Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 7
í MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Fréttir Htnn ákærði fjárgæslumaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar: Hyggst kæra sj Þorsteinn V. Þórðarson, fyrrum fjárgæslumaður Lífeyrissjóðs starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar, segist ætla að kæra stjórn sjóðsins til bankaeftirlits Seðlabankans fyrir vanrækslu og afskiptaleysi á þeim eignum þar sem veð hafa tapast - ef ríkissaksóknaraembættið tekur ekki málið upp sjálft. Eins og fram kom í DV fyrir helgina hefur Þorsteinn verið ákærður fyrir umboðssvik upp á tugi mitijóna og 1,5 milljóna króna fjárdrátt með því að hafa keypt skuldabréf með ótryggum veðum í eigninni Skipholti 50d og tugum íbúða við Berjarima en sjóðurinn hefur tapað tugum milljóna króna í kjölfar þessara viðskipta. Þorsteinn segir á hinn bóginn að stjórnendur lífeyrissjóðsins hafi unnið vísvitandi gegn sér. „Ég keypti þessi bréf til þess að auka ávöxtun sjóðsins. Allir sem standa í slíku vita að því hærri ávöxt- un því meiri er áhættan," sagði Þor- steinn. „Stærsta talan sem deilt er um er kaup á bréfunum í Skipholti 50d. Matið sem ég hafði á éigninni frá tveimur fasteignasölum var á sínum tíma 110-120 milljónir króna. 1.4. mars keypti Lífeyrissjóður lækna húsið á 36 milljónir á uppboði án þess að Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar byði í eða hefði af því afskipti. í lok maí seldi læknasjóðurinn eignina á 45 miUjón- ir qg í dag, eftir frekari framkvæmd- ir Armannsfells, er þessi sama eign til sölu hjá Eignamiðluninni á 172,5 milljónir. Verðmætamat forsvars- manna lifeyrissjóðsins er því rangt og þeir hafa með vísvitandi aðgerð- um ekkert aðhafst til að fqrða honum frá 40-50 milljóna króna tapi. Fjár- festingin var ekki ótryggari en þann- ig áð 8. september var hún auglýst sem eign á besta stað í borginni." Varöandi ákæruatriðið um fjár- dráttinn sagði Þorsteinn: „Það byggist á því að ég lánaöi þeim aðila sem seldi mér bréfin þessa upp- hæð, persónulega út úr mínum reikningi, á um einu ári. Hann not- aði féð til að þinglýsa húsnæði fyrir sína umbjóðendur. Þegar ég gerði upp við hann bréfin tók ég af upp- hæðunum sem ég hafði lánað hon- um. Þetta var því fjárstreymi sem fer aldrei um sjóðinn heldur var ég þannig að endurgreiða mér. Ég við- urkenni að þetta var aðferðafræði- lega rangt en þetta skapaðist af því að maðurinn var gjaldþrota og hafði sjálfur ekki hefti og ég vildi hafa hönd í bagga með það sem hann gerði," sagði Þorsteinn. „Ef saksóknari sér ekki aðgerða- leysi forsvarsmanna sjóðsins ætla ég að kæra þá aðila til bankaeftirtits Seðlabankans," sagði Þorsteinn. -Ótt Aukín þjónusta í BOSCH verslun Sérpöntum alla almennai varahluti í Fólks- og jeppabif reiðar Vöru- og f lutninga- bifreiðar Vinnuvélar og landbúnaðartæki Fljót og góð þjónusta ^«-» B R Æ D U R N I R ^mr- Lágmjia 8-9, Sími 553 8820, Fax 568 8807 # <«>> r ...OG ALLIR í HÁSPENNU. Hafnarstrœti 3 Laugavegur 118 HVAR SPIL.AR ÞÚ ? > Vikuna 24. sept. - I.okt. 1995 f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.