Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 28
&•> .J+. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIfi NYTT SÍMANÚMER 5505000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995. O SOfurlax: Norðmenn viija kaupa eignirnar Hópur manna, íslendingar og út- lendingar sem tengjast norskum fyr- irtækjum, hefur þreifað fyrir sér um kaup á fiskeldisstöð Silfurlax að Núpum í Ölfusi og hafbeitarstöðinni í Hraunsfirði og hafbeitarlaxinum. Hópurinn hefur sent menn hingað til lands til að skoða stöðvarnar. Ásgeir Magnússon, skiptastjóri þrotabúsins, segist búast við að í næstu viku komi tilboð frá mönnun- um, ekki sé farið að ræða kaupverð og engar afgerandi ákvarðanir hafi verið teknar í málefnum þrötabús- ins. Ef tílboö í eignirnar reynist fýsi- legt geti verið gott fyrir veðhafa og þrotabúaðtakaþví. -GHS TUboðHalldórs: Tillagan ér tímaskekkja - segir hagfræðingur ASÍ „Menn voru að reyna að fram- f kvæma þettál síðustu kjarasamning- um en þetta var brotið niður með ákvörðun kjaradóms. Þorri launa- fólks samdi um krónutöluhækkun í síðustu kjarasamningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, um þá hugmynd sem Halldór Ásgrímsson setti fram í umræðum á Alþingi í gær um nýjan siðferðis- grunn í næstu kjarasamningum. Hann varpar því fram hvort víðtæk sátt geti náðst um að eingöngu verði um fastar krónutöluhækkanir að ræða næstu árin í stað prósentu- hækkana. „Vandamálið engur út á það að Kjaradómur túlkar þau lög sem al- þingismenn settu þeim á þann veg að honum beri ekki að fara eftir því -heldur megi reikna þessa krónutölu í prósentu af kaupi láglaunafólksins og nota til að hækka hálaunamenn- ina. Tillagan er því tímaskekkja nema þeir hespi sér í að leysa vand- ann sem snýr að ákvörðun kjara- dóms," segir Gylfi. -rt Heimildtilsölu á Bif reiðaskoðun í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir að fjármála- ráðherra verði heimilað að selja eignarhluta ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands. Allt að 50 milljónir af sölu- andvirðinu eiga að renna til stofh- "framkvæmda og fasteignakaupar- ' -kaa LOKI Það væri nú einhver munur að fá líka nýjan siðferðis- grundvöll í launaumslaginu! Gífurleg sprenging í vélsmiðjunni Vélboða í gærkvöldi: Sá að húsið var nánastírúst - segir starfsmaður sem slapp ómeiddur þegar mykjudreifari sprakk „Eg heyrði bara dynk og fann fyrir þrýstingi. Rafmagnið fór af og'ég sá ekkert og gerði mér enga grein fyrir því sem hafði gerst. Það var ekki fyrr en ég var búinn að kalla á eigandann og hösin komin á aö ég sá að Msið var nánast í rust," segir Sævar Sigurbjartsson, starfsmaður í yélsmiðjunni Vél- boða í Hafnarfirði, en hann slapp ómeiddur' þegar mykjudreifari, sem hann var að vinna við, sprakk í gærkvöldi. Varð gífurleg spreng- ing og þeyttist hluti þaksins af smiðjunni, gluggar fóru úr og hurð- ir gengu af hjörunum. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði þykir mikil mildi að Sævar skylds sleppa ómeiddur. Sprengingin varð laust fyrir klukkan ellefu i gærkvöldi. Verið var að ljuka frágangi við lokaðan mykjudreifara með rafsuðu. Ðreif- arinn var nýmálaður og ryðvarinn og er það hald lögreglu að neisti hafi komist í gas inni í dreifaranum og valdið sprengingunni. . Lok og efri Muti af dreifaranum þeyttist af og fór upp í gegnum þak- ið. Sævar stóð við dreifarinn en ekkert brotanna lentí á honum. Fleiri voru að störfum í húsinu og sluppu þeir einnig ómeiddir. Mjög miklar skemmdir urðu á húsinu. Þar er auk vélsmiðjunnar verslun og skrifstofur. Er alit meira og minna úr lagi gengið; hurðir skakkar, sprungur í veggj- um og vart til lieö rúða í húsinu. Vinnueftirlitið og rannsóknar- lögreglan í Hafnarfirði munu ranh- saka sprenginguna nánar í dag. Fyrstu upplýsingar benda til að óeðlilega mikiö gas hafi verið í nýrri tegund ryövarnar sem verið var að nota í fyrsta skipti. Mykju- dreifarar af þessari gérð hafa verið framleiddir lengi í Vélboða og unn- ið að þeim með sama hætti og nú án þess að óhöpp yrðu. -Ótt/GK Upp ur Gífurleg sprenging varð í vélsmiöjunni Vélboða í gærkvöld þegar verið var að sjóóa í mykjudreifara. Sprakk dreif- arinn en maóur sem stóð við hann slapp ómeiddur. Miklar skemmdir urðu á húsinu og fór m.a. lok af dreifaranum uppúrþakinu. DV-myndS Veðrið á morgun: Gola eða kaldi Á morgun verður allhvöss norðaustanátt á Vestfjörðum og við Breiðafjörð en austlæg átt í öðrum landshlutum, gola eða kaldi. Skýjað verður um allt land og víða súld eða rigning en úr- komulítið sunnanlands. HitJ verður á bilinu 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Heimaslátrun: 2 þúsund tonn á svört- um markaði Áætlað er að 1000 tonn af dilka- kjöti og jafn mikið af nautakjöti se selt á svörtum markaði. Opinber sala á dilkakjöti var í fyrra um 7200 tonn og um 3400 tonn af nautakjöti. „Við héldum nýlega fund með full- trúum frá heilbrigðisyfirvöldum, yf- irdýralækni og bændasamtökunum. Þar voru menn að ræða að giska á umfang heimaslátrunar. Það segir sig sjálft að þar sem þetta er svartur markaður liggja engar staðreyndir fyrir í málinu. Bændasamtökin hafa verið reyna að áætla þetta líka en þar hafa menn fengið lægri tölur en telja þó að um umtalsvert magn sé að ræða," segir Ragnheiður Héðins- dóttir, matvælafræðingur hjá Sam- tökum iðnaðarins. „Hvort sem þetta eru 500 tonn eða 1000 þá er þetta mikið og verulegur hluti af neyslunni á þessum kjötteg- undum. Menn eru að selja á milli vina en það er einnig leiddar líkur að því að einhverjar kjötvinnslur komi að þessu. Þá veit neytandinn ekkert um hvernig kjötið er tilkomið. Forsvarsmenn margra kjötvinnslna telja sig finna fyrir samdrætti á þess- \ um tíma þegar mest er um slátrun," • segir Ragnheiður. bfother PT-7000 Merkivél m/islensku Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.