Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Síða 9
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 9 Utlönd Byssumaður gekk berserksgang í Marokkó: Hóf skothríð á yfirfullum bar - myrti roskin bresk hjón og særði þrennt Lögregla í Marokkó leitaöi í gær- kvöldi lögreglumanns sem gekk ber- serksgang á bar hótels í borginni Tangier, varð tveimur aö bana og særöi þrennt. Maðurinn, sem átti frí, gekk á hvítum slopp inn á hótelbar- inn þar sem um fimmtíu manns sátu. Hann hóf fyrirvaralaust aö skjóta í kring um sig og varð tveimur aö bana, breskum hjónum á sjötugs- aldri. Hann særði Frakka á barnum og elti síðan breska konu upp stigana og skaut tveimur skotum í bak henn- ar og særði alvarlega. Tólf ára stúlka, sem var með foreldrum sínum á hót- elherbergi á hæðinni fyrir ofan, kom og hlúði að konunni. Maðurinn skaut þá á hana og særði á hendi. Hann hvarf síðan á braut og er ákaft leitað í skóglendi í nágrenni Tangier. Maðurinn hafði áður skotið konu sína til bana og sært mág sinn. Hann grunaði konuna um að halda fram hjá sér en grunsemdir hans vöknuðu vegna tíðra ferða hennar á hótehð. Lögreglan í Marokkó segir þetta mál einstakt og ekki gefa tilefni til vangaveltna um skipulagt hryðju- verk. Maðurinn hafi verið sjúkur af afbrýðissemi. Atburðir þessir eru mikið áfah fyr- ir ferðamannaþjónustuna í Marokkó en hún átti í vök að verjast vegna morða á tveimur Spánveijum á hót- eh í Marrakesh. Eeuter Fyrirsætan Naomi Campbell sýnir hér klæði frá italska tískuhönnuðinum Fendi í Mílanó um helgina en þar var vor- og sumartískan kynnt. Símamynd Reuter Simpson að kvænast Ekkert hefur sést th ruðn- ingshetjunnar O.J. Simpsons frá því daginn eftir að hann varsýknaðuraf ákærum um að hafa myrt fyrr- um eiginkonu sína og ástmann henn- ar. Samkvæmt dagblaði í Dóminík- anska lýðveldinu mun hann hafa verið á leið þangað í fylgd fyrirsæt- unnar Paulu Barbieri. Þrálátur orð- rómur hefur verið á kreiki um að þau ætli að gifta sig þar syðra. Síðan mun Simpson ætla að taka þátt í kröfu- göngu blökkumanna í Washington. Ekki er víst að Simpson græði fúig- ur á viðtali við stærstu kapalsjón- varpsstöð Bandaríkjanna, Tele- communications, en forsvarsmenn hennar segja að áhorfendur eigi ekki að greiða fyrir að sjá slíkt viðtal þar sem það sé fréttaviðburður. Fjölskyldur meintra fómarlamba Simpsons hafa höfðað einkamál gegn honum. í kjölfarið hafa þær báðar orðið fyrir morðhótunum í síma. Reuter Canon Canon BP26-D Bleksprautureiknivél 10 stafir í glugga .9.9 □ □ RÉTTVERÐ: 12.950 j 1 t Canon FC230 Ljósritunarvél - 4 bls/mín 64.5DD RÉTT VERÐ: 69.900 Opið laugarcfaga 10-14 Canon VORULISTINN A INTERNETINU: h tt p://w ww. ny h e r j i. i s/voru r/ Canon Canon BJC-4000 I *nff)KtL . 4 bls/mín - 720 dpi upplausn /100 bl. arkamatari - 2 hylkja kerfi 29.5DD RÉTT VERÐ: 34.500 Vandaðu valið og veldu Canon - þú þekkir Canon ■ þú þekkir Nýherjal m Trusf TÖLVUBUNADUR f£w\ii vikunnar! 20 stk. diskettur og hágæða videóspóla TTUSt DX2/80 PCI 8 MB minni - 850 MB diskur Margmiðlunarbúnaður - 240 W hátalarar 1 3 9.9 □ □ NYHERJA RÉTT VERÐ: 2.450 Rekstrarvörur Dufthylki í HP laser frá kr: 6.450,- HP 5125/6 Litur/SV.: 2.950,- Prentborði í OK1182/192: 495.- Dufthylki í OKI 400/800: 2.950,- Dufthylki í Lexmark 4019/29: 13.950.- 57mm tvöfaldar pappírsrúllur: 1.990,- SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 OLL VERÐ ERU STCR. VERÐ IVI/VSK - TILBOÐSVERD CILDA TIL 14. OKT. EÐfl WIEÐAN BIRCÐIR ENDAST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.