Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 17
U"V" ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 $ilveran Aðstoð við þá sem lenda í vanskilum við Húsnæðisstofnun ríkisins: Flestir samningar hafa haldið - segir Tryggvi Hjörvar Þeir sem lenda 1 vanskilum við Húsnæðisstofnun ríkissins eiga að snúa sér til Veödeildar Landsbanka íslands í sama húsi við Suðurlands- braut. Þar geta skuldarar gert til- raun til að greiða úr sínum málum með aðstoð Tryggva Hjörvar og Sig- urðar Ásgeirssonar. íbúar á lands- byggðinni geta hringt og samið um sín mál í gegnum síma. Tryggvi og Sigurður taka fyrst við vandanum þegar greiðsluáskorun hefur borist skuldaranum og helst áður en nauð- ungarsala er fest. Því fyrr því betra. Það er mál flestra sem þurft hafa að leita til þeirra að viðmót þeirra sé þannig að vandinn sem áður virt- ist óyfirstíganlegur litur mikið bet- ur út eftir fund við þá félaga. Tryggvi hefur. verið í þessu starfi í nokkur ár og segir hann að allir fái sömu afgreiðslu; það sé ekki þeirra að dæma fólk. „Þegar maður kemur að manni í vök spyr maður ekki hvernig hann datt oní,“ segir Tryggvi. Mjúkir og harðir „Við vinnum eftir ákveðnum regl- um og höfum gott tölvuforrit til að halda utan um okkar mál. Mánaðar- lega getum við farið yfir það hvort fólk hafi staðið við þau fyrirheit sem okkur voru gefin. Við höfúm gert á annað þúsund samninga og Ifou iusiiair vegna gjalddaga er lendir I vanskflun 1. febr. Gjalddagi 1. mars ... 360 kr. til Húsnæðisst. ríkisins lO.maí Greiðsluáskorun 4.500.- kr. Kostnaður er rennur til Húsnæðisst. ríkisins 1.103.- kr. VSK til Rlkissjóðs 860.- kr. Póstur og sími fyrir að birta áskorun fllls 6.463.- í... Ef fleiri en eitt lán í vanskilum á sama gjalddaga, þá kr. 12.926. fe HAFÐU SAMBAND VIÐ 6. júlí VEÐDEILD LANDSBANKANS 2.000.- kr. Kostnaður til Húsnæðist. ríkisins 490.- kr. VSK til Ríkissjóös 9.000,- kr. Til Ríkissjóðs fllls 11.490.-kr. w Til viðbótar þessu reiknast 15% dráttarvextir á gjalddagafjárhæð. Tryggvi Hjörvar og Sigurður Asgeirsson reyna að greiða úr málum fólks sem lendir í vanskilum við Húsnæðis- stofnun ríkisins.. DV mynd BG flestir hafa haldið. Við höfum tekið á móti fimmtíu manns á dag þegar mest hefur verið að gera,“ segir Tryggvi. „Eins og við erum mjúkir þegar við gerum samninginn verð- um við æði harðir ef ekki er staðið við hann.“ Tryggvi segir að margir séu hreinlega á barmi örvæntingar þeg- ar þeir koma í viðtal. Það fari því stundum tími í að tala við fólk fyrst um lífið og tilveruna áður en talið berst að vandanum sjálfum. Það sé því töluverð sálfræöi fólgin í því að vinna meö skuldavanda fólks. „Við höfum fengið afar hlýlegar þakkir í þakkir í þessu starfið. Það er því misskilningur að þetta sé vont starf,“ segir Tryggvi Hjörvar um viðmót skuldara eftir að ísinn hefur verið brotinn. Leiðir til að ráða við skuldabyrðina: Skiptir mestu aí kort- feggja skuldirnar Vel tekið á móti okkur - segja hjónin Björgvin Óskars- son og Þórhildur Jónasdóttir Mörgum þykir erfitt að horfast í augu við staðreyndirnar. Til eru dæmi um fólk sem hreinlega opnar ekki bréf sín til þess að flýja kröfu- hafana. Hjónin Björgvin Óskarsson og Þórhildur Jónasdóttir fóru rétta leið og sneru sér til Veðdeildar Lands- bankans þegar vanskil vegna hús- næðislána voru komin í óefni. „Þar hittum við Tryggva Hjörvar sem að okkar mati á fálkaorðuna skilið fyrir störf sín. Við höfum tal- að við hann nokkrum sinnum og gert með honum áætlanir um það hvemig við ætlum að greiða úr mál- unum,“ segja þau. Þau segja að viðmót starfsmann- anna sé alveg til fyrirmyndar og þeim hafi létt mjög þegar starfs- menn veðdeildar tóku á þeirra mál- um. Björgvin og Þórhildur eru ánægð með fyrirgreiðslu Veðdeildar Landsbank- ans. DV mynd GS - segir Pétur H. Blöndal þingmaður Fólk á ekki að gefast upp þó skuldir séu miklar heldur verður að taka á vandanum. Pétur H. Blöndal telur að menn ættu fyrst og fremst að kortleggja skuldir sínar og taka saman hvað og hverjum þeir skulda. Pétur er stærðfræðingur og fyrrum eigandi Kaupþings. Á sínum tíma vakti hann athygli fyrir pistla á Rás 2 um fjármál heimilanna. „Það er oft heilmikið mál að kort- leggja skuldirnar. Síðan þarf að finna greiðslubyrðina af öllum skuldunum, mánuð fyrir mánuð, og gera greiðsluáætlun. Þetta er nokk- uð auðvelt að gera í dag með töflu- reikni og hægt er að fá aðstoð hjá einhverjum sem kann á lán og skuldabréf. Þegar kortlagningu er lokið kemur oft í ljós að vandinn er miklu minni en búist var við því menn eru alltaf að horfa aftur og aft- ur á sama vandann og mikla hann fyrir sér. Með því að hnika til greiðslum í áætlun er vandinn oft viðráðanlegur." Áætlun lögð fram Pétur segir að þegar fólk sé búið að kortleggja vandann þurfi það að fara til kröfuhafanna og leggja fram áætlun um hvemig það ætli að greiða sínar skuldir. „Venjan er sú að fyrst eru greidd- ar matarskuldir, rafinagnsreikning- ur og annað slíkt. Síðan jöfhum höndum skuldir veðhafa, banka og slíkra þannig að gætt sé sanngirni í garð kröfuhafa og þeir sem hafa ör- uggustu veðin bíði lengst," segir Pétur. „Svona áætlun getur verið skyn- samlegt að vinna í samráði við lána- Pétur H. Blöndal alþingismaður er þekktur fyrir skoðanir sínar og ráð- gjöf vegna fjármála. fulltrúa i banka sem nú er koijiinn víöast hvar. Það þarf að leggja áætl- unina fyrir alla kröfuhafa og mikil- vægt er að gleyma engum skuldum því gleymdu skuldimar geta eyði- lagt áætlunina þegar þær koma fram.“ „Svo er að halda sig við þetta,“ segir Pétur. „Reglan er að skrifa aldrei undir nýja skuld, menn þurfa að passa sig að kaupa ekki nýjan bíl og halda sig alveg eitilhart við þessa áætlun þann tíma sem hún tekur. Þá eru vandræðin líka búin og bjart framundan.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.