Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1995, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þð í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 uuU uUUU MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER | Frjaist ohaö dagblaö FÖSTUDAGUR 6. OKTÖBER 1995. Siglufjörður: Vatn f læddi inn í hús — -grjóthrunávegum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; „Þaö flæddi inn í fjögur hús viö Gránugötu og Grundargötu í gær- kvöldi og vatnið olli einhverjum skemmdum í fjórum íbúöum. Þaö er búið aö rigna geysilega mikið en svo viröist sem eitthvað sé að draga úr þessu núna,“ sagöi Guöni Sölvason, bæjarverkstjóri á Siglufiröi, í morg- un. Bæjarstarfsmenn á Siglufirði voru á vakt í afla nótt og unnu viö aö halda niðurföllum opnum, aö sögn Guðna. Hann segir að mesta hættan á að niðurföll stíflist sé liðin hjá þar sem kólnaö hafi og dregið úr úrkomúnni. —-* Mikiö gijóthrun hefur verið á leið- inni frá Ketilási í Fljótum til Siglu- fjarðar síðan í gær. Að sögn Gísla Felixsonar hjá Vegagerðinni á Sauð- árkróki hefur gijóthrunið verið mest í Mánárskriðum. Stórir flutningabíl- ar komust þó til Siglufjarðar í nótt en vegurinn var í morgun talinn mjög varhugaverður og varla fær litlum bílum. Á Þverárfjalli, mifli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu, hafa orðið skemmdir á veginum hjá brúnni yfir ,-Þverá og öxulþungi á þeirri leið er nú miðaður við 5 tonn. Þá er vegur- inn yfir Lágheiði illa farinn, þar hafði snjóað áður en vatnsveðrið tók við og þar eru einnig takmarkanir á öx- ulþunga. Hótel ÓlafsQörður: sjússa- mælar í 15 ár Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Af og til heyrast fréttir um að lög- — reglan taki til hendinni hj á fyrirtækj - um þegar þau svindla á viðskiptavin- um sínum. Nú gerðist það hér í Ólafs- firði að opinber víneftirlitsmaður, sem var hér á ferð, gerði rassíu á Hótel Ólafsfirði og viti menn: sjússa- mælarnir voru ólöglegir og þeir auð- vitað teknir úr umferð. Það ólöglega við þá var aö þeir reyndust of stórir. Þórhildur Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri hótelsins, segir aö mælarnir hafi fylgt hótelinu síðustu 15 árin Og því hafi Ólafsfirðingar drukkið ólöglega í hálfan annan ára- tug. Reyndar vissi enginn um þetta ná- kvæma mál sjússamælanna en nú má hótelið sem sagt ekki lengur gera ^jæl við viðskiptavini sína. Nú þarf f)að að panta nýja sjússamæla á 10.000 kr. stykkið. ...B_ LOKI Að minnka sjússamælana á Ólafsfirði hlýtur að teljast alvarleg kjaraskerðing! tonn af kartöf I B fanginu „Ég fann að vélin var að velta og reyndi að grípa f það sem hendi var næst. Það var þá kartöflusekk- urinn og við svifum út af vélínni og ég varð undir hlassinu,“ segir Friðrik Þór Einarsson, 23 ára gam- afl vinnumaður á Háfi II í Þykkvabæ, en hann varð fýrir skömmu undir 500 kílóum af kart- öflum og marðist illa á baki og mjöðmum. Slysið varð þegar Friðrik var ásamt Fannari bónda Ólafsyni og tveimur mönnum öðrum að taka upp kartöflur í rokinu síðasta laug- ardag. Miklir sviptibyljir voru og rétt áður en verkum dagsins lauk kom hnútur á þá félaga og skellti fjögurra tonna upptökuvélinni á hliöina. Friðrik er nú kominn heim í Þykkvabæ en hann varð að vera nokkra daga á sjúkrahúsi eftir slys- iö. Hann er enn óvinnufær og er í sjúkraþjálfun. Mjúk mold var und- ir þar sem Friðrik og kartöflurnar komu niður og átti það sinn þátt í að ekki fór verr. Fannar Ólafsson segir að hann hafi reynt að snúa upptökuvélinni undan rokinu þegar hann sá að allt ætlaði um koll að keyra. Hnút- urinn kom hins vegar á vélina áður en henni varð snúið og því fór sem fór. „Þaö er hreint ótrúlegt að Friðrik skyldi sleppa lifandi frá þessu en þetta er hraustmenni. Hinir tveir sem stóðu á vélinni .náðu að grípa í færiband og héngu þar þegar vél- in stöðvaðist," segir Fannar. Óverulegar skemmdir m-ðu á upptökuvéiinni en litlu munaði að dráttarvélin, sem dró hana, færi um koll Uka. Þar sat Fannar og horfði á atburðina eins og í hægri endursýningu. -GK W@DoDQ QQOuD Friðrik Þór Einarsson, vinnumaður i Háfi II í Þykkvabænum, slapp lifandi en marinn eftir að hann fékk yfir sig hálft tonn af kartöflum á dögunum. Upptökuvél, sem hann stóð á, fauk um koll og varð Friðrik undir stórum sekk sem hann greip í. DV-mynd Fannar Ólafsson Hæstaréttardómur: Tryggingafé- lögin verða að hlýða - segir Jón Steinar „Þetta er dómur sem hefur þýðingu fyrir flölda annarra mála. í fyrsta lagi þýðir ekkert fyrir tryggingafé- lögin að láta meta svokallaða fjár- hagslega örorku. Það er hin læknis- fræðilega sem gildir. í öðru íagi ber tryggingafélögunum að greiða drátt- arvexti mánuði eftir að krafa kemur fram ef dráttur verður á greiöslu," segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður konu sem í gær vann fyrir Hæstarétti mál þar sem Sjóvá/Al- mennum er gert að greiða henni nærri 2,9 milljónir í bætur og drátt- arvexti vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir árið 1990. „Það er alveg skýrt nú að það þýð- ir ekkert að koma með mat um fjár- hagslega örorku og ég held að trygg- ingafélögin ættu að spara sér þá fjár- muni sem fara í að meta slíka ör- orku,“sagðiJónSteinar. -GK Tvöfaraí 20 mánaða fangelsi - fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur hefur iæmt Ingu Lind Gunnarsdóttur, 22 ára, og Braga Róbertsson, jafnaldra bennar, í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 303 töflum af alsælu og 288 grömmum af amfetamíni frá Amsterdam í apríl úðastliðnum. Inga Lind bar efnin á sér og í lík- ama sínum við komuna til landsins an Bragi stóð að því að fjármagna afnin og keypti þau í Hollandi. Þau komu í sömu flugvél til íslands. Hvorugt sakborninganna hafði sak- arferil sem máli skipti við ákvörðun refsingar í þessu máli - 20 mánaða áskilorðsbundið fangelsi þótti hæfi- iegt með hliðsjón af eðli brotsins, magninu og hættu efnanna. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp ióminn. -Ott DV seinkaði: Bilun í prentvél DV var víða seint á ferð í gær vegna bilunar í prentvél. Kaupendur blaðs- ins eru beðnir afsökunar á töfinni. Veðriðámorgun: Dálítil úrkoma Á morgun verður allhvöss eða hvöss norðaustanátt á Vestíjörð- um en annars fremur hægur vindur. Vænta má dálítiflar úr- komu í flestum landshlutum, einkum þó á annesjum norðan- lands og á norðanverðum Vest- fjörðum. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Rxother PT-7000 Merkivél m/íslensku Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.