Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Blaðsíða 29
r FOSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 37 Valgerður Hauksdóttir við eitt verka sinna á sýningunni í Hafn- arborg. Verk unnin á pappír og mynd/tónverk Um síðustu helgi opnaði Val- gerður Hauksdóttir einkasýn- ingu í Hafharborg. Á sýning- unni getur að líta milli fimmtíu og sextíu verk unnin á pappír en sýningin er í öllu húsnæði Hafn- arborgar. Hluti sýningarinnar er mynd/tónverk unnið í sam- vinnu við Þorstein Hauksson tónskáld. Sýningar Valgerður hlaut myndlistar- menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún lauk mastersgráðu frá Hlionis háskólanum og bachelorsgráðu frá New Mexico háskólanum. Myndlistarverk Valgerðar í opinberri eigu er að Finna meðal annars í Listasafni íslands, Nor- ræna húsinu, Kjarvalsstöðum, Listasafni ASÍ og mörgum fleiri stöðum. Sýning Valgerðar í Hafharborg er sjöunda einka- sýning hennar en þar fyrir utan hefur hún tekið þátt í yfir Fnnm- tíu samsýningum á íslandi og erlendis. Sýningin stendur til 16. október. Bubbi Morthens áHöfn í Hornafirði Bubbi Morthens heldur lands- reisu sinni áfram og I kvöld skemmtir hann í Sindrabæ á Höfh í Hornafirði og hefur hann leikinn kl. 23.GU Félagsvist Spiluð verður félagsvist og dansað í Félagsheimili Kópa- vogs í kvöld kl. 20.30 á vegum Félags aldraðra I Kópavogi. Félag ekkjufólks og fráskilinna Félag ekkjufólks og fráskil- inna heldur fund í Risinu í kvöld kl. 20.30. Nýir félagar vel- komnir. Samkomur Félagsvist og ganga Félagsvist verður i Risinu í dag kl. 14.00 á vegum Félags aldraðra í Reykjavík. Á morgun kL 10.00 fara Gongu-Hrólfer frá Risinu í létta göngu um borgina. Hana nú Vikuleg ganga Hana nú í Kópavopgi er á morgun. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Meðlæti á Tveimur vinum Ný og fersk hljómsveit, Með- læti, leikur á Tveimur vinum í kvöld. Annað kvöld er karaoke og diskótek. Kennarar á eftirlaunum Félag kennara á eftirlaunum heldur skemmtifund laugardag- inn 7. október kl. 14.00 í Kenn- arahúsinu við Laufásveg. Næturgalinn: Rúnar Júl. og hljómsveit Næturgalinn er skemmtistaður sem er í Kópavogi, nánar tiltekið Smiðjuvegi 14. Þar er haldið uppi lifandi tónlist um helgar og i kvöld er það hinn landskunni Rúnar Júlí- usson sem stígur á svið ásamt hljómsveit sinni og skemmtir gest- um Næturgalans. Fáir hafa verið lengur í popp- bransanum en Rúnar Júlíusson sem hóf feril sinn með Hljómum fyrir rúmum þrjátíu árum. Hann hefur víða komið við í hljómsveitum, Skemmtanir meðal annars Trúbroti og Lónlí blú bojs sem báðar voru afsprengi Hljóma. í sumar var hann á ferð um landið meö Bubba Morthens en þeir hafa gefið út tvær plötur saman sem notið hafa mikilla vinsælda. Ekki er að efa að Rúnar Júlíussson mun taka lög sem hann hefur gert vinsæl í gegnum tíðina og þar er af nógu að taka. Hálendisvegir að lokast Hálendisvegir eru nú að lokast hver af öðrum en þó liggja ekki fyrir upplýsingar um ástand á ýmsum leiðum. Þær leiðir sem hafa lokast að undanFórnu eru Kjalvegur, sunnan og norðan, Sprengisanduró-ó Færð.