Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 37 Bragi Olafsson er eitt skálda sem lesa eigin Ijóð á Kaffi List. Ljóðlestur og tónlist í kvöld verða nokkur skáld og tónlistarmenn á Kaffí List sem munu lesa upp úr ljóðum sínum og flutt verður tónlist. Skemmtun- in hefst kl. 20.30 og er áætlað að hún standi til 23.00. Atburðir Þeir sem koma fram eru Harald ur Jónssson myndlistarmaður. sem nýverið hefur gefið út ljóða bók, Didda, sem einnig nýlega gaf út ljóðabók, Magnús Gezzon, en bók eftir hann kom út fyrir nokkr- um dögum, Ólafur Stefánsson, en hann er um þessar mundir að gefa út sína fyrstu ljóðabók, Michael J. Pollock, sem mun lesa ljóð sín á ensku, Ingunn V. Snædal, sem gaf út ljóðabók fyrir stuttu, Bragi Ól- afsson, en væntanleg er fjórða ljóðabók hans, Gímaldin, sem syngur lög við eigin undirleik, Sig- fús Bjartmarsson, en frá honum er væntanleg ný íjóðabók, Arnar Gunnar, ungur tenór sem mun syngja við undirleik, og Elísabet Jókulsdóttir sem les úr eigin bók. Fræðslu- stundir fyrir almenning Á næstu vikum og mánuðum munu verða flutt erindi í Reykja víkurprófastsdæmi eystra á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 um kristna trú. Fyrsta erindið er í Graf- arvogskirkju í kvöld. Sr. Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Selja- sókn, flytur erindið Eftirfylgdin við Krist. Samkomur Siðferði fjölmiðla í kvöld heldur Siðfræðistofnun málþing um Siðferði fjölmiðla kl. 20.00 í Odda, stofu 101. AGLOW Kristilegt kærleiksnet kvenna heldur októberfund sinn í kvóld kl. 20.00 í Kristniboðssalnum, Háaleit isbraut 58 til 60. Ræðumaður kvöldsins er Paula Shields. Spilakvöld Eyfirðingafélagið í Reykjavík heldur spilakvöld í kvöld kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Allir vel komnir. Bubbi í Vík Bubbi Morthens heldur tónleika í Víkurskála í Vík í Mýrdal í kvöld kl. 22.00. Langbrók á Tveimur vinum Hljómsveitin Langbrók heldur tónleika í kvöld á Tveimur vinum. Nord Sol 1995 Annar hluti Tónlistarkeppni Norðurlanda verður í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00. Þá koma keppend- urnir fimm fram með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Kvenfélag Kópavogs verður með vinnukvöld í kvöld kl. 20.00 í Félagsheimilinu. Gengið að Gullborg Innarlega í Hnappadal er Gull- borgarhraun og í þvi miðju er sjálf eldstöðin Gullborg. Það er mjög áhugavert að ganga út á Gullborg og skoða gíginn og verður það að telj- ast létt ganga frá veginum skammt sunnan við Hnúka, vegalengdin er ekki nema 2 kuometrar. í bungunni norðvestan við Gullborgina fundust nokkrir hellar árið 1957 og er það undarlegt að enginn skuli hafa veitt þeim athygli fyrr. Mestur hellnanna er Borgarhellir. Op hans er vítt og mjög áberandi og heildarlengdin er 423 metrar. Mjög góð ljós verður að hafa meðferðis ef ganga skal í hell- inn. Að skoðunarferð lokinni er sama leið gengin til baka að veginum. Þarna má vel eyða aðeins meiri tíma, til dæmis að aka að Hnúkun- um tveim og skoða þá og eins að ganga á lítið fell, Þverfell, 279 metra hátt, til að fá gott útsýni yfir Hlíðar- vatn. Gangan hefst í 100 merra hæð yfir sjó svo að aðeins þarf að ganga tæpa tvö hundruð metra upp í móti Heimild: Gönguleiðir á íslandi eft- og aðeins röskur kílómetri er hvor ir Einar Þ. Guðjohnsen. leið frá vegi. Jazzbarinn: Kröflusveifla Fyrir rúmum tveimur mán- uðum lék kvartettinn Krafla á Jazzbarnum við mikla hrifh- jngu en í honum eru djass- leikarar af yngri kynslóðinni, strákar sem hafa verið að gera það gott í djasslífl íslend- inga. Þeir koma víða við í spilamennskunni, taka þekkt og minna þekkt djasslög og lífga upp á þau með ferskri spilamennsku. Kvartettinn er í kvöld skip- aður