Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Síða 23
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 31 Merming DV Bíóborgin - Nei er ekkert svar ★★ Reykjavíkurævinlýri Siggu og Dídí Það er einhvern veginn svo að það er auðveld- ara að meðtaka harðsvíraöa glæpamenn sem tala ensku heldur en þá sem tala íslensku. Alla vega er það svo í Nei er ekkert svar sem gerist að mestu í undirheimum Reykjavíkur. Það er mun jarðbundnari grimmd yflr öllu sem út- lensku glæpamennirnir gera heldur en hjá ís- lenskum kollegum þeirra. Þegar þeir íslensku, Elli og Angantýr, gera sig líklega til að fremja morð eða gera sig virkilega ógnandi er húmorinn aldrei langt undan. Þessi Kvikmyndir Hilmar Karlsson „léttleiki“ yfir íslensku glæpamönnunum stafar kannski af því að það er erfitt að ímynda sér Reykjavík sem einhvern miðdepil fyrir eitur- lyfjasölu og skotbardaga milh glæpagengja í húmi næturinnar. Jón Tryggvason leikstjóri, sem er einnig annar handritshöfunda, veigrar sér samt ekkert við að fara með miklum látum um næturlíf Reykja- víkur og tekst stundum vel í að byggja upp spennuatriði á einfaldan hátt, atriði sem sjald- séð eru í íslenskri kvikmyndagerð. Aðalpersónurnar eru tvær systur. Sigga hefur alið manninn í sveitinni og er sakleysiö uppmál- að þegar hún heimsækir systur sína Dídí sem hefur ahst upp á möhnni og er vel skóluð í skóla lífsins. Dídi dregur systur sína inn í hringiðu atburða sem leiða til þess að tveir glæpaflokkar eru á eftir þeim (og lögreglan í einu atriði, hvernig sem hún komst nú inn í máUö). Eitt það besta við myndina er skemmtfiega hrátt handrit, sem þó er stundum mótsagna- kennt, en samtöUn mörg hver hitta í mark, það er að segja þegar þau heyrast. Helsti galU mynd- arinnar er sem sagt hljóðið sem er eiginlega á aUa vegu og keyrir myndina stundum niður. Ingibjörg Stefánsdóttir leikur aðra systurina, Didí, sem skóluð er á mölinni i Reykjavík. Eftir slæma byrjun þar sem meðal annars er í bakgrunni íslenskt landslag í sauðaUtunum er allt upp á við þegar til Reykjavíkur kemur. En það hverfur þó aldrei af myndinni að aug- ljóst er að hún er gerð fyrir takmörkuð fjárráð. Hefði verið nóg af krónum til að fullkomna það sem miður fór þá er ég viss um að myndin hefði gert sig betur í Ut en eins hrá og hún er þá er svart/hvíta formið betra og gefur henni ferskan blæ og felur galla sem annars væru enn meira áberandi ef myndin væri í lit. Það mæðir mikið á Heiðrúnu Önnu Björns- dóttir og Ingibjörgu Stefánsdóttur í hlutverkum systranna og er ekki annað hægt að segja en þær skiU sínu, persónurnar virka eðlilegar. Þaö er ekki þeim að kenna að hljóðiö eyðileggur stundum fyrir þegar tekist er á í töluðu máli. Þegar tekið er mið af aöstæðum geta Jón Tryggvason og félagar veí við unað. Þaö er eng- in lognmolla yfir neinu, hraöinn stígandi -og beittur húmor í hugmyndaríkri sögu sem bygg- ist á vel þekktum klisjum en fær sérstöðu þar sem hún gerist í Reykjavík. Leikstjóri: Jón Tryggvason. Handrit: Marteinn Þórisson og Jón Tryggvason. Hljóó og eftirvinnsla: Þorvar Hafsteinsson. Kvikmyndun: Úlfur H. Hróbjartsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Aöalleikarar: Heiðrún Anna Björnsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Michael Liebman, Roy Scott, Skúli Gautason og Ari Matthiasson. AÍlflJI 9 0 4 * 1 7 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Vikutilboð stórmarkaðanna Uppskriftir KJOTVORUR ÞURRKARAR Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi, meó eóa án rafhemla, í miklu úrvali, fyrir flestar gerðir af kerrum. Fjallabílar/Stál og stansar hf., Vagnhöfða 7, Rvík, sími 567 1412. 