Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Page 6
6 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Fréttir Sandkom Sökuö rnn heimabrugg og sölu á smygluðu áfengi á Þórshöfn: Lokapunktur á ein- elti lögreglumanns - segir Guöbjörg Guðmannsdóttir og segir lögreglu hafa gert upptækar skrautflöskur á hótelinu Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö hefur aldrei einum einasta gesti á mínu hóteli verið selt heima- bruggaö vín eða smyglaö. Þessi inn- rás lögreglumannsins á Þórshöfn inn á hóteliö, sem jafnframt er heimih mitt, er bara lokapunkturinn á enda- lausu einelti hans gagnvart mér sem hefur að tilefnislausu staðið yfir í mörg ár og hann notaöi tækifærið þegar ég var á spítala í Reykjavík til þessa verknaðar," segir Guðbjörg Guðmannsdóttir, eigandi Hótels Jór- víkur á Þórshöfn, en hún hefur verið ákærð fyrir að selja gestum sínum heimabrugguð létt vín og smygluð sterk vín. Guðbjörg segir að í frétt í DV, sem greinilega hafi verið höfð eftir lög- reglunni á Þórshöfn, hafi verið sagt að smygluð og heimabrugguð vín hafl verið gerð þar upptæk og vín- veitingaleyfið tekið af henni. „Það er best að sannleikurinn komi fram. Þessar vínflöskur voru að langmestu leyti skrautflöskur með áfengi í sem ég hef keypt á ferðum mínum erlend- is í um 20 ár og haft óopnaðar upp á hillu á hótelinu sem jafnframt er heimili mitt. Þá voru gerðar upptæk- ar einhveijar flöskur sem gestir mín- ir, sem jafnframt eru vinir mínir, flestir, hafa fært mér. Þær flöskur voru að sjálfsögöu í húsinu enda hef ég ekki annan stað til að geyma þar. Einnig var tekið eitthvert áfengi til viðbótar sem að sjálfsögðu var merkt ÁTVR. Annað áfengi, sem tekið var, var berja- og rabarbaravín sem ég var að brugga að gamni mínu fyrir mig sjálfa og saftin mín fékk ekki einu sinni að vera í friði. En að það hafi verið selt heimabruggað vín eöa smyglað á núnu hóteh er svo ósatt að það tekur því bara ekki að ræða það. Svo ryðst þessi maður þarna inn að mér fjar- staddri og ég sit eftir stimpluð sem bruggari og smyglari," segir Guð- björg. Stólpastóðhestar áleiðúrlandi Nokkrir stólpastóðhestar eru lík- lega á leið úr landi, þeir Gassi frá Vorsabæ, Kolgrímur frá Kjamholt- um og Seimur frá Víðivöllum fremri. Fyrr í sumar fór Fáni frá Hafsteins- stöðum til Þýskalands. Hann var þá hæst dæmdi útflutti stóðhesturinn með 7,90 fyrir byggingu, 8,93 fyrir hæfileika og 8,41 í aðaleinkunn. Gassi til Danmerkur AUar Ukur eru á því að Gassi frá Vorsabæ fari tU Danmerkur og er kaupverðið þrjár milljónir króna. Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga er eigandinn og hefur auglýst forkaupsrétt á honum. Ekki hefur heyrst af áhpga íslendinga á Gassa. Hann er einn hæst dæmdi stóöhest- ur landsins með 8,38 fyrir byggingu, 8,60 fyrir hæfileika og 8,49 í aðalein- kunn. Gassi hefur einnig fengið 1. verölaun fyrir afkvæmi og hefur nú náð þeim fjölda sem til þarf í heiðurs- verðlaun. Kolgrímur á leið til Noregs Kolgrímur frá Kjamholtum er í eigu Hrossaræktarsambands Dala- manna og Austur-Húnvetninga. Hann er með 119 stig í kynbótaspá og því þarf ekki aö auglýsa forkaups- rétt á honum. ' Norðmaðurinn Rune Svendsen hefur boðið eina og hálfa miUjón í Kolgrím og er nánast frágengið að af kaupum verður. Kolgrímur var sýndur á landsmót- inu á HeUu 1990 og fékk fyrir bygg- ingu 8,05, 8,41 fyrir hæfileika og 8,23 í aðaleinkunn. Þýsk kona bauð í Seim Eigendur Seims frá VíðivöUum fremri fengu tUboð í Seim í sumar og auglýstu forkaupsrétt á honum á 2,6 miUjónir. Ekki hefur þó heyrst frá kaupandanum nýlega. Seimur var sýndur á fjórðungsmót- inu á Kaldármelum 1992 og fékk 7,63 fyrir byggingu, 8,57 fyrir hæfileika og8,10íaðaleinkunn. -E.J. