Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 45 Jóhann G. Jóhannsson sýnir verk sín í Sparisjóðnum (Garða- bæ. Náttúrustemn- ingarmyndir I gær var opnuð málverkasýn- ing í Sparisjóðnum í Garðabæ á verkum Jóhanns G. Jóhanns- sonar, tónlistar- og myndlistar- manns, og verður sýningin opin á afgreiðslutíma sparisjóðsins fram til 26. nóvember. Á sýning- unni sýnir Jóhann verk sem unnin eru með blandaðri tækni og vatnslitamyndir. Myndimar eru allar unnar á þessu ári og er aðalviðfangsefni Jóhanns nátt- dags^) Sharon Stone leikur dularfulla unga konu sem er í hefndarhug. Kvikir og dauðir Sharon Stone leikur aðalhlut- verkið í vestranum Kvikir og dauðir (The Quick and the Dead), sem Stjörnubíó og Saga- bíó sýna. Leikur hún dularfulla konu sem kemur á hesti sínum í bæinn Redemption með hefnd i huga, er komin til að drepa þann mann sem gerði líf hennar að því tómi sem hún hrærist í. Myndin gerist á fjórum dögum og gengur mikið á og þótt sum- um sýnist stúlkan gefin bráð þá Sýningar úrustemningar. Jóhann G. Jóhannsson er fæddur í Keflavík og var tónlist aðalstarf hans til 1971 en þá hélt hann fyrstu einkasýningu sína. Upp frá því hefúr hann unnið jöfnum höndum að myndlist og tónlist. Jóhann hefur haldið Qölda einkasýninga í Reykjavík og víðar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Síðasta einka- sýning hans var í Listhúsinu í Laugardal í desember 1993. Þá hefúr hann tekið þátt í félags- málum tónlistarmanna og setið í stjóm FTT og STEF um árabil. Ritun ungra barna í dag kl. 16.30 flytur Rutt Tröite Lorentzen kennari fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofn- unar Kennaraháskólans sem nefnist Ritun ungra bama. Fyr- irlesturinn er á norsku í stofú M-301 í Kennaraháskólanum. Opinn fundur skipuiagsnefndar Skipulagsnefnd Reykjavíkur heldur opinn fund í Tjamarsal Ráðhússins í dag kl. 16.30 og er fúndurinn öllum opinn. Háskólafyrirlestur Dr. Wilhelm Friese prófessor flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist The Essence of Halldor Laxness Novels og er á ensku. Samkomur ITC-deildin Kvistur Fundur verður haldipn að Litlubrekku (Lækjarbrekku), Bankastræti 2 í kvöld kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn. —letkur að Itera! Vinningstölur 7, okt. 1995 12-24-9-8-27-16-11 Eldri úrslit i tímsvara S6S1511 Skemmtanir Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Djass í íslenskum bókmenntum í kvöld verður flutt á vegum Listaklúbbs Leikhúskjallarans dagskrá þar sem lesin verða ljóð og fluttir kaflar úr bókum þar sem djassinn kemur beint við sögu. Víða verður komið við - allt frá því að Davíð Stefánsson orti Abbalabba lá, Halldór Laxness skrifaði Straumrof og Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guö- mundsson lýstu siðferðilegu hruni þeirra íslendinga sem létu losta djassins tæla sig. Einnig verður lesið upp úr verkum yngri höf- unda, þeirra sem skrifa þegar djassinn er orðinn hluti af þeim heimi sem þeir lifa og hrærast í. Þar má nefna Sigurð A. Magnús- son, Jón Óskar, Thor Vilhjálms- son, Gyrði Eliasson, Sigurð Páls- son, Ólaf Ormsson, Ingibjörgu Har- aldsdóttur og fleiri. Tómas R. Einarsson og Vernharður Linnet glugga í Ijóðabók eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur. Um bókmenntaþátt