Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 Afmæli_____ Guðrún Þórðardóttir Guðrún Þórðardóttir, húsmóðir og kennari, Hraunteigi 23, Reykja- vík, er áttræð í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Firði í Aust- ur- Barðastrandarsýslu og ólst þar upp. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1937. Guðrún kenndi í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu 1937-38 og í Haukadalshreppi í Dalasýslu 1939-41. Guðrún var húsffeyja á Svina- nesi 1944-59, í Tálknafiröi 1959-62 en hefur átt heima í Reykjavík frá 1962. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Aðal- steinn Helgason, f. 12.1.1914, d. 25.6. 1966, bóndi og vélstjóri í Svínanesi. Hann var sonur Helga Guðmundssonar og Steinunnar Guðmundsdóttur sem bjuggu í Kvígindisfirði, á Bæ og í Svína- nesi. Dætur Guðrúnar og Aðalsteins eru Bergljót Aðalsteinsdóttir, f. 28.2. 1944, sjúkraliði í Reykjavík, var gift Bimi Sigurjónssyni en þau skildu og eru böm hennar Páll Pálsson, f. 13.5.1963, sjómað- ur í Reykjavík, Sigurjón Bjöms- son, f. 10.5.1965, verkfræðinemi í Kaupmannahöfn, Aðalsteinn Bjömsson, f. 3.3. 1966, verkamað- ur í Reykjavík og Ámý Björk Bjömsdóttir, f. 7.7.1970, nemi í Reykjavík; Steinunn Aðalsteins- dóttir, f. 29.1. 1947, gift Skúla Magnússyni húsasmið og eru böm þeirra Sveindís Skúladóttir, f. 8.4. 1970, sjúkraliði á Suðureyri, Guðrún Skúladóttir, f. 22.5. 1971, nemi í Reykjavík, Magnús Skúla- dóttir, f. 15.10.1973, húsasmiður í Þýskalandi og Ingibjörg Skúladótt- ir, f. 19.2.1979, nemi í Reykjavík; Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, f. 29.1. 1947, starfar við leikskóla, var gift Ingólfi Sigurlaugssyni, sem er lát- inn, og eru böm hennar Guðrún Aldís Jóhannsdóttir, f. 23.6. 1970, viðskiptafræðinemi við HÍ, og Sig- urlaugur Ingólfsson, f. 25.1. 1982, nemi; Hulda Aðalsteinsdóttir, f. 15.7. 1950, starfsmaður í bókbandi í Reykjavík, gift Ólafi Magnússyni leigubílstjóra og em synir þeirra Magnús Ólafsson, f. 5.3. 1973, leigubílstjóri í Reykjavík, og Aðal- steinn Ólafsson, f. 8.3.1976, starfs- maður hjá Essó. Systkini Guðrúnar: Óskar Þórð- arson, f. 10.3. 1910, d. 19.4. 1979, bóndi og hreppstjóri í Firði í Austur-Barðastrandarsýslu, var kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur frá Litlu-Hlíð; Guðbjörg Þórðar- dóttir, f. 2.1. 1912, húsmóðir í Reykjavík, var gift Höskuldi Jó- hannessyni sem lést 1966; Ingi- björg Þórðardóttir, f. 24.11.1918, d. 1978, var gift séra Árelíusi Níels- syni; Ólafia Þórðardóttir, f. 24.2. 1927, d. 1994, gift Jóni J. Sigurðs- syni. Foreldrar Guðrúnar voru Þórð- ur Jónsson, f. 13.8. 1882, d. 1968, bóndi og hreppstjóri í Firði í Múlasveit, og Bergljót Einarsdótt- ir, f. 29.3. 1886, d. 7.6. 1970, hús- freyja. Ætt Þórður var sonur Jóns, b. í Vattamesi, Arasonar, b. í Múla í Kollafirði, Jónssonar. Móðir Jóns í Vattamesi var Hallfríður Þórð- ardóttir frá Laugabóli. Móðir Þórðar var Guðbjörg Þórðardóttir, hreppstjóra á Þóm- stöðum í Gufudalssveit, Þorsteins- sonar, prests í Gufudal. Móðir Guðbjargar var Guðrún Jónsdótt- ir. Bergljót var dóttir Einars, b. og kaupmanns í Firði, Ásgeirssonar, b. á Selskerjum í Múlasveit, Ei- ríkssonar. Móðir Einars var Krist- ín Einarsdóttir frá' Skáleyjum. Móðir Bergljóta var Jensína Jónsdóttir, b. í Bæ í Múlasveit, Guðrún Þórðardóttir Bjamasonar, og Kristínar Jens- dóttur frá Heydal við ísafjarðar- djúp. Tll hamingju með afmælið 9. október 85 ára Anna Siguröardóttir, Norðurgötu 60, Akureyri. Halldór Klemensson, Borgarbraut 65, Borgamesi. 80 ára Guðrún Þórðardóttir, Hraunteigi 23, Reykjavík. Jóhanna Helgadóttir, Hrafnistu við Sólvang, Hafnar- flröi. 75 ára Guðmundur Runólfsson, Grundargötu 18, Gmndarfirði. Pétur Bárðarson, Rekagranda 6, Reykjavík. Ottó Snæbjörnsson, Byggöavegi 152, Akureyri. Ingiríður Blöndal, Stórageröi 6, Reykjavík. Rósa Hjörleifsdóttir, Miðjanesi 1, Reykhólahreppi. 