Utra af gambra. Vissi lögreglan til að framleiðslan úr Mosfellsbæn- um hefði farið á markað en óvíst er með sölu úr Kópavogsverksmiðjunni Hins vegar þótti víst að landi hefði verið seldur þegar sami bruggari var tekinn við iðju sína í Kópavoginum í vor. Þá var hald lagt á nokkra tugi lítra af landa og töluvert af gambra. Maðurinn hefur sætt ákæru fyrir öll þessi bruggmál sem og fyrri mál af sama tagi. Nýjasta dæmið úr Kópavoginum telst upplýst og verður sent sömu leið í dómskerfinu og hin fyrri. Lögreglunni í Kópavogi er ekki kunnugt um að bruggarinn þolgóði hafi nokkru sinni setið í fangelsi fyr- ir starfsemi sína enda jafnan beitt sektum í málum af þessu tagi. Mað- urinnmunveraKópavogsbúi. -GK .. , ■ ... , , Hamborgarar, fjórir m/brauði 199 Londonlamb, pr. kg 597 JUVEL rúgmjöl, 2 kg 49 Ömmuflatkökur, pr. pk. 29 Kindabjúgu, pr. kg 269 Jólakaka, 400g 99 Kjötfars, heilt kíló 249 Franskar kartöflur, stró, 2 kg 249 NÓA-hjúplakkrís 87 Swiss Miss, 10 bréf í pk., 2 teg. 179 BKI-kaffi, 400g 199 BÓNUS-cola, tveir lítrar 85 R.R sópur, sex saman 69 TUNGSRAM- perur, 10 saman 390 ELNETT-hórlakk 2x200g 397 Ef þú kaupir 250g af MAARUD-flögum færðu BÓNUS-ídýfu frítt með Skíðahanskar, verð aðeins 397 Fingravettlingar á fullorðna 397 Herranærbuxur, þrjár saman 99 Hettuhandklæði með mynd 369 TEAM kaffivél 1.279 Ruslafata úr plasti 87 Mottur, verð frá: 99 I DAG, FIMMTUDAG 12.00 - 18.30 FOSTUDAG 12.00-19.30 LAUGARDAG 10.00 - 16.00 Á sunnudögum er opið í BÓNUS í Holtagörðum frá 13.00 - 17.00 PROSONIC myndbandstæki með fjarstýringu og ýms möguleikum 19.970

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.