Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Spurningin Ætlar þú í leikhús í vetur? Björg Pétursdóttir nemi: Ég veit það ekki. Það gæti verið. Pétur Traustason nemi: Ekki ef Guð lofar! Ég er á leiðinni til Eng- lands og ætla að vera þar í vetur. Þórgunnur Óttarsdóttir húsmóð- ir: Örugglega. Ég fer 1-2 sinnum á ári. Sigursveinn Hauksson húsasmið- ur: Ég veit það ekki. Það er óráðið. Ég fór síðast fyrir tveimur árum. Ásgeir Jón Ásgeirsson nemi: Nei, ég ætla ekki að fara. Signý Sigurvinsdóttir og Bryndís Sævarsdóttir nemar: Já, við ætl- um að sjá Súperstar og Rocky Horr- or. Lesendur A virkilega að ut- rýma bændum? H.Þ. skrifar: Ég get ekki lengur orða hundist yfir þeirri aðför að bændum sem viðgengist hefur um hríð. Virðist nú eiga að útrýma bændum endanlega. Einkum sauðfjárbændum. Það virð- ist eina leiðin til bjargar að fækka þeim umtalsvert og þar ganga for- svarsmenn bænda fremstir í flokki. En verkalýðsforustan er líka með í spilinu. Bændum er stillt upp við vegg - annað hvort samþykkja þeir fækkun með góðu eða þeim verður fækkað með illu. Þar á ég við að annað hvort yrðu ný drög að bú- vörusamningi samþykkt eða sett á flöt skerðing um 20%. Flöt skerðing er einhver svívirði- legasta aðgerð sem framkvæmd hef- ur verið gagnvart bændum. Hún gekk jafnt yfir alla, hvort sem þeir áttu mörg hundruð fjár eða bara 200 eða færra, en átti auðvitað fyrst og fremst að bitna á þeim sem voru yfir vísitölubúi eða með margföld vísitölubú. Og nú eru uppi hugmyndir um að útiloka menn yfir 70 ára frá því að framleiða lambakjöt, taka af þeim framleiðsluréttinn og færa hann til þeirra sem meira hafa, allt að 450 ærgilda bú. Svokölluð stórbænda- stefna sem er alröng. Fremur ætti að setja þak á sauðfjáreign bænda, þ.e. að engin ein fjölskylda ætti meira en 400 ærgildi (eða vísitölu- bú). Þætti verkalýðsforystunni það notalegt ef afkomumöguleikar henn- ar umbjóðenda væru rýrðir með stjómvaldsaðgerðum um tugi pró- senta árlega, líkt og hjá sauðfjár- bændum undanfarin ár? En hvað er þá til ráða? - Eins og áður sagði: Að setja þak á sauðfjár- eign bænda og svæðaskipta beiti- landi milli sauðfjár og naut- gripa/hrossa og blandaðs búskapar. Hvaða vit er t.d. í því að sumir séu með þetta 30-40 mjólkandi kýr og 200-300 ærgildi en næsti bóndi sé með 200-300 ærgildi? Fyrrnefndi bóndinn gæti séð af nokkrum ær- gildum til þess síðarnefnda. Aðalat- riðið er þó að bændum sé gert kleift að vera þar sem þeir vilja vera en svipta þá ekki afkomumöguleikum með stjómvaldsaðgerðum og hrekja þá á vonarvöl. Fjárhagur borgarinnar og borgaranna Hörður A. Andrésson skrifar: Enn er ráðist á almenning í land- inu og má ekki á milli sjá hvort vinstri öflin eða íhaldið eru þar stórtækari. Fólk segir sem svo að nú væri betra að hafa kosið íhaldið. En það er vist nákvæmlega sama í hvorn fótinn fólk stígur og hvaða borgarstjóri væri við völd í dag. Það er búið að setja borgina í botnlausar skuldir með flottræfilshætti. En lítum aðeins á hækkun strætófargjaldanna og hver hún í raun er. Flestir sem nota vagnana þurfa að fara tvær ferðir á dag, t.d. til og frá skóla. í dag kostar hvert fargjald 25 kr., þ.e. kort með 20 mið- um kostar 500 kr. Ef við margfóld- um með 40 ferðum þá er kostnaður 1000 kr. á mann. Eftir hækkun kost- ar ferðin 50 kr. og kostnaðurinn 2000 kr. sem er nú ekki ýkja mikill peningur í dag. Nú ætla nemendur að taka sig saman, 3 í leigubíl, og fara þannig í skólann sinn til þess að ná þessum kostnaði niður. Startgjald á dagtaxta í leigubíl er kr. 270. Deilum í þá upphæð með 3 og þá fáum við kr. 90, þannig að gjaldmæli þyrfti að lækka þegar ekið væri af stað ef komast ætti með tæmar þar sem SVR hefur hælana. Svo kemur fyrr- verandi borgarstjóri, sem nýlega var að hækka kaupið hjá sjálfum sér, skattfrjálst, um sömu upphæð og nemur atvinnuleysisbótum í landinu, og segir að með hækkun SVR-gjalda sé verið að ráðast á al- menning í landinu! Hann gleymdi að segja frá því að það var hann sjálfur sem setti fjár- hag borgarinnar í klemmu. Mér finnst hann ætti fremur að beita sér fyrir því að fólk bæri meira úr být- um fyrir vinnu sína svo að það hefði efni á að kaupa 2000 kr. SVR-miða til að börnin kæmust í skólann. Nýtt álver enn einu sinni? Gengið á fund með erlendum fjárfestum í áliðnaði fyrir nokkrum árum. Guðmundur Ólafsson skrifar: Ég man alltaf þegar ég kom til Danmerkur í fyrsta skipti og tók eft- ir miklum fjölda japanskra bila á götunum. Festir voru þeir af gerð- inni Datsun. í afturglugga þeirra flestra var límd auglýsingin: „En ny Datsun igen?