Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Kerfi svindls og svika Þeir sem höfðu vonað að fjárlagafrumvarp ríkisstjóm- arinnar fyrir næsta ár myndi boða verulegar breytingar á meingölluðu tekjuskattskerfi landsmanna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. í stað þess að taka af krafti á skattkerfi sem er óska- barn svindlaranna í þjóðfélaginu stefnir ríkisstjómin að því í fjárlagafrumvarpi sínu að ná inn enn meiri pening- um með álagningu tekjuskatts á einstaklinga. Ætlunin er að knýja um eitt þúsund milljónir til viðbótar út úr þeim tiltölulega fámenna hópi þjóðfélagsþegnanna sem borgar skatt af raunverulegum tekjum sínum. Sú var tíð að sjálfstæðismenn sáu ranglæti tekjuskatts- kerfis og boðuðu afnám þess skatts af almennum launa- tekjum. Þá var líka helsta kjörorð þeirra: „Báknið burt!“ En fjárlagafrumvarpið ber það enn einu sinni með sér að ríkisbáknið heldur áfram að þenjast út og tekjuskatt- ur einstaklinga hefur sjaldan eða aldrei verið þyngrí byrði á heiðvirðu laxmafólki en einmitt nú. Það er með ólíkindum hversu lengi tekjuskattsgreiðend- ur hafa tekið óréttlátum álögum og víðtækum skattsvik- um með þögninni. Ýmislegt bendir þó til þess að abnenn- ingi sé loksins að verða nóg boðið. Þannig streymdu þús- undir manna á útifund í miðborg Reykjavíkur vegna ákvörðunar alþingismanna um sérstök skattfríðindi sér til handa. Og nú nýverið hafa sveitarstjórnarmenn á Suð- umesjum samþykkt aðgerðir til að reyna að afhjúpa skattsvikara og fá yfirvöld til að gera eitthvað í málinu. Stjórnvöld halda því fram að skattaeftirlit hafi verið hert verulega. Vafalaust er það rétt að fleiri menn vinna nú að þeim málum en áður. En það dugar harla skammt til að uppræta skattsvikin. Enda virðast hver ný skatta- lög opna nýjar leiðir fyrir skattsvikarana, þrátt fyrir yfir- lýsingar um annað fyrirfram. Það á til dæmis við um virðisaukaskattskerfið sem var knúið í gegn á sínum tíma í stað söluskattsins gamla á þeirri forsendu að með nýja kerfinu væri lokað fyrir skattsvik. Reyndin hefur orðið allt önnur. Um það vitna þau stórfellu vask-svika- mál sem uplýst hafa verið að undanfomu. Eiríkur E. Viggósson, borgari í Kópavogi, hefur að undanfömu reynt að vekja athygli ráðamanna og al- mennings á skattsvikunum. Hann talaði tvímælalaust fyrir hönd margra þegar hann sagði í viðtali í DV: „Skattayfirvöld eru búin að gefast upp í baráttunni og ég er ósáttur við það. Ég er búinn að fá nóg af því að sí- fellt sé verið að hækka skattana á venjulegum launþeg- um meðan aðrir komast upp með að greiða ekki sinn hlut til samfélagsins. Skattakerfið er í rúst og enginn ger- ir neitt í því.“ Fram kom í viðtalinu að Eiríkur hefur rætt þessi mál að undanförnu við marga þingmenn, ráðherra, forystu- menn í verkalýðshreyfingunni og opinbera embættis- menn á borð við ríkisskattstjóra og skattrannsóknar- stjóra. Niðurstaða hans af þessum samtölum er dapurleg: „Ég hef talað við fjölda fólks um þetta ög svörin eru alltaf þau sömu: Það er ekki vilji fyrir hendi. En það er ekki heilbrigt að aðeins þriðjungur þjóðarinnar greiði tekjuskatt.“ Með hliðsjón af margra ára reynslu ætti öllum að vera ljóst að núverandi tekjuskattskerfi verður ekki stokkað upp nema til komi sterkur þrýstingur frá skattgreiðend- um. Á meðan þjóðin sættir sig við svindlið og svikin, og tekjuskattsgreiðendur bera þungu byrðarnar að mestu leyti í hljóði, þarf enginn að vænta aðgerða af hálfu stjórnmálamanna. Elías Snæland Jónsson „Moguleikarmr til aö vinna frekari rannsoknir a þessum gifurlega efniviö eru því miklir,“ segir Karl í grein sinni. Samband sykurþols og hækkaðs blóðþrýstings: Niðurstöður úr rann- sókn Hjartaverndar Of hár blóðþrýstingur er al- gengt vandamál i hinum vestræna heimi og miklum tíma og fjár- munum er varið í leit að sjúk- dómnum og meðferð hans sem að- allega er fólginn í langtíma lyfja- meðferð. Ómeðhöndlaður háþrýst- ingur eykur hættu á blóðrásar- truflunum til heila og hjarta og æðasjúkdómum. Orsakir háþrýst- ings eru ekki þekktar nema að litlu leyti en trúlega er um marg- ar og stundum samverkandi ástæður að ræða. M.a. er vel þekkt fylgni milli offitu og há- þrýstings og tengsl offitu og syk- ursýki hafa einnig lengi verið þekkt. Á seinni árum hefur at- hyglin beinst að hlut efnaskipta í myndun háþrýstings, s.s. skerts sykurþols, sem yfirleitt byggist á minnkuðu næmi líkamans fyrir insúlíni. Marktæk fylgni Hóprannsókn Hjartaverndar