Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBRER 1995 L Afmæli Sigurður Bjarnason Sigurðsson Sigurður Bjarnason Sigurðsson, fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður, Dval- arheimilinu Höfða, Akranesi, er áttræður í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp á Akranesi. Hann lauk námi i bifvélavirkjun og var lengst af bifvélavirki með eigið verkstæði á Akranesi en síðustu tíu starfsárin var hann bifreiða- eftirlitsmaður í Reykjavík. Sigurður starfaði með Leikfé- lagi Akraness í mörg ár. Þá starf- aði hann í Skátafélagi Akraness frá unglingsárum og er enn virk- ur félagi þess auk þess sem hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir skátana. Fjölskylda Sigurður kvæntist 30.12. 1938 Guðfinnu Svavarsdóttur, f. 3.4. Til hamingju með afmælið 5. október 80ára Árni J. Haraldsson, Víðimýri 3, Akureyri. Helga Hjáhnarsdóttir, Vagnbrekku, Skútustaðahreppi. 75ára Hannes Pálsson, Sólheimum 42, Reykjavík. Gunnar H. Valdimarsson, Árskógum 6, Reykjavík. Anna Lilja Gísladóttir, Sunnubraut 5, Keflavík. Ásta G. Þórarinsdóttir, Selvogsgrunni 16, Reykjavík. Ása Gissurardóttir, Vallartröð 7, Kópavogi. 70ára Hulda Guðbjörg Helgadóttir, Brunnum 9, Vesturbyggð. Helga Margrét Valtýsdóttir, Hátúni 10 B, Reykjavík. Kristinn Guðmundsson, Langagerði 74, Reykjavík. Kristinn er að heiman. Ólafur Eiriksson, Sólvöllum, Skeggjastaðahreppi. 60ára Kittý María Arnfjörð Jónsdóttir, starfsmaður við leikskóla, Reykjabyggð 28, Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar er Elías S. Skúlason prentari. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 7.10., eftir kl. 16.00. Hilmar Harðarson, Brekkutúni 13, Kópavogi, verður fimm- tugur á morg- un. Hann og eigjn- kona hans, Kristín Péturs- dóttir, taka á móti gestum á heimili sínu í morgun, milli kl. 18 og 21. Þau von- ast til að sjá sem flesta. Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Hlíðartúni 11, Hornafjarðarbæ. Þórunn Hafstein, Sunnubraut 12, Kópavogi. Úlfar Helgi Sæmundsson, Helluhrauni 10, Reykjahlíð. Hann er að heiman. Marta Aðalsteinsdóttir, Þorvaldsstöðum, Breíðdalshreppi. Gunnar Jónsson, Brekku, Svarfaðardalshreppi. 40ára 50ára Pétur Ludvigsson, Sólbraut 15, Seltjarnarnesi. Hlif Borghildur Axelsdóttir, Hlíðarhjalla 69, Kópavogi. Sigriður Símonardóttir, Hjallastræti 34, Bolungarvík. Sigríður Sigurvinsdóttir, Kjalarsíðu 16 F, Akureyri. Sonja Elsa Águstsdóttir, Hátúni 10 A, Reykjavík. Úrsúla Hafdís Hafsteinsdóttir, Krókatúni 4 A, Akrahesi. Þorgeir Jónsson, Flókagötu 56, Reykjavík. Bjarney Kolbrún Garðarsdóttir, Laufengi 6, Reykjavík. Peter John Robinson, Vallargötu 7, Flateyri. Andlát Örn Yngvason Örn Yngvason, fyrrv. fulltrúi hjá Innkaupastofnun rikisins, Seljugerði 9, Reykjavík, lést í Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavik þann 28.9. sl. Útför Arn- ar fer fram frá kapellunni í Foss- vogi, í dag, fimmtudaginn 5.10., kl. 15.00. Starfsferill Örn fæddist í Reykjavík 24.3. 