Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 199S Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Þar sem minna þýðir meira Enginn hefur lýst því jafn eftirminnilega og enski rit- höfundurinn George Orwell hvemig stjómmálamennirn- ir brengla notkun algengra hugtaka í áróðursskyni. í báðum áhrifamestu verkum sínum, skáldsögunum um árið Nítján hundruð áttatíu og fjögur og Dýragarðinn, birti hann snjöll dæmi mn orð og hugtök sem pólitískir áróðursmeistarar höfðu snúið upp í andhverfu sína. Hver minnist ekki slagorðsins: „Stríð er friður!“ Eins og öll snjöll ádeila hitti Orwell í mark vegna þess hversu hann hjó nærri sannleikanum í þjóðfélagi sam- tímans. Stjómmálamenn reyna að komast hjá því að segja ósatt, svona yfirleitt, en hagræða þess í stað sann- leikanum, eins og það heitir, og misbeita þá gjarnan al- gengum hugtökum ims þau glata merkingu sinni. Þetta er áberandi í umræðunni um ríkisíjármál. Þar er til dæmis sí og æ talað um niðurskurð á fjárveitingum til opinberra framkvæmda og rekstrar. Alþýðu manna er að sjálfsögðu fulljóst hvað orðið niðurskurður á að þýða í þessu samhengi: það er lækkun á framlögum, fækkun starfsmanna, minni útgjöld. Með öðrum orðum; sam- dráttur ríkisútgjalda. Af því leiðir að þegar eitthvað er skorið niður í ríkisbákninu þá á það að kosta minna. Stjórnmálamennirnir nota hugtakið niðurskurður með allt öðrum hætti. Miðað við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, sem lagt var fram í vikunni, er sannnleikurinn einfaldlega sá að flest það sem stjórnmálamennirnir segj- ast vera að skera niður á að kosta meira árið 1996 en það átti að gera á yfirstandandi ári samkvæmt fjárlagafrum- varpinu frá því í fyrra. Að hluta til fá stjómmálamenn niðurskurð með því að skera niður loftkastala einhverra embættismanna. En einnig með því að bera saman tölur úr ólíkum áttum. Auðvitað næst raunhæfur samanburður milli ára ein- ungis með því að líta á sambærilega hluti, svo sem að bera fjárlagafrumvarp þessa árs saman við frumvarpið í fyrra, ijárlög ársins við eldri fjárlög og ríkisreikning við fyrri ríkisreikninga. Eftir allt niðurskurðarhjal síðustu vikna kemur í ljós að fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að útgjöldin á næsta ári verði um 123,8 milljarðar króna. En heildarút- gjöldin samkvæmt sambærilegu flárlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár voru 115,9 milljarðar króna. Það er aukning um tæpa átta milljarða. í fjárlagafrumvarpi næsta árs er reiknað með rétt tæp- lega 120 milljarða króna tekjum. En í sambærilegu frum- varpi fyrir árið 1995 voru tekjurnar 109,4 milljarðar. Þar er því um að ræða hátt í ellefu milljarða tekjuaukningu ríkissjóðs. Mest hefur verið rætt um niðurskurð í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Samkvæmt nýja fjárlagafrum- varpinu fara tæplega 49,2 milljarðar til þeirra mála- flokka sem heyra undir þetta fjárfreka ráðuneyti^ En í fjárlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár var reiknað með tæplega 45,4 milljörðum króna. Aukningin nemur hátt í íjórum milljörðum. Það er hins vegar rétt að í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er áætlaður halli á ríkissjóði skorinn niður. Reiknað er með um 3,9 milljarða króna halla á árinu 1996, en í fjárlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár var hallinn 6,5 milljarðar. Þetta er lækkun um 2,6 milljarða. Stjórnmálamenn eru sem betur fer hættir að fella gengi krónunnar. En í staðinn stunda þeir alltof oft ótæpilega gengisfellingu orðanna'og segja þá gjarnan í orwellskum anda: Niðurskurður er aukning! Minna er meira! Elías Snæland Jónsson „Kvótakrókakarlar bíða nú eftir því hvort heimilað verður að framselja krókakvóta ...“ segir m.a. í grein Gísla. Endurskoðun fiskveiðistjór nu nar Á sumarþingi voru samþykkt lög um úreldingu smábáta og fisk- veiðar krókabáta. Sennilega eru þessi lög ein þau verstu sem þing- ið hefur afgreitt og reglugerðirnar í kjölfarið sömuleiðis. Fiskveiði- stjórnun er þar af leiðandi í slæm- um farvegi a.m.k. hvað varðar smábáta með króka eða aflaheim- ild. Það sem átt er við með að laga- setningin sé vond er eftirfarandi dæmi: Ef keyptur er krókabátur þá segir í lögum að ef á að stækka hann eða endurnýja skal úrelda 100% meira en stækkun nemur eða ef um nýsmíði er að ræða. Þetta þýðir að 2 tonna bát sem stækka á í 4 tonn þarf að fylgja úr- elding annars 2ja tonna báts. En hvernig er tryggingum varið varð- andi svona bát sem ef til vill sykki í sjóferð? Ef báturinn væri með 30-40 tonna reynsluheimld og t.d. tryggður fyrir 6-6,5 milljónir feng- ist það líklega greitt ef slíkt tjón yrði sem hér um rajðir. En ef ætti að fá bát í stað þess sem sökk er það ómögulegt nema fyrir upphæð sem nemur kringum 10-12 miEjónir. Þá kemur það ber- lega í ljós að Alþingi hefur verið að samþykkja ólög sem valdið geta eignaskerðingu nema að trygg- ingafélögum verði gert að tryggja báta sem hér um ræðir á 100% hærri krónutölu en raunverulegt verð er og verða að fá greitt trygg- ingargjald af þeirri upphæð. Eða hvernig á að framkvæma hlutina? Það lítur út fyrir að hér hafi mönn- um sem samþykktu lögin orðið al- varlega á. