Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 15 Framleiðni a upplýsingaöld A opnum stjómarfundi Verslun- arráðs íslands 2. október sl. hélt dr. Frank G. Soltis, einn af aðal- hönnuðum IBM, líflegan fyrirlest- ur um upplýsingaþjóðfélagið. Solt- is velti þvi upp hvemig heimurinn myndi líta út eftir 10 ár. Þróun næstu 3 ára væri hægt að sjá með nokkurri vissu, næstu 5 óljóst, næstu 10 ómögulegt, einkum með tilliti til þess hvernig viðskiptaum- hverfi myndi breytast með til- komu breyttrar tækni. Mikið í dag, margfalt á morgun Upplýsingamagn er mikið í dag, en margfalt á morgun. Soltis sér fyrir sér þá þróun að gervigreind tölvunnar muni í náinni framtíð sjá um að sía út áhugaverðar upp- Kjallarinn Jenný Stefanía Jensdóttir viðskiptafræðingur „Sá tími sem fer í að skoða upplýsingar í boði hefur margfaldast. Stór hluti þessa tíma er gagnslaus, ónýtur og óarðbær bæði hjá hinu opinbera og i einkageiran- hluta. Hið opinbera getur státað sig af mörgu hæfu fólki og góðum tölvukosti, vel er fylgst með nýj- ungum og að því er virðist ekkert til sparað þegar kemur að fjárfest- ingu í tölvubúnaði. Flestar ef ekki allar ríkisstofn- anir eru tengdar Intemetinu, sem nýtist þeim væntanlega vel í sam- skiptum sín á milli. Sem stjóm- andi ríkisstofnunar hefði ég þó áhyggjur af hvort einhverjir starfs- menn gleymdu sér í óravíddum veraldarvefsins alltof lengi, alltof oft, í eigin þágu. Sýnileg afkastaaukning er t.d. fjölgun og hraðairi úrvinnsla upp- lýsinga, en maður spyr sig hvers vegna starfsfólki hafi ekki fækkað, þó ekki væri nema í lítilli fylgni við vaxandi vinnslugetu tölvanna. Gæti verið að stóraukið upplýs- ingamagn kallaði á fleiri upplýs- ingarýnara? Gott og vel, en hverju skilar allt þetta upplýsingaflæði þá í lækkun útgjalda eða aukningu tekna? Það virðist nokkuð ljóst að hægt er að stórauka framleiðni hjá hinu opinbera. í skattsvikaskýrslu fjár- málaráðuneytisins kemur einmitt fram að möguleikar vélræns eftir- lits eru vannýttir. Raunveruleg framleiðniaukning birtist t.d. ef markvisst tölvueftirlit skilaði inn auknum skatttekjum frá frífarþeg- um þjóðfélagsins, skattsvikurun- um. Draumsýn undirritaðrar er að í tölvu fjármálaráðherra sé að fmna lítið efnahagslíkan, sem gerir hon- mn kleift að leika sér með mis- munandi skattprósentur og fleiri forsendur, og að loknum þeim leik komist hann að þeirri draumanið- urstöðu að flatur 10% tekjuskattur skilaði ríkinu sömu eða jafnvel meiri tekjum en núverandi handó- nýtt kerfi. Jenný Stefanía Jensdóttir um. lýsingar fyrir hvern einstakling. Jcifnframt muni gervigreind sjá um að svara, vista eða henda því ógrynni af skilaboðum og upplýs- ingum sem berast viðstöðulaust inn á pósthólf/tölvur. Skemmtileg en ótrúlega sönn var lýsing hans hvernig tölvu- tækninni hefur fleygt fram úr annarri þróun sl. 30 ár. Hefði hönnun og smíði á Porsche búið við sömu tækniþróun væri lýsing á Porsche ’95 eftirfarandi: Ekur á ljóshraða, notar fingurbjörg af bensíni, kostar 2 dollara. En hefur margfalt upplýsinga- magn, sem felst í auðveldu aðgengi að upplýsingum um hvaðeina sem hugurinn girnist, alið af sér aukna framleiðni af sömu stærðargráðu? Nei segir Soltis. Sá tími sem fer í að skoða