hefur verið í gangi frá 1967 og m.a. hefur verið fylgst með blóðþrýst- ingi, þyngd, blóðfitu og kólesteróli og blóðsykur hefur verið mældur, bæði fastandi og 90 mínútum eftir inntöku á 50 g af þrúgusykri, sk. sykurþolspróf. Alls lágu fyrir upp- lýsingar frá 8.285 körlum og 9.183 konum sem hvorki höfðu sykur- sýki, skerta nýrnastarfsemi né fengið kransæðastíflu. Úr þessum geysilega stóra hópi fólks á ýmsum aldri var hægt að kanna fylgni milli útkomu á syk- urþolsprófi og háþrýstings í mis- munandi aldurs- og þyngdarhóp- um fyrir karla og konur. Sterkt samband reyndist milli sykurgild- anna og háþrýstings í öllum þess- um hópum. Jafnvel eftir að tekið hafði verið tillit til annarra þátta, sem geta haft áhrif á blóðþrýsting, s.s. blóðfitu, reykinga og hjarta- stærð, reyndist fylgnin vel mark- tæk. Til að reyna að kanna orsaka- Kjallarinn Karl Kristjánsson heilsugæslulæknir Hvammstanga samhengið, þ.e. hvort skert sykur- þol sé undanfari háþrýstings, voru þeir sem komið höfðu a.m.k. tvisvar sinnum skoðaðir sérstak- lega. Það reyndust vera 2.639 karl- ar og 2.346 konur. Niðurstaða syk- urþolsprófsins reyndist hafa marktækt forspárgildi fyrir mynd- un háþrýstings á næstu árum eft- ir að tillit hafði verið tekið til allra annarra þátta sem tengdust blóðþrýstingnum. Miklir möguleikar Ályktunin reyndist því sú að skert sykurþol tengist háþrýstingi hjá báðum kynjum og i öllum ald- urshópum og við mismunandi lík- amsþungastuðul (þyngd eftir að tillit hefur verið tekið til hæðar). Skert sykurþol, sem getur verið undanfari sykursýki, virðist því einnig geta átt sinn þátt í myndun háþrýstings þótt verkunarmátinn sé ekki að fullu skýrður. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar i fyrirlestri á alþjóðlegu þingi lækna um áhættuþætti fyrir hjcirta- og æðasjúkdóma í Flórens á Ítalíu 1994 og nýlega einnig í tímaritinu „Journal of Hyper- tension". Styrkur rannsókna, sem byggð- ar eru á gögnum Hjartaverndar, er sá góði grunnur sem þær byggj- ast á. Rannsóknarhópurinn, sem boðaður var til skoðunar, var alls 24.993 einstaklingar og mæting í hina mismunandi áfanga hefur verið 64-75%. Úrtakið var tekið á skipulegan hátt frá byrjun og hluti hópsins hefur verið skoðaður reglulega frá því að rannsóknin hófst 1967. Möguleikarnir til að vinna frekari rannsóknir á þessum gífurlega efnivið eru því miklir, m.a. þar sem hinn mikli fjöldi þátttakenda gefur möguleika á að skýra og greina fylgni mifli ýmissa þátta með mikinn líffræðilegan breyti- leika. Karl Kristjánsson „Styrkur rannsókna, sem byggðar eru á gögnun Hjartaverndar, er sá góði grunnur sem þær byggjast á. Rannsóknarhópur- inn, sem boðaður var til skoðunar, var alls 24.993 einstaklingar.“ Skoðanir annarra Velferðarútgjöld „Hin sjáfvirka útþensla ríkisútgjaldanna á sér einkum stað í velferðarkerfinu. Meðalaldur vest- rænna þjóða fer hækkandi og árið 2030 er áætlað að fjöldi eflilífeyrisþega hér á landi, þ.e. fólks 67 ára og eldra, verði þriðjungur af fjölda fólks á vinnualdri, 20-67 ára ... Vöxturinn í velferðarútgjöldunum er mun hraðari en sá vöxtur þjóðarframleiðslunnar sem spáð er ... Ef við höldum áfram á sömu braut mun koma að því að skattgreiðendur framtíðarinn- ar neita að borga brúsann. Að lokum yrði þá að koma til harkalegs niðurskurðar, sem yröi enn sárs- aukafyllri en þær nauðsynlegu aðgerðir sem nú eiga sér stað.“ Úr forystugrein Mbl. 7. okt. Búsetubreytingar „Þjóðháttabreytingar, atvinnulíf og margs kyns ný tækni og aðstæður og ekki síst hugsunarháttur hlýtur að valda búsetubreytingum, hvernig svo sem hamast er við að ríghalda í horfið samfélag. Þetta er viðurkennt á óbeinan hátt þótt fæstir þori að ræða málin upphátt eða í hljóði. Tvískinnungurinn í bú- vörusamningnum ... er glöggt dæmi um hvað viður- kennt er í verki þótt ekki megi viðurkenna stað- reyndir sem brjóta í bága við trú og hollustu við úr- elt sjónarmið." Oddur Ólafsson í Tímanum 7. okt. Lífeyrissjóður alþingismanna „Á þriðja milljarð vantar í Lífeyrissjóð alþingis- manna svo að hann eigi fyrir skuldbindingum sín- um og fer sú upphæð ört vaxandi þar sem greiðslur þingmanna og aðrar tekjur sjóðsins standa ekki nema undir helmingi skuldbindinganna. Mismunur- inn er greiddur af skattgreiðendum sem fjölmargir fá ekki meira í lífeyri eftir áratuga starf en það sem ekkja varaþingmanns fær eftir örstutta þingsetu hans.“ Úr forystugrein Mbl. 6. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.