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að sjávarútvegsráðuneyti láti setja upp prófmál til úrskurðar í þessu efni. Þorsteinslög og Einars Odds Aflareynsla sem krókabátar máttu velja um til reynslu innan krókakerfisins í 1 ár leiðir tU þess að ekki mun koma að landi af þeim bátum neitt nema úrvals fiskur eins og reynslan er þegar Kjallarinn Gísli S. Einarsson alþingismaður farin að sýna, annar afli kemur ekki í land nema þá ef til vill sem 50/50% skiptur afli milli króka- og krókakvótabáts. Reynslan af Þosteinslögum um að telja undir- málsfisk með kvóta hefur gert það að verkum að ekki er einn einasta undirmálsfísk að fá á mörkuðum. Það þarf ekki annað en að gera samanburð á því magni sem land- að var í gegnum markaði síðasta ár til að staðreyna hversu miklu er fleygt í sjóinn af undirmálsfiski. Kvótakrókakarlar bíða nú eftir því hvort heimilað verður að fram- selja krókakvóta innan eða utan þess kerfis. í mörgum tilvikum telja þeir það nauðsyn til að missa ekki báta sína. Einars Odds lögin sem sam- þykkt voru af stjórnarflokkunum á sumarþingi um fiskveiðar smábáta eru að leiða tU meiri undanskota en nokkrum datt í hug. Þær kröfur sem hæst ber varðandi fiskveiði- stjórnun smábáta eru um frelsi tU veiða fyrir þá menn sem eiga aUt sitt undir afkomu af þessum at- vinnuvegi. Breytingar sem verður að skoða Róðrardagar verði frjálsir frá mánudegi til og með fímmtudegi og aUar helgar og banndagar og bannmánuðir eins og er í lögum ásamt lögskipuðum frídögum, veiðarnar verði án kvóta. Stokkað verði upp í krókaveiði- flotanum m.t.t. hæfni báta til veiða. Hraðfiskibátur (12-25 sjó- mUna gangur) hefur miklu meiri afkastagetu en þeir bátar sem ganga 6-8 sjómUur. Athuga þarf samanburð á þeim bátum sem að- eins róa með handfæri og þeim bátum sem róa með beitningavélar og hafa afkastagetu á við hefð- bundna vertíðarbáta 60-120 tn. Skilgreining þarf að verða milli hobbíkarla og atvinnumanna. Hugmyndir um úthlutun á tíu þorsktonnum á móti hverju stærð- artonni báts er einnig rétt að meta. Síðan en ekki síst verða þeir sem stunda útgerð, hvort sem er á smá- bát eða öðrum skipum, að geta gengið að því vísu tU nokkurra ára í senn hvað það er sem menn hafa tU að byggja áætlanir og rekstrar- möguleika á. Sem lokaorð að sinni skora ég á þingflokka ríkisstjórnarinnar að ganga af krafti til sátta um aðalat- vinnuveg þjóðarinnar og fjöregg og standa að minnsta kosti í þessu efni við stóru kosningaloforðin frá sl. vori. Gísli S. Einarsson „Það þarf ekki annað en að gera saman- burð á því magni sem landað var í gegn- um markaði síðasta ár til að staðreyna hversu miklu er fleygt í sjóinn af undir- málsfiski.“ Skoðanir annarra Pólitísk áhætta „Ríkisfjármálin eru mjög þýðingarmikiU þáttur í efnahagsstjórninni og því hljóta menn að skoða sér- staklega íneð hvaða hætti ríkisstjórnin hyggst taka á þeimö..,Yfirlýst markmið fjárlaga er að minnka ríkissjóðshallann um helming á næsta ári og ná jafnvægi í þeim árið 1997. Þetta er ekki lítið verk og stjórnarflokkarnir taka pólitíska áhættu með því að lýsa þessu yfir, ekki síst í ljósi þeirrar snautlegu niðurstöðu sem varð í ríkisfjármálum hjá síðustu ríkisstjórn, sem þó hafði uppi fögur fyrirheit." Úr forystugrein Tímans 5. okt. Stöðugleiki stöðnunar? „Nú er við völd ríkisstjórn sem hefur óbreytt ástand á dagskrá sinnið...Stöðugt er klifað á stöðug- leikanum. Herða má að lífskjörum almennings og skera niður í menntun og velferðarþjónustu _ allt í nafni stöðugleika. Stöðugleikinn einn dugar þó ekki: kerfisbreyting verður að fylgja með. Öðruvísi verð- ur vítahringur stöðnunarinnar ekki rofinnð...Óá- nægja almennings hlýtur á endanum að þrýsta á samtök launafólks að krefjast uppstokkunar.“ Birgir Hermannsson í Alþbl. 5. okt. Tjáningarfrelsið „Tjáningarfrelsið, hornsteinn alvörulýðræðis, er ekki til þess ætlað að vernda skoðanir sem aUir eru sammála og öUum þykja þægUegar. Þessi helgu mannréttindi eru beinlínis tU þess hugsuð að vernda rétt þeirra, sem hafa skoðanir sem ögra ríkj- andi viðhorfi og raska ró manna, jafnvel meiða. Þeg- ar því hlutverki er burtu svipt er tjáningarfrelsið einskis virði og lýðræði innantómtð...Vondar skoð- anir eiga að fá að heyrast; fordómar, hatur og mann- vonska munu á endanum tapa fyrir öðrum sjónar- miðum og göfugri á markaðstorgi hugmyndanna.“ Úr forystugrein Helgarpóstsins 5. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.