Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 Útlönd Franski málaliðinn Bob Denard gefst upp á Kómoreyjum í dag: Erum fastir í gildru og tökum af leiðingunum „Við erum fastir í gildru, viö verð- um að taka afleiðingunum. Ég held að niðurstaða fáist á morgun,“ sagði franski ævintýramaðurinn og mála- liðinn Bob Denard í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TFl í bækistöðvum sínum á Kómoreyjum í gærkvöldi. Búist er við að í dag muni Denard gefast formlega upp fyrir frönsku hersveitunum sem gerðu innrás á eyjarnar í dögun í gær til aö brjóta á bak aftur valdaránið sem hann og málaliðaflokkur 'nans frömdu í síð- ustu viku. Denard sagðist þó ekki iðrast neins. Málaliðinn, sem er orðinn 66 ára, lét Said Mohamed Djohar, forseta Kómoreyja, lausan ur gíslingu í gær. Hann hélt til í bækistöðvum sínum í nótt, umkringdur frönskum her- mönnum, til að ræða uppgjöf sína. Hann útilokaði að bjóða frönsku her- sveitunum byrginn og berjast til síð- asta blóðdropa. „Það hafa farið fram viöræður en ekki neinar samningaviöræður. Úr- valssveitin, sem Frakkar sendu, gerði okkur ekki kleift að sýna neina mótspyrnu," sagði Denard sem hefur barist í styrjöldum frá Indókína til Alsír. Frönsk stjórnvöld, sem réðu yfir Kómoreyjum þar til þær fengu sjálf- stæði árið 1975, sendu 600 hermenn til þessara hitabeltiseyja norðvestur af Madagaskar í gær til að svæla út Denard og kómoreyska hðsforingja sem höfðu handtekið forsetann og Franskir sérsveitarmenn munda byssurnar við vegatálma í Moroni, höfuðborg Kómoreyja, í gær. Þangað komu þeir til að reka málaiiða og valdaránsmenn á brott. Simamynd Reuter sakað hann um spillingu. Um átta hundruð kómoreyskir her- menn, sem voru hliðhollir Denard, gáfust upp fyrir frönsku sérsveitun- um í búðum sínum í gær. Frönsk stjórnvöld fögnuðu lausn Djohars og var flogið með hann til eyjarinnar Reunion þar sem hann gekkst undir læknisskoðun. Djohar er á áttræðisaldri. Denard verður fluttur til Frakk- lands og færður fyrir rétt. Hann sagðist vera búinn að sætta sig við það. Fjórir eða fimm Kómoreyingar féllu í átökunum í gær en enginn Frakki. Reuter Cherie Blair, eiginkona formanns Verkamannaflokksins, vekur athygli: Hef ur ekki áhuga á að líta út eins og jólaskraut Cherie Blair og eiginmaðurinn Tony dönsuðu skoskan þjóðdans á Skota- kvöldi Verkamannaflokksins í tengslum við flokksþingið í Brighton. Símamynd Reuter VarlífáMars? Rannsökuðu steinafrá íslandi Vísindamenn við Washington háskóla í St. Louis í Bandaríkjun- um segjast hafa fundið sannanir þess að andrúmsloft, sem svipar til andrúmslofts jarðar, hafi eitt sinn verið á reikistjörnunni Mars og því sé mögulegt að þar hafi þrif- ist líf. Vísíndamennimir rannsök- uðu steinbrot sem borist höföu til jarðar sem lofsteinar. Virðist sem steinamir hafi dregið til sín eitt- hvaö af þeim lofttegundum sem voru í lofthjúpi Mars. í rannsókn- um sínum rannsökuðu vísinda- mennimir íslenska steina en jarð- hiti og eldvirkni hefur losað mikið af koltvioxíði úr læðingl játarásig gastilræði Shoko Asahara, leiðtogi sértrú- arsafnaöarins Æðsta sannleiks, hefur játaö aö hafa fyrirskipað gastilræðið í neðanjaröarlestar- kerfi Tokyo í vor þar sem 11 lét- ust og yfir 5 þúsund manns urðu fyrir eitrun. Sagöi hann lögmanni sínum aö hann hefði játað vegna ótta um að söfnuöurinn yrði ella bannaður í Japan. Lögmaöur Asaharas sagöi aö skjólstæðingur sinn mundi halda frara sakleysi sínu fyrir rétti og aö hann hefði verið þvingaður til aö skrifa undir játningu. Réttar- höld hefjast 26. október en Asa- hara er ákærður fyrir mannrán og morð og gastilræöi í japönsk- um bæ þar sem 7 létust og 600 uröufyrireitrun. Reuter I hverju verður Cherie Blair næst? Þetta er spurning sem fulltrúar á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins velta allt eins fyrir sér og