Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. OKTOBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELl'AS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Island tekið í bólinu Þegar vísindanefhd Fiskveiðinefhdar Noröur-Atlants- hafs komst aö þeirri niöurstöðu, að takmarka þyrfti rækjuveiði á Flæmska hattinum, var sæti íslenzkra vís- indamanna ekki skipað. Þeir hafa síðan sett fram mál- efnalegar efasemdir um, að forsendur hafi verið réttar. Það vakti undrun manna í Fiskveiðinefhdinni, að sæti íslands skyldi vera autt í svona mikilvægu máli. íslend- ingar hafa veitt um fimmta hluta rækjuaflans á þessari veiðislóð og hafa því gífurlegra hagsmuna að gæta. Verð- mæti þessa hluta verður 1,7 milljarðar króna í ár. Þegar Fiskveiðinefnd Norður-Atlantshafs ákvað síðan, hvernig afli yrði takmarkaður á Flæmska hattinum, bar það mjög brátt að. Frá íslenzka sjávarútvegsráðuneytinu kom aðeins Íögfræðingur, sem hafði engan stuðning að heiman, annan en símasamband við ráðuneytið. Sambandsleysið var slíkt, að íslenzki fulltrúinn viðr- aði meira að segja hugmyndir um, að gengið yrði lengra í takmörkunum en gert var. Kannaði hann hug manna til þess að takmarka stærð skipa, vélarstærð og veiðar- færi og til frekari niðurskurðar á veiðidögum. Tillaga Norðmanna og Dana flaug því í gegn og menn vöknuðu upp við vondan draum á íslandi. Rækjuveiðar okkar manna'hafa verið í örum vexti á svæðinu. Reikn- að hafði verið með miklu veiðiþoli stofhsins og menn höfðu stefht í 3,5 milljarða króna afla á næsta ári. Nánari athuganir hafa leitt í ljós, að hér eru allir óá- nægðir með stuðning íslands við nýju reglurnar. Af kvartmilljón íslendingum fæst enginn til að tala fyrir málinu hér í blaðinu í þættinum Með og móti. Þvílík hræðsla við málstað er óþekkt fyrirbæri hér á landi. Sjávarútvegsráðherra gufaði upp í máli þessu. Mjög seinlegt hefur verið að ná tali af honum til að leita skýr- inga á málatilbúnaði íslendinga eða öllu heldur á skorti á málatilbúnaði íslendinga. Óvenjulegt er, aðjreyndur stjórnmálamaður missi málið þannig allt í einu. Vera kann, að málefharök séu, fyrir takmörkun veiða á Flæmska hattinum og fyrir þeim skömmtunaraðferð- um, sem ákveðnar voru. Samkvæmt núverandi upplýs- ingum er þó erfitt að verjast þeirri hugsun, að sjávarút- vegsráðuneytið hafi látið taka sig í bólinu. Norðmenn voru á undan íslendingum að afla sér veiði- reynslu á svæðinu, en íslenzkir skipstjórar hafa sótt mjög á að undanförnu, einkum í ár. Það var því í þágu Norðmanna, að takmarkanir voru ákveðnar, áður en ís- lenzki aflinn færi fram úr norska aflanum. Fulltrúar Norðmanna yppta nú öxlum og segja of seiht í rassinn gripið, ef íslendingar ætli að rifta samkomu- lagi, sem þeir hafi samþykkt. Þar með sé upplýst, að ís- lendingar séu ekki viðræðuhæflr á fjölþjóðlegum vett- vangi og ekki verði framar tekið mark á þeim. Þetta mál minnir á dapurlega frammistöðu og'einkum fjarveru samgönguráðuneytis, Pósts og síma og Ríkisút- varpsins, þegar ákveðið var að hafa íslenzku bókstafina ekki með í evrópskum fjarskiptastaðli um textaboðkerfi og í evrópskum staðli um textavarp sjónvarps. íslenzkir ráðherrar, ráðuneytisstjórar, deildarstjórar og forstöðumenn ríkisstofhana liggja í stöðugum ferða- lögum í útlöndum án takmarks eða tilgangs. Af þessum ferða- og veizluglöðu mönnum fréttist úr öllum álfum, frá Malaví til Peking, snapandi veizlur, hopp og hí. En ráðuneytin og stofhanirnar hafa ekki peninga til að vera með, þegar verið er að undirbúa og taka ákvarðanir á fjölþjóðavettvangi um brýna hagsmuni íslands. Jónas Kristjánsson Lykilatriði er, segir greinarhöfundur, að greiöa þeim sem vinna aö nýsköpun aðgang að upplýsingum og þekk- irigu. Odýrari nýsköpun Sú hugmynd aö nýsköpun sé ávallt dýr og ekki á færi nema örf- árra útvalinna er búin að hreiðra kirfilega um sig hér á landi. í sumum tilvikum er hún fyllilega réttmæt. Mörg verkefni af þessu tagi eru rándýr í eðli sínu. Önnur hafa verið dýr vegna þess að þeir sem að þeim stóðu kunnu ekki til verka. Kostnaðarsamt klúður hef- ur verið algengt og óþörf mistök mörg. Enn ein ástæðan fyrir óþörfum fjáraustri er sú að ný- skapendurnir hafa margir verið gráðugri en góðu hófi gegnir og byggt á hömlulitlum aðgangi að styrkjafé. Með betri þekkingu, bættu verklagi, útsjónarsemi og spar- semi má ná fram verulegum sparnaðf í nýsköpun. Hún er í þessu efni háð sömu lögmálum og öll önnur mannleg starfsemi. Sam- kvæmt