Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Side 15
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 15 Kjallarinn Ragnar Ragnars ríkisstarfsmaöur skattfrjáls! Mér hefur ekki tekist að finna út hver þessi „útlagði kostnaður" er. Ég veit ekki betur en þingmenn fái greiddán shna, bílastyrk (sum- ir bíla), tölvur, faxtæki, þingfarar- kaup auk kostnaðar fyrir að dvelja fjarri heimabyggð, en það er opin- bert leyndarmál að þar viðgengst misferli. Hvaða kostnað eru menn að tala um? Til að bíta höfuðið af skömminni verja menn þessar hækkanir, og skjóta sér á bak við kjaradóm, sem dæmir þó eftir lög- um sem þingmenn sjálfir setja. Áunnin virðing Þegar forseti Alþingis sagði að launakjör þeirra væru verri en hjá kollegum þeirra á Norðurlöndum fór hann út á fjandi hálan ís. Ég get frætt hann um að ég og vinnu- félagar mínir hittum norræna fé- laga árlega og berum m.a. saman launakjör og þar höfum við íslend- ingar verið áberandi neðstir, í krónutölu og kaupmætti. Þing- menn tala oft um virðingu Alþing- is en gera sér ekki grein fyrir að virðing er aldrei meðfædd, hún hlýtur alltaf að vera áunnin. Þing- menn verða að ganga á undan með góðum fordæmi en ástunda ekki hagsmunapot og skýla sér síðan á bak við kjaradóm. Að lokum: Eitt skal yfir alla ganga. Ég vinn hjá sama fyrirtæki og framangreindir menn og krefst sömu launahækkana og hlunninda og þeir hafa - eða eru þeir e.t.v. , jafnari" fyrir lögunum en ég? Ragnar Ragnars „Þingmenn tala oft um virðingu Alþingis en gera sér ekki grein fyrir að virðing er aldrei meðfædd, hún hlýtur alltaf að vera áunnin. Þingmenn verða að ganga á und- an með góðu fordæmi, en ástunda ekki hagsmunapot og skýla sér á bak við kjaradóm.“ Kornið yfirfyllti mælinn Undanfarið hafa umræður átt sér stað um launakjör landsfeðr- anna. Ég man þá tíð er sjáifsagt þótti að ráðamenn ækju um á „dollaragrínum" þegar almúginn mátti prísa sig sælan að komast yfir Moskwitsch. Slíkur „óþarfi“ fékkst þó ekki átakalaust, menn máttu knékrjúpa fyrir kerfiskörl- um og sannfæra þá háu herra að slíks munaðar væri þörf. Sjálfsagt þótti, að ráðamenn nytu forréttinda fram yfir almúg- ann, nægir að nefna ráðherra- brennivín, bílakaup o.fl. Laun þeirra voru og betri en gerðist á vinnumarkaðinum - og besti kost- urinn var að þeir ákváðu laun sín sjáifir. Kjaradómur er seinni tíma fýrirbrigði, tilkominn vegna þess að almenningur var farinn að fylgjast með málum, og landsfeður hafa e.t.v. verið farnir að skamm- ast sín. - Þetta var í „þá“ daga. Sama viðkvæðið Ég hef verið á vinnumarkaðin- um í þrjátíu ár og man hvað launahækkanir hafa kostað. Við- kvæðið hefur verið: Ríkissjóður getur ekki tekið á sig óhóflegar launahækkanir. Þetta höfum við launþegar orðið að „kaupa“ og trúa. í síðustu launabaráttu varð niðurstaðan sú að við fengum kr. 2700 í launahækkun, meira var ekki hægt án þess að stefna ríkis- sjóði í voða - og vekja upp gamla verðbólgudrauginn. Gott og vel, við tókum þessa launahækkun þótt hún skipti ekki miklu máli. Almennt var reiknað með að þessi hækkun gengi yfir alla linuna, þar með talið Alþingi, enda eðlilegt. Mér er kunnugt um að þing- menn eru ágætlega launaðir (mið- að við almenning). Þeir eiga að bera mikla ábyrgð, þó ég minnist ekki að þingmaður hafi verið dreg- inn til ábyrgðar fyrir framkvæmd- ar vitleysur. í þekktri bók, sem ég las, ungur drengur, gerðu húsdýrin uppreisn, ráku ábúandann af jörðu sinni og stofnuðu eigið ríki. í stjórnarskrá þessa ríkis stóð, að aÚir skyldu vera jafnir gagnvart lögum - en þó skyldu „sumir vera jafnari en aðr- ir“. Þessi bók kom mér ósjálfrátt í hug við síðustu launahækkanir þingmanna. í stað 2700 króna skammtaði kjaradómur landsfeð- rum 60 til 100 þúsund krónur auk 40.000 króna uppbótar vegna „út- lagðs kostnaðar", sem átti að vera „Þegar forseti Alþingis sagði að launakjör þeirra væru verri en hjá kollegum þeirra á Norðurlöndum fór hann út á hálan ís,“ segir Ragnar m.a. Gullöldin Góðir landsmenn. Fimmtudag- inn 28. september síðastliðinn var lítil frétt í Dagblaðinu svo hljóð- andi, Norðmenn á leið inn í gullöld, spár hagfræðinga þar í landi um 100 milljarða króna tekju- afgang á fjárlögum. Ekki amaleg frétt það. Skattsvik afskiptalaus látin Svona frétt hafði getað hljómað á íslandi ef við hefðum stjómmála- menn sem væru að vinna fyrir alla þjóð sína. En það er nú öðru nær. Skattsvik hafa verið látin af- skiptalaus hér á landi af öllum ráðamönnum þessarar þjóðar, enda hafa skattyfirvöld engin völd til að breyta nokkru þar um. Ráða- menn eru hvort sem er ekkert að vinna fyrir launafólk. Ríkissjóður tslands skuldar yflr 250 miiljarða króna í útlöndum, 70 til 100 milljarða króna í innlendum skuldabréfum. Þar eiga skattsvikarar stóran hluta. Einnig skulda sveitarfélögin 30 til 40 milljarða króna. Þar á skattamálaráðherran alla sök vegna lélegrar innheimtu á útsvari vegna skattsvika sem hann gerir engar athugasemdir við. DV hefur í áratugi birt úr skatt- Kjallarinn Eiríkur Viggósson matreiðslumaður skrám þar sem kemur fram að þús- undir manna greiða nánast ekkert útsvar og engan tekjuskatt, þótt viðkomandi búi ríkmannlega og lifl í vellystingum eins og oft birt- ist í gljáblöðum sem eru gefin út hér á landi. Góðir landsmenn. Gullöld er gengin í garð hér á landi eins og í Noregi. Sá er bara munur á að yfirstéttin fær afla gullmol- ana. Hún fær 80 til 160 þúsund króna hækkun á mánuði sem þeir telja vera minna en 3.500 eða 5.700 króna. Að minnsta kosti tala höfð- ingjarnir þannig. í samdrætti og tölvuleik Auk launahækkana fá alþingis- menn tölvur, faxtæki, síma og fjörutíu þúsund á mánuði skattfr- íar. Þá eru þeir loks komnir í þann hóp sem þeir halfla mest upp á: skattsvikaranna. Ráðherrar fá einnig stóra fína bfla til að leika sér á, sennilega með síma, tölvu og faxtæki. Þetta er eins og í leikriti, en ekki eins og alvöru stjómmála- menn við stjórn, enda eru þeir ekk- ert að stjórna. Það er sama hvar litið er, alls staðar vantar fjármagn. Dæmin eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp. Enginn þorir að taka á skattsvikurunum, hækka bara skattana á venjulegum launa- mönnum og enginn segir neitt. Fólkið flýr úr landinu vegna at- vinnuleysis og kaupmáttur er eng- inn orðinn vegna hárra skatta. AUt dregst saman og ráðamenn í eru tölvuleik og bílaleik. Það er umhugsunarefni hvað á að gera við