Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 39 Fréttir Miðlunhf. símaþjónusta: Lokun 1 plús 1 minnkarvettuna umfjórðung „Þaö hefur verið talsvert um kvartanir til Pósts og síraa vegna hárra símreikninga. Stofnunin hefur litiö svo á að 1 plús 1 væri sú þjónusta sem er völd að þess- ari gremju neytenda. Við hófum unnið með þeim í 4-5 mánuði og reynt að grípa til aðgerða sem ¦ taSkmarka taltíma notendanna en það skilaði ekki árangri. Því var ákveöið að ioka fyrír hana frá og með -l. október," sagði Árni Zop- honíasson, framkvæmdastjóri Miðlunar símaþjónustu hf., sem rekið héfur þjónustuna 1 plús 1 þar sem fólk, yfirleitt karlmenn ogkonur, gátukomistí samband. Þjónustunní hefur nú verið lok- að og segir Árni að símtöl fólks hafi gjarnan verið mjög löng og skapaö háa reikninga. Mínútan kostaði 39.90 krónur. Árni sagði að velta Miðlunar símaþjónustu hf. minnkaði um 25 prósent eftír aðþjónustunniværilokað. -Ótt Vestmannaeyjar: Steinunn Þóra ófundin Leitin að Steinunni Þóru Magn- úsdóttur, 14 ára stúlku frá Sel- fossi sem leitað hefur veriö í Vest- mannaeyjum frá því um seinustu helgi, hefur engan árangur borið. Átján kafarar voru viö leit á laugardag og neðansjávarmynda- vél var einnig notuð við leitina. Þá var leitað litíllega á gærmörg- un en dagurinn hins vegar notað- ur til hvíldar þar sem leitarmenn voru margir hverjir orðnir ör- magna. Leitarsrjórn mun hittast á fundi í dag og taka ákvörðun um framhald aðgerða en segja má að eyjan hafi verið ftnkembd ileitaöstulkunni. -pp Eldur í potta- leppum, feits Reykræsta þurftí íbúð við Löngubrekku eftír að kviknaði í pottaleppum og bastkörfum á eldavél í kjaliaraíbúð. Barn reyndist hafa kveikt á eldavélinni með þessum afleiðingum og var slökkvihðið kallað á staðinn. Þá var slökkviliðið kaiiað að Dvergholti vegna svipaðra kring- umstæðna en þar hafði eldur kviknað í potti meö feiti sem stóð áeldavél. -PP Vatnsíeki í íbúð Slökkviliðið var kallað að húsi við Öldugötu á laugardagsmorg- un eftir áð vatn lak úr klósett- kassa í íbúð þár. Óveruiegar skemmdir urðu á húsnæðinu en vatn lak þó á milM hæða. Slökkviliðið notaði vatnssugur til að koma í veg fyrír frekari skemmdir. -pp Vestfirðin Atkvæða- greiðsla um sameiningu Aimenn atkvæðagreiðsla mun fara fram 11. nóvember næst- komandi um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Um er að ræða ísa- fjarðarkaupstað, Þingeyri, Flat- eyri, Suðureyri, Mýrahrepp og MosvaUahrepp. Pyrir iiggur sam- þykki sveitarsrjómanna á tillögu þessa emis sem unnin var í sam- starfsnefnd sveitarféiaganna um sameininguna. -kaa Verðmætum bjargað er eldur kom upp í húsnæði Myndlista- og handíðaskólans: Þetta leit ekki vel út - segir forstöðukona Listasafns íslands sem var með geymsluaðstöðu í húsinu „Þetta leit ekki vel út. Það eru mik- il verðmæti geymd þarna en miðað við það sem við höfum séð er hægt að laga allt sem skemmdist þarna. Slökkvistarf gekk vel og allur örygg- isbúnaður virkaði eins og hann átti að gera," sagði Bera Nordal, for- stöðukona Listasafhs íslands, í sam- tali við DV en í gær kom upp eldur í húsnæði Myndhsta- og handíða- skólans við Laugarnesveg. Listasafh íslands er einnig með geymslur þarna, meðal-annars fyrir högg- myndir, í sömu húsakynnum. Það var laust eftír klukkan 11 í gærmorgun sem öryggisþjónustufyr- irtæki bárust boð um bilun í viðvór- unarbúnaði í skólanum. Slökkvilið var sent á staðinn og blastí mikill reykur við slökkviliðsmönnum í kjallara í norðurenda hússins. Eldur hafði kviknað í aðalrafmagnstöflu hússins og eldurinn brotíð sér leið í gegnum þil og yfir í geymslurými Listasafns íslands. Þar eru geymdar höggmyndir, rammbyggðir kassar utan