Alþýðublaðið - 26.10.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.10.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUSL AÐIÐ Dagsbrúnarfundur verður á tnorgun f Goodtetnplsrahúsinu bl, 71/2 síðdegis — B'yrir- lestur verður fluttur. Auk þess fleiri merkileg naál á dagskrá. Fólagsstj ó vnln. Jafnaðarmannafélagið heldur fund í Goodtemplarahúíinu (uppi) á flmtudaginn 27. október klukkan 8 eftir hádegi. Stjóraln. U.f. Yersi. Hverfing, <50 A, Riðbletta meðalið fræga komið aftur, Tauklemmur, FI beinshöf uðkambar, Hsrg eiður, Fægilögur og Smirsl, það bezta er hingað hefir flust Tréausur, Kolaausur og Bróderskævi. -— Góð vara, gott verð Von feefir fle»t ttl Idsms þaria, Nýkomnir nidur-.oðnii áv-.xtir, þeir al ódýruitu í borgiuui; súkku- laðt, brjóstsykur, íselgæti; sfgar- ettur. vmdlar. — *Von< hefir nú eins og áður birgðir af öliura möguiegurn haustvörum og selur þær raeð mjög sanngjörnu verði. — Lýsi handa börnunnm er ætíð fyri'liggjandi. Tnlið við mtg sjálfan ef uro stó k*up er að ræða á matvöru Alha vinsamlegast Gnnnar Sigurðsson. Simi 448. AlþbL er blað allrar alþýðtt. Hang'ikjöt og- ísL smjör rýkomið í verzi. SSmoEar Jósssonar Laugaveg 12. Bókband og lieftlcag 33°/o—40°/o ódýrara, ew annar- staö&r i bænum, á Frakkastig 24. Prlmushausar „Radius“ á kr. 3,75 í verzlun Hanneaas1 Jónssonar, Laugaveg 28 A Vatnsstfg 3 er gert við p'ímusa, luktir, lampa, ofna, grammofona, brauðhnífa, skæri, katla, könnur, potta. Hreinsaðar klukkur og fleira. iyao Tnrgeniðw: Æskuminningar. trausti. Og ástareldurinn funaði upp hjá honum enn meira en áður, meðan hann var að kalla þessa mynd fratn í httga sínum. Hann mundi nú eftir rósinni, sem hann var búinn að bera 1 vasa sínum i þrjá daga, tók hana og þrýsti henni svo fast að vörum sínum, að sársaukadrættir komu í andlit hans. Hann var nú hættur að íhuga og gera áætlanir. Hann var búinn að þurka út í kuga sínum fortíðina, og stökk nú inn í strauminn til þess að berast með bonum inn í hið ókomna, hann hugsaði ekkert um hvert — ef til vill bar hann hann beint í fangið á dauð- anum. Nú voru það ekki lengur bylgjuxnas í kvæðinu eftir IJhlaud, sem fyrir stuttu höfðu verið að vagga honum — nei það voru heljarstórar hrannir, sem brutust áfram — og báru hann með sér! * Hann greip pappírsblað og skrifaði alveg viðstöðu- aust: „Kæra Gemma ! Þér vitið, að eg hefi tekið það að mér að gefa yður ráð, — þér vitið hver ósk móður yðar er, og hvers hún hefir beðið mig, — en eitt vitið þér ekki, sem eg þó nú ætia aö segja yður, en það er, að eg elska yður — eg, sem aldrei hefi elskað'áður, ber nú óslökkvandi ást til yðar. Þetta hefir kornið alveg óvænt (yrir mig og tilfinningar mínar eru alt of sterkar til þess, að eg geti sagt yður frá þeim í orðum. Þegar móðir yðar kom til mín með beiðni sína — var mér þetta ekki fullljóst enn — ella hefði eg aldrei tekist þenna starfa á hendur . . . Eg vil vera fulikomlega hreinskilinn við yður, svo að þér vitið, við hvern þér eigið, — engin misskiln- ingur má vera okkar í milli. Þér sjáið að eg get ekk gefið yður ráð. . . . Eg elska yður — það er það eina sem eg veit og finn. Dnaitri Saniii.“ Eftir að Sanin hafði brotið þetta bréf saman og límt aftur umslagið, ætlaði hann að hringja á þjóninn og senda hann af stað með það. „Nei, það má eg ekki hugsaði hann. „En með Emil? Að fara inn í búðina ■ og leita hann uppi á méðal hinna starísmannanna — það ,'get eg ekki heldur. Svo er Kka komið kvöld, og hann llklega farinn heim.“ Með þessar hugsanir tók þó Sanin hattinn sinn og gekk út á götuna. Þegar hann beygði fyrir götuhornið, kom hann auga á Emil, sér til rnikillsr gleöi. Drengurinn var á hraðri ferð heim- Ieiðis með poka undir handleggnum óg pappirsstranga í hendinni. „Það er vfst ekki að ástæðulausu, að talað er um hepm þeirra ástföngnu,“ hugsaði Sanin og kallaði á Emil. Hann snéri sér við og kom hlaupandi. Sanin lét hann engan tíma fá til þess að fara í neinn ofsa, en bað hann fyrir bréfið og sagði honum hverjum hann ætti að fá það og hvernig. Emil hlustaði á með eftirtekt. — „Þannig, að enginn sjái það?“ spurði hann og setti upp mesta spekingssvip. „Eg skil, hvað um er að vera!" „Já, vinur min®“, sagði Sanin og varð dálítið vand- ræðalegur, en klappaði samt Emil á kinnina . . . „Og, ef hún svarar því, þá ætlið þér að faera mér það alveg strax, er það ekki? Eg verð heima.“ „Þér getið verið alveg rólegirl" hvíslaði Emil glað- lega, hljóp af stað og kinkaði kolii til hans um leið. Sanin snéri heim og lagðist út af 1 legubekkinn í myrkr- inu, lagði handleggina aftur fyrir höfuðið og gaf hug- ann á vald hinni nývöknuðu ást, sem enginn getur lýst; Sá, sem hefir fundið til hennar, þekkir þá þrá og þá sælu, sem fyigir henni; hinum, sem aldrei hafa fundið til hennar, er aUs ekki auðið að gefa nokkra hugmynd urn hana. Dyrnar opnuðust og Emil kom inn. „Hérna er það", hvíslaði hann, — „hérna er svarið!" — Og hann rétti upp samanbrotið pappfrsblað. Sanin stökk á fætur ag reif þ&ð úr höadum hans. Tilfinningar hans hlupu með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.