Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 9. OKTÖBER 1995 Fréttir Krafa foreldra barns í Húnavallaskóla: Kennari verði rekinn - sáttatilraun skólastjóra mistókst „Ég vonaði að mér hefði tekist að koma þessu máli í höfh í vor en svo var ekki. Nú er hara að bíða niður- stöðu menntamálaráðuneytisins og ég hef óskað efitir að vinnu þar við málið verði hraðað," segir Arnar Einarsson, skólasrjóri Húnavalla- skóla í Austur-Húnavatnssýslu, í samtahð við DV. Harðar deilur hafa nú í haust spunnist milli foreldra barns við skólann og kennara þar vegna áburðar um þjófnað í skólanum síð- asta vor. Hurfu munir úr geymslu skólans og er óupplýst hvernig það bar að. Bar kennari þjófnaðinn á nemanda en áburðurinn reyndist ekki á rökum reistur. Foreldrar barnsins vilja ekki una því að kennarinn verði áfram við skólann og hafa fengið heimild til að taka barn sitt úr tímum hjá honum meðan verðið er að leita lausnar í menntamálaráðuneytinu. Fékk ráðuneytið málið nú í haust og er niðurstöðu að vænta fyrir lok þessa mánaðar. Þórunn Hafstein, deildarstjóri í ráðuneytinu, vinnur að hugsanlegri lausn en hún vildi ekki tjá sig við DV um stöðuna. „Málið er á mjög viðkvæmu stigi og ástæðulaust að upplýsa nokkuð um það nú," sagði hún. Lögreglan á Blönduósi hefur verið beðin um að rannsaka þjófnaðinn en þeirri ósk var vísað frá vegna þess hve langt er um liðið frá því munir skólans hurfu. Verður því ekki um lögreglurannsókn að ræða. „Úr þessu er engin leið að sanna sök eða sakleysi í þessu máli. Eina vonin er að utanaðkomandi aðilar finni ásættanlega lausn fyrir alla aðila," sagði Arnar Einarsson skóla- stjóri. -GK Banaslys við Gunnarshólma: Tveir f ólksbílar skullu saman loka þurfti Suðurlandsvegi í tvo tíma Tæplega sextugur maður, búsettur í Reykjavík, beið bana er tveir bílar rákust saman á Suðurlandsvegi við Gunnarshólma rétt fyrir hádegi í gær. Ung hjón sem voru í öðrum bíln- um voru flutt á Borgarspítala. Maö- urinn er fótbrotinn og með aðra minni háttar áverka en konan Uggur á gjörgæsludeild með brjóstholsá- verka og innvortis meiðsl, en er þó ekki í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu lítur svo út fyrir að bíllinn, sem maðurinn sem lést ók og ekið var í vesturátt, hafl skyndilega sveigt yfir á rangan vegarhelming og lent við það framan á bíl sem hjónin voru í og kom úr gagnstæðri átt. Lífgunar- tilraunir voru gerðar á vettvangi á manninum sem lést. Þrír sjúkrabílar og tækjabíll slökkviUðsins í Árbæ voru kallaðir á vettvang og þurffi að loka Suður- landsvegi, við Gunnarshólma í tvo tíma á meöan sjúkraflutningamenn, slökkvihðsmenn og lögregla unnu á slysstað. í staðinn var umferð beint um Nesjavallaveg og Bláfjallaveg. Báðir bílarnir sem lentu í óhappinu erugjörónýtir. -pp Vestmannaeyjar: Mörginnbrot Brotist var inn í þrjú fyrirtæki við norðurhöfhina í Vestmanna- eyjum í. fyrrinótt. í einu tílvik- anna var um aö ræða innbrot í netagerð. Þaðah var bfl, sem var *U viðgerðar, stolið og honum ekið út úr húsnæðinu með þeim afleiðingura að ónotað byggingar- efhi í husinu skemmdist. Bíllinn fannst mikið skemmdur. Einnig var brotist inn í skemmu í eigu útgeröar í Eyjum, skemmd- ir unnar þar og rótað í gögnum á skrifstofU, Ekki er vitað til þess að neinu'haf} verið stolið í því fyrirtæki. Svipaða sögu er að segja af fyrirtækinu Skipalyft- unni í Eyjum. Loks raá geta þess að brotist var inn í iðnfyrirtæki í Vestraanna- eyjum um helgina. Veruieg skemmdarverk voru unnin á húsnæðinu, meðal annars sprautað úr máaiingarsprautu innandyra. -pp Hafharfjörður: Innbrotafar- alduríbíla Brptist var inn í þrjá bíla í Ham- arfirði um helgina og stohð þaðan h^ómflutningstækjum. Þá voru rúöur brotnar í fleiri bílum í þeim tögangi, að því er virðist tíl að stela ur þeim. Að sögn lögreglu bendir ailt til þess að um faraldur sé að ræða. Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrotanna umhelgina. -pp Morten Harket úr AHA á Islandi: Er að hefja einleiksferil - segir nýja plötu koma á óvart „Þú gætir ekki trúað því hve ólík viðbrögð blaöamanna eru eftir að hafa hlustað á sólóplötu mína. Þeir keppast við að sálgreina tónhstina mína og hver og einn fær út sína eig- in niðurstöðu," sagði Norðmaðurinn Morten Harket, sem er vel þekktur hér á landi fyrir að vera einn með- hmanna úr hinni heimsþekktu hljómsveit AHA. Sú hljómsveit hefur nú hætt störf- um, í bili að minnsta kosti, en Har- ket er að hefja einleiksferil með út- gáfu á plötunni „Wild Seed" sem nýkomin er í verslanir víða um lönd. Morten Harket kom til Reykjavíkur um helgina til að kynna afurð sína og svaraði nokkrum spurningum blaðamanns. „Staðreyndin er sú að tónhst mín á „Wild Seed" í samanburði við þá sem við fluttum í AHA hljómar mun harðari. Nýja platan mín kemur mörgum á óvart því þegar ég var í AHA þá samdi ég engin lög en sem öll lögin á „Wild Seed". Ég er búinn að gera plötusamning við Warner Brothers, sama fyrirtækið og AHA skipti við. Sá samningur skiptir mig miklu máh og mér er mjög illa við að senda frá mér einhver metnaðar- laus verk. Ég er ekki bundinn af neinum ákveðnum fjölda af plötum í samn- ingnum, enda er það mitt áht að það komi hstamanninum vel og tónlist hans að þurfa ekki að framleiða marear Dlötur. Á sama hátt er ég NIÐURSTAÐA Er O.J. Simpson sekur eöa saklaus? J Ö d d FOLKSINS 99-16-00 Morten Harket hefur nú sagt skílið við hljómsveitina AHA og hyggur á ein- leiksferil. Hann var staddur í Reykjavík um helgina til þess að kynna nýja plötu sína „Wild Seed". DV-mynd Sveinn ekki að stila inn á mikla sölu í byrj- un, sígandi lukka er best í þessu efni og mikilvægt er að gefa fólki tíma til að hlusta og meta tónlistina. Ætíi megi ekki búast við nýrri plötu frá mér á eins og hálfs til tveggja ára fresti. Ég hef orðið var við þaö að fólk Mtur enn á mig sem meðlim í AHA utan Noregs en í Noregi eru menn farnir að átta sig á þvi að ég starfa sem einstaklingur nú," sagði Harket. -ÍS Ifiokkl 12 tll 15 ára náðu islensk pör að raða sér i þrjú efstu sæt- in en Elísabet Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson, sem bæöi eru margfaldir íslands- meistarar, voru hiutskörpust. London: fislenskursigur ádansgóSfinu ísienskum dönsurum í alþjóð^ legri keppni í suðurameriskum dönsura á hinu svokallaða Lon- don-open móti gekk rajög vel um helgina. í flokki 12 til lðára náðu íslensk pör til dærais að raöa sér í þrjú efstusæön en Msabet Sif Haraidsdóttir og Sigursteinn Stefánsson, sem bæði eru marg- faldir íslandsmeistarar, voru ;hlutskörpust. Samtals 60 pör, yíðs vegar úr heiminura, taka þátt í þessarri óopinberu heims- raeistarakeppni yngri Qokka. í flokM yngri en 12 ára í sömu keppm náðu tvð islensk pör aö komast í úrslit Þess má geta að Elísabetu Sif og Sigursteini hefur verið boðin þátttaka í sérstakri keppni, sem fram fer í kvöld, ásamt 5 öðrum pörum sem þykja á heimsmæli- kvarða. -pp Stuttarfréttir Kúabændur mótmæla Kúabændur telja að búvöru- samningurinn við sauofjárbænd- ur geti haft truflandi áhrif á kjöt- markaöinn. Þá mótmæla kúa- bændur því að skerðing greiðslu- marks í sauðfjárrækt ákvarðist aö hluta til af greiðsiuraarki í mióikurframleiðslu. Samiófyriraramót? Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir stefht að því að ná samningum við Norömenn um Smuguveiðarnar fyrir áramót, annars sé máhð koraið í alvarleg- an hnút. Stöð tvö greindi frá. KvótitilAkureyrar Suðurnesjamenn kunna að missa um 1.200 tonna kvóta ef Aðalvíkin KE verður leigð til i Akureyrar eins og búist er við. RÚV greindi frá þessu. A-vítaminiðvarasamt Ofheysla A-vítamíns á með- gðngu getur valdið alvárlegum fæðingargöllum. RÚVgreindifrá. Grænu 10 gíra drengjahjóh var stolið fyrir helgina í gamla vest- urbænum. Tiðni hjólastuidar 1 hverfinu er mikill og hafa mörg born orðið fyrir barðinu á hjóla- þjófum i suraar. Fulltrúar AlþýðuQokks, Kvennálista, Alþýðubandalags og ^joðvaka hittust í síöustu viku tii að ræöa útgáfu á dagblaði. ; -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.