Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Meniúng Bergþór Páisson í hlutverki sinu í Carmina Burana. DV-mynd GS Carmina Burana Erótík í óperunni? - Já, Carmina Burana Carls Orffs var flutt í íslensku óperunni sl. laugardagskvöld. Hví að færa þetta verk upp aftur eftir svo skammt hlé? Ástæöan er líklega sú, að hér er um að ræða aðra gerð verksins, í stað sinfóníuhljómsveitar eru sex slag- verksleikarar og tveir píanistar og mögulega nýtast fyrri æfingar kórsins einnig fyrir þessa. Verkið er fremur sjaldan flutt í þessari gerð og var mjög forvitnilegt að heyra hana og sjá. Það er í raun ótrúlega fátt sem hljómsveitargerð verksins hefur fram yfir þessa. Víst er þar þéttari hljómur, innlínur meira syngjandi (þær fáu sem eru í verkinu) og litróf- ið ríkara en sá „hráleiki" sem þessari gerð fylgir hæf- ir verkinu jafnvel enn betur, enda er það frumgerð þess. Verkið er byggt á 25 kvæðum úr handriti frá 13. öld sem fannst í Benediktínarklaustrinu Benediktbauern í Bæjaralandi snemma á 19. öld. Hófundur verksins, Carl Orff, er þekktur fyrir Orff Schulwerk, sem eru hljóðfæri (einkum slaghljóðfæri) og aðferðir við tón- listarkennslu barna. Nafni hans sem tónhöfundar á hann hins vegar nánast eingöngu velgengni Carmina Burana að þakka. Þetta er svo aðgengileg tónlist að flestir gætu sjálfsagt sungið alla sýninguna með eftir að hafa farið tvisvar. Og þó. Góðar söngraddir þarf í þetta verk og þrátt fyrir frábæra frammistöðu okkar eðalsöngvara, Bergþórs Pálssonar og Sigrúnar Hjálm- týsdóttur, var það samt Kór íslensku óperunnar sem var stjarna kvöldsins, enda uppistaða alls í þessu verki. Styrkleiki sýningarinnar er fyrst og fremst geysigóð- ur söngur og leikur kórsins, svo og töfrum lík lýsingin Tónlist Askell Másson sem Jóhann B. Pálmason sá um. Aðrir bregðast þó ekki. Áður voru nefndir einsöngvararnir Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir en eftirminnilega vel fór einnig Þorgeir J. Andrésson með sitt kómíska hlutverk. Leikstjórinn Terence Etheridge, leikmynda- og bún- ingahönnuðurinn Nicolai Dragan og ljósahönnuður- inn Jóhann B. Pálmason hafa allir unnið hér frábært verk og ber það góðu samstarfi fagurt vitni. Garðar Cortes hélt öúu saman af ágæti og hrós eiga hljóðfæra- leikararnir allir skUið fyrir frammistöðu sína. Stóra Tam-tam-ið þyrfti þó að vera þynnra svo það svaraði fljótar, það á betur við í þessu verki. Samspil jarðef na Margrét Salóme í Stöðlakoti SýningarsaUr Stöðlakots éru ekki rúmmikhr, en henta hins vegar afar vel smærri einstaklingssýning- um. Sérstök grjótáferðin á veggjunum gefur sýningum sem þangaö rata inn yfirbragð handverks og tengir þær Uðnum tíma knappari húsakosts. Það er misjafnt hvernig þetta yfirbragð hentar sýningum en að vonum hefur verið meira um sýningar í Stöðlakoti sem tengj- ast handverki og handbragði en naumhyggju og rým- islist. Sú sýning sem stendur nú yfir í Stöðlakoti bygg- ist einmitt á handverki og tengist nytjalist fyrri alda Myndlist Ólafur J. Engilbertsson og á ágætlega heima í þessum lágreistu salarkynnum. Þar er á ferð Margrét Salóme leirlistarkona sem um nokkurra ára bil hefur í félagi við fleiri starfrækt Gallerí Art-Hún við Stangarhyl, har sem hún hefur bæði sýnt og stundað leiriist. Drangar og dýpt Á sýningu Margrétar Salóme eru tuttugu