Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 Fréttir Fimm kvigna frá Leiðólfsstöðum saknað eftir að þær flúðu á harðahlaupum út í myrkrið: Sjötta kvígan dró stóran stein 25 metra vegalengd - vona að ég verði búinn að finna kvígumar fyrir jól, segir Biami Hermannsson Ábúendur að Leiðólfsstöðum, skammt frá Búðardal, misstu fimm kvígur á harðaMaupum út í myrkrið eftir talsverðan eltingarleik á sunnu- dagskvöldiö og hafa þeir ekki orðið þeirra varir síðan. Bjami Hermanns- son bóndi sagði í samtali við DV að sjötta kvígan hefði náðst - hún hefði verið bundin við stóran stein en síð- an hafi sú fjórfætta, sem er innan við ársgömul, náð að draga byrðina með sér 25 metra vegalengd áður en hún gafst upp. „Ég fór á bílnum á sunnudags- kvöldið til að leita að sex kvígum," sagöi Bjami. „Ég fann þær allar í hóp við veginn og gat snúið þeim við og ók talsvert lengi á eftir þeim. Þær voru frekar rólegar að sjá en þegar þegar ég stöðvaði og fór út úr bílnum urðu þær mjög styggar - alveg brjál- aðar, ársgamlar kvígur og kolvitlaus kvikindi. Eftir nokkra mæðu gafst ein kvígan upp. Ég ákvað að binda hana fasta viö talsvert stóran stein á meðan ég færi á bílnum til að ná í hestakerr- una en hinar missti ég út í myrkrið. Ég reiknaði með að steinninn héldi en þegar ég kom til'baka með kerr- una var kvígan búin aö draga stein- inn 25 metra vegalengd. Hún var al- veg uppgefin. Við faöir minn fómm síðan að leita að hinum kvígunum á mánudags- kvöldið en við urðum þeirra hvergi varir. Ég hef því ekki séð þær frá því á sunnudagskvöldið. Ég ætla að fara og reyna að finna þær á laugardag- inn. Hvort ég fmn þær veit ég ekki en vona að það takist að minnsta kosti fyrir jól,“ sagði Bjarni Her- mannsson. -Ótt Einar R. Sigurösson, DV, Öræfum; Vöruflutningabíll frá Kaupfélagi Austur-Skaftafellssýslu valt á þriðju- daginn á þjóðveginum um það bil tvo kílómetra vestan við Fagurhólsmýri. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Óhappið varð efst í svonefndum Nestanga en þar hafa áður orðið slys. Veður var vont, rigning og rok. Haft var eftir bílstjóranum að slæmum jafnvægispunkti í gámi aft- an á bílnum hefði verið um að kenna. íslenskkvikmynd: Bönnuð iiinan 16ára Nei er ekkert svar er fyrsta ís- lenska kvikmyndin sem er bönn- uö innan sextán ára og haía að- standendur hennar verið frekar óhressir með þann úrskurð og segja meðal annars aö heil kyn- slóð muni tapa af myndinni. Auður Eydal er forstöðumaður Kvikmyndaeftirlits ríkisins. Þeg- ar hún var spurð um ástæðuna sagði hún myndina hafa fengið sömu meðferð hjá Kvikmyndaeft- irlitinu og allar aðrar kvikmynd- ir: „Við erum aðeins að setja ald- ursmark á myndina og gerum það eftir vissum staðli sem viö fórum eftir. Lögin leggja okkur þá skyldu á lierðar að hugsa um hag bama og unglinga og það er eingöngu út frá því sjónarmiði sem við metum myndir." Auður sagðist sjálf ekki hafa skoðað myndina en aö dómi þess sem sá hana er ekkert í myndinni sem réttlætir ofbeldiö eða nein niðurstaöa sem vinnur á móti ofbeldinu. Trukkurinn á hliðinni. Bílstjórinn slapp ómeiddur. DV-mynd Einar R. Boöskapurinn í Bók lífsins sem dreift hefur veriö til barna frá sex ára aldri: Stuttar fréttir Höggva af hönd eða að lenda í helvíti Um 40 manna hópur íslendinga og Bandaríkjamanna hefur gengið í skóla að undanfornu, í sumum tilvik- um rætt við 45.000 böm á aldrinum 6-16 ára og afhent þeim bókina Bók lífsins. Að sögn Hrólfs Kjartansson- ar, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu, hefur hópurinn heimild menntamálaráðuneytisins til þess að afhenda bókina, að þvi tilskildu