1929 og ólst þar upp. Hann lauk 4. bekkjarprófi frá MR 1946, stúd- entsprófi frá The Polytechnic í London 1953, stundaði nám í eðlis- fræði og stærðfræði við Unversity of London 1953-54 og í stærðfræði og ensku við HÍ 1954-55 og lauk hluta BA-prófa í þeim greinum. Örn var fulltrúi hjá Innkaupa- stofnun ríkisins á árunum 1960-91. Fjölskylda Systkini Arnar eru Steinunn, f. 9.5.1934, gift Herði Einarssyni framkvæmdastjóra og hrl., og Ótt- ar, f. 5.3.1939, framkvæmdastjóri og hrl., kvæntur Birnu Daníels- dóttur hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Arnar voru Yngvi Jó- hannesson, f. 1896, d. 1984, fulltrúi í Reykjavík, og k.h., Guðrún Jóns- Örn Yngvason dóttir Bergmann, f. 1904, húsmóð- ir. Ætt Foreldar Yngva voru hjónin sr. Jóhannes L.L. Jóhannsson, prest- ur á Kvennabrekku, og k.h., Stein- unn Jakobsdóttir. Foreldrar Guðrúnar voru Jón S. Bergmann, skáld frá Króksstöðum í Miðfirði, og Helga M. Magnús- dóttir, ættuð frá Miðhúsum í 1918, húsmóður. Hún er dóttir Svavars Þjóðbjörnssonar, verka- manns á Akranesi, og k.h., Guð- rúnar Finnsdóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Guðfinnu eru Svavar, f. 18.4.1939, útibússtjóri Landsbanka íslands í Grindavík; Bogi, f. 12.3.1941, bifvélavirki og vélvirki í Reykjavík; Elinborg, f. 6.8. 1943, d. 11.7. 1972, ljósmóðir á Akranesi; Gunnar, f. 19.5.1946, svæðisstjóri Olís á Akranesi; Sig- rún, f. 4.2.1948, skrifstofustjóri læknaritara við Heilsugæslustöð- ina á Akranesi; Steinunn, f. 23.6. 1950, skólaritari á Höskuldsstöð- um í Reykjadal; Sigurður Rúnar, f. 1.4.1952, verktaki í Reykjavík; Ómar, f. 18.11.1953, kjötiðnaðar- maður í Reykjavik. Alsystir Sigurðar var Hvanney, f. 5.2. 1914, d. 28.12. 1914. Hálfbróðir Sigurðar, samfeðra, er Garðar Sigurðsson, fyrrv. prentsmiðjustjóri í Reykjavík. Uppeldissystir Sigurðar er Inga Ingólfsdóttir, húsfreyja að Grænu- mýri í Skagafirði. Foreldrar Sigurðar voru Sig- urður Egill Hjörleifsson, f. 20.10. 1882, d. 30.4.1961, múrarameistari í Reykjavík, og Elinborg Jónsdótt- ir, f. 25.12. 1985, d. 1960, húsmóðir. Fósturfaðir Sigurðar var Bogi Sigurður Bjamason Sigurösson Halldórsson, f. 14.11.1888, d. 1978, verkamaður á Akranesi. Sigurður og Guðfinna taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu á Akranesi í kvöld frá kl. 19.30. Olga Soffía Thorarensen Olga Soffía Thorarensen, starfs- maður við Sláturfélag Suður- lands, til heimilis að Nýbýlavegi 24, Hvolsvelli, er fimmtug í dag. Fjölskylda Olga Soffia fæddist að Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu og ólst þar upp. Hún giftist 31.12. 1969 Sveinbirni Benediktssyni, f. 2.11.1944. Hann er sonur Bene- dikts Sveinbjörnssonar, sem lést 1990, og Ólafar Helgadóttur, bænda í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit. Olga Soffía og Svein- björn skildu 1994. Dóttir Olgu Soffíu og Óskars Berg Sigurjónssonar er Agnes Ólöf Thorarensen, f. 5.10.1966, verslunarstjóri, en sambýlismað- ur hennar er Finnbogi Arnar Ást- valdsson rafvirki og er dóttir þeirra Vigdís, f. 17.6.1983. Börn Olgu Soffiu og Svein- björns: Benedikt Sveinbjörnsson, f. 11.6.1968, starfsmaður hjá Sig- valda Hrafhberg sf., kvæntur Sig- ríði Lindu Ólafsdóttur og eru börn þeirra Sveinbjörn Ólafur, f. 4.3. 1991, og Sigurður Einar, f. 15.9. 1992; Margrét Sigríður Svein- björnsdóttir, f. 15.10. 1969, bygg- ingaverkamaður, en sambýlis- maður hennar er Jóhann Jóns- son; Axel Þór Sveinbjörnsson, f. 9.7.1972, netagerðarmaður, en sambýliskona hans er Silja Ágústsdóttir og er sonur þeirra Bjarki, f. 9.6.1993; Sigurður Óli Sveinbjörnsson, f. 28.4. 