70 ára Guömundur Sigfússon, Heiðai’geröi 34, Reykjavík. Helgi Bjarnason, Ásgarösvegi 15, Húsavík. 60 ára Daði Kristjánsson, Heiðarbraut 35, Akranesi. Ellert Bjöm Skúlason, Tjamargötu 39, Keflavík. Jónína Sigurjónsdóttir, Eyrargötu 6, ísafirði. Stefán Þorvarðarson, Leirubakka 6, Seyðisfirði. Jóhannes Stefánsson, Mávabraut 5B, Keflavík. Arnór Páll Kristjánsson, Eiði, Eyrarsveit. 50 ára Þorleikur Karlsson, Barrholti 31, Mosfellsbæ. Sveinn Rikharðsson, Svarfaðarbraut 28, Dalvík. Fanney Sæmundsdóttir, Greniteigi 43, Keflavík. Ámý Guðjónsdóttir, Bæ I, Kaldrananeshreppi. Sigrfður Magnúsdóttir, Brekkugötu 7, Vestmannaeyjum. Jóhannes A. Long, Hryggjarseli 16, Reykjavík. 40 ára: Unnur Sigurðardóttir, Hjarðarholti 18, Akranesi. Hafrún Róbertsdóttir, Miðbraut 17, Vopnafirði. Rannveig Ágústína Oddsdóttir, Birkihlíö 6, Hafnarfirði. Steinimn Kolbrún Bjömsdóttir, Jörfabakka 22, Reykjavík. Þorbjörg Ágústa Helgadóttir, Fífúmóa 3A, Njarövík. Frlða Bima Kristinsdóttir, Sogavegi 88, Reykjavík. Mekal Suni Olsen, Brautarholti 29, Reykjavík. 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín. [H Læknavaktin ;_2j Apótek H Gengi Guðmundur Árni Sigfússon Guðmundur Árni Sigfússon, húsasmíðameistari og umsjónar- maður á Droplaugarstöðum í Reykjavík, til heimilis að Heiðar- gerði 34, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Guömundur fæddist á Eyrar- bakka og ólst þar upp. Hann nam húsasmíði á Eyrarbakka hjá frænda sínum, Vigfúsi Jónssyni. Guðmundur flutti til Reykjavík- ur 1946. Þar hefur hann m.a. starf- að hjá Tómasi Vigfússyni, Verka- mannabústöðunumm í Reykjavík og hjá Dverghömrum (íslenskum aðalverktökum), auk þess sem hann hefur starfað sjálfstætt. Frá 1984 hefur hann verið umsjónar- maður fasteigna á Droplaugarstöð- um. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 28.12.1946 Margréti Guðvaldsdóttur, f. 19.11. 1927, fyrrv. aðstoðarmanni á líf- efnafræðistofu Hf. Hún er dóttir Guðvalds Jónssonar, brunavarðar frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi og Bergnýjar Ólafsdóttiu- húsmóð- ur frá Skriðufelli í Gnúpverja- hreppi. Synir Guðmundar og Margrétar eru Ólafúr Svavar, f. 5.10.1947, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Önnu Lóu Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvö börn, Berg, f. 6.7. 1969, í sambúð með Hildi Gunn- arsdóttur en sonur þeirra er Sindri Snær, f. 21.8.1995, og Mar- gréti Lindu, f. 13.9.1973; Sigfús Ámi, f. 11.7.1950, húsasmíðameist- ari á Selljamarnesi, kvæntur Evu Geirsdóttur og eiga þau þrjá syni, Guðmund Áma, f. 11.9.1971, en unnusta hans er Linda Rós Magn- úsdóttir, Elmar Geir, f. 18.3.1976, og Andra, f. 12.1. 1985; Valdimar Grétar, f. 13.11. 1955, bygginga- fræðingur í Skerjafirði, kvæntur Valgerði Marinósdóttur og eiga þau þrjú böm, Hjördísi Elvu, f. 28.11. 1982, Marinó Pál, f. 31.5. 1988 og Bergnýju Margréti, f. 10.5.1990; Birgir, f. 4.5. 1962, rekstrarhag- fræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Ágústu Maríu Jónsdóttur og eiga þau tvö böm, Guöjón Áma, f. 4.12. 1990, og Eddu Karen, f. 23.2. 1995. Systkini Guðmundar: Tómas Grétar, f. 7.3.1921, sjómaður í Hafnarfirði; Haraldur, f. 11.7.1930, verkstjóri hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli, búsethu- i Hafnarfirði; Aðalheiðm-, f. 10.6. 1932, húsmóðir á Eyrarbakka. Foreldrar Guðmundar vom Sig- fús Ámason frá Hurðarbaki, tré- smiður á Eyrarbakka, og k.h., Anna Tómasdóttir húsfreyja, frá Syðri-Hömrum í Holtum, en þau vora bæði af Víkingslækjarætt. Guðmundur er að heiman á af- mælisdaginn. Á laugardagskvöldið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt íslenskt leikrit, Tvískinnungsóperan eftir Ágúst Guð- mundsson. Pétur Jónsson, Pétur Blöndal og Vaidís Erlendsdóttir voru mætt á frumsýninguna. DV-mynd TJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.