og tvö verk, allt leirmunir. Flest eru verkin að stofni til nytjahlut- ir, kertastjakar eða skálar, en yfirbragð þeirra er þó aÚfjarri viðurkenndum staðU nytjamuna og stendur mun nær skúlptúrnum. Alls eru níu kertastjakar þessa eðlis á sýningunni og bera þeir alhr heitið Drangar sem vísar tU forms þeirra. Verk þessi, sem og flest önnur á sýningunni, eru unnin úr postuUnsblönduð- um TM-leir og brennd tvisvar í ofni. Flest verk Margr- étar Salóme hafa spanskgrænuyfirbragð sem hún nær með því að bræða kopar og bera á leirinn aúk þess sem hún málar hann. í skálunum, sem eru sjö talsins og bera allar heitið Dýpt, er koparinn sums staðar nánast svartur og úr verður athygUsvert samspil jarð- efnanna málms og leirs. Skálarnar eru hins vegar helst tíl margar á stöplunum í miðjum salnum því rýmið þolir ekki mikla innsetningu. Þögnuð hljóðfæri Á neðri hæðinni eru tvö verk unnin úr hinum suð- ræna jarðleir terracotta. Margrét Salóme lætur hinn rauöbrúna lit leirsins halda sér og verður það til þess að verkin hafa meiri nánd en eUa. Sérstaklega er verk nr. 5, Þögn, áhugavert. Það er í formi fiðlu sem er kengbogin og án strengja. Lágmyndin nr. 15, Minning, sem einnig er unnin í terracotta, nær ekki sams konar nánd vegna óræðs forms. Á efri hæð Stöðlakots eru fjögur athygUsverð verk sem einnig eru unnin út frá fiðlu- eða seUóforminu. Þau eru hins vegar öll unnin í postuUnsblandaðan leir. Þrjú bera heitiö Tónbrot og eru standmyndir með vísanir í sellóformið.hrátt unn- ar og án glerjungs. Þetta eru mjög sérstök verk og taka sig vel út í þessu rými. Auk sellóstandmyndanna er fiðlumótífið Gleðigjafi, nr. 17, á efri hæðinni. Þar er um að ræða glerjungsmikið verk með spansk- grænublæ sem rímar við jarðbundna og þagnaða terracottafiðluna á neðri hæð. Hér er á ferð sýning sem feUur vel að rýminu og hefur innbyrðis athygUsverða gripi. Sýning Margrétar Salóme í Stöðlakoti stendur til 15. október. NordSol 1995 Lokaáfangi TónUstarkeppni Norðurlanda fór fram í Háskólabíói sl. laug- ardag. Tveir keppendur léku. Markus Leoson, slagverksleikari frá Sví- þjóð, lék Konsert fyrir Marimbu, víbrafón og hljómsveit eftir Darius MUhaud. Þótt þetta verk sé í sjálfu sér létt og skemmtUegt og ágætlega skrifað fyrir hljómsveitina verður það seint talið ul dýpri Ustaverka. Margt hefur og gerst í sambandi við þá tækni sem notuð er á slagverks- hljómborðshljóðfæri síðan þetta verk var skrifað og því spurning hví þetta verk var valið fyrir svo mikilvægt tæktfæri fyrir ungan mann á framabraut. Hvað um það, Markus Leoson lék verkið ágætlega vel, þótt fyrsta þáttinn hefði hann t.d. leikið betur á fimmtudaginn var. Taugarnar sögöu til sín en ekkert kom þó í veg fyrir að þessi ágæti tónUstarmaður gæti sýnt að í æðum hans ólgar músík. Henri Sigfridsson, píanóleikari frá Finnlandi, lék síðan Píanókonsert nr. 3 eftir Sergei Prokoffíev. Þessi konsert er meðal þeirra verka sem hvað glæsilegust eru fyrir píanó og hljómsveit. SannkaUað verk fyrir virtúósa en sem þó býr yfir vissri huglægri yfirvegun, þrátt fyrir ' flúrið. Hér er gefið tækifæri á að sýna hvað flesta þá hluti er varða píanótækni og spurnin einungis sú hversu vel farnast í þeirri glímu. Markus Leoson lék verkiðaffrá- ----------------------------------;— bæru öryggi og vantaði greinilega ekkert