Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 Afmæli Bára Sigfúsdóttir Bára Sigfúsdóttir, húsfreyja að Bjargi í Reykjahiíð, varð áttræð í gær. Starfsferill Bára fæddist í Vogum og ólst upp í Mývatnssveitinni. Hún var í bamaskóla og siðar í hússtjórnar- skóla að Laugum í Reykjadal. Bára og maður hennar stund- uðu búskap að Bjargi til 1967. Þá höfðu þau í sínum húsum útibú Kaupfélags Þingeyinga í Reykja- hlíð í átta ár. Eftir að byggt var yfir útibúið var Bára útibússtjóri þar til Jón sonur hennar tók við starfinu. Hin síðari ár hefur Bára starf- rækt gistiaðstöðu fyrir ferðafólk auk þess sem hún er með tjald- stæði á túninu á Bjargi. Bára starfaði mikið með ung- mennafélagi og íþróttafélögum sinnar sveitar á árum áður, hefur sungið og starfað með kirkjukór Reykjahlíðar um árabil og er heið- ursfélagi hans, hefur starfað með kvenfélagi Reykjahlíðar og slysa- vamardeUdinni Hringnum þar sem hún var fyrsti formaður. Þá hefur hún mikinn áhuga á skóg- rækt, starfar í skógræktarfélagi sveitarinnar og er ferðamálafélagi sveitarinnar. Fjölskylda Bára giftist 17.7. 1937 IUuga Jónssyni, f. 6.11. 1909, d. 19.3. 1989, bifreiðastjóra. Hann er sonur Jóns Einarssonar í Reykjahlíð og Hólm- fríðar Jóhannesdóttur húsfreyju. Böm Báru og Illuga eru Jón, f. 5.6. 1938, framkvæmdastjóri í Reykjahlíð, kvæntur Guðrúnu Þórarinsdóttur og eiga þau þrjú böm; Sólveig Ólöf, f. 21.7. 1939, hjúkrunarfræðingur i Reykjahlíð, gift Birki Fanndal og eiga þau fimm börn; Hólmfríður Ásdís, f. 27.9. 1946, húsfreyja og skrifstofu- maður, og á hún þrjú börn; Finn- ur Sigfús, f. 26.11. 1948, vélfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Guð- rúnu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Systkini Báru: Stefán, f. 17.8. 1917, b. í Vogum; Ásdís, f. 27.11. 1919, húsmóðir í Reykjavík; Hin- rik, f. 26.11. 1921, b. og bUstjóri í Vogum; Valgerður, f. 26.2. 1925, húsmóðir á Húsavík; Sólveig Ema, f. 15.2. 1927, húsfreyja í Borgarfirði; Jón Ámi, f. 23.10. 1929, bUstjóri í Vogum; Kristín, f. 6.12. 1933, húsfreyja í Vogum. Foreldrar Báru vora Finnur Sigfús, f. 11.8. 1883, b. í Vogum og organisti í Reykjahlíðarkirkju í nær sextiu ár, og k. h., Sólveig Stefánsdóttir, f. 25.9. 1901, hús- freyja. Ætt Sigfús var sonur Hallgríms, b. á Grænavatni, Péturssonar, b. í Reykjahlíð, Jónssonar, prests þar og ættföður Reykjahlíðarættarinn- ar, Þorsteinssonar. Móðir HaU- gríms var Guðfinna Jónsdóttir, b. á Grænavatni, Þórðarsonar og Guðnýjar Sigurðardóttur. Móðir Sigfúsar var Ólöf Val- gerður Jónasdóttir, b. á Græna- vatni, bróður Guðfinnu. Móðir Ólafar Valgerðar var Hólmfríður Helgadóttir, b. á Skútustöðum og ættfóður Skútustaðaættarinnar, Ásmundssonar. Sólveig var dóttir Stefáns, b. á Öndólfsstööum, Jónssonar, skálds á HeUuvaði í Mývatnssveit, Hin- rikssonar, b. í Heiðarbót í Aðal- dal, Hinrikssonar. Móðir Hinriks veir Katrín Sigurðardóttir. Móðir Katrinar var Þórunn Jónsdóttir, b. í Mörk, ættíoður Harðabónda- ættarinnar Jónssonar. Móðir Stef- áns var Friðrika frá Skútustöðum, systir Hólmfríðar á Grænavatni. Móðir Sólveigar var Guðfinna