Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 Spurningin Hverjir verða íslandsmeist- arar í körfuknattleik? Soffía Ákadóttir hjúkrunarfræð- ingur: Það verða Grindvíkingar. Guðlaug Jónsdóttir, landsliðs- kona í knattspymu: Ég segi Kefl- víkingar en það verður ekki létt hjá þeim. Ámi Kristján sendill: Ég fylgist nákvæmlega ekkert með íþróttum. Gísli B. Gunnarsson verslunar- maður: Keflavík að sjálfsögðu. Guðmundur Thoroddsen vél- stjóri: Njarðvíkingar. Þeir eru sterkir. Halldóra Elíasdóttir hárgreiðslu- meistari: Ég giska líka á Njárðvík. Lesendur Fjöldaframboð til forsetaembættis: Fram, fram fylking Ásgeir Sigurðsson skrifar: Af viðbrögðum manna, sem orð- aðir eru við framboð til forsetaemb- ættis eða uppástungur í það, má bú- ast við fjöldaframboði þegar fram líða stundir. Milli 15 og 20 nöfn þjóð- kunnra manna og kvenna hafa þeg- ar birst í blöðum og enn eiga eftir að sjást nöfn sem menn hafa hreinlega ekki munað eftir í augnablikinu. Ég vil skipta þessum nöfnum i flokka eftir stöðu og starfsheitum og úti- íoka engan i þeirri upptalningu Ég kalla þessa flokka: Stjórnmála- og þjóðmálageirann, fræðimanna- eða menntamannageirann og loks skemmti- og fjölmiðlageirann. Allt eru þetta vel þekkt nöfn og því ekki hægt að útiloka neinn. Þjóðin getur tekið hvaða tilboði sem er eða hafn- að öllum - eins og sagði í auglýsing- um fyrri tíma. - Og ekki skyldu menn vanmeta fjölmiðlana. Tveir síðustu forsetar efndu einmitt til kynna við landsmenn með vinsæl- um þáttum sínum í sjónvarpi en höfðu áður verið lítt þekktir meðal. landsmanna í stjórnmála- og þjóðmálageiran- um: Jón Sigurðsson, fyrrv. ráð- herra, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrv. utanríkisráðherra, Katrín Fjeldsted læknir og sendi- herrarnir Ólafur Egilsson, Sigriður Snævarr, Hjálmar W. Hannesson og Úr breiðfylkingu hins almenna borgara eiga enn eftir að berast nöfn, segir hér m.a. Ingimundur Sigfússon. í fræðimanna- og menntamanna- geiranum: Sigurður Líndal prófess- or, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf- undur, Bera Nordal, forstöðum. Listasafns íslands, séra Pálmi Matthíasson, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir mannfræðingur, Guð- rún Agnarsdóttir læknir og Sveinn Einarsson, fyrrv. þjóðleikhússstjóri. í skemmti- og fjölmiðlageiranum: Ómar Ragnarsson fréttam., Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Matthías Jo- hannessen ritstj., Sigrún Stefáns- dóttir fréttam., Heimir Steinsson út- vrpsstj. og Kristján Jóhannsson söngvari. Hér er mikið mannval. En úr breiðfylkingu hins almenna borgara eiga enn eftir að berast nöfn sem ólíklegt mun þykja að útiloka í fjöldaframboðið til forsetaembættis, Misferli hjá lífeyrissjóðunum Björn Jónsson skrifar: Það dettur ekki upp fyrir misferl- ið hjá lífeyrissjóðunum. Er nú ekki tím'i til kominn að vista þessa sjóði alfarið innan bankakerfisins þar sem helst er þó vonin um að þeir fái að vera til friðs fyrir fingralöngum umsjónarmönnum? Þessi misferli eru alltof tíö til að kyrrt megi liggja eða setja undir lekann. Fleiri lífeyrissjóðir hafa orðið fyr- ir barðinu á hinum óprúttnu. í dag er það Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. En það hafa fleiri sjóðir fengið á sig stimp- ilinn, t.d. Lífeyrissjóður verslunar- manna á árunum og svo mun um fleiri sjóði. Kannski mega lands- menn yfirleitt bara ekki koma ná- lægt fjármunum. Það er hugsanlega meinið. Mál lífeyrissjóðanna allra verður nú að taka fyrir sérstaklega og ekki síst þeirra sem eru svo til gjaldþrota eins og sjóðir opinberra starfs- manna og ráðamanna þjóðfélagsins. Og um leið aldursmörk sjóðfélaga sem verða að bíða til 70 ára aldurs Sjóöstjórn Samhugar í verki hefur brugðist Katrín Þorvaldsdóttir skrifar: DV birti nýlega gagnrýni Arn- mundar Backmanns, lögmanns þeirra Súðvíkinga sem fluttu burt eftir hamfarirnar sl. vetur. Þar seg- irvhann að skilyrði fyrir því að fá bætur frá sjóðstjórn Samhugar í verki hafi verið að viðkomandi und- irriti eiðstaf um þögn. Þessi skilyrði fyrir bótum vekja undrun mína því að ekki má gleyma með hvaða hætti peningarnir söfn- uðust. Þeir voru bein gjöf frá lands- mönnum til einstaklinga í Súðavík og voru hugsaðir sem hjálp til þess að fómarlömbin hefðu í sig og á eft- ir slysið, hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann. Og flestir íslendingar ætli ég að hafi látið