Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 IMönd Stuttarfréttir x Franski málaliðinn Bob Denard gefst upp á Kómoreyjum í dag: Erum fastir í gildru og tökum af leiðingunum „Við eram fastir í gildru, viö verö-. um aö taka afleiöingunum. Ég held aö niðurstaða fáist á morgun," sagði franski ævintýramaðurinn og mála- liðinn Bob Denard í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TFl í bækistöðvum sínum á Kómoreyjum í gærkvöldi. Búist er við að í dag muni Denard gefast formlega upp fyrir frönsku hersveitunum sem gerðu innrás á eyjarnar í dögun í gær til að brjóta á bak aftur valdaránið sem hann og málaliðaflokkur hans frömdu í síð- ustu viku. Denard sagðist þó ekki iðrast neins. Málaliðinn, sem er orðinn 66 ára, lét Said Mohamed Djohar, forseta Kómoreyja, lausan úr gíslingu í gær. Hann hélt til í bækistöðvum sínum í nótt, umkringdur frönskum her- mönnum, til að ræða uppgjöf sína. Hann útilokaði að bjóða frönsku her- sveitunum byrginn og berjast til síð- asta blóðdropa. „Það hafa farið fram viðræður en ekki neinar samningaviðræður. Úr- valssveitin, sem Frakkar sendu, gerði okkur ekki kleift að sýna neina mótspyrnu," sagði Denard sem hefur barist í styrjöldum frá Indókína til Alsír. Frönsk stjórnvöld, sem réðu yfir Kómoreyjum þar til þær fengu sjálf- stæði árið 1975, sendu 600 hermenn til þessara hitabeltiseyja norðvestur af Madagaskar í gær til að svæla út Denard og kómoreyska Uðsforingja sem höfðu handtekið forsetann og VarlífáMars? Rannsökuðu steinafrá Islandí Vísindamenn við Washington háskóla í St. Louis í Bandaríkjun- um segjast háfa fundíð sannanir þess að andrúmsloft, sem svipar til andrumslofts jarðar, hafi eitt sinnveriðá reikistjömunni Mars ogþví sé mögulegt aðþar hafiþrif- ist Uf. VísMamennirnir rannsök- uðu steinbrof sem borist höföu til jarðar sem lofsteinar. Virðist sem steinarnir hafi dregið til sín eitt- hvað af þeim lofttegundum sem voru í lofthjupi Mars. 1 rannsókn- um sínura rannsökuðu vísinda- menhírhir islenska steina en jarð- hjti og eldvirkni hefur losað mikiö af koltvíoxíði úr læðingl Safnaðarleiðtogi játarásig gastilræði Shoko Asahara, leíðtogi sértrú- arsamaöarins Æðsta sannleiks, hefur játað að hafa fyrirskipað gastilræðið I neðanjarðarlestar- kerfi Tokyo ívor þar sem 11 !ét- ust og yfir 5 þúsund raanns urðu fyrir eitrun, Sagði hann lögmanni sínum aö hahn heföi játað vegna ótta um að söfhuðurinn yrði ella bannaður í Japan. Lögmaöur Asaharas sagöi að skjólstæðingur sinn mundi halda fram sakleysi sínu fyrir rétti og að hann hefði verið þvingaður til að skrifa undir játningu. Réttar- höld hefjast 26, október en Asa- hara er ákærður fyrir mannrán og morð og gastilræði í japönsk- uni bæ þar sem 7 létust og 600 urðufyrireitrun. Reuter Franskir sérsveitarmenn munda byssurnar við vegatálma þéir til að reka málaliða og valdaránsmenn á brott. Moroni, höfuðborg Kómoreyja, gær. Þangaö komu Simamynd Reuter sakað hann um spiUingu. Um átta hundrað kómoreyskir her- menn, sem voru hhðhollir Denard, gáfust upp fyrir frönsku sérsveitun- um í búðum sínum í gær. Frönsk srjórnvöld fögnuðu lausn Djohars og var flogið með hann til eyjarinnar Reunion þar sem hann gekkst undir læknisskoðun. Djohar er á áttræðisaldri. Denard verður fluttur til Frakk- lands og færður fyrir rétt. Hann sagðist vera búinn að sætta sig viö það. Fjórir eða fimm Kómoreyingar féllu í átökunum í gær en enginn Frakki. Reuter Cherie Blair, eiginkona formanns Verkamannaflokksins, vekur athygli: Hef ur ekki áhuga á að líta út eins og jólaskraut í hverju verður Cherie Blair næst? Þetta er spurning sem fulltrúar á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins velta allt eins fyrir sér og stjórnmálunum þessa dagana í Brighton. Cherie Blair er eiginkona flokksformannsins, Tonys Blairs. „Ég er ekki með neina fatadellu og ég