að kennarar, skólastjórar og nemendur samþykki það. Hins vegar hafi ekki verið gefið leyfi til viðræðna við bömin og því hafi verið óskað eftir því að það yrði virt. Hafliði Kristinsson, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins, segir aö þegar hafi 45.000 eintökum af bókinni verið dreift til grunnskólabama landsins og margir foreldrar hafi hringt til að þakka fyrir framtakið en í svona stóru átaki hljóti alltaf einhveijir að vera óánægðir. Hafliði viðurkennir að sumir af dreifingaraðilunum hafi farið út fyrir það sem fyrir þá var lagt í skólunum en það hafi verið rætt við fólkið. Talsvert hefur borið á óánægju for- eldra með dreifingu Bókar lífsins í gmnnskólum landsins. Ýmislegt í bókinni er tahð orka tvímælis og reynist jafnvel óskiljanlegt fyrir börn á grunnskólaaldri. Margir foreldrar hafa haft samband við DV og bent á að texti undir fyrirsögninni Hórdóm- ur sé óhæfilegt lesefni fyrir börn frá sex ára aldri. Þar má finna eftirfar- andi: „Sá sem horfir á konu með girndar- hug, hefur þegar drýgt hór með henni í huga sínum. Ef það sem þú sérð með auga þínu verður til þess að þú fellur í synd, skaltu stinga augað úr þér og fleygja því. Betra er að hluti af þér eyðileggist en að þér verði öllum kastað í víti. Ef hönd þín - jafnvel sú hægri - kemur þér til að syndga, þá er betra að höggva hana af og fleygja henni en lenda í helvíti.“ Dreifing Bókar lífsins er á vegum Fíladelfiusafnaðarins, samfélaganna á Reykjavíkursvæðinu og þjóðkirkj- unnar. -GHS Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Sekur Saklaus r ð d a 904-1600 Er 0.1. Simpson sekur eða saklaus? Alllr I k«tHnu w»t <6m»l»iim« t«t« nýtt Mr |iBgs« blónuitu. Bahamaeyjar: 100 sæti tekin frá fyrirfram Talsverðrar óánægju hefur gætt meöal þeirra sem stóðu árangurs- laust í röð eftir ódýrri ferð til Ba- hamaeyja í kjölfar fregna um að tek- in hefðu verið frá 100 sæti fyrirfram. „Samvinnuferðir-Landsýn höfðu ekki boðiö neinum fyrirtækjum fyr- irfram. Atlanta ætlaði að selja Olís, sem þeir eru í samstarfi við, 100 sæti í fyrri ferðina. Ohsmenn höfnuðu því og við seldum í aha véhna. Ohsmenn báðu síðan um að fá 100 sæti ef sett yrði upp önnur ferð. Þaö var gert en við vitum ekki enn hvort þeir ætla að nýta þaú,“ segir Helgi Jóhannsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Það skýrist væntanlega í dag hvort Olísmenn ætla að njóta sólaryls á Bahamaeyjum. Ef ekki fá þeir sem eru á biðhsta sætin. Dæmi eru um að verð á sfld til bræðslu sé jafnhátt og verð á síld til söltunar. Skv. frétt RÚV eru allt að 8,50 krónur greiddar fyrir kílóið. Dauðinnrannsakaður Rjúpnavertíöin hefst 15. októb- er og eru horfur á að veiðiárið verði þokkalegt. Skv. upplýsing- um Tímans er búið aö setja radíó- senda í 40 rúpur til að fylgjast með dauðdaga fuglanna. Egih Jónsson, varaformaður landbúnaðarnefndar Alþingis, segir að nýgerður búvörusarnn- ingur stuðh að aukinni heima- slátrun og að ranglega sé staðiö að útfluttúngi. RUV greindi frá þessu. Grænmetisverð hefur lækkað um aht að 5% undanfama 3 mán- uði skv. konnun Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Neytenda- samtakanna. RÚV greindi frá því. Verksmiðja úr augsýn Tímabundið leyfi til að urða sinkúrgang í Bandaríkjunuin hefur dregið verulega úr líkum á að sinkverksmiðja verði reist á íslandi eins og stefnt var aö. Sigurður Líndal prófessor segir það óviðunandi að hringla með lög eins og heilbrigðisráðherra stefnir aö í lyfjasölumálum. Við- skiptablaðið greindi frá þessu. -kaa Vöruflutn- ingabíll valt í Óræf um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.