Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Fréttir Sjómaðurinn sem vann 5 milljónir í lottói og hafði heitið á starfsstúlkur hársnyrtistofu: Bauð sjö stúlkum í 208 þúsund króna ferð - fór með þeim til Glasgow á laugardag en fleiri eru farnir að heita á stúlkurnar Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum: „Ég vona aö þær eigi eftir aö skemmta sér vel í feröinni. Þær eru allar mjög hressar og skemmtileg- ar," sagði Einar Daníelsson, sjómað- urinn í Keflavík sem nýlega vann 5 miHJónir króna í lottói. Hann var að fara í ferð til Glasgow með sjö konum sem hann hafði boðið með sér þang- að. Ástæðan var að áður en Einar fékk vinninginn hafði hann heitið á allar starfsstúlkur Hársnyrtistofu Harðar Guðmundssonar í Keflavík - ef hann fengi 5 rétta byði hann þeim í utanlandsferð. Einar greiddi 208 þúsund krónur fyrir sjö starfsstúlkur og eiganda stofunnar. Hann sagðist í samtah' við DV ætla að geyma afganginn af pen- ingunum á góðum stað - þeir færu ekki í neina vitleysu. Nýleg frétt DV af vinriingnum og áheiti Einars varð til þess að margir Kátir Glasgow-farar meö Einari Daníelssyni og Herði Guömundssyni. Þær eru Hafdis A. Karlsdóttir, Gréta Grétars- dóttir, Aníta I. Arnarsdóttir, Bjarnveig Björnsdóttir, Þóranna Andrésdóttir, Anna K. Sigurðardóttir og Kolbrún Valdi- marsdóttir. DV-myndÆMK hafa haft samband við Hörð, eiganda hársnyrtistofunnar - fleiri vilja heita á stúlkurnar sjö. „Það hafa margir haft samband við mig og haft þetta á orði, bæði ein- staklingar og gamlir viðskiptavinir. Ég get þó ekki nefnt nein nöfn," sagði Hörður. „Þetta hefur allt verið mjög sér- stakt. Margir slá svona áheitum fram í gríni en standa síðan ekki við þau. Það var hihs vegar vilji Einars að bjóða hópnum út þó við hefðum ekki reiknað með neinu frá honum. Það er hins vegar ekki hægt að neita að þiggja svona boð þegar það er borið fram af slíkum heilindum og dreng- lyndi," sagði Hörður. Einar hefur verið viðskiptavinur hjá Herði í yfir 30 ár. Hópurinn kem- ur heim úr Glasgowferðinni á morg- un, þriðjudag. Á meðan er stofan lok- uð. -ótt Kjaramálin krufin í stjórnarráðinu: Hef ðbundinn en gagnlegur f undur - segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins Davíö Oddsson forsætisráðherra tekur á móti Benedikt Daviðssyni, forseta ASÍ. DV-myndTJ „Fundurinh var með hefðbundn- um hætti en ég held að hann hafi engu að síður verið gagnlegur. Það er kannski enginn árangur kominn í ljós en okkur virðist sem það ríki skimingur á því að um vandamál sé að ræða," segir Benedkit Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins. Benedikt gekk ásamt Birni Grétari Sveinssyni, formanni Verkamanna- sambandsins, og Ara Skúlasyni, hag- fræðingi ASÍ, á fund Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á laugardaginn til að ræða þá stöðu sem komin er upp á vinnumarkaðin- um í kjölfar nýfalhns kjaradóms. Á fundinum upplýstu ráðherrarnir að þeir myndu freista þess að fá for- sendur kjaradómsins þannig að hægt yrði að skoða þær viðmiðanir sem gengið var út frá í úrskurði dómsins. Þá viðraði Davíð þá hugmynd að komið yrði í veg fyrir með lagasetn- ingu að æðstu embættismenn þjóðar- innar fengju þriggja prósenta launa- hækkun sem launþegar eiga að fá um áramótin. Benedikt segir að þó siðferðilegar forsendur kjarasamninganna séu brostnar muni það fyrst koma í ljós í lok næsta mánaðar hvort hægt verði að segja samningunum upp. Á hinn bóginn megi hugsa sér aö gripið verði til aðgerða þrátt fyrir að samn- ingar séu í gildi, til dæmis á félaga- eða einstakhngsgrundvelli. „Við blðum eftir að fá einhver gögn frá kjaradómi til að við getum hafið okkar vinnu. Vinnan verður að vera farin að stað áður en þing Verka- mannasambandins hefst 24. október þannig að það er ekki langur timi til stefnu," segir Benedikt. -kaa I dag mælir