Sigurðardóttir, b. á Arnarvatni, Magnússonar, og Guðfinnu Sig- urðardóttur, b. á Arnarvatni, Sig- urðssonar, b. á Grímsstöðum, Bára Sigfúsdóttir Jónssonar. Móðir Sigurðar var Margrét Magnúsdóttir, prests á Desjarmýri, KetUssonar. Móðir Sigurðar Sigurðssonar var Guð- rún Jónsdóttir, systir Arnþrúðar, langömmu Hólmfríðar, ömmu Gunnars Gunnarssonar skálds. Bára dvelur í Noregi þessa dag- ana. Til hamingju með afmælið 6. október 90 áxa Kristín Björnsdóttir, Álfabyggð 12, Akureyri. 85 ára Oddný Kristjánsdóttir, Sundabúð 3, Vopnafirði. 80 ára Sæmundur Elímundarson, Hjallaseli 19, Reykjavík. Guðmundur Ingi Ólafsson, Suðurgötu 39, Keflavík. Sigþrúður Sigurðardóttir, Seljavegi 5, Reykjavík. 70 ára Guðmundur Jónsson, Austurgerði 10, Reykjavík. Guömunda Anna Valmunds- dóttir, Hólavangi 11E, Hellu. Bjöm Elíasson, Hólavegi 9, Dalvík. Guðrún Gunnarsdóttir, Raftahlíð 4, Sauðárkróki. Ingibjörg Bryngeirsdóttir, Norðurvör 5, Grindavík. Sigurður Jónsson, Hávallagötu 15, Reykjavík. 60 ára Bragi Valdimarsson, Minni-Vatnsleýsu, Vatnsleysu- strandarhreppi. Kristfríður Kristjánsdóttir, Hvammabraut 8, Hafnarfirði. Guðrún Óskarsdóttir, Skarðshlíð 22B, Akureyri. Tómas E. Óskarsson, Kríuhólum 6, Reykjavík. 50 ára___________________ Guðmundur Ármannsson, Vaði, Skriödalshreppi. Sophie I. Kofoed-Hansen, Skagaseli 7, Reykjavik. Unnur Hermannsdóttir, Melseli 20, Reykjavík. Anna Þorvarðardóttir, Stóragerði 30, Reykjavík. Erla Ólafsdótt- ir, Garðavegi 9, Keflavík. Erla tekur á móti ættingjum og vinum í húsi Iðnsveinafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 7, laugardaginn 7.10. milli kl. 17.00 og 20.00. Dagbjört Jónsdóttir, Fjarðarbakka 7, Seyðisfirði. Hilmar Harðarson, Brekkutúni 13, Kópavogi. 40 ára Guðrún Alda Harðardóttir, formaður Félags íslenskra leik- skólakennara, Marbakkabraut 11, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Sig- urður Þór Sal- varsson fjöl- miðlafræðingur sem varð fertug- ur 25.9. sl. í tilefni afmæl- anna táka þau hjónin á móti gestum í Raf- veituheimilinu í Elliðaárdal í kvöld kl. 20.30. Guðmunda Eimý Ásgeirsdóttir, Stýrimannastíg 5, Reykjavík. Guðmundur Ragnarsson, Boðagranda 7, Reykjavík. Jóhann Garðar Einarsson, írabakka 22, Reykjavík. Ingimar Bryiyólfsson, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Bergur Bergsson, Skarðshlíð 32F, Akureyri. Einar Kristjánsson, Smáratúni 4, Svalharðsstrandar- hreppi. Guðrún Jóhannsdóttir, Safamýri 56, Reykjavik. Haraldur Sigurgeirsson Haraldur Sigurgeirsson, fyrrv. fulltrúi, Spítalavegi 15, Akureyri, er áttræður í dag. Starfsferill Haraldur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá MA. Haraldur stundaði verslunar- störf á árunum 1932-56 í Braunsverslun og stundaði skrif- stofustörf á Bæjarskrifstofum Ak- ureyrar 1957-89. Haraldur var skipaður af bæjar- stjórn í sögusýningarnefnd í til- efni hundrað ára afmælis Akur- eyrarbæjar 1962. Hann sat í stjórn Knattspymufélags Akureyrar í tiu ár og er heiðursfélagi þess frá 1978, sat í stjórn Tónlistarfélags Akureyrar í tuttugu ár og er heið- ursfélagi þess frá 1980 og sat í stjórn Verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri og Starfsmanna- félags Akureyrar í alls þrettán ár. Haraldur er áhugamaður ifm gömul orgel en hann hefur annast viðgerðir á gömlum orgelum í frí- stundum sínum sl. þrjátíu og fimm ár Fjölskylda Haraldur kvæntist 24.10. 