Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Framhald uppboðs til slita á sameign Sæstjarnan RE-850, skipaskráningarnúmer 2195, þingl. eign skv. kaup- samningi Guðmundur Kristvinsson og Þór Vigfússon, fer fram föstudaginn 13. október 1995, kl. 11.00, á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík. Gerðarbeiðandi er Guðmundur Kristvinsson. SÝSLUMAÐURINN I REYKJAVÍK ÚTBOÐ F.h. Sjúkrahúss Reykjavikur, Landspítalans og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er óskað eftir tilboðum í ein- nota lín og sloppa fyrir skurðstofur. Útboðsgögn verða seld á 1000 krónur á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. nóv- ember 1995, kl. 11.00 f.h. bsp 93/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 Sími 552 58 00 UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Álfheimar 40, 2. hæð t.v., þingl. eig. Ágústa Karlsdóttir, Bjöm Birgisson og María Birgisdóttir, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík, íslandsbanki hf., útibú 546, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna, föstudaginn 13. október 1995, kl. 14.00. Álftamýri 36, 3. hæð t.v. + bílskúr nr. 6, þingl. eig. Marteinn H. Kratsch, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Dags- brúnar/Framsóknar og Lífeyrissjóður verslunarmanna, föstudaginn 13. okt- óber 1995, kl. 15.00. Hólaberg 36, þingl. eig. Guðmundur Davíðsson, gerðarbeiðandi Húsa- smiðjan hf., föstudaginn 13. október 1995, kl. 15.30.__________________ Skútuvogur ÍB, 01-05, þingl. eig. Ins- úla Innflutningur h£, gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður, föstudaginn 13. októb- er 1995, kl. 16.30. ______________ Sæstjaman RE-850, skipaskráning- amr. 2195, þingl. eig. Þór Jóhann Vig- fusson, gerðarbeiðandi Guðmundur J. Kristvinsson, föstudaginn 13. okt- óber 1995, kl. 11.00. ' SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Mælaskipti". Verkið felst í því að skipta um mæla í Reykjavík. Alls er um að ræða 4.700 mæla. Verkinu skal lokið fyrir 20. apríl 1996. Útboðið er opið fyrir alla pípulagningameistara sem lög- gildingu hafa í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. októb- er 1995, kl. 11.00 f.h. hvr 94/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - sími 552 58 00 SJ . Landsvirkjun ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í vatnshjól ásamt fylgihlutum fyrir Búrfellsstöð í samræmi við útboðsgögn BUR-01. Verkið felur m.a. í sér deilihönnun, líkantilraun, efnisútvegun, framleiðslu og prófanir á 6 vatnshjólum í hverfla Búrfellsstöðv- ar ásamt leiðiskóflum, slithringjum og slitplötum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleit- isbraut 68,103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 9. októb- er 1995 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 13.00 mánudaginn 27. nóvember 1995, en sama dag kl. 14.00 verða þau opnuð að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Landsvirkjun Sími 515 9000 Meiming Heimur Júlíu í leikritinu „Sannur karlmaður" eða „Fernando Krapp sendi mér þetta bréf ‘ fjallar Tankred Dorst um stórar spumingar. Hvað er sannleikur? Er veruleikinn eins og hann btur út frá mér séð, eða er hann eins og þú segir? Hvor er sterkari, þegar upp er staðið í þess- um leik, sigurvegarinn eða hinn sem tapar? En verkið íjallar líka um eilíft valdatafl kynjanna og konuna í heimi karlsins. Ríkasti maöurinn í héraðinu, Fernando Krapp, er staðráöinn í að „eignast" fegurstu konuna, Júlíu. Hún tekur honum fálega í fyrstu en lætur samt til leiðast. Fernando