dagskrárinn- ar sér Vernharður Linnet en Tómas R. Einarsson sér um tónlist- arhliðina. Til liðs við sig fær hann Þóri Baldursson á píanó og Guð- mund R. Einarsson á trommur og básúnu. Frjómælingar Mælingum á frjókornum í and- rúmslofti í Reykjavík er lokið í ár. Þær stóðu yfir frá byrjun maí og út september. Niðurstöður september- mánaðar liggja nú fyrir. Þær eru sýndar á töflunni. Tölurnar tákna fjölda frjókoma í hverjum rúmmetra andrúmslofts í september. Hér eru að- eins teknar með helstu tegundir. Und- ir „annað“ falla að þessu sinni níu Umhverfið mismunandi frjógerðir. Jafnan mælast fá frjókorn í sept- ember. Af þeim átta sumrum sem frjó- mælingar ná til hefur einu sinni áður, í september 1993, mælst meira en nú. Kalt vor og síðbúið sumar eiga vafa- laust sinn þátt í því hversu tímabil fijókoma í andrúmsloftinu getur náö langt fram eftir hausti eins og nú varð raunin á. Frjómælingar í septembe - frjómagn í rúmmetrum andrúmslofts 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Gras Túnsúra Annaö 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1 Sonur Sigríðar og Óskars Litli drengurinn á myndinni fæddist 5. september kl. 16.51. Hann Barn dagsins reyndist vera 2290 grömm að þyngd og 47 sentímetra langur. Foreldrar hans em Sigríður Másdóttir og Óskar Dagsson og er hann fyrsta bam þeirra. Kvikmyndir kann hún að handleika skot- vopnin betur en flestir aðrir. Myndin endar síðan eins og klassískir vestrar eiga að gera, á einvígi. Mótleikarar Sharon Sto- ne era Gene Hackman, Russell Crowe, Tobin Bell, Lance Hen- riksen og Leonardo DiCaprio. IMýjar myndir Háskólabíó: Freisting munks Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Umsátrið 2 Bíóhöllin: Vatnaveröld Bíóborgin: Brýmar í Madison- sýslu Regnboginn: Braveheart Stjömubíó: Kvikir og dauðir Gengið Aimenn gengisskráning U nr. 238. 06. október 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,630 64,960 64,930 Pund 102,410 102,940 102,410 Kan. dollar 48,230 48,530 48,030 Dönsk kr. 11,6750 11,7370 11,771C Norsk kr. 10,3030 10,3590 10.363C Sænsk kr. 9,2730 9,3240 9.240C Fi. mark 15,0250 15,1140 14.995C Fra. franki 13.0700 13,1450 13.238C Belg. franki 2,2043 2,2175 2.222E Sviss. franki 56,4600 56,7800 56.520C Holl. gyllini 40,5000 40,7400 40.790C Þýskt mark 45,3700 45,6000 45.680C it. líra 0,04007 0,04031 0,0403 Aust. sch. 6,4440 6,4840 6.496C Port. escudo 0,4325 0,4351 0,4356 Spá. peseti 0,5230 0,5262 0,5272 Jap. yen 0,64500 0,64880 0,6512 irskt pund 104,350 105,000 104,770 SDR 96,77000 97,35000 97,4800 ECU 83,0400 83,5400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan r~ T~ 5—7“ H 7 s J r TT IÖ I ! ! /3 ir 1 I * 1 jir I 1 J r 1 Lárétt: 1 slark, 6 greindi, 8 vesöl, 9 megna, 10 ljómi, 11 málmur, 13 kjánan- um, 15 óhreinkaði, 17 upphaf, 19 þrábiðja, 20 lúga, 21 sáðlönd. Lóðrétt: breytni, 2 munntóbak, 3 leiði, 4 undirstaða, 5 sver, 6 birtan, 7 forfeður, 12 jakar, 14 ugg, 16 ílát, 18 kall. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skref, 6 sa, 8 meining, 9 ást, 10 drag, 11 staur, 12 um, 14 ilmaði, 16 æra, 17 snið, 18 mý, 19 síðri. Lóðrétt: 1 smá, 2 kestir, 3 rita, 4 endum, 5 firran, 6 snauðir, 7 agg, 11 slæm, 13 miði, 15 las, 17 sí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.