Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 6. OKTOBER 1995 Neytendur Verðkönnun frá Samkeppnisstofhun: Verð hækkar hjá efnalaugum - þriggja prósenta hækkun frá liðnu ári Samkeppnisstofnun kannaði um miðjan september hvað kostar að láta hreinsa nokkrar algengar gerðir fatnaðar og gluggatjöld. Kannað var verð hjá 28 efnalaugum á höfúðborg- arsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í okt- óber á síðasta ár og síðan hún fór fram hefur verð á þessari þjónustu hækkað að meðaltali um 3%. Samkeppnisstofnun þykir rétt að taka fram nokkur atriði varðandi könnunina. Hreinsun á pilsi miðast við þröngt pils. Oftast er aukalega greitt fyrir hreinsun á víðum pilsum eða pilsum með fellingum. Hreinsun á kvenblússu miðast við fína blússu á borð við silkiblússu en oft er mun ódýrara að láta hreinsa aðrar blúss- ur. Eins og fram kemur í töflunni kost- ar hjá sumum efnalaugum jafn mikið að láta hreinsa kápu með og án hettu/skinnkraga. í nokkrum efna- laugum er sama gjald fyrir hreinsun á öllum kápum og rykfrökkum en í mörgum tilvikum er ódýrara að láta hreinsa stutta kápu. Þegar taflan er skoðuð kemur í ljós að verulegur verðmunur er'milli efnalauga fyrir hreinsun á sumum flíkum, t.d. blússum og jakkapeys- um, og gluggarjöldum. Það skal tekið fram að Samkeppnisstofnun leggur hvorki mat á þjónustu fyrirtækjanna né gæði hreinsunarinnar. Eingöngu er um verðsamanburð að ræða. Verðbreytingar Ef borið er saman meðalverð í okt- óber 1994 og meðalverð í september 1995 sést að í flestum tilvikum er um Rétt er fyrir fólk að huga vel að verði í fatahreinsunum því munurinn getur verið töluverður eftir því hvert er farið. DV-mynd GVA einhverja hækkun að ræða. Hreins- un á jakka hefur hækkað úr 508 kr. í 518 kr. (2%), buxur/pils úr 508 kr. í 518 kr. (2%), peysa úr 333 kr. í 355 kr. (7%), jakkapeysa úr 476 í 474 (0%), silkiblússa úr 583 kr. í 596 kr. (2%), kápa úr 846 kr. í 869 kr. (3%), kápa með hettu/skinnkraga úr 888 kr. í 912 kr. (3%), rykfrakki 895 kr. í 919 kr. (3%), gluggatjöld úr 509 í 525 kr. (3%). Verðkönnun hjá efnalaugunum Jakki Buxur Pils Peysa Jakka-peysa Kven-blússa silki Kápa Kápameð Rykfrakki hettu/ skinn-kraga Glugga-tjöld pr.kg ÉmalaugÁrbæjar, Hraunbæt02, Rvlk Efnalaug Garðabæjar, Garðatorgi 3, Garðabæ Efnalaug Reykavikur, Laugavegt32b, Rvík Efnalaugin Björg, Efstalandi 26, Rvík Éfnalaugin Björg, Háaleítisbraut 58-60, Rvlk Efnalaugin Fönn, Skeifunni 11, Rvík Efnalaugin Glitra, Rauðarárstíg 33, Rvík Efnalaugin Glæsir, Bæjarhrauni 4, Hafnarf. Efrralaugin Glæsir, Hverafold 1 -3, Rvík Efnalaugin Holts-hraðhreinsun, Langhv. 89, Rvík Efnalaugin Hraðhreinsun, Súðarvogi 7, Rvik Efnalaugin Hraði hf., Ægisíðu 115, Rvík Efnalaugin Hreinföt, Dvergshöfða27, Rvík Efnalaugin Hreinn, Hólagarði, Lóuh. 2-6, Rvík Efnalaugin Hreintogklárt, Laufbrekku 26, Kóp. Efnalaugin Hvíta húsið, Kringlunni 8-12, Rvík Éfrtalaugin Ka tla, Laugarásveg i 1, Rvík Efnalaugin Kjóll og hvítt, Eiðistorgi 15, Seltj.nesi Efnalaugjn Mosfellsbæ, Háholti 14, Mosfellsbæ Efnalaugin Nóatúni, Nóatúni 17, Rvik Emalaugin og þvottah. Drlfa, Hringbr. 119, Rvik Efnalaugin Perlan, Langholtsvegi 113, Rvík Efnalaugin Svanlaug, Engihjalla 8, Kópav. Efnalaugin Úðafosssf., Vitastíg 13, Rvík Fatahreinsun Kópavogs, Hamraborg 7, Kópav. Fatahreinsunin Snögg sf., Stigahlíð 45-47, Rvík Nýja Efnalaugin, Ármúla 30, Rvik Nýja Fatahreinsunin, Reykjavíkurv. 