Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1995 Jj"V 14 JWveran ■jt ic “ Milljón ávöxtuð í ár Kaupþing „Skipti eignaskattur máli þá ráðlegg ég Einingarbréf 2, sjóð sem hægt er að losna út úr með tveggja mánaða fyrirvara án kostnaðar, og alltaf með því að taka á sig kostnað. Skipti eigna- skattur ekki máli er Einingar- bréf 1 rétti kosturinn. Síðustu 3 mánuði báru Einingarbréf 1 7,1% raunvexti (11,66% heildar- ávöxtun) og sl. 3 ár voru raun- vextir bréfanna 4,6% (heildará- vöxtun 6,71%). Einingarbréf 2 skilaði sl. 3 mán. 6,5% raun- vöxtum (11,03% heildarávöxt- un) og 5,8% sl. 3 ár (7,98% heild- arávöxtun). Miðað við gefnar forsendur og örlítið einfaldað lítur dæmið svona út hjá okk- ur,“ sagði Magnús Guðmunds- son hjá Kaupþingi. Landsbráf „Fyrir mann sem ekki vill ávaxta til lengri tima en hér um ræðir eru Reiðubréfín okkar mjög góður kostur. Þau eru verðtryggð og þar af leiðandi vörn gegn verðbólgu. Síðustu þrjá mánuði báru þau 3,6% raunávöxtun (8% nafnávöxtun) og síðustu 12 mánuði 3,4% raunávöxtun (5,2 nafnávöxtun). Eftir 40 daga er enginn munur á kaup- og söluverði og því væri hægt að taka stöðuna aftur og þá borgaði sig kannski aö fara í bankavíxla. Þeir eru ekki verð- tryggðir og færi verðbólgan nið- ur myndu þeir geta gefið góða ávöxtu,“ sagði Kristján Guð- mundsson hjá Landsbréfum. Sparisjóður Hafnarfjarðar „Fyrir þá sem ekki vilja taka mikla áhættu bjóðum við, líkt og hinir sparisjóðirnir, Bakhjarl- inn og 12 mánaða Trompbók. Að auki eru sparisjóðsvíxlarnir mjög vinsælir og fólk velur þá til 2 eða 3 mánaða og framlengir síðan jafnóðum. Þriggja mánaða víslarnir bera óverðtryggða 6,38% ávöxtun. Ég get líka boðið ríkisvíxla en til 6 mánaða bera þeir nú 6,9% ávöxtun. Víxlarnir gáfu á síðasta ári um 3,5% raun- ávöxtun og heldur meira í ár,“ segir Helga Benediktsdóttir hjá verðbréfadeild Sparisjóðs Hafn- arfjarðar. Handsal „Ef viðkomandi vill ekki taka mikla áhættu þá sýnist mér ég geta boðið upp á 7-10% ávöxtun af þessari múljón í ár. Ef við- komandi kæmi til mín í dag er ég að fá bréf á mjög öruggt bæj- arfélag, verðtryggt með 6,05% vöxtum. Annað sem ég á er bankabréf á sparisjóð á milli 6 og 6,5% vöxtum, einnig verðtryggt. Eins og staðan er í dag sýnist mér ávöxtunin geta orðið 80 til 100 þúsund krónur,“ segir Sig- rún Bjarnadóttir hjá Handsali. Skandia „Hér þarf einhver verðtryggð skammtímabréf og í því sam- hengi dettur mér helst í hug spariskírteini sem stutt er eftir af. Við erum með Marsksjóðinn og Verðbréfasjóðinn og það eru sjóðir sem hugsaðir væru í eitt ár. Með ríkisvíxlum værirðu að taka áhættu því þeir eru óverð- tryggðir. Áhætta er ekki bara fólgin í því að tapa peningum heldur einnig í verðbreytingum á verðbréfinu og verðbólguá- hættu,“ segir Brynhildir Sverr- isdóttir hjá Skandia Fjárfesting- arfélagið. Brynhildur sagði að áður- nefndir sjóðir væru að gefa 6 og upp í 8% ávöxtun umfram verð- tryggingu. Hún sagði að 1% munur væri á kaup- og sölu- gengi og því þyrfti að draga það frá ávöxtuninni. Hún sagði raunávöxtun á Markbréfum sl. 3 mánuði vera 9,8% og á Kjara- bréfum 6,6%. -sv DV-mynd GS Landsbankinn: Bendi fyrst á 12 mánaða Landsbók - segir Haukur Þór Haraldsson „Það fyrsta sem mér dettur í hug að viðskiptavini, sem vildi ávaxta eina milljón til eins árs, yrði boðið upp á í Landbankanum er 12 mán- aða Landsbókin okkar sem ber 3,5% raunvexti, þ.e verðtrygging plús 3,5% vexti. Annað sem ég bendi á eru Landsbankavíxlarnir. Þeir eru reyndar gefnir mest út i 120 daga í einu, 4 mánuði, en ef við gerum ráð fyrir sambærilegu vaxtastigi út árið þá erum við að tala um 6,4% ávöxt- un,“ sagði Haukur Þór Haraldsson, forstöðumaður Landsbankans, að- spurður hvernig best