Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 12 Umhverfið er auðlind okkar Sú hugmynd Björns Bjarnason- ar menntamálaráðherra að koma á fót á íslandi 500-1000 manna her hefur vakið upp spurningar um hvað sé okkur mikiivægast að verja hér á landi. Sú hugmynd að okkur sé fyrst og fremst ógnað af herafla annarra þjóða og því nauð- synlegt að gripa til varnar er ótrú- lega þröngsýn og sýnir lítinn skilning á því hvað er mikilvæg- ast til lengri tíma litið. Lífvænlegt umhverfi Efnahagur og öryggi íslensku þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á vemdun umhverfisins, bæði láðs og lagar. Umhverfisslys í hafinu gæti eyðilagt lífsafkomu okkar á örskömmum tíma. Það hafa verið gerðar ítrekaðar til- raunir til þess að minnka það vægi sem sjávarafli hefur í efna- hag okkar og útflutningi en án ár- angurs. Enn er útflutningur sjáv- arafurða 78% af heildarútflutningi Kjallarinni Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingismaður Kvennalistans „Á alþjóðavettvangi er hlutverk okk- ar að halda fram mikilvægi þess að vernda hafsvæðin fyrir því að verða ruslahaugar framtíðarinnar.“ okkar og skapar mestar gjaldeyris- tekjur. Allar breytingar í umhverfi og lífríki hafsins hafa því gífurleg áhrif á afkomumöguleika þjóðar- innar. Jafnvel fjarlægðir skipta ekki máli, efni berast með vindi og hafstraumum óralangan veg. Kjarnorkukafbátur á hafsbotni, sem með timanum tærist í sund- ur, getur eytt öllu lífi á stórum hafsvæðum og valdið óbætanlegu tjóni á lífríkinu. Á alþjóðavett- vangi er hlutverk okkar að halda fram mikilvægi þess að vernda hafsvæðin fyrir því að verða ruslahaugur framtíðarinnar. Ferðaþjónustan Vaxandi hlutdeild ferðaþjón- ustu í útflutningstekjum er ánægjuleg og þar er enn óplægður akur. En þar skiptir hreint um- hverfi líka miklu máli. Við erum að selja landið sem eitt hreinasta land í heimi sem það alls ekki er. Til að sannfærast um það þarf ekki annað en fara hringferð um landið með það að markmiði að skoða hvernig sorpförgun er hátt- að á hinum ýmsu stöðum. Þar eru víða opnir haugar, jafn- vel verið að kveikja i þeim öðru hvoru til að minnka ruslið eða að sturtað er í gamla brennsluofna sem flestir eru ekki viðurkenndir en reknir á undanþágu frá reglu- gerðum. Örfá sveitarfélög hafa þó staðið sig í þessum efnum, s.s. ísa- fjörður og Vestmannaeyjar, sem reka mjög fullkomnar sorpforgun- arstöðvar. Til þess að missa ekki niður það sem unnist hefur í ferðaþjónust- unni og ná þar enn meiri útflutn- ingstekjum verðum við að huga betur að umhverfismálum, ekki síst sorpförgun og frárennslismál- um, og leggja meiri fjármuni til þess úr sameiginlegum sjóðum. Umhverfissveitir Ef menntamálaráðherra er mik- ið í mun að stofna til hersveita og hefur fjármagn til þess ætti hanh að koma á fót umhverfissveitum sem færu um landið og hreinsuðu til. Hlutverk þeirra væri einnig að gróðursetja trjáplöntur og vinna að uppgræðslu lands. Þá mætti leggja meiri rækt við það í mennt- un unga fólksins að kenna þvi að umgangast náttúruna og bera virðingu fyrir henni. Ekki væri verra að fjármunirnir nýttust í skólakerfinu sem sífellt er fjársvelt. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Að umhverfissveitir færu um landið og hreinsuðu til? - Uppástunga Jónu Valgerðar til menntamálaráðherra. Húsnæðismarkaður í Mbl. 17. sept. sl. birtust viðtöl við forystumenn byggingaiðnaðar- ins. Niðurstaðan er sú að bygg- ingaiðnaðurinn er hruninn og ekkert blasir við nema atvinnu- leysi og landflótti. Einn talar m.a. um „Rimahverfi, þar sem heilu blokkirnar hafa staðið eins og draugaborgir í 2-3 ár.