er heldur engin tildurrófa. Ég er allajafna jarðbundin og hef engan áhuga á að hta út eins og jólaskraut. Ég vil að fólki finnist það geta leitað til mín," segir Cherie Blair í viðtah við breska slúöurblaðið Today. En hvort sem henni líkar betur eða verr hafa æsiblöðin fjallað um klæðaburð hennar og fatasmekk frá því eigin- maður hennar tók við formennsku í Verkamannaflokknum. Niðurstaða blaðanna um bæði klæðaburð Cherie og stefhumál Verkamannaflokksins er á sömu lund. Undanfarna tólf mánuði hafa framfarirnar orðið miklar. Þegar Tony Blair varð flokksfor- maður íjúlí í fyrra hafði Cherie álíka mikinn áhuga á tísku og ofurfyrir- sætan Naomi Campbell hafði á smá- atriðum iðnaðarlöggjafarinnar, skrifaði Catherine O'Brien í blaðið Today. Nú er sem sé öldin önnur, Cherie þorir að vera smart. Cherie er eftirsóttur lögfræðingur með meira nám að baki en eiginmað- urinn og hún hóf þátttöku í stjórn- málum á undan honum. Þeir era til í flokknum sem teha að hún búi yfir sterkari sannfæringu en eiginmað- urinn. Ýmsir hafa orðið til að velta fyrir sér áhrifum Cherie á eiginmanninn vegna þeirrar ákvörðunar að senda elsta soninn í kaþólskan skóla sem Cherie Blair og eigfnmaðurinn Tony dönsuðu skoskan þjóðdans á Skota- kvöldi Verkamannaflokksins í tengslum við flokksþingið í Brighton. Sfmamynd Reuter Ekkivopnahlé Richard Holbrooke, sendi- manni Bandarflgastjórnar, tókst ekki að tryggja vopnahlé í Bosniu í viðræöum sínúm við Milosevie Serbíuforseta. PáfiræðirBosníu JóhannesPáll páfi ræddi Bos- níudeiluna við Clinton Banda- ríkjafoseta í gær og hvatti sjðan til að Sameinuðu þjóðirnar yrðu efidár og endurskipulagðar til að þær mættu betur varðveita frið og réttlæti. , NATOfrestar Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að leggja áform um stækkun til austurs á Mlluna til að vinna tíma svo sannfæra megi Rússa um ágæti þessa. Fellibylur á Fiórída Fellibylurinn Ópal kom á land í Flórída í gær og var vindhrað- inn mestur um 220 km á klukku- stund. Heimsókn undírbúin Bandarískir embættisménn ræddu við mótmælendur og ka- þólikka í Belfast til að undirbúa heimsókn Clintons forseta í nóv- emberlok. Fleiri látnir Fjöldi látinna af völdum jarð- skjálftans í Tyrklandi um síðustu helgi er kominn í 89. færði sig undan stjórn bæjarfélags- ins. Cherie er kaþólsk. Sjálfum var Tony Blair fagnað gíf- urlega á flokksþinginu í gær og þykj- ast flokksmenn vissir um að hann muni leiöa flokkinn fram til sigurs í næstu kosningum, sem eiga að verða ummittárl997. Reuter Haghaður Japana á viðskiptum er meiri en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Gorbiáiði Mikhaíl '|F Gorfaatsjov, fyrrum Sovét- leiðtogi, segir að hann eigi enn erfitt méð að sitja auðum höndum og njóta bara lífs- ins, nú þegar fjögur ár eru Uðin frá þvii hann lét'af störfum, og hann hef- ur ekki tekið sér frí í þrjú ár. Engirenglar 54 meðhnhr Hells Angels eða Vítisenglaí Danmórku hafaverið ákærðir fyrir eina morðtílraun, 32 ofbeldisverk, 36 brot á vopna- lögum og 11 fjárkuganir frá árinu 1990. Friðarverðlaun Nóbels Nefndin sem akveður hver fær fríðarverðlaun Nóbels í ár hefur ákveðið sig en verðlaunin verða tilkynnt eftir viku, Drekka minna í vinnunni Danir drekka enn mest aDra Norðurlandaþjóða en drykkja á vinnustöðum hefur ntinnkaö verulega þar sem fyrirtæki eru i auknum mæU að taka upp skýra áfengisstefnu. Sagði Chirac vera óðan Fyrrum ráð- gjafi Mitterr-. ands, fýrram Frakklandsfor- seta, segir í endm'minning- um sínum að Mitterrand hafi kallað Chirac, núverandi forseta, óðan mann sem yrði að athlægi kænhst hann á forsetastól, Unimælin era frá 1988. Engarsvefnpurkurhér Nemendum við breskan skóla hafa verið gefnar vekjaraklukkur svo þau geti nú vaknað tímanlegá á morgnana og komið sér í skól- ann. Reuter/Rltzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.