hæstaréttahúsið nýja þegar afl- ir eru flúnir úr landi undan ráð- villtum stjórnmálamönnum. Kannski verða skattsvikarar dæmdir og geymdir þar verði þeir bara ekki flúnir líka. Kannski erum við bara þátttakendur í leik- riti eftir allt saman. Að minnsta kosti er þetta líkast því að aflt sé í plati. Eiríkur Einar Viggósson „Þaö er umhugsunarefni hvaö á aö gera við hæstaréttarhúsið nýja þegar allir eru flúnir úr landi undan ráðvilltum stjórn- málamönnum. Kannski veröa skattsvikar- ar dæmdir og geymdir þar verði þeir ekki flúnir líka.“ Með og á móti Búvörusamningurinn Gjaldþrotum afstýrt „Þessi bú- vörusamning- ur er betri en sá gamli vegna þess að það er meiri sveigjan- leiki á mark- aðnum og meiri likur á að það takist að selja kinda- kjöt. Aukin trygging er fyr- ir viðunandi afkomu gegnum markað og stuðning. Aukinn sveigjanleiki er fyrir bændur að takast á við önnur atvinnutæki- færi gegnum minni framleiðslu- skyldu samfara stuðningi. Þar má minna á að liöur í því sé að menn gætu fengið einhvern stuðning ef þeir vildu snúa sér að landgræðslu, skógrækt eða slíkum umhverflsmálum. Þá er möguleiki á að hætta eða koma sér út úr greininni fyrir þá sem það kjósa. Það er ekki sjálfgefið að þessi samningur þýði aukna byrði á þjóðfélaginu. Verulegt atvinnu- leysi er í landinu. Ef gamli samningurinn hefði staðið óbreyttur hefðu orðið veruleg gjaldþrot í greininni með at- vinnuleysisbótum af einhverju tagi fyrir það fólk. í kjölfarið hefði fylgt samdráttur hjá af- urðastöðvunum og úrvinnsl- unni, atvinnuleysi og upplausn. Ríkið leggur nú nokkra miflj- arða á ári í atvinnuleysistrygg- ingasjóð og þetta hefði lent á rík- inu hvort sem er. Spurningin er bara hvað leið hefði átt að fara. Með þessum búvörusamningi hefur dregiö verulega úr hættu á fjöldagjaldþrotum í greininni." Afleitur samningur „í fyrsta lagi er samningur- inn skattgreið- endum feiki- lega dýr og ber vitni um að for- gangsröðun og gildismat stjórnmála- manna er í íúll- kominni and- stöðu við mat flestra á mikil- vægi verkefnis- ins. Skattgreiðendur verða á ári hverju látnir greiða samsvar- andi fjárhæð til sauðfjárræktar og notuð er til reksturs tveggja stærstu háskóla hér á landi. Það eitt ætti aö opna augu manna fyrir því hvers slags fásinna er hér á ferð. Til að kóróna allt saman er samningurinn verð- tryggður og gerist þaö á sama tima og ríkisvaldið boðar hið gagnstæða. Þessi samningur tek- ur ekkert mið af því sem er að gerast í sölu á innanlandsmark- aði og tryggir að engin framþró- un verði í sauðfjárrækt út þessa öld. Sameiginleg ábyrgð bænda á útflutningi hvetur til offram- leiðslu, fjölgun sauðfjár og meiri beitar. Ef erlendir markaðir finnast ekki safnast birgðir upp á nýjan leik. Bændum sjálfum er heldur enginn greiði gerður með þess- um samningi. Þeim er gert ókleift aö stækka bú sín upp í líf- vænlega stærð og er þess í stað gert skylt að halda áfram fram- leiðslu við bústærð sem þeir geta ekki lifað af. Eini kosturinn viö samninginn er sá að nú veit maður með nokkurri vissu hvert skatturinn manns fer næstu fimm árin.“ -GHS Arl Teitsson, tor- maður Bændasam- takanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.