Dagfari Með f orsetann í maganum Forsetakjör er í uppsiglingu. Það kemur eiginlega þjóðinni í opna skjöldu vegna þess að enginn átti von á því aö Vigdís Finnbogadóttir léti af störfum. Frú Vigdís hefur setið á forsetastóh svo lengi að ís- lendingar voru hættir að reikna með því að kjósa þyrfti nýjan for- seta. Enda er þjóðin hálflömuð af tilhugsuninni um að einhver annar setjist að á Bessastöðum. Ekki þó allir. Fjölmiðlar eru farn- ir að útnefna forsetaframbjóðend- ur og eftír þeirri upptalningu að dæma virðist enginn hörgull á hæfu fólki. Að minnsta kosti að þeirra eigin mati. Það kemur nefni- lega í ljós að helftin af þjóðinni getur vel hugsað sér að taka við af Vigdísi. Fólk var unnvórpum að bíða eftir afsögn hennar til að geta gefið kost á sér sjálft. Miðaö við öll þau nöfn sem eru nefnd í blóðum, kjaftasögum og á förnum vegi er biðröð af fólki sem telur sig ýmist eiga erindi á Bessa- staði ellegar hefur orðiö fyrir stöð- ugum þrýstingi um að fara þangað. íslendhigar eru lánsöm þjóð að vera ekki á vonarvöl með forseta- frambjóöendur eða hæfa forseta ef tekið er mark á viðhorfum og við- brögðum þeirra sem til eru kallað- ir. Þeir segjast að vísu ekki hafa hugsað máhð ofan í kjölinn og eigi eftir að leggjast undir feld og í raun og veru er eina vandamáhð hjá flestu þessa fólks að þetta sé ekki rétti tíminn til að spyrja. Þess vegna er þetta ekki rétti tímirin til að svara án þess þó að viðkomandi ætli að svara neitandi að framboð komi til greina. Fram kemur að við suma hefur hugmyndin um forsetaframboð verið reifuð en þeir hafa af lítillæti ekki viljað tjá sig að svo komnu máli. Það kemur með öðrum orðum í ljós að þúsundir íslendinga hafa orðað það við aðrar þúsundir ís- lendinga hvort þeir vhji ekki gefa "kost á sér sem forsetar. Það eina sem hefur komið í veg fyrir að þess- ar áskoranir og vangaveltur ein- stakra hugsánlegra frambjóðenda úti í þjóðfélaginu hafa ekki verið gerðar opinberar hingað til er tillit- semi við frú Vigdísi. Núverandi forseti hefur sem sagt verið til trafala gagnvart frama og framboði annarra frambærilegra og hugsanlegra forseta og þegar fólk hefur verið að segja að frú Vigdís sé eini íslendingurinn sem sómir sér á Bessastöðum er það af algjörri vanþekkingu á stöðu mála og þeim mikla fjölda sem hefur beðið í ofvæni eftir að Vigdís hætti. Vandinn verður sá einn að koma sér saman um hver eigi að verða forseti. Ekki má heldur gleyma þeim sem geta líka orðið forsetar en enginn hefur enn þá komið auga á. Fjöldi frambærilegra frambjóðenda er tvímælalaust á boðstólum en því miður hefur enginn orðað það við þessa einstaklinga og enginn nefnt þeirra nafn. Margur maðurinn hggur andvaka í angist heima hjá sér og skilur ekkert í því að koma ekki til greina sem forseti og það er einmitt þessi hópur fólks sem hefur nú risið upp og heldur þvi fram að þjóðin geti verið án for- seta. Forsetaembættið er óþarft segja þessar illu tungur og þessi kenning stafar ekki af því að þeim fmnist forsetastarfið óþarft heldur af hinu að úr því nöfn þeirra eru >ekki í umræðunni á enginn annar skihð að vera forseti. Þá sé best að leggja forsetaembættið niður. Þegar upp er staðiö verður það að teljast mikið lán að frú Vigdís skuh hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Eftir sextán ára valdaferil hennar hafa safnast upp svo margir forsetaframbjóðendur að þjóðin er jafnvel að velta því fyrir sér að kjósa alls engan for- seta! Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra og það getur enginn hugsað sér að einhver annar verði forseti meðan hann sjálfur getur ekki orðiö forseti. Sem er út af fyr- ir sig synd. Hver á þá að nota vín- kjallarann á Bessastóðum sem nú er búið að endur hanna fyrir rúman milljarð? Þá er illa farið með góðan vínkjaUara. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.