er um margt dularfullur náungi og vill sem minnst tala um fortíð sína. Hann er „sannur karlmað- ur“ sem ber ekki tilfinningar sínar á torg og þekkir vald peninganna. Þegar hann fær ekki vilja sínum framgengt með öðru móti beitir hann þessu valdi, kaupir fólk með húð og hári og kúgar þannig til undir- gefni. Júlía er fögur og hún er líka greind og sjálfstæð. Sambúö þeirra tveggja einkennist frá fyrsta degi af átökum, þar sem Júlía er þrátt fyrir allt dæmd til að verða undir, ekki vegna þess að hún hafi ekki í fullu tré við Fernando heldur vegna þeirra meðala sem hann grípur til. Texti verksins, sem Bjarni Jónsson þýðir, er stund- um eins og púsluspil sem áhorfandinn þarf að raða saman og þegar verkinu lýkur er ýmsum spurningum ósvarað. Það er ekki heiglum hent að leika þessar óræðu persónur og túika stórar tilfinningasveiflur innan þess ramma sem verkið setur. Halldóra Björnsdóttir og Ingvar Sigurðsson leystu þá þraut glæsiiega þó að í sumum atriðum væri leikur þeirra full flúraður sem mér finnst að megi skrifast á reikning leikstjórans Maríu Kristjánsdóttur. Einfald- leiki textans og þær frumhvatir, sem höfundur fjallar um, kalla á tæra og látlausa framsetningu. Þarna vant- aði lítið á fullkomleikann en of stórar áherslur virk- uðu eins og feilnótur, flúrið í sýningunni.eins og text- anum sjálfum væri ekki fyllilega treyst til að halda athygli áhorfenda. En burtséð frá þessu var vald þeirra Ingvars og Halldóru á hlutverkum Femandos og Júlíu traust og góður samhljómur í leik þeirra. Af Ingvari geislar frumkraftur og ómæld orka þó að áhorfandinn skynji að undir niðri er Femando nagaður af efasemdum. Halldóra sýnir styrk Júlíu og lífshæfni í byijun, í leik hennar eru ótal litbrigði og hún túlkar vel hvernig eiginmaðurinn brýtur hana niður, hægt og sígandi. Aðalpersónurnar eru fleiri því að auk þeirra Fernan- dos og Júlíu kemur ungi greifinn Juan mikið við sögu. Hann veitir Júhu það 'sem hún fær ekki hjá eiginmann- inum og Fernando lætur það gott heita ... um hríð. Þriðji stólpinn í karlaveldinu, sem umlykur (og kæf- ir Júlíu að lokum), er faðir hennar. Fernando á létt Leiklist Auður Eydal með að sannfæra karlinn, sem er skuldum vafinn, um ágæti ráðahagsins þegar hann biður Júlíu. Og Juan verður líka sem vax í höndum hans þegar hringlar í gullpeningunum. Hilmar Jónsson leikur greifann sem má sín lítils gagnvart þessum stóm persónuleikum. Hilmar hefði hins vegar mátt sýna meira af stolti og fágun aðals- mannsins sem andstæðu við frummanninn Fernando. Rúrik Haraldsson leikur föður Júlíu og fer létt með að túlka hann. Sviðsmynd Óskars Jónassonar er áhrifamikil í ein- faldleik sínum og ásamt búningum Helgu Rúnar Páls- dóttur skapar hún efninu dramatíska umgjörö sem setur sterkan svip á sýninguna. Svart og rautt em ríkjandi htir (með innslagi af hvítu) og lýsing Ásmundar Karlssonar skerpir línurn- ar. Litavalið er bundið persónum og undirstrikar ástríður og myrkar tilhneigingar þar til að hvörf verða í verkinu. Þá breytist skahnn. Sýningin á vel heima á Litla sviðinu, nándin við áhorfendur er verkinu holl og gerir áhrifin sterkari. Þjóðleikhúsiö sýnir á Litla sviöi: Sannur karlmaður ettir Tankred Dorst Þýðing: Bjarni Jónsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Búningar: Helga Rún Pálsdóttir Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir Leikmynd: Óskar Jónasson Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir LÁTTII EKKI 0F MIKINN HRABA VALDA ÞÉR SKA0A! ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.