ávegum Bárðardalur, Arnarvatnsheiði, Hlöðuvallavegur, Steinadalsheiði, Loðmundarfjörður og hluti Fjalla- baksleiðar. Djúpavatnsleið er enn opin bílum en leiðirnar í Lakagíga, Landmannaleið og Eldgjáó-óSkaftár- tunga eru opnar fjallabílum. Að öðru leyti er yfirleitt góð færð á þjóðveg- um landsins en vegir hafa þó spillst aðeins á Norðurlandi og er til að mynda komin hámarksöxulþyngd upp á 5 tonn á Lágheiði. Ástand vega Q2 Hálka og snjór g)Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Q) fokSrStÖÖU m Þungfært © Fært ^allaMlum Sonur Lovísu og Loga Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 25. september ki. 12.13. Hann Barn dagsins reyndist vera 4.180 grömm að þyngd og 53 senthnetra langur. For- eldrar hans eru Lovísa Steinþórs- dóttir og Logi Hauksson. Hann á eina systur, Gunni, sem er tveggja og hálfs árs. llt.l.i«LUM Hershöfðinginn hættir og gerist munkur. hernum Freisting munks í gær frumsýndi Háskólabíó Freistingu munks (Temptation of a Mqnk) sem Clara Law leiks- týrh. í aðalhlutverki er Joan Chen sem á að baki leik í nokkrum ágætum myndum eins og The Last Emperor og Heaven and Earth. Þá muna margir eftir henni úr hinni vinsælu þáttaröð, Tvídröngum. Freisting munks fjallar um valdabaráttu, ástir og örlög á tímum Tang ættarinnar í Kína á 7. öld. Tveir prinsar berjast um krúnu Tang ættarinnar. Hers- höfðingi annars þeirra, Shi, svík- Kvikmyndir ur húsbónda sinn í hendurnar á andstæðingi hans. Þetta er upp- haf píslargöngu Shi. Hann yfir- gefur ástmey sína, sem Joan Chen leikur, og gerist munkur í í búddahoFi og reynir að öðlast sálarró með tilbeiðslu en freist- ingin er skammt undan þar sem Scarlett er. Nýjar myndir Háskólabíó: Freisting munks Laugarásbíó: Oredd dómari Saga-bíó: Umsátrið 2 Bíóhöllin: Vatnaveröld Bíóborgin: Brýrnar í Madi- sonsýslu Regnboginn: Braveheart Stjömubíó: Tár úr steini Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 238. 06. október 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,630 64,960 64,930 Pund 102,410 102,940 102,410 Kan.dollar 48,230 48.530 48,030 Dönsk kr. 11,6750 11,7370 11,7710 Norsk kr. 10,3030 10,3590 10,3630 Sænskkr. 9,2730 9,3240 9,2400 Fi.mark 16,0250 15,1140 14,9950 Fra. franki 13,0700 13,1450 13,2380 Belg.franki 2,2043 2,2175 2,2229 Sviss. franki 56,4600 56,7800 56,5200 Holl. gyllini 40,5000 40,7400 40,7900 Þýskt mark 45,3700 45,6000 45,6800 It. Ilra 0,04007 0,04031 0,04033 Aust. sch. 6,4440 6,4840 6,4960 Port. escudo 0,4325 0,4351 0,4356 Spá. peseti 0,5230 0,5262 0,5272 Jap. yen 0,64500 0,64880 0,65120 Irsktpund 104,350 105.000 104,770 SDR 96,77000 97,36000 97,48000 ECU 83,0400 83,5400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan 4 Y"- 3' V *f * 8 (0 s- u fT if» ir 1 5 Lárétt: 1 spor, 6 átt, 8 álit, 9 elska, 10 mýrarsund, 11 stólpi, 12 viðvíkjandi, 14 lyktaði, 16 sómi, 17 lögun, 18 fluga, 19 lak- ari. Lóðrétt: 1 vanvirða, 2 hlaðar, 3 fugl, 4 ljúkum, 5 fjarstæðan, 6 fátækir, 7 deila, 11 vond, 13 seðill, 15 tíndi, 17 aUtaf. Lausn á síðustu krossgátu. Láréttrl lesmál, 8 eikur, 9 él, 10 kná, 11 nóti, 13 völd, 14 væg, 16 er, 17 kræfi, 20 iðnir, 22 ið, 23 krásir. Lóðrétt: 1 lek, 2 einörð, 3 skálk, 4 mund, 5 ár, 6 lét, 7 slig, 12 óvaeri, 13 veik, 15 æfir, 18 ris, 19 iða, 21 ná. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.