upplýsingar í boði hefur margfaldast. Stór hluti þessa tíma er gagnslaus, ónýtur og óarðbær bæði hjá hinu opinbera og í einka- geiranum. Á hinn bóginn má sjá í hendi sér stórkostlega framleiðn- iaukningu ef upplýsingar eru nýtt- ar á arðbæran hátt, sem hentar hverjum og einum, stofnun eða fyrirtæki. Framleiðni hjá ríkinu Veltum því upp fordómalaust hvort tölvufjárfesting hjá því opin- bera hafi skilað aukinni fram- leiðni, sem annaðhvort birtist í lækkun kostnaðar, faekkun starfs- fólks eða auknum afköstum. Kostnaður hefur ekki lækkað, starfsfólki hefur fjölgað en það væri ósanngimi að halda því fram að afköst hafi minnkað. Hjá hinu opinbera líkt og öðnun þjónustu- fyrirtækjum byggist starfsemin á launafólki og tölvum að stærstum „Gæti verið að stóraukið upplýsingamagn kallaði á fleiri upplýsingarýn- ara?“ spyr Jenný. Langtímasjúk börn Ef marka má kjarasamninga reikna menn með að hægt sé að lækna öll böm á sjö dögum hver svo sem sjúkdómurinn er eða á álíka löngum tíma og það tók guð almáttugan að skapa heiminn. Því miður er þetta ekki svona einfalt. Mörg börn veikjast það hastarlega að þau læknast aldrei og sum eiga við veikindi að stríða i marga mánuði, jafnvel mörg ár. — Þessi böm eru kölluð langtíma- veik. Ég reikna með að þeir sem sömdu um það á sínum tíma að foreldrar mættu vera heima hjá veikum bömum sínum sjö virka daga á ári á fullu kaupi hafi ímyndað sér að þeir væru að gera góðverk. Og það má vissulega til sanns vegar færa. Ekki er ég svo vel að mér í kjara- samningum að ég muni hvenær um þetta var samið en nú á tímum er þetta ákvæði hálfgerð tíma- skekkja. Það kemur sér að vísu mjög vel fyrir foreldra að eiga þennan rétt ef um lítils háttar las- leika er að ræða hjá börnum en ef börn veikjast hastarlega er þessi réttur harla lítils virði. Réttindi barna Fyrir um það bil áratug vom réttindi langveikra bama nánast Kjallarinn ráðamenn þessarar þjóðar halda að guð sé enn að skapa heiminn en ekki þeir. Einhvern veginn verður að koma stjómmálamönnum í skiln- ing um vanda langveikra barna en það virðist vera erfitt að hafa áhrif á þá nema fólk safnist einhvers staðar saman og hafi hátt. Foreldrar langveikra barna eru sjaldnast með mikinn hávaða. Yfir- leitt er þetta hógvært fólk og þótt nauðsyn þess að stofna heildar- samtök félaga langveikra barna. Fram að þessu höfum við haft í nógu að snúast heima fyrir og sem betur fer hafa aðrir notið góðs af okkar starfi einnig. En nú emm við reiðubúin að vinna að bættum aðbúnaði allra langveikra bama á íslandi og um leið og við fögnum stofnun sam- taka langveikra bama þann 10. október höfum við ákveðið að Benedikt Axelsson kennari engin. Á siðustu árum hefur örlít- ið þokast í réttlætisátt í þeim efn- um og er það ekki hvað síst að þakka ötulu starfi foreldra krabba- meinssjúkra barna og nokkrum skilningi ráðamanna á hremming- um þeirra. — En betur má ef duga skal. Það hefur sýnt sig að þjóðin vill langveikum börnum vel. Hún skil- ur vandann. Hins vegar virðast „Það hefur sýnt sig að þjóðin vill lang- veikum börnum vel. Hún skilur vandann. Hins vegar virðast ráðamenn þessarar þjóðar halda að guð sé enn að skapa heiminn en ekki þeir.