4 Bátar 4,4 tonna opinn bátur meö veiöiheimild tjl sölu, útbúinn til ígulkeraveiöa. Ymis skipti koma til greina. Upplýs- ingar í síma 472 1153 á kvöldin. if ' -5VS Þessi bátur, sem er 7,3 tonn, er til sölu. Báturinn er meö aflaheimild og útbú- inn á ígulkera- og skelveiðar. Uppl. í síma 451 2462 á kvöldin. Varahlutir VARAHLUTAVERSLUNIN __ VÉLAVERKSTÆÐÍÐ Brautarholti 16 - Reykjavík. Vélavarahlutir og vélaviögeröir. • Original vélavarahlutir í úrvali. • Endurbyggjum bensin- og dísilvélar. • Plönum hedd og blokkir. Rennum sveifarása og ventla. Borum blokkir. • Varahlutir í vélar frá Evrópu, USA og Japan, s.s. Benz, BMW, Scania, VW, Volvo, GM, AMC, Toyota, MMC. • Höfum þjónað markaðnum í 40 ár.* Uppl. í s. 562 2104 og 562 2102. Bílaleiga Nýir Toyota-bílar. A daggjaldi án kílómetragjalds eóa innifóldum allt aó 100 km á dag. Þitt er valió! Bílaleiga Gullvíðis, símar 896 6047 og 554 3811. Bílartilsölu Nissan Patrol disil, turbo, GR SLX, árg. 1995, 33” dekk, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. Veró 3.950.000. Ath. ódýrara, ekinn aðeins 150 km! Litla Bílasalan, Skógarhlíð 10, sími 552 7770. Jeppar Utblástur bitnar verst á börnunum yujj^EROAR • Þvottamagn 4,5 kg. • Kalt loft síðustu 10 mín. • Snýr í báðar áttir • Rofi fyrir viðkvæman þvott • Með eða án barka • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RADGREIÐSLUR RAFVORUR ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 Ford Bronco 1978 til sölu. Vél 6.2 turbó, dísil, 5 gíra NP gírkassi. 14 bolta, GM hásing aó aftan, samsvarandi aó fram- an. No-spin í báðum. Litið ekin 44” dekk. 6 tonna spil, loftdæla o.fl. Bíll í góðu standi. Verðhugmynd 900.000. Upplýsingar í sima 483 4400. Nissan double cab dísil ‘94, ekinn 40 þús. km, hús m/plastskúífu, brettak- antar, sílsalistar, álfelgur, 31” dekk. Mjög vel með farinn bíll. Bein sala eða skipti á t.d. Nissan Patrol dísil. Uppl. í síma 588 7241 e.kl. 20 í kvöld. Skemmtariir Kokkurinn við kabyssuna Smiðjuv.6 Kóp. S; 5677005 Lifandi tónlist um helgar • Trúbadorinn Óskar Einarsson spilar fyrir gesti okkar fóstudag milli kl. 21 og 01, laugardag milli kl. 23 og 03. Komið og takið lagið með Oskari. Sá stóri, sterki 380 kr. Kokkurinn, Smiðjuvegi 6. fytt. Laugavegi 72, s. 551 1499 Höfum opnað 04 fpeuuaubi veitingastað að Laugavegi 72. Við sérhæfum okkur í mat frá flttöÍAtðáJififÍHUi en aðaluppistaðan er ýmiss konar keUbwttb. Síðan getur þú valið meðlæti af salatbarnum okkar sem samanstendur af bæði hefbundnu salati og líka oq fomtHÍteýu. Kíkið inn og verið velkomin. ÓpmHto tilínoS dkketym. Opið mánud.-fimmtud. 11.30-22.00. Föstud.-laugard. 11.30-23.30. Sunnud. 14.00-22.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.