stjómmálunum þessa dagana í Brighton. Cherie Blair er eiginkona flokksformannsins, Tonys Blairs. „Ég er ekki með neina fatadellu og ég er heldur engin tildurrófa. Ég er allajafna jarðbundin og hef engan áhuga á að líta út eins og jólaskraut. Ég vil að fólki finnist það geta leitað til mín,“ segir Cherie Blair í viðtali við breska slúðurblaöið Today. En hvort sem henni líkar betur eða verr hafa æsiblöðin fjallað um klæðaburð hennar og fatasmekk frá því eigin- maður hennar tók við formennsku í Verkamannaflokknum. Niðurstaða blaðanna um bæði klæöaburö Cherie og stefnumál Verkamannaflokksins er á sömu lund. Undanfarna tólf mánuði hafa framfarirnar orðiö miklar. Þegar Tony Blair varð flokksfor- maður í júlí í fyrra hafði Cherie álíka mikinn áhuga á tísku og ofurfyrir- sætan Naomi Campbell hafði á smá- atriðum iðnaðarlöggjafarinnar, skrifaði Catherine O’Brien í blaðið Today. Nú er sem sé öldin önnur, Cherie þorir að vera smart. Cherie er eftirsóttur lögfræðingur með meira nám að baki en eiginmaö- urinn og hún hóf þátttöku í stjóm- málum á undan honum. Þeir eru til í flokknum sem telja að hún búi yfir sterkari sannfæringu en eiginmað- urinn. Ýmsir hafa orðið til að velta fyrir sér áhrifum Cherie á eiginmanninn vegna þeirrar ákvörðunar að senda elsta soninn í kaþólskan skóla sem færði sig undan stjóm bæjarfélags- ins. Cherie er kaþólsk. Sjálfum var Tony Blair fagnað gíf- urlega á flokksþinginu í gær og þykj- ast flokksmenn vissir um að hann muni leiða flokkinn fram til sigurs í næstu kosningum, sem eiga að verða um mitt ár 1997. Reuter Stuttar fréttir i>v Ekki vopnahlé Richard Holbrooke, sendi- manni Bandaríkjastjórnar, tókst ekkí að tryggja vopnahlé í Bosníu i viðræðum sínum við Milosevie Serbíuforseta. PáfiræðirBosníu JóhannesPáU páfi ræddi Bos- níudeiluna við Clinton Banda- ríkjafoseta í gær og hvatti siðan til að Sameinuðu þjóðimar yrðu efldar og endurskipulagðar tíl að þær mættu betur varðveita frið ogréttlæti. NATOfrestar Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að leggja áform um stækkun til austurs á hilluna til að vinna tíma svo sannfæra megi Rússa um ágæti þessa. Fellibylur á Flórída Fellibylurinn Ópal kom á land í Flórída í gær og var vindhrað- inn mestur um 220 km á klukku- stund. Heimsókn undirbúin Bandarískir embættismeim ræddu við mótmælendur og ka- þólikka í Belfast til að undirbúa heímsókn Clintons forseta í nóv- emberlok. Fieiri látnir Fjöldi látinna af völdum jarð- skjálftans í Tyrklandi um síðustu helgi er kominn í 89. Japanirgræða Hagnaður Japana á viðskiptum er meiri en hagfrteðingar höfðu gert ráð fyrir. Gorb Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovét- leiðtogi, segir að hann eigi enn erfitt með að sitja auðum höndum og njóta bara lífs- ins, nú þegar fiögur ár eru liðin frá þvi hann lét af störfum, og hann hef- ur ekki tekiö sér frí í þrjú ár. 54 meðlimir Hells Angels eða Vítisengla í Danmörku hafa verið ákærðir fyrir eina morðtilraun, 32 ofbeldisverk, 36 brot á vopna- lögum og 11 fiárkúganir frá árinu 1990. Friðarverðlaun Nóbels Nefndin sem ákveður hver fær friðarverðlaun Nóbels í ár hefur ákveöið sig en verðlaunin verða tilkynnt eftir viku. Drekka minna i vinnunni Danir drekka enn mest allra Norðurlandaþjóða en drykkja á vinnustööum hefur minnkaö verulega þar sem fyrhtæki eru í auknum mæli að taka upp skýra áfengisstefnu. Sagði Chirac vera óðan Fyrrum ráð- gjafi Mitterr- ands, fyrrum Frakklandsfor- seta, segir í endurminning- um sínum að Mitterrand hafi kallað Chirac, núverandi forse ., ... ..... sem yrði að athlægi kæmist hann á forsetastól. Ummælin eru frá 1988. Engarsvefnpurkurhér Nemendum við breskan skóla hafa verið gefnar vekjaraklukkur svo þau geti nú vaknaö tímanlega á morgnana og komið sér í skól- ann. Reuter/Riuau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.