bandarískri könnun náði tiltekinn hópur fyrirtækja því að bæta árangur sinn í þessu efni átt- falt á tímabilinu 1975-1990 með aukinni þekkingu og bættri fag- mennsku. Lítið fer fyrir því hér á landi að menn hampi sparnaði í tengslum við nýsköpun. Allténd virðist svo vera þegar að því kemur að reiða fram opinbert fé í hvers kyns gæluverkefni. Þvert á móti er þess ávallt vandlega gætt í opinberri orðræðu að undirstrika hve dýrir hlutirnir hljóti að vera. Á aðra möguleika er vart minnst. Mikill munur Þessi framsetning er í miklu ós- amræmi við margt af því sem ger- ist í nýsköpun í atvinnulífinu í höndum áhugasamra og ötulla einstaklinga sem hafa ógreiðan aðgang að opinberu styrkjafé. Margir slíkir hafa náö miklum ár- angri þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Oft hefur þessi árangur náðst vegna langvinnrar þróunarvinnu Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga-. þjónustu Háskólans þeir ná árangri. Ennfremur að leggja beri ofurkapp á að efla sem flesta til nýsköpunar með lág- marksfjárframlögum. . Þetta er unnt ef menn ætla sér það og vinna af viti. Upplýsingar og þekking spara Lykilatriði í þessu sambandi er að greiða þeim sem vinna að ný- sköpun aðgang að upplýsingum og þekkingu. í þessum þætti er unnt að ná langtum betri árangri en nú er raun á og án þess að það kosti hlutfallslega mikið. Málið er nefnilega það að eftir að upplýsingar eru tiltækar þá kostar afar lítið að miðla þeim tO mikils fjölda. Þetta er gerólíkt því sem gildir um hráefrii, tæki og annað sem til nýsköpunar þarf. „Nýsköpun á að vera víðtæk iðja mik- ils fjölda en ekki dýrt forréttindaverk örfárra aðila sem hafa skapað sér óeðlilega sérstöðu gagnvart opinberu styrkjafé." sem viðkomandi hefur lagt út í án þess að fá nokkru sinni greitt fyr- ir tíma sinn. Og nánast aldrei hef- ur verið um að ræða mörg þúsund króna tímakaup sem þeir útvöldu fá oft greitt fyrir svipuð verk og stundum minni árangur. Styðjum þá nýtnu og sparsömu Mér virðjst einsýntað ein meg- ináherslan í innlendri nýsköpun- arstefnu eigi að vera sú að styðja við bakið á þehri sem sýna nýtni, leggja mikið af eigin tima og að- stöðu af mörkum auk þess sem Öflun slíkra hluta verður ávallt kostnaðarsöm og takmarkaðir möguleikar á að ná fram miklum sparnaði og samnýtingu hvað þá varðar. Viljum við ná betri árangri í nýsköpun þá verður að leggja ofurkapp á að hún verði eins ódýr og hagkvæm og fært er og á valdi eins margra og raunhæft getur talist. Nýsköpun á að vera víðtæk iðja mikils fjölda en ekki dýrt for- réttindaverk örfárra aðila sem hafa skapað sér óeðlilega sérstöðu gagnvart opinberu styrkjafé. Jón Erlendsson Skoðanir annarra Búvörusamningurinn „Samnignurinn, sem nú hefur verið undirritður, miðar að því að tryggja sauðfjárræktinni rekstrar- grundvöll....Ef gamli samningurinn hefði verið í gidli, með fjöldagjaldþrotum og hruni byggðar í sveitum, þá hefði það komið til kasta ríkisvaldsins, neytenda og skattgreiðenda aðmmæta afleiðingun- um....Nauðsyn ber til að kynna búvörusamninginn sem best, tilgang hans og afleiðingar. Það er eina leiðin til þess að ná bærilegri samstöðu meðal þjóð- arinnar." Úr forystugrein Tímans 4. okt. Þjónkun Alþingis „Þegar lyfsala var gefin frjáls á Alþingi fyrir rúmu ári, var núverandi heilbrigðisráðherra á móti afgreiðslu frumvarpsins. Miðað við afdrif málsins virðist ráðherrann ætla að gera sitt til að standa í vegi fyrir því frjálsræði sem í frumvarpinu felst....Tæknilegar hindranir eins og seinvirkni í reglugerðasmið og óvirkar nefndir vega þar þungt og ekki síst það að ætla sér að bíða og skoða áhrif reglugerða.....Furðulegast af öllui er að ráðherra skuli fá að fara sínu fram án þess að Alþingi reyni hið minnsta til að verja eigin lagasetningu. Þjónkun Alþingis við framkvæmdavaldið virðist vera alger." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 4. okt. Forsetaembættið „Morgunblaðsmenn ættu að verja tíma sínum í annað en að hnýta í fjölmiðla sem leyfa sér að banka í þann múr þagnar og tildurs sem umlykur forseta- embættið....Komist íslendingar að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að viðhalda embætti forseta, í þeirri mynd sem hefðin hefur mótað, er tilhlýðilegt að breyta stjórnarskránni í samræmi við þann veru- leika. Jafnframt ætti að tryggja að forseti sé ævin- lega kjörinn af meirihluta þjóðarinnar." Úr forysrugrein Alþ.bl. 4. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.