Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Side 17
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 25 Iþróttir jærkvöldi. Ivar Asgrímsson æðir að körfu ÍR-inga sem koma engum vörnum við. DV-mynd Brynjar Gauti nælunum ígdu ÍR-inga í Hafnarfirði, 87-59 Haukar hófu leikinn af miklum krafti og ÍR-ingar voru algjörlega á hælunum. Munurinn fór í 20 stig fyrr en varöi en með svæðisvörn tókst gestunum að laga stöðuna örlítið tímabundiö. Vörn Hauk- anna var frábær, með Sigfús Gizurarson sem besta mann, en hann hélt Herbert Arnarsyni algjörlega niðri. Hittni ÍR- inga var afar slæm og Haukar nýttu sér það, sneru vörn í sókn og skoruðu úr hraðaupphlaupum. ÍR-ingar vilja áreiðanlega gleyma þess- um leik sem fyrst. Þeir virkuðu þungir og lykilmenn eru ekki komnir í sitt besta form. „Vörnin hjá okkur var í molum í byrjun og menn voru alls ekki tilbúnir í leikinn. Þeir voru að missa sóknar- mennina framhjá sér en hjálparvörnin var ekki til staðar. Haukarnir fengu því mikið af auðveldum skotum undir körf- unni. Þessi leikur er endurtekið efni frá sama tíma í fyrra. Þá töpuðum við stórt hér á Strandgötu en ég vil minna á að það eru 30 leikir eftir í deildinni," sagði Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari IR- inga. rarar KR eftir helgi í gær hófu KR-ingar viöræður við Kostic í fyrrakvöld, eftir að Guðjón Þórðarson sagði skilið við vest- urbæjarliðið og tók að nýju við Skagamönnum. Grindvíkingar vilja halda i Kostic og ætla þeir að nota helgina til aö fá hann til að semja við sig. Stólarnir eru enn taplausir - eftir sigur gegn Breiðabliki, 94-76 Þórhalltxr Ásmundsson, DV, Sauðárkróki- Það var aldrei nein spenna i leik Tindastóls og Breiðabliks hér á Krókn- um í gærkvöldi. TindastóO vann öruggan sigur og hefur ekki enn tapað leik í úrvalsdeildinm. Ldðið er farið að nálgast stigatöluna sem það var með um jólin í fyra. Heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum og höfðu afgerandi stjórn á leiknum allt til leiksloka. Munurinn á liðunum í lokin var fullht- iH miðað við getu þeirra. TindastóO gat leyft sér að hvíla lykilmenn núkið í leiknum og þeir þurfa örugglega að hafa mun meira fyrir hlutunum á sunnúdaginn þegar Keflvíkingar koma í heimsókn. • Heimir Guðjónsson, KR, er eini nýliðinn í íslenska hópnum sem mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli. Þrír KR-ingar bætast í hópinn gegn Tyrkjum í EM á miðvikudag Heimir Guðjónsson, miðvallar- leikmaðurinn snjalli úr KR, var í fyrsta skipti valinn í A-landsliðs- hópinn í knattspyrnu í gær þegar Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari tOkynnti 18 manna hóp fyrir leik- inn gegn Tyrkjum í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Laugar- dalnum á miðvikudaginn. Tveir aðrir KR-ingar, Einar Þór Daníelsson og Kristján Finnboga- son, koma inn í hópinn frá síðasta leik sem var gegn Svisslendingum en þeir sem detta út eru Friðrik Friðriksson, Ólafur Þórðarson og Kristján Jónsson en þeir tveir síð- asttöldu hafa átt við meiösl að stríða. Hópurinn lítur þannig út: Birkir Kristinsson, Fram......36 Kristján Finnbogason, KR.......6 Guðni Bergsson, Bolton........63 DaðiDervic.KR.................14 Sigursteinn Gíslason, ÍA......12 Ólafur Adolfsson,ÍA........... 7 Rúnar Kristinsson, Örgryte....48 Þorvaldur Örlygsson, Stoke....39 Sigurður Jónsson, ÍA..........37 Arnar Grétarsson, Breiðabl....25 Hlynur Stefánsson, Örebro.....20 Haraldur Ingólfsson, ÍA.......16 Heimir Guðjónsson, KR..........0 Arnór Guðjohnsen, Örebro......59 Eyjólfur Sverrisson, Berlin...24 Arnar Gunnlaugsson, ÍA........16 Bjarki Gunnlaugsson, ÍA.......13 Einar Þór Daníelsson, KR.......2 U-21 árs liðið líka valið U-21 árs Oð þjóðanna leika á Varm- árvelli klukkan 16 á þriðjudaginn. Hörður Helgason þjálfari valdi í gær hópinn sem er þannig: Ath Knútsson, KR, Kjartan Sturluson, Fylki, Óskar Þorvaldsson, KR, Brynjar Gunnarsson, KR, Pétur Marteinsson, Fram, Sigurður Ö. Jónsson, KR, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Auðun Helgason, FH, Hermann Hreiðarsson, IBV, Pálmi Haralds- son, ÍA, Kári S. Reynisson, ÍA, ívar Bjarklind, ÍBV, Sigurvin Ölafsson, Stuttgart, Eiður S. Guðjohnsen, PSV, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, Guðmundur Benediktsson, KR, Steingrímur Jóhannesson, ÍBV, Þórður Guðjónsson, Bochum. EM kvennalandsliða: Óbreyttur hópur hjá Kristm Ingibjörg Hínriksdóttir skrifan íslenska kvennalandsliðið í knattspymu mætir Hollending- um á Laugardalsvelh kl. 16. Leik- urinn er siðasti heimaleikur ís- lands í Evrópukeppninni. Kristinn Björnsson valdi í gær 16 manna hóp fyrir leikinn og er hann óbreyttur frá leiknum gegn Frökkura sl. laugardag, „Ég hef séð upptökur af leik Islands og HoOands frá í fyrra en veit að öðru leyti ekki mikiö um hol- lenska liöiö,“ sagði Kristinn Bjömsson landsliösþjálfari. „Ég reikna ekki meö því að breyta lið- inu mikið frá því í leiknum gegn Frökkum enda lék liðið ágætlega í þeim leik,“ sagði Kristinn. Stuðningur áhorfenda er okkar vopn „Þessi leikur veröur mjög erfið- ur. Þær hollensku voru óheppnar í fyrra að vinna okkur ekki úti svo þær verða örugglega trítilóð- ar á laugardaginn," sagði Guö- laug Jónsdóttir. „Stemningin er góð í hópnum og hefur verið það, við voram eitthvað illa upplagðar í leiknum gegn Rússum en þaö er að baki. Við verðum að hafa heppnina með okkur í leiknum og áhorfendur, sem oft hafa stutt vel við bakið á okkur, em okkar vopn,“ sagði Guðlaug. Eftirtaldir leikmenn eru í 16 manna hópnum: Sigfríður Sop- husdóttir, Vanda Sigurgeirsdótt- ir, Ásthildur Helgadóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Sigrún Óttars- dóttir, Helga Ósk Hannesdóttir og Erla Hendriksdóttir, allar úr Breiðabliki. Sigríður F. Pálsdótt- ir, Guölaug Jónsdóttir og Olga Færseth frá KR. Guðrún Sæ- mundsdóttir, Ásgeröur H. Ingi- bergsdóttk og Hjördís Símonar- dóttir frá Val. Jónina Víglunds- dóttir og Ingibjörg H. Ólafsdóttir frá ÍA og Ragna Lóa Stefánsdóttir úr Stjörnunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.