Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 36
-f FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þúi ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER WX+Æ 1 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995. Bretikærð- urfyrir nauðgun Rúmlega íimmtug kona kærði nauðgun á sunnudagsmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum DV mun hinn meinti atburður hafa átt sér stað í íslensku fiskiskipi í Reykjavíkurhöfn en konan sagði manninn breskan. Lögreglan fór á staðinn strax eftir að tilkynning um atburðinn barst á borð hennar og handtók breskan mann, sem svaraði til lýsingar kon- unnar, um borð í bresku fiskiskipi. Hann var yfirheyrður fram eftir kvöldi hjá RLR í gærkvöld en málið var ekki upplýst þegar blaðið fór í prentun. -pp Athugull borg- ari benti á þjóf Karlmaður á þrítugsaldri viður- kenndi fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær aö hafa brotist inn í tvö skip. Maðurinn var handtekinn í fyrradag eftir að hann auglýsti tölvu til sölu. Athugull borgari tók eftir því að tölvan var illa fengin og gerði RLR viðvart sem handtók þann sem var að reyna að selja tölvuna stuttu síðar. Hald var lagt á bíl „sölu- mannsins" en við leit í honum fannst tóluvert magn af þýfi. Þegar RLR lagði fram kröfu í héraðsdómi um gæsluvarðhald viðurkenndi maður- inn hins vegar tvö innbrot og reynd- ist tölvan sem hann ætlaði að serja fengin úr öðru innbrotanna. Mann- inum var sleppt eftir að hann með- gekkinnbrotin. -pp ísafjörður: 22. f íknief na- málið upplýst Lögreglan á ísafirði upplýsti í gær 22. fíkniefnamálið á þessu ári þegar hún handtók karlmann á fertugs- aldri á Þingeyri en á honum fundust 8 grömm af hassi. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. í sein- ustu viku lagði lögreglan hald á lítil- ræði af maríjúana á Holtsflugvelli í Önundarfirði. Guðmundur Fylkisson, varðstjóri á ísafirði, þakkar góðan árangur í fikniefnamálum öflugu eftirliti en lögreglan hefur lagt sérstaka áherslu um skeið á að upplýsa fikniefnamál. Segir hann þessa miklu fjölgun fíkniefhamála frá fyrri árum, en þau hafa verið mun færri til þessa, ekki þurfa að sýna aukna fíkniefha- neyslu. Hins vegar sé ljóst á öllu að aukning sé á neyslu harðari efna, amfetamíns til dæmis. -pp LOKI Jeg vil ogsá en billig telefon! Farsímar sem stolið var í DanmörktÍ kotnnir til íslands: Danskir f arsímar voru boðnir á 20 þúsund krónur - RLR hefur upplýst þjófhaði eða hvarf á 30 farsímum Rannsóknarlögregla rflásins hef- ur lagt hald á hátt í tug far síma hér á lándi sem nýlega var stolið í inn- broti í Danmörku. Ákveðinn aðili, semRLRhefuryfirheyrt, seídi sim- ana en kaupendur þeirra voru í góðri trú um að þeir væru að fá tæMn raeð löglegurn hætti. Samkvæmt upplýsingum RLR var 66 farsímum af Motorolagerð stolið í innbrotinu í Danmörku. Ekki liggur fyrir hver eða hverjir þar voru að verki en vitneskja lá fljótlega fyrir um að a.m.k. hluti simanna heföi verið fluttur til Is- lands. ' Þegar símarnir komust í umferð hér á landi tókst RLR að rekja hvar þeir voru. Með þessu móti tókst RLR að hafa uppi á kaupendum hinna ódýru síraa sem áttu sér einskis Uis von þegar lögreglan hafði samband við þá. Hald var lagt á sífflana en með öllu er óvíst hvort kaupendurnir fó þá peninga sem þeir lögðu út yegna kaupanna. Eft- ir því sem DV kemst næst liggur ekM fyrir hve margir simar komu Mngað til lands en talið er að þeir séu Qestir komnir i leitirnar. Hörður tfóhannesson yörlög- regluþjónn sagði í samtali við DV í gærkvöld að á síðustu tveimur mánuðum hefði RLR tekist að ná 30 stolnum eða týndum farsímura hér á landi með því að rekja þá á sama hátt og dönsku siraana. Hér var að mestu leyti um að ræða sima sem upphaflega voru keyptir hér á landi. -Ótt Eitt af fjölmörgum kynningaratriðum sem fóru fram í iðnfyrirtækjum víða á landinu í gær var tískusýning þar sem útivistar- og vinnufatnaður frá Sjóklæöageröinni var sýndur. Eins og sjá má á myndinni komu íjölmargir til að kynna sér hina islensku f ramleiöslu. DV-mynd TJ Veðrið á morgun: Norðanátt með éljagangi Búist er við norðanátt með éha- gangj um landið norðanvert en þurrt að mestu syðra. Vindátt verður breytileg og fremur hæg á landinu víðast hvar. Hiti verður á bilinu 1-6 stig, hlýjast sunnan- lands. Veðrið í dag er á bls. 44 Dnikkinripiltur: Ók á stúlku ogflúðiaf vettvangi Fimmtán ára gömul stúlka liggur með andlitsáverka á Borgarspítala eftir að ekið var á hana í fyrrinótt í Garðabæ. Ökumaður bílsins, sem ekið var á stúlkuna, ók af vettvangi eftir slysið en vitni uröu að því. Lög- reglan fann manninn, sem á heima ekki langt frá slysstað, heima hjá sér og reyndist hann mjög ölvaður. Hann er undir tvítugu og var yfirheyrður í gær en sleppt síðdegis. Ekki fengust nánari upplýsingar um líðan stúlkunnar en fyrr er getið en hún mun þó ekki vera í lífshættu. -PP Bakkafjörður: Rafvirki lærbrotnaði RafvirM lærbrotnaði á Bakkaflrði þegar hann hrasaði í tröppu og skall á steingólfi í gær. RafvirMnn, sem var að vinna í einu af þeim íbúðar- húsum sem Ratsjárstofnun er að reisa á Bakkafirði, var fluttur til Reykjavíkurtilaðhlynningar. -pp Dagur iðnaðarins: Á annantug þúsunda kom á22 „Þátttakan og aðsóknin var gífur- lega mikil, ég held mun meiri en við þorðum að gera ráð fyrir enda var mjög mikið um að vera. Þeir aðilar- sem ég ræddi við síðdegis nefndu háar aðsóknartölur, til dæmis 1.500- 1.600 manns á hvern stað," sagði Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, í samtali við DV í gærkvöld, aðspurður um að- sókn í 22 iðnfyrirtæM víða á landinu sem sýndu framleiðslu sína í gær. Haraldur sagði að reikna mætti með að á annan tug þúsunda hefði sótt sýningarnar í gær. „Ég fullyrði að íslenskur iðnaður er á uppleið og held að þessi aðsókn sýni fram á að fólM sé farið að finnast það þess virði að fylgjast með ís- lenskri framleiðslu. Það er stórt at- riði því að þegar slíkt gerist hefur það sitt að segja þegar neytendur taka ákvörðun um innkaup," sagði Haraldur. -ðtt brothef PT300/340/540 Ný kynslóð merkivéla Verð frá kr. 11.021 Ódýrari borðar Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 L#TT# alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.