“ einhvers staðar standi að sælir séu hógværir á þaö ekki við alltaf enda höfum við ekkert erft nema sárs- auka, áhyggjur og margvislega erf- iðleika. — Það em aðrir sem hafa erft landið. Samtök Oft höfum við í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna rætt um leggja okkar af mörkum til að sam- tökin geti orðið það sterk að fyrr en seinna fari ráðamenn að vinna að bættum hag þeirra sem einna minnst mega sín í þjóðfélaginu. Mörg skref þarf að stíga í þeim efnum. En það sem þarf að gera strax er að byggja bamaspítala. — Helst á 7 dögum. Benedikt Axelsson Snjólaug Stefáns- dóttlr, forstöðu- maöur ungllnga- delldar Félags- málastofnunar. Nauösynlegt öryggisnet „í fyrsta lagi er þetta nauð- synlegt til að skýra og ein- falda lög sem varða böm, réttindi þeirra og skyldur og ábyrgð foreldr- anna gagnvart börnunum og skyldur þjóðfé- lagsins. Það er nú þegar mikil þjónusta fyrir börn og unglinga upp að 16 ára aldri og möguleik- ar á umönnun og meðferð fyrir þau sem lenda í vanda. Þarna myndast millibilsástand því ung- lingar sem em eldri en 16 ára eru sjálfráðir en samt hafa for- eldrarnir framfærsluskylduna. Þetta er mikilvægt atriði þegar unglingamir lenda á villigötum. Foreldramir era þá skyldh- til að sjá þeim farboröa en hafa lítið yfir þeim að segja. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir að þjóðfélagið hefur breyst. Unglingamir eru lengur á heimilunum en áður og í raun og vera í umsjá foreldranna. Við veröum að sætta okkur við að þjóðfélagiö breytist hér í þessa átt eins og annars staðar. For- eldrarnir gætu einnig átt auð- veldara með að framíleyta börn- unum því væntanlega myndu barnabætur verða greiddar allt til 18 ára aldurs. Unglingarnir vilja vissulega halda í frelsi sitt en fyrir lang- flesta breytir hækkun sjálfræðis- aldurs engu. Þetta er fyrst og fremst öryggisnet fyrir þá sem lenda á villigötum.“ Fáránlegt uppátæki „í stuttu máli felur sjálfræði það í sér að viðkomandi ræður einn öðru en fé sínu, t.d. dval- arstaö, og get- ur gert bind- andi vinnu- samninga, ræður hvaða póröarson, formaö- menntun hann urSambands velur sér, er “n„9nr®.^ál,stæðis’ sjálfstæður skattaðili, fær aðgang að al- mennum dansstöðum og getur tekið ákvörðun um inngöngu í trúfélag eða úrsögn úr því. Það að neftid borgarstjóra vilji taka þessi sjálfsögðu réttindi af 16 og 17 ára unglingum sökum þess aö vandamál eru uppi i miöbæ Reykjavíkurborgar er í besta falli sérstakt. Þegar löggjafinn innleiddi þessi lög þá hefur hann metið það svo að við þennan aldur byggju einstaklingarnir yfir nægjanlegum þroska til að njóta þessara réttinda. Ekkert bendir til þess að íslenskum ungmenn- um hafl farið aftur í þroska frá því aö lögin voru sett og því frá- leitt af borgarstjóra að ætla að beita sér fyrir því að sjálfsögð mannréttindi verði tekin af þessu unga fólki. Vandi miðbæjarins felst fyrst og fremst í að allt of margt ungt fólk er á ferli á sama tíma. Það gefúr auga leið að frelsi í opnun veitingastaða er leiöin til þess að koma í veg fyrir vandann, All- ur þessi gríðarlegi fjöldi fólks, sem skemmtir sér um helgar, myndi þá ekki fara út á göturnar á sama tíma og þar með yrði öll löggæsla auðveldari.“ Guðlaugur Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.