Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 Utlönd Simpson tjáir sig óvænt 1 beinni útsendingu á samtalsþætti: Reiður vegna enda- lausra rangtúlkana „Frá upphafi réttarhaldanna hafa endalausar rangtúlkanir komið fram. Fólk situr heima og horfir á ákæruvaldið vinna eftir þessum rangtúlkunum," sagði ruðningshetj- an O.J. Simpson í óvæntu símtah við viðtalsþátt Larry Kings í gærkvöldi. Larry King var að ræða við aðalverj- anda Simpsons, Johnnie Cochran, þegar Simpson hringdi. Símtalið virtist koma aftan að bæði King og Cochran. Simpson beindi spjótum sínum að saksóknurunum og vandaði þeim ekki kveðjurnar. Beindi hann orðum sínum sérstaklega til Marciu Clark, aðallögmanns ákæruvaldsins. Hún hefði stuðlað að almennum efasemd- um varðandi vitnisburð lykilvitna í málinu. Simpson sagði loks að hann væri bæði reiður og feginn. Hópur fjölmiðlafólks sat um hús Simpsons í gær og þar tjáði hann áhorfendum að hann hefði enn ekki haft tíma til að syrgja. „Börnin mín eiga enga móður. Fólk virðist ekki skilja að ég elskaði þessa konu.“ Aðeins sólarhring eftir að tólf manna kviðdómur sýknaði O.J. Simpson af tveimur morðákærum byrjuðu kviðdómendur og aðrir aðil- ar að málaferlunum að tjá sig við fjölmiðla, enda miklir peningar í boði. Brenda Moran, einn af níu þel- dökkum kviðdómendum, sagði: „Ég veit að O.J. Simpson framdi ekki þessa glæpi.“ Á sama tima sagði dótt- ir hvítrar konu sem sat í kviðdómn- um að móðir hennar hefði tjáð sér með tárvot augu að Simpson væri lílklega sekur. En hún hefði greitt atkvæði með sýknun vegna lögreglu- mannsins sem laug um kynþáttavið- horf sín í vitnastúkunni. Fyrr um daginn hitti Simpson unga drengi sína, 7 og 9 ára, í fyrsta skipti eftir réttarhöldin. Þeir hafa verið í umsjá fjölskyldu fyrrum eiginkonu hans, Nicole, sem hann var ákærður fyrir að hafa myrt. Fjölskylda Nicole ákvað að reyna ekki að fá forræði yfir drengjunum og kom á fundi þeirra með föður sínum. Búist er við að Simpson tjái sig bráðlega um málaferlin í sérstökum þætti á kapalsjónvarpi þar sem Margrét Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta, heldur hér á verðlaunum, „Founders Freedom Award" sem hún veitti viðtöku i Las Vegas i gær- kvöldi. Það voru samtök íhaldsmanna í Nevada-fylki sem veittu verðlaunin. Símamynd Reuter áhorfendur greiöa sérstaklega fyrir að horfa á hvern þátt og hah inn milljónirdollara. Reuter Leeson verður franr Breski verðbréfösalinn Nick Lee- son, sem sakaður er um að setja hinn virta fjárfestingarbanka Bar- ings á hausinn, verður framseldur til Singapore tii að svara ákærum um fjármálasvindl og skjalafals. Þýskur dómstóll úrskufðaði svo i gær. Stjórnvöld í Singapore fögnuðu úrskurðinum en lögfræðingar Lee- sons sögðust mundu berjast gegn framsalinu. „Við raunum áfrýja til stjórnlaga- dómstólsins," sagöi Eberhard Kempf, vetjandi Leesons. Saksókn- ari segist hins vegar vera viss um að Leeson verði sendur til Singa- pore einhvern tíma á næsta ári. Leeson á yfir höföi sér fjórtán ára föngelsi. Reuter á hellum og steinum C°PR Hellur &steinar ®PR Pipugeröinh/ Verksmiöja: Sævarhöfða 12 112 Reykjavík Sími: 587 2530 Fax: 587 4576 Dagana 5.-8. október gefst einstakt tækifæri á að kaupa hellur og steina á góðu verði. PR Pípugerðin tekur til og býður mikið úrval af umframframleiðslu og lítilsháttar gölluðum vörum. • Hellur af ýmsum stærðum og gerðum • Steinar í stéttar, innkeyrslur og hleðslur Vörurnar eru til sýnis og sölu á athafnasvæði PR Pípugerðarinnar við Sævarhöfða. Grípið tækifærið, komið, skoðið og gerið góð kaup 1. október Ritsíminn Þarftu a& senda skeyti? 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúnier Pósts og síma tekin i notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 06 breytist í 146. POSTUR OG SIMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.