þeim Jóel Pálssyni, sem leikur á saxófón, Kjartani Skemmtanir Valdemarssyni, sem leikur á píanó, Þórði Högnasyni bassa- leikara og Einari Val Schev- ing sem leikur á trommur, en hann tekur sæti Marthíasar Hemstock sem lék með hljóm- sveitinni I sumar. Krafla leikur frísklegan djass á Jazzbarnum í kvöld. Ágæt færð á þjóðvegum Þjóðvegir á landinu eru yfirleitt í ágætu ástandi en hálka er þó á sum- um leiðum, sérstaklega að morgni dags. Á Austfjörðum er sums staðar snjór á vegum, til að mynda á Færð á vegum Vopnafjarðarheiði og Öxarfjarðar- heiði er ófært vegna snjóa. Þá er Hellisheiði eystri þungfær um þess- ar mundir vegna snjóa og hálka er á Mjóafjarðarheiði. Hálendisleiðir eru nú að lokast hver af annarri og er orðið lokað um Kjalveg, Djúpavatns- leið og Arnarvatnsheiði svo dæmi séu tekin. Astand vega O Hálka og snjór @ Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Q) Lok?öirStÖÖU ^ Þungfært © Fært flallabílum Dóttir Elsu og Hafþórs Litla telpan, sem sefur vært á myndinni, faáddist á fæðingardeild Landspítalans 25. september kl. Barn dagsins 22.53. Hún var 4970 grömm að þyngd og 53 sentímetrar við fæð- ingu. Foreldrar hennar eru Elsa Jensdóttir og Hafþór Sveinjónsson og er hún fyrsta barn þeirra. 4jp£ Dóra Takefusa leikur eitt aðal- hlutverkið í Einkalífi. Einkalíf Stjörnubíó sýnir nú um þessar mundir tvær íslenskar kvik- myndir, Tár úr steini, sem leik- stýrð er af Hilmari Oddssyni, og Einkalíf sem Þráinn Bertelsson leikstýrir. Fer sýningum að fækka á þeirri mynd. Einkalíf segir frá tvítugum pilti, Alexand- er, sem haldinn er kvikmynda- dellu og ákveður í félagi við kær- ustu sína og besta vin að gera heimildarmynd með mynd- bandstökuvél um býsna skraut- legt fjölskyldulíf sitt. Við fram- kvæmdina uppgötva félagarnir hversu vandasamt getur reynst að fanga raunveruleikann og Kvikmyndir jafnframt það að hversdagslíf, sem á yfirborðinu sýnist ofur venjulegt og jafnvel leiðinlegt, er þegar berur er að gáð hlaðið dramatískri spennu, gamni og alv Nýjar myndir Háskólabíó: Vatnaveröld Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Umsátrið 2 Bíóhöllin: Vatnaveröld Bíóborgin: Brýrnar í Madison- sýslu Regnboginn: Braveheart Stjörnubíó: Tár úr steini Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 237. 05. október 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,750 65,090 64,930 Pund 102,770 103,300 102,410 Kan.dollar 48,450 48,750 48.030 Dönsk kr. 11,6500 11,7120 11,7710 Norsk kr. 10,2880 10,3440 10,3630 Sænsk kr. 9,3040 9,3550 9,2400 Fi. mark 15,0420 15,1310 14,9950 Fra.franki 13,0610 13,1360 13,2380 Belg. franki 2,1989 2,2121 2,2229 Sviss. franki 56,2000 66,5100 56,5200 Holl. gyllini 40,3800 40.6200 40,7900 Þýskt mark 45,2100 45,4400 45,6800 It. Ilra 0,04018 0,04042 0,04033 Aust. sch. 6,4230 6,4630 6,4960 Port. escudo 0,4319 0,4345 0,4356 Spá. peseti 0,5228 0,5260 0,5272 Jap. yen 0,64390 0,64770 0,65120 irsktpund 104,770 105.420 104,770 SDR 96,76000 97,34000 97,48000 ECU 83,6600 84,1600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan T 1 l * * t> 17 % J PT If' ur ir j lls> 19- rp f, .11 Lárétt: 1 texti, 8 tré, 9 hryðja, 10 rösk, 11 félagi, 13 yfirráö, 14 mild, 16 þegar, 17 slyngi, 20 vinnusamir, 22 flökt, góðgæti. Lóðrétt: 1 óþétt, 2 djörf, 3 þrjót, 4 hönd, 5 gððæri, 6 afhenti, 7 lömun, 12 vanstillti, 13 kraftlítil, 15 ákafir, 18 þakhæð, 19 svelgur, 21 lík. Lausn á síðustu krossgáru. Lárétt: 1 hold, 5 áll, 7 efi, 8 ætli, 10 fimmtán, 13 iðkir, 15 GK, 16 ljúf, 18 ýtu, 19 laginn, 21 snati, 22 na. Lóðrétt: 1 hefill, 2 of, 3 lim, 4 dæmi, 5 át, 6 linkuna, 9 lágt, 11 iðjan, 12 trýni, 14 kúga, 17 fit, 20 nn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.