“ Þetta slagorð kemur mér oft í hug á seinni árum hér heima. Hér er nú auglýst eitt álverið enn. Nú frá ameriska fyrirtækinu Col- umbia Aluminum Corporation. Traust nafn, fremur lítið og í einka- eign. Allt ætti það að auka ánægju okkar íslendinga. Vinna fyrir um 150 manns. Spurningin er bara: Kemur fyrirtækið? Það hefur nefni- lega valkost í fleiri löndum, m.a. í Venesúela þar sem líka er orka fyr- ir hendi og ódýrt vinnuafl. Og hér stendur hnífurinn i kúnni. Okkur íslendingum er ekki sýnt um að laða til okkar erlenda fjárfesta eða fyrirtæki sem láta í það skína að hér sé ódýrara vinnuafl en annars staðar. Ef svo slysalega vildi til, fyr- ir Columbia Corporation, að það sættist á allar aðstæður hér, þ.m.t. kröfur um umhverfisþátt, sem er al- veg sérstakur kapítuli, í allri annarri vitleysu Jiér á landi, fengi fvrirtækið sis fliótt fullsatt líkt ns þau fáu erlendu fyrirtæki sem fyrir eru af einstrengingshætti þrýsti- hópa á vinnumarkaði og stjórnmála- manna sem sífellt efna til uppþots fyrir þeirra hönd, með kröfu um „ítök í stjórnunarháttum" - sem er í raun dulbúin krafa um hærri laun op ankin frirSinHi Ég er því afar vonlítill um að þetta blessað álver (og sé það í alla staði velkomið hingað) verði reist hér á meðan við íslendingar söðlum ekki gjörsamlega um í samskiptum við útlendinga og umheiminn í heild. Risnukostnaður ríkisins: Enn stækkar hítin Guöjón Guðmundsson skrifar: Ekki verður fréttin í DV um risnu- og ferðakostnað ríkisins á sl. ári til að bæta andrúmsloftið milli almennings og hinna þjóð- kjömu og ríkisskipuðu embætt- ismanna. Þegar kostnaður vegna ferðalaga og risnu þessara aðila nálgast milljarðinn verður manni á að hugsa sem svo: Hér er langt til seilst eftir fríðindun- um. Eða dettur einhverjum í hug að þetta sé eðlilegur kostnaður hjá hinu opinbera, hvað þá nauð- synlegur? Arctic Air legg- ur upp laupana Jóhann Sigurðsson hringdi: Þá er enn eitt flugævintýrið úti. Arctic Air hefur lagt upp laupana. Maður fer nú að verða ónæmur fyrir því þótt menn séu að stofna til ævintýramennsku í flugsamgöngum við útlönd héð- an frá íslandi. Þessir menn, sem að þessu hafa staðið hingað til, virðast ekkert hafa gert sér grein fyrir þeim skyldum, reglum og ábyrgð sem fylgir því að hafa flugrekstur með höndum. Menn leggja ekki lengur trúnað á að hér verði hægt að keppa við það eina flugfélag sem er þó með sinn rekstur að fullu tryggðan gagnvart farþegum sínum. Ódrekkandi kaffi Guðný hringdi: Mér finnst kaffi sem hér er á boðstólum í verslunum orðið ódrekkandi. Einkum það sem pakkað er hérlendis. Eina kaffið sem ég get mælt með hér er það sem maður malar sjálfur á staön- um er maður kaupir það. Það er þó allar götur nýmalað. En kaffi hefur lengi verið mjög slæmt hér og á veitingahúsum t.d. er þetta lítið annað en sull, ýmist rammt eða langstaðið. Þetta er bara staðreynd sem ekki veröur hrak- in. Ríkiö á kirkjurn- ar ekki söfnuðurinn Ámi Sigurðsson skrifar: Kona ein kvartaði í Þjóðarsál- inni sl. miðvikudag yfir presti sem hafði bannað presti í annarri sókn að framkvæma gift- ingu og aðrar athafnir í sinni kirkju. Ekki legg ég dóm á það mál. Hins vegar fór umsjónar- maður Þjóðarsálar að karpa um málið og endaði með því að segja að söfnuðurinn ætti nú kirKjuna og hann hefði því úrslitavaldið. En það er auðvitað alrangt. Rík- iö á kirkjurnar, ekki söfnuður- inn sem slíkur. Skemmdarverk á Akureyri Magnea Bjamadóttir skrifar: Ég sé mér ekki annað fært en að skrifa nokkrar línur. Þannig er að ég hef orðið fyrir miklum búsiljum af hendi einhvers sem gengur hér um við Kjalarsíðu og vinnur skemmdarverk í gríð og erg á eigum mínum. Farið hefur verið inn um glugga og dyr og stolið úr frystikistu, bæði brauöi, kjöti og fiski. Elshúsá- höld hafa verið eyðilögð, höldur brotnar af pottum og þeir rispað- ir. Tölur hafa verið skomar af blússum, kápum og sloppum og nærfatnaður skorinn í tætlur, tvö sjónvörp eyðilögð og loftnet á þaki. Blóm fá ekki að vera í friði og Qeira í þessum dúr. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrst en tel víst að hér sé um einn og sama aðilann að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.