nema reynsluna að leika með sinfóníuhljómsveit. Einstaka áherslur í samleik við hljómsveitina er nán- ast allt sem hægt er að setja út á leik þessa unga manns. Bíður hans vonandi glæsilegur ferill á einleikarabrautinni. Það var enginn annar en sjálfur forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, sem veitti keppendunum fimm viðurkenningar. Sæti 3-5 voru óskil- greind en veitt voru sérstök verðlaun fyrir fyrsta og annað sæti. Voru það að sjálfsögðu keppendur kvöldsins og hlaut Henri Sigfridsson fyrstu verðlaun-og Markus Leoson önnur Eftir hlé lék Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Osmos Vanskás hljómsveitarverkið En Saga eftir Jean Sibelius. Verkið er meðal æsku- verka SibeUusar en er þó óumdeilanlega meistaraverk. Þótt segja megi kannski að flutningurinn hafi verið innblásinn á köfium var hann frem- ur losaralegur þrátt fyrir ágæt innslög stjórnandans. Tónlist Áskell Másson Björg Þorsteinsdottir: Rek. Dulúðug formskrift Björg Þorsteinsdóttir í Norræna húsinu Það er langur vegur frá þeim skýrt afmörkuðu og hlutbundnu grafik- myndum sem Björg Þorsteinsdóttir gerði á áttunda áratugnum til þeirra fljótandi og dulúðugu málverka sem hún nú sýnir í Norræna húsinu. Björg hefur verið að þróa málarastU sinn á undanfórnum árum og hafa einföld friimform, hringur og þríhyrningur verið áberandi í oUu- og akrýl- verkum hennar. Nú er formskrUtin orðin margbrotnari og minnir jafn- vel á híróglýfur á stundum. Þetta er sérstaklega áberandi í fjórtán vatns- litamyndum og eUefu gvassmynd- um sem eru helsta nýmæUð á sýn- __——_———.— Myndlist Ólafur J. Engilbertsson íngunni. Dýpt OUu- og akrýlverkin eru,að von- um stærstu og viðamestu verkin/ OHuverkin eru fimm talsins og akrýlverkin sjö en það liggur oft- lega ekki í augum uppi hvorri tækninni Björg beitir og hlýtur það að teljast styrkur þar sem heUdarmyndin verður sterkari fyrir vikiö. Það eru enda þessi stærri verk sem bera sýninguna uppi þó svo að meira sé af vatnslita- og gvassmyndum. í oUu- og akrýlverkunum nær Björg mun betur að miöla dulúð og margræðni formskriftarinnar. í vatnsUtamyndun- um er dýptin þó yfirleitt meiri og formin skarpari. Það er fróðlegt í þessu sambandi aö bera saman akrýlmálverkið SvU(nr. 3) og vatnslitamyndina nr. 33. Hér er um sömu grunnuppbyggingu myndflatarins að ræða og áþekka liti. Akrýlverkið er til muna flatara en dulúðugra en vatnsUta- myndin dýpri og skarpari. Fljótandi Það háU- Björgu hins vegar í of mörgum vatnshtamyndanna að pappír- inn virðist ekki sá hentugasti til formskriftar af þessu tagi. Björg hefði þar mátt nema ýmislegt af kínverskum" meisturum vatnslitarins en hún var þar á ferð ekki alls fyrir löngu. VatnsUtamyndirnar virka best í.tals-' verðri fjarlægð en þola mun síður návígi en akrýl- og oUuverkm. Öðru máU gegnir um gvassmyndirnar sem virðast sumar hverjar betrumbætt- ar með oUukrít. Þar eru á ferð myndir sem samsvara sér vel í smæð sinni og hefur Björgu heppnast aö glæða með þeim sérstakan neista þrátt fyr- ir að Utauðgin nálgist ofhlæðismörk. Diúuðug olíuverk á borð við Gult rek (nr. 9) og akrýlverk ljósaskiptabirtu og einfaldrar og fljótandi form- skriftar bera fyrst og fremst uppi þessa um margt áhugaverðu sýningu sem stendur til 22. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.