64, Hafnarfirði Hæsta verð Mismunur á lægsta og hæsta verði Meðalverð "Tílboð tíl 15. nóvember 505 520 505 550 550 505 505 520 520 500 505 550 520 505 495 550 520 525 530 530 520 505 500 520 505 500 550 505 495 550 11% 518 505 520 505 550 550 505 505 520 520 500 505 550 520 505 495 550 520 525 530 530 520 505 500 520 505 500 530 505 495 550 11% 518 505 520 505 550 550 505 505 520 520 500' 505 550 520 505 495 550 520 525 530 530 520 505 500 520 505 500 530 505 495 550 11% 518 310 430 310 450 450 310 330 400 400 300 310 345 350 310 310 350 320 420 335 325 320 400 400 350 350 300 410 350 300 450 50% 355 310 610 895 895 895 505 520 650 900 900 990 520 410 610 810 895 895 505 550 665 920 950 950 580 550 665 920 950 950 580 310 610 810 895 895 505 400 490 810 895 895 " 505 400 650 920 920 920 520 520 400 920 920 920 520 500 600 800 . 850 900 500 505 610 810 895 895 505 550 665 985 985 1035 555 350' 630 920 920 920 480 505 610 810 855 895 505 495 310 800 800 800 495 550 680 875 950 950 750 520 610 920 920 920 940 520 525 630 940 940 550 530 530 880 920 900 400' 530 640 800 940 940 530 520 650 900 900 990 550 505 610 895 895 895 505 500 600 850 900 900 500 380 610 820 980 960 540 490 510 820 980 960 540 400 600 895 895 895 500 450 630 890 890 840 530 500 610 810 895 895 500 310 310 800 800 800 400 550 680 985 985 1035 750 77% 119% 23% 23% 29% 88% 474 596 869 912 919 525 Tilboð: Miðvangur -gildirtil8.okt. Á tilboði í Miðvangi í Haihar- firði eru 10 vöruflokkar: Saltað hrossakjöt, 99 kr. kg Óhreinsuð svið, 248 kr. kg Áleggspylsubréf, 99 kr. Humar, 999 kr. kg Harðfiskbitar, 90 g, 189 kr. Dahlí kökur, 158 kr. Dahlí tertubotn, 128 kr. Fjölkornabrauð, 118 kr. Jarðarber, 450 g, 259 kr. Rauð epli, 99 kr. kg Pylsur misdyrar í verðkönnunum, sem Neyt- endasamtökin og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa hafið sam- starf um að gera, kemur t.d. í ljós að pylsur eru misdýrar. Annars vegar eru SS-vínarpylsur og hins vegar aðrar vínarpylsur. Verð á SS-pylsum er mun hærra í þeim fjórum verðkönn- unum sem gerðar voru. í tveimur könnunum, 22. júní og 11. júli, kostuðu SS-pylsurnar 718 kr. en aðrar pylsur 497 kr. Þann 23. ág- úst var verðið á SS-pylsunum enn 718 krónur en aðrar pylsur 379 kr. í könnun sem gerð var 19. sept- ember höfðu SS-pylsurnar hækk- að í 736 kr. og aðrar pylsur í 447 krónur. Pylsur eru ákaflega misdýrar. Ótrúlegur munur á bjúgum í könnun Neytendasamtakanna og Framleiðsluráðs landbúnað- arins kemur fram ótrúlega mikill verðmunur á SS-bjúgum og öðr- um bjúgum. Þann 22. júní kost- uðu SS-bjúgun 575 kr. og önnur bjúgu 398 kr.; 11. júlí var verðið á öðrum bjúgum það sama en SS-bjúgu höfðu lækkað í 542 kr. Þann 23. ágúst höfðu SS-bjúgun hækkað í 639 kr. en önnur bjúgu lækkað í 219 kr. og 19. september kostuðu SS-bjúgun 575 kr. og önn- ur bjúgu 349 kr. Póstur og sími: Tveggja stafa númerin horfin Póstur og simi hefur tekiö í gagnið ný símanúmer. í stað tveggja stafa númeranna eru komin þriggja stafa númer. Upplýsingar um erlend númer fást í númer 114, talsamband við útlönd í 115, símaskráin í 118, tal- samband innanlands í 119, bilanir í 145, ritsíminn í 146, símatelex í 147 og klukkan er í síma 155.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.