eitthvað af hendi rakna. í stað þess að leggja inn á bankareikning einstaklinga í Súða- vík (sem hefði líklega orðið til þess að einn aðili hefði fengið bróður- partinn af söfnunarfénu) var stofn- aður einn sérstakur reikningur til þess að auðvelda fólki að gefa. Peningamir voru gefnir til að- stoðar fólkinu og með þeim fullyrð- ingum, m.a. forsætisráðherra, að þeir myndu ganga beint til einstak- linga í Súðavík. Þegar í ljós kom hve mikið fé safnaðist var skipuð sjóðsstjórn sem að mínu mati hefur alls ekki staðið sig. Og nú kemur smám saman í Ijós að verið er að reyna að nota þetta fé í aðra hluti, t.d. til greiðslu gatnagerðargjalda o.fl. Mér finnst því stjórn Samhugar í verki hafa brugðist hlutverki sínu því meö þessu leynimakki og þeirri tillögu (sem var víst felld sem betur Ætti að vera mál hvers og eins hvort hann notar peningana til að borga gatnagerðargjöld eða eitthvað annað, segir bréfritari. - Frá Súðavík. íbúar í framkvæmdahug. fer) að hluti peninganna yrði notað- ir til greiðslu gatnagerðargjalda er almenningur búinn að missa traust á þeim. Maður spyr því sjálfan sig ,að því hvort maöur myndi aftur gefa ef svipaðar aðstæður kæmu upp aftur. Peningarnir eru bein eign ein- staklinga í Súðavík og það ætti að vera mál hvers og eins hvort hann notar þá til að borga gatnagerðar- gjöld eða eitthvað annað. Og eins hvort viðkomandi vill gefa upp hvað hann fékk eður ei. Ekki mál sjóð- stjórnar. Einvörðungu hennar ákvörðun? Ragnheiður Sigurðardóttir skrifar: Fólk stingur saman nefjum um þá ákvörðun forseta íslands að falla frá áskorun manna og kvenna um að gegna forsetaemb- ættinu áfram. Mér komu í hug orð forsætisráðherra nýlega er hann var inntur eftir áliti sínu á þessu máli, en hann svaraði sem svo: Þetta var hennar ákvörðun. Líklega satt og rétt. En þessi orð minna mig svo aftur á atburðinn er Markús örn, fyrrverandi borg- arstjóri, sagði af sér. Þá sagði for- sætisráðherra nákvæmlega það sama: Það var hans ákvörðun. Og enn hugsa ég mikið um það hvort það hafi í raun einvörðungu ver- ið ákvörðun forsetans að gefa ekki kost á sér. Stúlkuhvarfið í Eyjum Halldóra skrifar: Ég las í DV umsögn yfírlög- regluþjóns í Vestmannaeyjum um að fólk þar væri sárreitt vegna vínveitinga til unglinga á ákveðnum skemmtistað þar. Auð- vitað er það lögbrot. Allir þekkja þó hvemig hægt er að fara á bak við slikar reglur. Sárreiðust er ég að svona ungri stúlku skuli leyft að vera á ferli fjarri heimili sínu uppi á fastalandinu. Og 14 ára stúlkur brjóta líka lögin með því að vera á ferli að næturþeli. 0.J. Simpson frjáls Nonni skrifar: Mikið furðaði ég mig á að þessi friðelskandi og siðprúða þjóð, í orði kveðnu, skyldi gjörsamlega brjálast þegar útvarpað var beint frá úrskurði kviðdómsins í máli O.J. Simpsons. Þjóðarsálarfólk og annað „vammlaust" og alltum- lykjandi vinstra góðgerðarfólk fjölmiðlanna bókstaflega skrækti sig hást af spennu í beinni út- sendingu. Og nú vill það ekki trúa að Simpson sé saklaus! ViU það meira blóð? Ólaf Ragnar fyrir forseta Jóhann Helgason hringdi: Ég vil eindregið koma nafni Ólafs Ragnars Grímssonar á framfæri vegna væntanlegs fram- boðs tU forsetakjörs á næsta ári. Ólafur hefur gegnt prófessors- stöðu í Háskóla íslands um ára- bil. Hann hefur líka gegnt mörg- um trúnaðarstörfúm fyrir land og þjóð, er vel kynntur víða erlendis og er afar hæfur til samskipta við erlenda aðUa í hvaða stétt sem er. Undangengin afskipti af stjórn- málum eiga ekki að vera þrösk- uldur. Eða hver hefur ekki tengst pólitík á einhvern hátt á ævinni? Sveigt að atvinnulausum Gunnar Halldórsson skrifan Þann 26. f.m. las ég frétt frétta- ritara eins á Hornafirði. Þar sagði m.a. að sláturvertíðin færi vel af stað og vinnsla væri hafin þar í bæ bæði hjá Skinney og Borgey og að sögn verkstjóra hjá Borgey vantaði margt fólk til starfa. Væri tekið mið af atvinnu- leysistölum, sem gefnar væru upp í landinu, virtist lítil eftir- spurn eftir vinnu. Þessum um- mælum vUdi ég mótmæla sem ósönnum. Ég hringdi nefnilega til Hornafjarðar daginn eftir fréttina og kannaði hjá verkstjóra Borgeyjar hvort ég gæti fengið þar vinnu. Mér til undrunar fannst mér hann vera afhuga að ráða nokkurn tU starfa. Og ég undrast sífeUdar aðdróttanir í garð atvinnulausra um aö þeir beri sig ekki eftir björginni þar sem vinnu er aö fá á annað borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.