Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 7 30 V Verö á slld hækkar um 20 prósent á milli ára: Geysihátt kvóta- verð dregur úr ánægju sjómanna - kvótaverðið sama og verð upp úr sjó „Það hefur verið þokkaleg veiði og við erum með 300 tonn eftir nótt- ina,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, skipveiji á Hábergi GK. Hábergið er á síldveiðum fyrir austan land við Beruíjarðarál. Góð veiði hefur verið á þessum slóðum imdanfarið og verð hefur farið hækk- andi vegna þess að svokölluðum gæðamjölsverksmiðjum hefur fjölg- aö. „Skipin eru að fá frá 6500-8500 krónur fyrir tonniö sem er með því hæsta sem verið hefur. Þetta er mun hærra verð en var á sama tíma í fyrra þegar verðið var á bilinu 6 til sjö þúsund krónur tonnið. Menn eru þó mjög óánægðir með hátt kvótaverð sem dregur þetta niður,“ segir Þor- steinn. ,Ég hef heyrt af geysimikilli hækk- un á síldarkvóta. Hann hefur þó ekki komið inn til mín. Hann virðist ganga á milli manna í beinum við- skiptum," segir Jón Karlsson hjá Kvótabankanum. Hann segist hafa heyrt aö boðin væru 80 tonn af þorski fyrir einn síld- arkvóta, sem er um 1380 tonn. Verð á þorskkvóta er nú um 90 krónur hvert kíló. Það þýðir aö fyrir 80 tonn greiða menn um 7,2 milljónir króna. Sé sú tala umreiknuð á síldarkvót- ann kemur í ljós að verðmæti hvers kílós af síld er 5 krónur og 20 aurar. DV hefur heimildir fyrir því að allt að 7 krónur hafi verið greiddar fyrir kíló af síldarkvóta. Það þýðir að kvótaverð á síld og síld upp úr sjó er orðið nánast það sama. Jakob Jakobsson hjá Bátum og búnaði, sem rekur kvótamiðlun, seg- ir að um mikla hækkun sé að ræða milli ára. Hann segir verðið vera í kringum 6 krónur á kíló. „Þetta fer eftir þvi hvemig við- skiptin fara fram. Þegar skipt er á síld og þorskkvóta fást 6 krónur og 16 aurar fyrir kílóið en 5,95 krónur þegar skipt er á rækju. Það er gríðar- leg eftirspum eftir síldarkvóta um þessar mundir," segir Jakob. -rt Spilararnir, sem urðu i þremur efstu sætunum á Islandsmótinu i einmenningi, Þórður Björnsson, sem hafnaði í þriðja sæti, Sverrir Ármannsson, sem hafnaði i öðru sæti, og sigurvegarinn, Magnús Magnússon. DV-mynd Sveinn íslandsmót í einmennlngi í bridge: Magnús Magnússon vann Hinn ungi og efnilegi spilari frá Akureyri, Magnús Magnússon, varð um helgina Islandsmeistari í ein- menningi í bridge. Hann er aðéins tvítugur að aldri og á því greinilega framtíðina fyrir sér. Alls tóku 112 spilarar þátt í þessu vinsæla móti sem fram fór á laugardag og sunnu- dag í húsakynnum Bridgesambands- ins að Þönglabakka 1. Magnús barðist lengst af við Sverri Armannsson um fyrsta sætið en þeir tveir vom í tveimur efstu sætunum í mótinu lengst af. Þriðja sætið kom í hlut Þórðar Bjömssonar. Keppnis- stjóri á mótinu var Sveinn Rúnar Eiríksson. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Magnús Magnússon 2785 2. Sverrir Ármannsson 2720 3. Þórður Bjömsson 2675 4. Guðlaugur Nielsen 2669 5. Sveinn Þorvaldsson 2605 6. Amar Geir Hinriksson 2604 -ÍS Ungir sjálfstæðismenn um búvörusamninginn: Sjálfstæðisf lokkur veldur vonbrigðum - nýtir ekki tækifærið til að losa landbúnaðinn úr viðjnm ríkisafskipta islensk sauðfjárframleiðsla er í mikilh samkeppni viö aðra matvöru og hún mun harðna enn frekar 1 framtíðinni þegar frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvömr eykst. Því veldur þaö vonbrigðum að ríkis- stjóm undir forystu Sjálfstæðis- flokksins skuli ekki nýta það tæki- færi sem nú gefst til að losa íslenskan landbúnaö í eitt skipti fyrir öll úr viðjum ríkisafskipta og koma strax á virkri samkeppni í greininni, segir í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér. Nýgerður búvörusamningur við sauðfjárbændur er að mati ungra sjálfstæðismanna ófullnægjandi enda gangi hann ekki nógu langt í fijálsræðisátt. í raun sé því einungis veriö aö fresta þeim vanda sem kom- inn sé upp í greininni og eigi einkum rætur að rekja til miðstýringar í landbúnaðarkerfmu. Að mati ungra sjálfstæðismanna verður Sjálfstæð- isflokkurinn að beita sér fyrir því aö lengra verði gengið í niðurskurði rík- isútgjalda á þessu sviði. „Það er öllum ljóst að vandi ís- lenskra sauðfjárbænda er ærinn. Ástæðurnar Uggja fyrst og fremst í forsjárhyggju íslenskra stjómvalda undanfama áratugi. Landbúnaður lýtur ekki öðmm lögmálum en aðrar atvinnugreinar. Alls staðar þar sem stjómvöld hafa reynt að stýra at- vinnugreinum hefur það endað með ósköpum fyrir framleiðendur, neyt- endur og skattgreiöendur," segir í álytkunstjómarinnar. -kaa Fréttir Bæjarráð Vesturbyggðar hefur séu þeir að haldið verði þannig á sent frá sér áskoran til sjávarút- málum að íslenski úthafsveiðiflot- vegsráöherra þar sem skorað er á inn nái að skapa sér veiöireynslu hann að mótmæla samþykkt um sem tryggi sem bestan aðgang að sóknarstýringu á Flæmska hattin- hinum fjölmörgu flskveiðistofnum um. sem veiðanlegir séu í Atlantshaf- íáskoruninnisegiraðhagsmunir inu. fjölda sjómanna og útgerðastaða -rt Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 8. útdráttur 4. fiokki 1994 -1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSd húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900 auglýsingar NÝTT SÍMANÚMER 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.