Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 17 Fréttir Akureyri: Svíar sýna áhuga á skóverksmiðju Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „í sjálfu sér vitum við lítið um það á þessu stigi um hvað málið snýst, annað en að þetta fyrirtæki hefur sýnt áhuga á því að stofna til rekst- urs skóverksmiðju hér í bænum," segir Guðmundur Stefánsson, for- maður atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar. Sænska fyrirtækið Gapap Com- pany hefur sett sig í samband við forsvarsmenn Akureyrarbæjar og lýst áhuga sínum á að hefja skófram- leiðslu á Akureyri. Guðmundur Stef- ánsson segir að næsta skref í málinu verði aðfulltrúi frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, sem fer með málið fyrir hönd Akureyrarbæjar, muni fara utan til viðræðna við fulltrúa sænska fyrirtækisins. „Við höfum fullan hug á að skoða þetta mál til hlítar en fyrst og fremst þurfum við að fá vitneskju um hvernig máhð snýr að Akureyrarbæ, hvort fyrirtækið er með einhverjar óskir á hendur bænum eða hvernig málið einfaldlega lítur út í heild sinni," sagði Guðmundur. Hafnargarðurinn á Djúpavogi. Gestur SU er á leið í land. Djúpivogur: DV-mynd Hafdís Erla Vinnu við haf nar garðinn lokið Hafdís Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi: Lokið er vinnu við 180 metra lang- an hafnargarð við Djúpavogshöfn. Það var Suðurverk á Hvolsvelli sem inni fyrir úthafsöldu. Áður var búið vann verkið og er kostnaður við aðgeratilraunirálíkanisemsettvar garðinn 35 milljónir. upp í Kópavogi. Verkið hófst í maí Garðinum er ætlað að skýla höfn- og því lauk í septemberlok. Séra Halldór Gunnarsson, fyrsti varastjórnarmaður SVFÍ: Ekki sátt í starfs- mannamálunum - sátt um aö halda friö, segir Gunnar Tómasson „Það er ekki sátt í starfsmanna- málum innan Slysavarnafélagsins. Mér kemur á óvart að sjá aö Gunnar Tómasson segi að sátt sé um þau mál. Það eru mjög skiptar skoðanir. Óánægja er um hvernig stjórnin hef- ur starfað gagnvart starfsmönnum, menn vita hvernig hún hefur beitt sér fyrir uppsögnum. Fimm manna nefnd var skipuð á fundinum á Úlfljótsvatni innan stjórnar og varastjómar til að reyna að leita leiða fyrir Slysavarnafélagið til aö hægt sé að starfa án átaka fram að næsta landsþingi. Það þarf að breyta stjórnfyrirkomulaginu og taka á málum varðandi samskipti stjórnar við starfsmenn," sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti, fyrsti varastjórnarmaöur SFVÍ. Gunnar Tómasson, varaforseti SVFÍ, sagði að hann hefði ekki öðru við þetta að bæta en því að hann segði að sátt væri um að halda frið innan Slysavarnafélagsins og um það hefðu menn tekist í hendur. Hann sagði enn fremur að nefnd- inni, sem skipuð var á fundinum á Úlfljótsvatni, hefði ekki verið falið að skipta sér af starfsmannamálum, heldur að jafna mönnum í ráð innán stjórnarinnar. ökuskóii MEIRAPRqF íslands Námskeíð tií aukínná --------------r- ökuréttinda 17. Okt. Dugguvogur2 5. q&'q 38 41 UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskaö eftir til- boðum í jarðvinnu við viðbyggingu Hamraskóla. Útboðið nær til aðstöðusköpunar og jarðvinnu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. októb- er 1995, kl. 11.00 f.h. bgd-35/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 FORVAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, áformar að bjóða út viðhald dreifikerfis. Út- boðið verður lokað að undangengnu forvali. Verkið felst í að sinna tilfallandi viðhaldi og endurnýjun á dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur auk bakvakta. Vinnusvæð- ið er á öllu veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Lögð er áhersla á að væntanlegir bjóðendur hafi reynslu af svipuðum verkum. Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu. Forvalsgögn- um skal skila á sama stað fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 18. október 1995. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - sími 552 58 00 með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Arbæjarhverfis Artúnsholts og Seláshverfis í Árseli mánudaginn 9. október kl. 20.00 Á f undinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku f undar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.