um listaverk, efni til að setja upp sýningar og fleira. Að sögn varð- stjóra slökkviliðsins gengu reykkaf- arar af hörku fram í starfi sínu og tókst þannig að bjarga verðmætum frá skemmdum. Einn reykkafara fékk snert af reykeitrun en reyndist þó ekki mjög illa haldinn og fékk að fara heim til hvíldar. Ljóst er að verulegar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu af völdum reyks en einnig á miklu af rafmagns- lögnum í húsinu. -pp Reykkafarar slökkviliösins gengu fram af hörku og tókst þannig að bjarga verðmætum frá skemmdum. DV-mynd Sveinn Árbæjarsundlaug var aðeins opin útvöldu kvenfólki: Það kostaði 500 krónur í sundið Óvenju snemma var rekið upp úr Árbæjarsundlaug einn dag í síðustu viku þegar eitt hundrað svokallaðar Sontasystur, sem flestar komu frá Norðurlöndum, fengu laugina út af fyrir sig. Samkvæmt heimildum DV greiddi hver kona 500 krónur fyrir að komast í sundið en samtökin, sem eingöngu samanstanda af konum, strangt til tekið, fengu laugina lán- aða í samráði viö borgaryfirvöld. Allir karlkyns sundlaugarverðir voru beðmr um að hafa sig á brott um leið og almennir sundlaugargest- ir voru vinsamlegast beðnir um aö halda heim á leið um kvöldið. Kven- verðirnir gættu því kynsystra sinna þaðsemeftirlifðikvölds. Sontasyst- urnar útbjuggu léttan kvöldverð og lauk „samkomunni" þegar klukkan nálgaðist ellefu um kvöldið. Þá fengu karlkyns sundlaugarverðir að koma aftur til starfa til að ganga frá eftir daginn. Aðspurð hvort hér sé um fordæmi að ræða sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri m.a. í samtali við Stöð 2 að ekki væri hægt að búast við að hægt yrði að „halda fimmtugs- afmæh" í almenningssundlaugum í framtíðinni. -Ótt Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæöinu: Ríkið græðir 110 milljónir ástrætó / « t i m ¦Mk WJ^flí W^m^rA 1.. Tekjur ríkisvaldsins af starfsemi Strætísvagna Reykjavíkur og Al- menningsvagna nema 110 milljónum króna á ári eða um 10 prósentum af heildargjóldum fyrirtækjanna. Ann- ars staðar á Norðurlöniiunum er þessu öfugt farið því þar er rekstur almenningsvagna styrktur af ríkis- valdinu með beinum fjárframlögum. Þetta kom fram á áðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuöborgarsvæðinu sem haldinn var um helgina. Á aðalfundinum var samþykkt áskorun til ríkisvaldsins að aflétta sköttum og öðrum álögum á almenn- ingssamgöngur í landinu. „Það er með óllu ófært að mati fundarins að hafa almenningssamgöngur að tekjulind," segir í ályktuninni. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt að fara þess á leit við ríkisvald- ið að auka hlut útsvars á kostnað tekjuskatts. Vísað er til einhliða ákvörðunar ríkisvaldsins fyrr á ár- .inu að heimila frádrátt frá tekjum við álagningu skatta á framlög laun- þega í lífeyrissjóði. Að mati sveitarfé- laganna urðu þau af allt að 200 millj- ónum í tekjur vegna þessarar ákvörðunar. Ýmsar fleiri samþykktir voru gerð- ar á aðalfundinum, meðal annars að samræma reglur um ferðaþjónustu fatiaðra og að vinna áfram að gerð tillagna- um samstarf sveitarfélag- anna í málefnmn grunnskólans. Þá var á fundinum skorað á þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness aö beita sér fyrir auknum fjárframlögum til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu -kaa 'S^Í % ^. ^ y Rannsóknarlögreglan á Akureyri upplýsti fyrir helgina fjölda innbrota og fleiri bættust við um helgina. Alls er um að ræða talsvert á annan tug inn- brota þar sem þýfið var af ýmsu tagi. Á myndinni er Gunnar Jóhannsson rannsóknarlögreglumaður við hluta þýfisins og kennir þar ýmissa grasa einsogsjámá. DV-myndgk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.