Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Side 14
14 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plðtugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Uppsveifla í iðnaði Greinileg batamerki eru nú í íslenskum iðnaði. Upp- sveifla í þessari atvinnugrein hefur staðið í þrjú ár. Stöðugleiki íslensks efnahagslífs undanfarin ár hefur skapað iðnaðinum fjölmörg sóknarfæri. Verði stöðug- leikanum viðhaldið bendir allt til þess að íslenskur iðnaður haldi áfram að styrkja sig í sessi. Þessi þróun er í senn ánægjuleg og uppörvandi. Það kom fram hjá iðnaðarráðherra í síðustu viku að iðnaður hérlendis væri á vissan hátt að koma í stað sjávarútvegs til að halda uppi lífskjörum hér á landi. Nær 25 þúsund íslendingar vinna við iðnað og er hlut- fall heildarvinnuafls 19 prósent. Veltan í íslenskum iðnaði er 113 milljarðar og nemur útflutningur iðnað- arvöru 21 milljarði króna á ári. Það er ekki víst að al- menningur geri sér grein fyrir hver stakkaskipti hafa orðið í þessari grein. íslensk iðnfyrirtæki opnuðu hús sín í gær um land allt og kynntu starfsemi sína undir kjörorðinu: „ís- lensk sólöi með stöðugleikann sem sterkasta vopnið.“ Höfuðborgarbúar flölmenntu í mörg fyrirtæki sem rek- in eru af miklum myndarskap og sama er að segja um fyrirtæki á Akureyri, ísafirði, Hofsósi, Egilsstöðum, Eyrarbakka, Reykjanesi og Grundartanga. Þá voru bakarar um allt land með sýningar á handverki sínu auk þess sem hárgreiðslu- og hárskerameistarar á Norðurlandi veittu upplýsingar um iðngreinina. Það sem er gleðilegast í iðnþróuninni er hve víða er tekið til hendinni. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja þróa hugmyndir sínar og framleiðslu og þegar þetta leggst allt á eitt verður útkoman góð. Allt of lengi sátu menn eftir og settu allt sitt traust á stóriðju. Þær von- ir hafa að mestu brugðist. Við höfum því setið uppi með ónýtta orku og miklar erlendar skuldir. í gær, á degi iðnaðarins, sást að vaxtarbroddurinn er víða. Hann er í byggingar- og innréttingariðnaði, veiðar- færagerð, málningariðnaði, tölvubúnaði, fatnaðarfram- leiðslu, plastgerð, prentiðnaði og matvælaframleiðslu, svo að dæmi séu nefnd. Haldist stöðugleikinn hérlendis, gengisþróun verði áfram hagstæð og raunvextir lækki er bjart framund- an hjá iðnfyrirtækjunum. Það ætti aftur að leiða til þess að hægt verði að bæta hag launþega. Um það snýst mál það sem heitast brennur á fólki þessa dag- ana, bætt kjör alþýðu og aukið launajafnrétti. Öllu máli skiptir að fyrirtækin eigi fyrir bættum kjörum. Þama reynir ekki síst á þær atvinnugreinar sem hafa verið í vexti eins og iðnað og ferðaþjónustu. Það er hlutverk stjómvalda að stuðla að jafnvægi og hagstæðum skilyrðum svo að þessar atvinnugreinar nái að blómstra áfram. Ekki veitir af vegna erfiðleika í ýmsum greinum sjávarútvegs, svo að ekki sé nú minnst á stöðuna í landbúnaði. Þar var enn verið að binda bændur fasta á ríkisjötuna með tilheyrandi milljarðaaustri frá skattgreiðendum. Iðnaðarráðherra nefhdi í síðustu viku möguleika á nýju 60 þúsund tonna álveri við Grundartanga. í DV á laugardag sagði þróunar- og markaðsstjóri álfyrirtæk- isins Columbia Aluminium Corporation í Bandaríkj- unum að ísland ætti’jafn mikla möguleika og Venesú- ela og Quebec. Auk þess væri fyrirtækið að huga að staðsetningu álversins víðar í heiminum. íslendingar hafa áður brennt sig á miklum stóriðjudraumum. Því er betra að fara með gát í þetta sinn. Fáist stóriðja til landsins er það vissulega gott en sú þróun sem átt hefur sér stað í iðnaði hér að undan- förnu er þó öruggari. Þar gerir margt smátt eitt stórt. Jónas Haraldsson Eins og þinghald hefur þróast á síðari áratugum er þingmennska fuilt ársstarf, segir Ingvar m.a. í grein sinni. Nauðsyn virkrar samráðsstefnu Ég vísa til greinar eftir Einar Kárason rithöfund i DV 29. f.m. um launamál. Grein þessi er rituð af meiri hæversku í garð alþingis- manna en títt er um þessar mund- ir. Það er þakkarvert í æsilegri umræðu þegar greinahöfundar ætla þjóðkjömum fulltrúum ekki alla hina verstu mannsparta. Þingfararkaup Menn hljóta að vera sammála Einari í því að þingfararkaup og önnur starfskjör alþingismanna er ekki einangrað fyrirbæri