væri að ávaxta eina milljón króna með því að festa hana í eitt ár. Haukur sagði að fyrir þann sem væri með minni pening, 200 þúsund kronur t.d., væri 12 mánaða Lands- bókin besti kosturinn. Lágmarkið fyrir Landsbankavíxlana væri 500 þúsund. -sv Sparisjóðirnir: Tveir kostir bestir - segir Haraldur Úlfarsson Hreinn sparnaður heimilanna Heimilin spara lítið „Ef ég fengi til min viðskiptavin sem ætti eina milljón króna og vildi festa hana í eitt ár myndi ég benda honum á þá tvo kosti sem Sparisjóð- irnir eru fyrst og fremst að bjóða upp á, Trompbók og Bakhjarlsreikn- ing,“ segir Haraldur Úlfarsson hjá Sparisjóði bankanna. Að sögn Haralds er Trompbókin óverðtryggður, óbundinn reikning- ur sem gefur 3,75% vexti en Bak- hjarlinn er bundinn, verðtryggöur reikningur með 3,25% vöxtum. „Miðað við eina milljón fasta á Bakhjarlinum í 12 mánuði, með föst- um vöxtum upp á 3,25% og 2,5% verðbólgu, myndi uppreiknuð staða milljónarinnar eftir árið, frá 1. janú- ar 1995 til' 1. janúar 1996, verða 1.063.089 krónur. Magnús Waage, hjá Sparisjóði „Hér eru ýmsir valmöguleikar í boði miðað við þær forsendur að viðkomandi ætli að spara eina millj- ón í 12 mánuöi. í fyrsta lagi er Stjörnubók 12 mánaða, verðtryggð- Stöðugar aimennar verð- hækkanir af vöru og þjónustu. Kaupmáttur krónunnar minnk- ar þegar verðbólga er til staðar. vélstjóra, sagðist aðspurður geta staðfest að reikningar Haralds væru í algeru samræmi við það sem Sparisjóðirnir væru að bjóða upp á. -sv Ávöxtun? Getur myndast með vöxtum, afföllum og gengishagnaði. Dæmi: Skuldabréf ber 5% nafn- vexti en er selt með afíollum þannig að ávöxtunin verður 8%. Þegar skuldabréf er verð- tryggt er jafnan talað um ávöxt- un umfram verðbólgu eða raunávöxtun. Ávöxtun hluta- bréfa getur myndast með arði og söluhagnaði. ur reikningur sem ber 3,5% raun- vexti (3,53% raunávöxtun þar sem vextir. eru færðir tvisvar á ári). í öðru lagi eru nokkrar gerðir óverð- tryggðra bankavíxla. Miðað við að keyptir séu 3 mánaða víxlar og end- urfjárfest í þeim út árið gefa þeir 6,68% nafnávöxtun (miðað við kjör bankavíxla í dag). Til þess að fá raunávöxtun þarf að taka tillit til verðbólgu ársins,“ segir Halldóra Traustadóttir hjá markaðsdeild Búnaðarbankans. Halldóra segir þessu til viðbótar geti Verðbréfa- Verg þjóðar- framleiðsla? Sú verðmætasköpun sem á sér stað af hendi þjóðarinnar innan lands sem utan. deild bankans keypt þau bréf fyrir viðskiptavini sína sem í boði séu á Verðbréfaþingi íslands. Ávöxtun fari eftir kaup- og sölutilboðum hverju sinni. „Ekki er með góðu móti hægt að bera ávöxtun sparireikninga banka saman við verðbréfasjóði. Ef mark- miðið er að bera saman spamaðar- kosti verður að taka tillit til allra þátta, þar á meðal gengisáhættu og mismun á kaup og sölu skuldabréfa, þóknun við kaup og sölu o.s.frv. -sv - segir Kristjón Kolbeins „Það sem vekur athygli við þess- ar tölur um sparnað í hlutfalli við vergar þjóðartekjur er að hann er að langmestu leyti í lífeyrissjóðunum (sjá graf). Sparnaður heimilanna frá því 1991 fyrir utan lífeyrissjóðina er því minni en ekki neinn. Við erum ekki einu sinni að spara það sem tekið er af okkur í fostum greiðsl- um,“ segir Kristjón Kolbeins, hjá Seðlabanka íslands. Kristjón segist þess fullviss, án þess að hafa litið á tölurnar, að sparnaðurinn hafi ver- ið hlutfallslega meiri á milli 1970 og 1980 heldur en eftir þann tíma. „Sparnaðurinn hefur farið minnkandi í hlutfalli við þjóðartekj- ur vítt og breitt um heim og þetta er ekkert einsdæmi fyrir ísland. Það sama gildir víða um Evrópu og í Asíu,“ sagði Kristjón. , Búnaðarbankinn: Ymsir valmöguleikar - segir Halldóra Traustadóttir -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.