Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Page 28
40 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Hringiðan Ostur er veislukostur Um helgina voru ostadagar hjá Osta- og smjörsölunm. Fólki var boöið aö smakka og kynna sér allt ostakyns sem boðiö er upp á í dag. Anna Dögg, Eyrún, Ingveldur og Hulda voru eldhressar viö sölustörf og mokuðu út ostinum í kílóavis þegar mest var um að vera um helgina. DV-myndirTJ Frumsýning í Óperunni Carmina Burana eftir Carl Oríf var frumsýnd í íslensku óperunni á laugardagskvöld. Fjöldi listamanna kemur við sögu í þessari sýningu enda er um kórverk að ræða. Odd- ur Stefánsson og Ingi Stefánsson voru kampakátir á frum- sýningunni. DV-mynd TJ Langur laugardagur á Laugavegi Laugardagurinn var í lengra lagi á Laugaveginum um síðustu helgi. Búðir voru opnar til fimm og mikið um að vera. Þar sem farið er að hausta var vegfarendum boðið upp á heitt kakó til að ylja sér. Birna og Steinunn létu tækifærið ekki fram hjá sér fara og fengu sér kakó. FB kominn á útskriftaraldur Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er tvítugur um þessar mund- ir og af því tilefni var haldið galaball í íþróttahúsinu, Aust- urbergi. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi og dönsuðu við ljúfa tóna Saga klass og Kennarabandsins. Bóas og Kolbrún voru glæsileg í galaklæðnaði og með sparibrosið. Frumsýning á litla sviðinu Farið er að sýna á litla svið Þjóðleikhússins en á fóstudaginn var leikritið Sannur karlmaður frumsýnt þar. Ágúst Péturs- son, Kolbrún Halldórsdóttir og Ólafur Haukur Símonarson voru hress í hléi á frumsýningunni. Ævintýrabókin í Möguleikhúsinu Á laugardaginn var frumsýnt nýtt íslenskt leikrit, sem kall- ast Ævintýrabókin, í Möguleikhúsinu við Hlemm. Emil Már Einarsson og Elvar Elí Jakobsson fóru á frumsýninguna og höfðu gaman af. Frumsýning á Carmina Burana Á laugardagskvöldið var frumsýning á kórverkinu Carmina Burana í ís- lensku óperunni. Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal, Þórður Sveinsson og Lilja Héðinsdóttir dreyptu á kampavíni í tilefni frumsýningarinnar. mmmmm mmmmm mmmmm líil JIil Ktiii m uauö naa saaas gss aaaaa ftm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm 8HHBS Sögusýning í Ráðhúsinu Thorvaldsensfélagið í Reykjavík er 120 ára um þessar mundir og í tilefni þess stóð félagið fyrir sýningu í máli og myndum í Ráðhúsinu um helgina. Lilja Óliversdóttir og Steinunn Sævarsdóttir voru í óðaönn að skoða sýning- una þegar DV bar að garði. Öðruvísi tískusýning Sævar Karl hélt upp á árs afmæli verslunarinnar Oliver í Ingólfsstræti á Astró fyrir helgi. Að sjálfsögðu var sýning á hausttískunni í Oliver og það var Rocky Horror hópurinn sem sá um það. Hann söng nokkur lög úr söngleiknum og sýndi fotin í leiðinni með tilþrifum eins og þau Hafdís, Þórhallur og Margrét gerðu með glæsibrag. Tvískinnungsóperan frumsýnd Það var fjör í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið þegar Tvískinn- ungsóperan eftir Ágúst Guð- mundsson var frumsýnd. Tómas Jónsson, Þórunn E. Sveinsdóttir, Bryndís Kristinnsdóttir, Ámi Pétur Guðjónsson og Stígur Steinþórsson voru að sjálfsögðu á frumsýning- unni en Þórunn sá um búningana, Stígur um leikmyndina og Ámi Pétur aöstoðaði Ágúst við leik- stjórnina á Tvískinnungsóperunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.