1936, Sigríði Pálínu Jónsdóttur, f. 24.3. 1913, d. 20.1. 1993, húsmóður. Hún var dóttir Sigurðar Jóns Flóvents- sonar, afgreiðslumanns á Húsavík, og Guðnýjar Helgadóttur sauma- konu. Böm Haralds og Sigríðar Pálínu eru Agnes Guðný, f. 19.11.1936, búsett í Kópavogi, gift Ólafi Bjarka Ragnarssyni og eiga þau fimm börn; Helga, f. 19.3.1943, bú- sett á Akureyri, var gift Skúla Gunnari Ágústssyni og eiga þau tvö börn, en maður hennar er Al- freð Öm Almarsson og eiga þau eitt bam; Sigurgeir, f. 15.5.1954, búsettur á Akureyri, kvæntur Láru Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. Langafabörn Haralds eru nú sextán talsins. Systkini Haralds: Páll, f. 16.2. 1896, d. 21.2. 1982, kaupmaður á Akureyri; Vigfús, f. 6.1.1900, d. 16.6.1984, ljósmyndari í Reykja- vík; Gunnar, f. 17.10.1901, d. 9.7. 1970, píanóleikari, organisti og söngstjóri í Reykjavík; Hermína, f. 16.3. 1904, píanókennari í Reykja- vík; Eðvarð, f. 22.10. 1907, ljós- myndari á Akureyri; Jón Áðal- geir, f. 24.5. 1909, kennari og skóla- stjóri á Akureyri; Agnes, f. 23.10. 1912, d. 9.9. 1928; Hörður, f. 6.5. 1914, d. 2.6. 1978, ljósmyndari á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Foreldrar Haralds voru Sigur- geir Jónsson, f. 25.11. 1866, d. 4.11. 1954, b. á Stóruvöllum í Bárðardal og síðar kirkjuorganisti og orgel- og pianókennari á Akureyri, og k.h., Júlíana Friðrika Tómasdótt- ir, f. 21.7. 1872, d. 14.6. 1953, hús- móðir. Ætt Sigurgeir var sonur Jóns, b. og söðlasmiðs á Stóruvöllum, Bene- diktssonar Indriðasonar og Aðal- bjargar Pálsdóttur frá Hólum í Laxárdal Jóakimssonar. Systkini Sigm'geirs voru Bene- dikt er fór til Vesturheims; Guð- rún Pálína, húsfreyja að Stóruvöll- Haraldur Sigurgeirsson um, Ljósavatni og Hálsi í Kinn en síðast á Mýri í Bárðardal; Albert, b. á Stóravöllum og smiður á Ak- ureyri; Páll Hermann, hreppstjóri á Stóruvöllum, og Jón Áskell sem dó barnungur. Júlíana Friðrika var dóttir Tómasar, b. og járnsmiðs, á Litlu- völlum Friðfinnssonar Illugason- ar, og Margrétar Sigurðardóttur frá Melum í Fnjóskadal Guð- mundssonar. Systkini Friðriku sem upp komust vora Helga, fór til Vestur- heims; Friðlaugur Sigurtryggvi, b. á Litluvöllum; Rósa, húsfreyja á Litluvöllum, og Anna Kristín sem dó rúmlega tvítug. Haraldur tekur á móti gestum á Fiðlaranum, Skipagötu 14, 4. hæð, í dag kl.. 16.00-19.00. 904*1700 Verö aöeins 39,90 mín. Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ítalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit NBA-deildin AÍllA lES3 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. afþreying [2 Dagskrá Sjónv. Dagskrá St. 2 Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísi. listinn - topp 40 22 Tónlistargagnrýni [§] Nýjustu myndböndin Gerfihnattadagskrá g símifliDWG 9 0 4 •17 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.