Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Fréttir Paílbílar Nissan king cab '91 pallbíll, dísil, 4WÐ, ekinn 128 þús., 31" dekk. Gullfallegur bfll. Góðir greiðsluskilmálar, lánakjör til 36 mán., skipti koma til greina. Sími 487 5838/852 5837. Netfang DV: httpr// www.skyrr.is/dv/ Heilsa Trimform Berglindar býður alla velkomna í fh'an prufutíma. Komið þangað sem árangur næst. Erum lærðar í rafnuddi. Opið frá 7.30-22 v. daga. Visa/Euro. S.553 3818. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldinn í Smáranum, íþróttahúsinu Dalsmára 5, fimmtudaginn 19. október, kl. 18.00. HUSBUNAÐUR ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJ Aukablað um HUSBUNAÐ Miðvikudaginn 25. október mun aukablaö um húsbúnað'fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. Meðal annars verður fjallað um heimilistæki, innrétt- ingar, lýsingu, gólfefni, húsgögn og nýja hönnun. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðinu er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem fyrst eða í síðasta lagi 17. október. Bréfasími ritstjórnar er 550-5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtudagurinn 19. október. Ath.l Bréfasími okkar er 550-5727. Sj óbirtingsveiðin: Gengur ágætlega í Vatnamótunum Þó laxveiðifáriö sé búiö þetta árið er ennþá veiddur sjóbirtingur í nokkrum veiðiám landsins og á þetta sérstaklega við fýrir austan. Árnar, sem eru í gangi núna fyrir austan, eru Þorleifslækur, Hraunið, Baugs- staðaósinn, Rangárnar, Tungufijótið, Geirlandsá, Vatnamótin, Skaftá, Grenlækurinn, Fossálar og Laxá, svo að einhverjar séu nefhdar til sögunn- ar. „Við erum að veiða hérna félagarn- ir í Vatnamótunum og erum búnir að fá 25 fiska, sá stærsti er 7 pund en ég missti feiknafisk i gærdag," sagði Óskar Færseth í Kefiavík í gærdag. „Ég var búinn að vera með þennan stóra fisk í 20 mínútur þegar hann slapp. Þetta hefur verið 12-15 punda fiskur. Hann tók Tóbý en ég var ekki nógu snöggur að landa honum. Veið- in hefur verið ágæt hérna og það eru Oskar Færseth kann vel við sig í sjóbirtingnum og hér er hann með feiknavænan fisk úr Geirlandsá. Hann var í Vatnamótunum um helg- ina og veiddi vet. DV-mynd GERR komnir 340 fiskar á land og hann er 12 punda sá stærsti. Það var Stefán Helgason sem veiddi fiskinn. Veiðin í Geirlandsá hefur verið þokkaleg og er víst stærsti fiskurinn þar 12 punda eins og í Vatnamótunum," sagði Ósk- ar í lokin. „Við erum að loka Rangánum á þriðjudaginn en það veiðist vel af sjóbirtingi þessa dagana. Stærsti fiskurinn er 11 punda og veiddist í Eystri-Rangá," sagði Þröstur Ehiða- son í gærdag þegar við spurðum um Rangárnar. „Hérna í Ytri-Rangá veiðist mest á Bleikjubreiðu og Neðra-Horni þegar veðurfarið er sæmilegt. Björn Rún- arsson var hérna fyrir fáum dögum og veiddi tvo á stuttum tíma en missti fimm. Þetta voru 3-4 punda fiskar," sagði Þröstur ennfrémur. -G.Bender Rjúpnaveiðin byrjar um helgina: Spáð góðri verta'ð enda mikil rjúpa Það styttist í að rjúpnaveiðitíminn hefjist fyrir alvóru þetta árið en fyrstu rjúpnaveiðimennirnir byrja á sunnudaginn (15. október) fyrir al- vöru. Skotveiðimenn og bændur virðast vera sammála um að mikið hafi sést Veiðivon Gunnar Bender af rjúpu víða um land. Bændur, sem DV ræddi við í næsta nágrenni Blönduóss, höfðu ^ijaldan séð eins mikið af rjúpu og núna í byrjun þess- arar vertíðar. Heilu breiðurnar sáust í fjöllum fyrir ofan Vatnsdalinn. „Maður er aðeins byrjaður að kíkja efidr rjúpum en ég reikna með að fara á Holtavöruheiðina á fyrstu dög- unum. Þar á maður sína staði," sagði Vignir Björnsson á Blönduósi í sam- tali við DV. Vignir hefur skotíð mik- ið af rjúpu á hverju veiðitímabili og oft veitt vel í byrjun. „Við skotveiðimenn í kringum Höfh í Hornafirði höfum sjaldan séð svona mikið af fugli eins og núna. Ég sá sjálfur tvo stóra hópa fyrir fáum dögum, mjög stóra hópa," sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson á Höfn í Hornafiröi. „Við í Skotveiðifélaginu sjáum líka Rjúpnaveiðitíminn byrjar á sunnudaginn og fyrsta daginn liggja einhver hundruð af rjúpum útJ um allt land. mikla uppsveifiu við talningu á rjúp- um úti um allt land. Ég held að þetta verði feiknagott rjúpnaveiðitímabil," sagöi Sverrir Sch. ennfremur. > Fyrstu veiðimennirnir fara af stað á laugardaginn en byrja vonandi ekki fyrr en þeir mega, það er sið- leysi. -G. Bender Gæsaveiðin: Fleiri og ffleiri koma niður úr fjöllunum Gæsaveiðin hefur heldur glæðst eftir að fleiri gæsir komu niður úr fjöUunum eftir að aðeins kólnaði til fjalla. Gæsaveiðitíminn fór heldur rólega af stað en lagaðist síðan að- eins. Mikið hefur sést af gæs til fjalla en hún passar sig að koma ekki mik- ið niður úr fjöUunum, enda nóg að bíta og brenna þar. Núna hafa líklega verið skotnar um 20 þúsund gæsir um allt land. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.