1975, bóndi. Systkini Olgu Soffiu eru Jó- hanna Sigrún Thorarensen, f. 6.10. 1932; Ölver Thorarensen, f. 7.4. 1935, d. 10.12. 1982; Ólafur Gísli Thorarensen, f. 3.6.1938; Steinunn Thorarensen, f. 6.7.1940; Kamilla Thorarensen, f. 25.2.1943; Jakob Jens Thorarensen, f. 9.8. 1949; Elva Thorarensen, f. 17.10. 1955. Foreldrar Olgu Soffiu voru Axel Thorarensen, f. 24.10.1906, d. 14.5.1993, sjómaður og vitavörður Olga Soffía Thorarensen. á Gjógri í Árneshreppi, og k.h., Agnes Guðríður Gísladóttir, f. 20.12. 1911, d. 30.6. 1992, húsmóðir. Olga Soffia tekur á móti gestum í félagsheimilinu Hvoli á Hvols- velli, laugardaginn 7.10. milli kl. 15.00 og 19.00. , Eiríkur Jónsson Eiríkur Jónsson verkfræðingur, Bakkahliö 7, Akureyri, er fimm- tugur i dag. Starfsferill Eiríkur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1965, lauk fyrrihluta- prófi í verkfræði við HÍ1969 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1972. Eiríkur var verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens 1972-75, var starfs- maður Kröflunefndar 1975-78 og hefur starfað á Verkfræðistofu Norðurlands frá 1978. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 14.10.1967 Sig- ríði Jóhannesdóttur, f. 13.3.1947, tannsmíðameistara. Hún er dóttir Jóhannesar Hjálmarssonar, sjó- manns á Siglufirði, og Kristbjarg- ar Marteinsdóttur húsmóður. Börn Eiríks og Sigríðar eru Orri Eiríksson, f. 5.6.1965, flug- maður í Mosfellsbæ, kvæntur Marianne Eiríksson og er sonur þeirra Andri Orrason; Ása Eiriks- dóttir, f. 8.2.1973, háskólanemi í Reykjavík; Ari Eiríksson, f. 30.6. 1974, háskólanemi í Reykjavík. Hálfsystir Eiríks, sammæðra, er Svala Mambert, f. 4.11.1939, bú- sett í Portland Oregon. Alsysfkini Eiríks eru Stefán Jónsson, f. 10.9.1944, málarameist- ari á Akureyri; Teitur Jónsson, f. 8.3.1947, tannréttingasérfræðing- ur á Akureyri. Foreldrar Eiríks eru Jón A. Jónsson, f. 3.6. 1913, d. 26.2. 1974. málarameistari á Akureyri, og Eiríkur Jónsson Hjördís Stefánsdóttir, f. 18.12. 1918, húsmóðir. Karl Rosenkjær Karl Rosenkjær, framkvæmda- stjóri Blikksmiðsins hf„ Birki- bergi 12, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Karl fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafharfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1975 og tæknifræðiprófi frá Odense Teknikum í Danmörku 1980. Karl starfaði hjá Blikki og stáli 1980-85 en stofnaði þá Blikksmið- inn hf. ásamt Willy Petersen og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Karl kvæntist 30.6. 1978 Selmu Guðnadóttur, f. 22.2.1957, lækna- fulltrúa á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði. Hún er dóttir Guðna Jóns- sonar og Eddu Magnúsdóttur. Börn Karls og Selmu eru Skarphéðinn Einar, f. 9.1.1980, nemi í Flensborg; Guðni Karl, f. 4.5. 1983; Eydís Ýr, f. 22A 1985. Systkini Karls: Guðrún Hildur Rosenkjær, f. 30.3.1962, klæð- skerameistari; Ágústa Ýr Ros- enkjær, f. 9.7.1963, kokkur; Guð- ný Birna Rosenkjær, f. 27.5. 1969. Foreldrar Karls eru Árni Rosenkjær, f. 28.2.1932, rafvirki í Hafnarfirði, og Guðríður Karls- dóttir, f. 24.4.1938, kennari við Flensborg. Karl Rosenkjær Tekið verður á móti gestum á heimili þeirra hjóna á milli kl. 19.00 og 21.00 í kvöld. Í í 4 i 4 I 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.