“ Annar seg- ir stjórnvöld ekki hafa bætt hag lántaka nógu vel. „Það þarf að bæta kjör á þessum lánum, segir hann, 70% er ekki nóg. Duga 100% lán? Með leyfi að spyrja; hve mikið þarf að bæta lánskjörin? Duga 100% lán? Og hvað með vextina, á að fella þá niður? Hvar á að fá pen- inga i þessa hít? Eru menn tilbún- ir að loka fleiri geðdeildum til að fjármagna þetta? Og félagslega kerfið er hluti af séreignastefn- unni en ekki andstæða hennar eins og sumir virðast halda. Nýlega var því lýst hér í DV. hvernig kerfið keypti íbúð á 6 milljónir kr. og seldi hana aftur á 9 milljónir. Þarf að halda úti sér- stöku opinberu apparati til að Kjallarinn Jón Kjartansson form. Leigjendasamtakanna selja fólki íbúðir á 9 milljónir? Og hvað ætla menn að gera þegar þessar dýru íbúðir sliga sveitarfé- lögin? Afskrifa lánin í viðbót við 80 milljarðana sem búið er að af- skrifa sl. tíu ár? Tvær lausnir Á þessum vanda eru til tvær lausnir og það væri löngu búið að grípa til þeirra ef ráðamennirnir hefðu einhvern tímann haft áhuga á þessum málum og kunnað að stjórna af viti. Örinur er sú að koma hér á fót raunverulegu fé- lagslegu húsnæði í fastri eigu í stað þess að ganga kaupum og söl- um. Þetta myndi spara endurfjár- mögnun og losa fólkið við klúður eignauppgjörs. Húsnæðiskostnað- ur myndi stórlækka. Hin er sú að séreignastefnan lúti lögmálum markaðarins en vandinn nú stafar mest af því að allir vilja fá kostn- aðarverð sitt endurgreitt. í markaðskerfi er það kaupand- inn en ekki seljandinn sem ræður verðinu. Menn geta ekki bæði sleppt og haldið, rekið markaðs- stefnu og tryggt sér um leið endur- greiðslu kostnaðar. Húseigendur hér eru svo rikir að þeir geta látið húsin standa auð fremur en lækka verðið eins og markaðurinn krefst. Svo þarf stöðugt að þenja út byggðina með nýjum húsum sem ekki seljast. Hér vantar nýja stefnu svo fólk geti haft vinnu og eðlilegt heimilishald. Jón Kjartansson „Þarf að halda úti sérstöku opinberu apparati til að selja fólki íbúðir á 9 milljónir? Og hvað ætla menn að gera þegar þessar dýru íbúðir sliga sveitar- félögin?“ Með og á móti Seðlabanki íslands Hrokagikkina til vinnu „Segi menn að við verðum af þjóð- ernisástæð- um að gefa út eigin pen- ingaseðla þá svara ég því til að við höf- um enga Gissurarson, dósent ástæðu til að vlð H l- vera stolt af íslensku krónunni. Hún hefur á sjötíu árum, frá 1922 til 1992, farið niður í einn þúsundasta af dönsku krónunni. Með sömu rökum ættum við að leggja niður metrakerfið, sem er franskt að uppruna, og taka upp gamlar mælieiningar eins og faðm og alin. En vitaskuld getum við prent- að eigin peningaseðla með myndum af Jóni Sigurðssyni og öðrum sjálfstæðishetjum, þótt við höfum ekki seðlabanka. Skotar prenta eigin pundseðla og Lúxemborgarar hafa sér-stakan franka þótt Seðlabanki Belgíu sé í raun seðlabanki þeirra. Það eru líka falsrök að íslenkst efnahagslíf sé svo óstöðugt að ekki megi setja seðlaprentun fastar skorður með tengingu við útlendan gjald- miðil. Við höfðum slíka bein- tengingu viö danska krónu fyrir 1922 og kom ekki að sök. Við ættum að leggja Seðla- bankann niður, gera Seðla- bankahöllina að lista- og vísinda- akademíu, senda hroka-gikkina í bankanum í venjulega vinnu og taka upp íslenska mörk sem jafngild sé þýskri mörk en báðir gjaldmiðlarnir séu í umferð samtímis.“ Banki bankanna „Meðal verkefna Seðlabankans er að gefa út innlenda mynt og varð- veita gjald- eyrisvarasjóð. Hann gegnir mikilvægu hlutverkií greiðslu- miðlun, m.a. þar sem hann er banki bankanna. Hann' hefur með höndum eftirlit með bönkum og ýmsum öðrum fjár- málastofnunum. Þá safnar hann hagskýrslum um fjármagns- markað og greiðslujöfnuð við út- lönd. Undanfarin ár hefur hann stuðlað að því aö hér á landi er unnt að eiga viðskipti á skipu- lögðum fjármagnsmörkuðum. -Hvað sem líður hugleiðingum um að leggja niður krónuna og taka upp erlenda mynt í viðskiptum innanlands er ljóst að sinna verður bankaeftirliti og fylgjast með þróun fjármagns- markaða. Þegar af þeirri ástæðu er ekki hægt að leggja Seðla- bankann niður. Að mínu mati er heldur ekki ástæða til að leggja niður íslensku krónuna. Ýmis einkenni íslensks þjóðar-bú- skapar kalla á vissan sveigjan- leika í gengisskráningu. Reynsla undanfarinna ára sýnir að slíkur sveigjanleiki getur vel farið saman við lága verðbólgu. Til að tryggja að svo verði áfram er hins vegar mikilvægt að stefnan í peningamálum hafi stöðugt verðlag sem megin-markmið og að Seðlabankanum sé tryggt nægjanlegt sjálfstæði til að framfylgja slíkri stefnu."'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.