í rekstri þjóðarbúsins. Ef rennt er sjónum yflr heildarsvið launa og kjara í landinu hygg ég að það sé rétt, sem Einar Kárason bendir á, að alþing- ismenn eru ekki í hópi þeirra landsmanna sem tekjuhæstir eru. Þar fyrir eru þeir engir láglauna- menn, enda mætti fyrr vera! En hvemig háttar verklagi, starfsum- hverfi og vinnutíma alþingis- manna? Vinna þeir fyrir þingfar- arkaupinu? Eins og þinghald hefur þróast á síðari áratugum getur engum heil- skyggnum manni dulist að þing- mennska er fullt ársstarf, ekki hlutastarf eins og það var áður fyrr. Þingmennska hefur auk þess sérstöðu meðal starfa. Hún lýtur ekki skipulagsreglum vinnumark- aðarins. Hún er ekki þess háttar vinna sem unnin verður sem dags- verk eða ákvæðisvinna í verk- smiðju, sölubúð eða skrifstofu. Vaktavinnufyrirkomulag hentar ekki þingmennsku, jafnvel frídaga- ákvæði eiga í meðallagi vel við um þingmannsstörf. Vinnustaður alþingismanna er ekki nema að hálfu leyti í húsa- Kjallarinn Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra kynnum Alþingis. Fráleitt væri að útiloka nætur- og helgidagavinnu alþingismanna í spamaðarskyni. Allt sýnir þetta sérstöðu þing- starfa. Þar við bætist að þing- mennsku fylgja ýmis óhjákvæmi- leg útgjöld sem færa ber á almenn- an alþingiskostnað, enda á engan hátt launagreiðslur. Þó gerist það þráfaldlega í frétt- um og fréttaskýringum að þessi út- gjöld eru reiknuð alþingismönnum til tekna. Slíka rangfærslu láta fjöl- miðlar sig henda æ ofan í æ. Hitt er annað að starfskostnað ber að skilgreina svo að ótvírætt sé. Samráð og heildarhyggja En svo ég taki aftur miö af grein Einars Kárasonar ætla ég að leggja áherslu á þá skoðun mína að nú er tímabært, eins og var fyrir 5-6 árum, að ráðandi öfl þjóðfélagsins með ríkisvaldið í broddi fylkingar endurveki samráðsstefnuna, sem réð á sinni tið öllu um það (og eng- ar aðrar hagstjórnarkúnstir) að heildarhyggja um þróun efnahags- og kjaramála náði að festa rætur eftir andvaraleysi verðbólguhug- arfarsins sem grasséraði eins og truflun í þjóðarsálinni í hálfa öld. Samráð valdaaflanna ein geta komið í veg fyrir að „verðbólgu- draugurinn" verði vakinn upp á ný. En þá er þess að minnast að fleiri eru valdaöflin í þjóðfélaginu en ríkisstjóm og Alþingi. Ingvar Gíslason . . ætla ég að leggja áherslu á þá skoðun mína að nú er tímabært, eins og var fyrir 5—6 árum, að ráðandi öfl þjóðfélagsins með ríkisvaldið í broddi fylkingar endurveki samráðsstefnuna . 66 Skoðanir annarra Undiraldan magnast „Um skeið hefur þyngst mjög sú undiralda sem bersýnilega magnaðist þegar æðstu stjómendum lands og þjóðar, kjömum sem æviráðnum, vom af- hentar umtalsverðar kjarabætur á silfurbakka. Þjóð- arsáttarstéttimar eiga erfitt með að sætta sig við þá mismunun... Það viðhorf sem Halldór Ásgrímsson viðraði á Alþingi, að skapa þurfi nýjan siðferðis- grundvöll við gerð kjarasamninga, eru orð í tíma töluð og nú er ekki annað að gera en að fylgja þeim eftir af krafti og heilindum." Úr forystugrein Tímans 6. okt. Heimsnafn í forsetastól „Það er skynsamlegt af Vigdísi Finnbogadóttur að láta af embætti næsta vor eftir 16 farsæl ár á forseta- stóli meðan yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi helst hafa hana áfram sem forseta... Fyrir ís- lendinga hefði það verið ákjósanlegt ef forsetinn hefði boðist til að gegna embætti fjögur ár til viðbót- ar. Á tímum þegar stöðugleikinn er ákallaður sem æðstur dyggða þá hefði slík langseta verið við hæfi. Og hvenær fáum við aftur heimsnafn í forsetastól, hvenær forseta sem sóst er eftir í opinber verk á vegum alþjóðastofnana og hvenær manneskju í æðsta embætti sem komið getur boðskap á framfæri við alla heimsbyggðina?" Úr forystgrein í Vikublaðinu 6. okt. Búvörusamningur „Hvemig er það verjandi, á tímum samdráttar og niðurskurðar, að verja ellefu milljörðum til þessa málaflokks á næstu fimm árum. Gera þessir háu herrar sér grein fyrir því, að með þessu móti hafa þeir ráðstafað verðmætum sem jafhgilda því að all- ur þorskveiðikvóti eins af þessum fimm ámm renni til landbúnaðarmála? Þessi vinnubrögð hljóta að kallast hagfræði andskotans.“ Úr forystugrein Alþýðubl. 6. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.