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hótelstýra á Þórshöfn. DV-mynd BG Kolgrimur frá Kjarnholtum er á leið til Noregs. Knapi er Hjörtur K. Einarsson. DV-mynd E.J. Þing Alþýöusambands Norðurlands: Kjarasamning- ar verði lausir um áramótin - einhugur aö sögn nýs formanns Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef aldrei setið þing þar sem svona mikUl einhugur hefur ríkt. Þeir sem tóku til máls um kjara- mál, og þeir voru margir, voru undantekningarlaust á þeirri skoð- un að samningum yrði sagt upp 1. desember og þeir verði lausir um áramót," segir Valdimar Guð- mannsson sem var kjörinn formað- ur Alþýðusambands Norðurlands á þingi sambandsins um helgina. Valdimar segir að það hafi komið skýrt fram í máli manna á þinginu að hinn almenni launþegi sé tilbú- inn í harðar aðgerðir til að fá leið- réttingu sinna mála. „Þaö skyldi raunar engan undra að þeir sem eru að vinna á lægstu töxtunum skuli vera reiðir." Um nýjasta útspil Davíðs Odds- sonar forsætisráöherra, að þeir sem taka laun samkvæmt nýjum útskurði kjaradóms fái ekki launa- hækkun þegar laun á vinnumark- aði hækka næst, segir Valdimar: „Það eitt og sér er langt frá því að vera nægjanlegt en getur e.t.v. ver- ið liður í heildarlausninni. Það er hins vegar alveg ljóst að ef ekki verður eitthvað raunhaÉt búið að gerast í þessum málum fyrir þing Verkamannasambands íslands eft- ir tvær vikur er engin spuming hvemig mál verða afgreidd þar. Það stendur ekki steinn yfir steini af þeim kjarasamningi sem við undirrituðum í febrúar og allir sem hafa samið á eftir okkur hafa fengiö mun meiri launahækkanir. Ef það og annað sem upp hefur komið síðan eru ekki nægar for- sendur til að segja samningum upp þá hefur verið illa gengið frá þeim af okkar hálfu," segir Valdimar. Bændur reiðir BænduríAð- aidaliruekki:; mikliraðdá- endurNáttúru- verndarráðs ix-ssadagana ogfir.nsl ráðið dragbíturáþá nauðsvnlegu framkværadað þeirraroatiað hækka .súfluna viðLaxárvirkj- un til að hefta sandburð niður á iaxa- svæðið í Aðaldal. Náttúruverndarráö hefureins konarneitunarvald þegar frarakvæmdir á borð við þessa eru á dagskrá við eða í Laxá eða Mý vatni. Það voru reyndar bændumir sjálfir sem voru hvatamenn þess á sínum tíma að ráðið fengi þessi völd í hend- ur en nú segja þeir að ráðið vilji ekki koma nálægt neinni nátttúruvernd á þessum slóðum. Segja þeir fullum fetum að vemd ráðsins gagnvart líf- ríkinu hafi snúist upp í andhverfú sína, enda sé sandurinn aö ganga aö lífrikinu í Laxá í Aðaldal dauðu. Verndín í veskinu? Náttúru- verndarráð komívegfyrir þaðfyrir nokkmmárum aöstíflanværi hækkuð.ekki vegna stíflunn- arsjálfrar, heldurvegna ákvæðisí saraningi Landsvirkjunar þess efnis að laxar yrðu fluttir upp á silungasvæðið í Laxárdal og Mývatnss veit sem marg- ir segja það besta í heiminum. Var þá ekki lengur vilji fyrir stíflugerð- inni. Sá vilji bændanna ofan virkiun- ar að fá lax á það s væðí helgast auð- vítað af þvi að þámyndi áin gefa meira af sér því laxveiöileyfi eru jú mun dýrari en silungsveiðileyfi. Vegna þessa sagði einn ónefndur maður á laxasvæðinu neðan virkjun- ar að málið væri bara ekki flóknara en þaö að náttúruvernd bænda í Mývatnssveit færi aðallega fram í gegnum veskið þeirra. Norðlendingarvel upplýstir ÍDegiáAk- ureyrivarísið- ustuvikusagt frávetrarstarfi Lionskhibba vfðsvegará Norðurlandi . semeraðhefj- ast. Starfþess- arakhibtw byggisteinsog knnnugter mikiðásölu- starfsemi ýmiss konar og er hagnað- inum varið til ýmissar góðgeröar- starfsemi. Ef marka má lesturinn ættu Norðlendingar ekki að þurfa að sitjaí myrkrinu í skammdeginu sem f hönd fer þ ví ekki færri en 7 Lions- klúbþar í fiórðungnum eru með ljósa- perusölu á dagskrá sinni á næstu vik- um. Spila áfram KR-ingar, vinirokkari vesturbænum í Reykjavík, eru vistekkialltof ánægöirmeð þáákvorðun GuðjónsÞórð- arsonarað ;: flytjasigað nýjuuppá Skipaskagaog takaþarvið þjálfltn til aldamóta. Þótt Guöjón skil- aði með liðinu tveimur bikarmeist- aratitlum þá eru enn áratugír síðan KR hefur orðið í slandsmeistari og það svíöur meira en allt annað f her- búðum KR. Það erþó ekki loku fyrir það skotiö að KR eigi eftir að verða Islandsmeistari, hvort sem það verð- ur áþessari öldeða þeirri næstu. Einn af forráðamönnura félagsins sá nefnilega ástæðu til að lýsa þvi yflr við brotthvarf Guðjóns frá félaginu að knattspyrna yrði áfram leikin í vesturbæ Reykjavíkur. Umsjón: Gylfi Krisf jánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.